Fréttir

Matís óskar sjómönnum til hamingju með daginn

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sjómannadagurinn 2012 er genginn í garð en dagurinn var í upphafi stofnaður til þess að efla samstöðu á meðal sjómanna, bæði til að gleðjast og til að minnast látinna sjómanna.  Markmið dagsins er einnig að kynna þjóðinni hve þýðingarmikið starf stéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins.

Matvælaframleiðsla er ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar Íslendinga. Vegur þáttur sjávarútvegs og fiskvinnslu þar þyngst. Sama grundvallarlögmál gildir í öllum greinum matvælaframleiðslu, það er að gæði afurðanna fara eftir gæðum hráefnisins sem þær eru unnar úr. Sjómenn og aðrir sem koma að sjávarútveginum vita hversu mikilvæg góð meðhöndlun á fiski er.

Fyrstu handbrögð eru sérlega mikilvæg þegar tryggja á hámarksgæði fiskafla. Slíkt tryggir að neytendur fá í hendur bestu mögulegu vöruna og á sama tíma er oftast tryggt að virðisaukningin sé hvað mest.

Kæling – hvers vegna?
Kæling hægir á starfsemi skemmdargerla, lengir tímann sem fiskurinn er í dauðastirðnun og minnkar þannig los í fiskholdinu, eykur blóðrennsli úr háræðum eftir blóðgun og gerir holdið þ.a.l. hvítara. Síðast en ekki síst dregur kæling úr rýrnun.

Matís hefur lengi unnið með sjómönnum  í að stuðla að réttum handbrögðum þegar verðmæti úr hafinu eru meðhöndluð og þekkir vel til vandaðra vinnubragða sem víða eru iðkuð í þeim efnum. Því er það engum til framdráttar, allra síst sjómönnum, þegar myndir eru af afla við óviðunandi aðstæður eru dregnar fram, líkt og gert var í hamingjuóskum Íslandsbanka til sjómanna í fjölmiðlum í gær.

Sjómenn: Tökum höndum saman og tryggjum hámarksverðmætasköpun með góðri umgengni um afla.

Rétt meðferð afla er öllum mikilvæg til að tryggja hámarksgæði og hámarksverðmæti afla
Nauðsynlegt hefði verið að ísa fiskinn sem hér sést til að tryggja að sem best sé farið með verðmætin. Góð kæling hægir á örveruvexti og lengir tímann sem fiskur er í dauðastirðnun. Mikilvægt er því að ná hitastigi í fiskholdinu niður í u.þ.b. 0 °C á sem skemmstum tíma og viðhalda svo órofinni kælikeðju allt til neytenda.

Nánari upplýsingar veita Sveinn Margeirsson og Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Ítarefni: www.kaeligatt.isMikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski (bæklingur), Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski (einblöðungur) ofl. bæklingar og einblöðungar.