Fréttir

Nýsköpunarkeppni í Nesskóla

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 26. og 27. apríl fer fram þriðja og síðasta MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar, í Nesskóla í Neskaupstað. MAKEathon Árskóla og Grunnskóla Bolungarvíkur hafa þegar farið fram með glæsilegum árangri. MAKEathon verkefnisins er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga.

Í þessu MAKEathoni taka, 24 nemendur í 8.bekk Viktoríu Gilsdóttur þátt. Þeir vinna saman í teymum sem keppast við að leysa áskorun sem fundin verður á heimsóknum þeirra í sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu. Áskorunin mun snúa að umhverfis- og loftslagsmálum.  Þeir reyna að búa til einhverskonar frumgerð (e. prototype), m.a. í samstarfi við FabLab  Austurland undir handleiðslu Móses Helga Halldórssonar. 

Frá því í haust hafa nemendur fengið fræðslu m.a. um loftslagsbreytingar, sjálfbærni og nýsköpun.  Allt efni GFF verður gert aðgengilegt eftir að verkefninu lýkur.

Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar hófst í skólunum í september 2021 og MAKEathonin eru lokahluti þeirra. Landskeppni á milli skólanna þriggja fer fram í maí og verða úrslit hennar kynnt í Nýsköpunarvikunni (á erindi Matís þann 20. maí).

Sjónvarpsstöðin N4 hefur í allan vetur verið að taka upp þátt um verkefnið og verða því kvikmyndatökumenn frá þeim á staðnum. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni í haust og þar verður verkefnið kynnt.

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er fræðsluverkefni ætlað fyrir elstu bekki grunnskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og er verkefnastjórn í höndum Matís. Aðrir þátttakendur eru skólarnir þrír, FabLab smiðjur á hverujm stað, Cambridge University, Climate-KIC og Djúpið Frumkvöðlasetur.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins: Justine@matis.is. Þá eru skólar sem vilja taka þátt sérstaklega hvattir til að hafa samband.

(fjölmiðlafólk getur  haft samband í síma: 762 0266).

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins: