Fréttir

Heimsókn frá Japan til Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á morgun, fimmtudaginn 4. september, fær Matís til sín góða gesti. Það er 11 manna sendinefnd frá Hokkaido-eyju í Japan sem kemur hingað til lands á vegum METI, en það er skammstöfun fyrir Ministry of Economics, Trade and Industry. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Matís, einkum líftæknisvið fyrirtækisins, og fer móttakan fram í húsnæði Líftæknisviðs að Gylfaflöt 5, Grafarvogi. Þar verða kynnt fyrir þeim ýmis verkefni sem Matís hefur unnið að undanfarið ásamt því sem fyrirtækið verður kynnt í víðara samhengi.

Auk þess að heimsækja Matís mun hópurinn kynna sér starfsemi MS, bæði í Reykjavík og Selfossi, ásamt því að heimsækja Bændasamtökin, Útflutningsráð og Japanska sendiráðið.

Sendinefndina skipa eftirtaldir:

Mr Mitsuo Izumi, Chief Technical Officer and Factory Director, Hokkaido Milk Product Co.,Ltd.
Mr Yoshinori Okada, Senior Managing Director, Obihiro Shinkin Bank.
Mr Takuma Kameda, Associate Plant Manager, NAGANUMA Ice CO.,LTD.
Mr Makoto Kawakami, Supervisor Livestock Product Section, Hokkaido Food Processing Research Center
Mr Toshio Sato, CEO, Managing Director, BETSUKAI NYUGYO KOUSYA CO., LTD.
Mr Hideyuki Nagasawa, President, National University Corporation Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine
Mr Yohsinoru Nagata, Deputy Director General, Hokkaido Food Processing Research Center
Mr Tadashi Nagamura, Senior Assistant Professor, National University Corporation Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine
Mr Hiroshi Nishino, Director International Exchange Department, Institute for International Studies and Training
Mr Toshihiro Hirahata, Deputy-Director International Affairs Division Industries Department, Hokkaido Bureau of Economy, Trade and Industry Ministry of Economy, Trade and Industry
Mr Kiyoshi Yamaguchi, Director Administration Bureau, National University Corporation
Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine.