Fréttir

Matís og Hafrannsóknastofnun undirrita samstarfssamning

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Oddur M. Gunnarsson forstjóri Matís skrifuðu undir samstarfssamning 27. október sl. til að styrkja og efla samstarf stofnananna um rannsóknir og samnýtingu innviða.

Lykilstoðir farsæls árangurs í vísindum og nýsköpun er gott aðgengi að rannsóknarinnviðum og skapar aukið samstarf án efa veruleg tækifæri fyrir báða aðila á tímum mikilla áskoranna, t.d í fiskeldi, erfðafræði og vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum.

Gott samstarf stofnananna hefur um langan tíma átt sér stað, allt frá þeim árum sem þær deildu saman húsnæði að Skúlagöu 4 í Reykjavík. Þá hefur einnig mikil og góð samvinna átt sér stað milli Matís og Sjávarútvegsskóla GRÓ sem Hafrannsóknastofnun heftur hýst í fjölda ára. Samningurinn formfestir það góða samstarf auk þess að skapa frekari tækifæri í rannsóknum hafs og vatna.