Fréttir

Sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsækir Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dr. Chris Toe sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsótti Matís (Matvælarannsóknir Íslands) í ferð sinni hingað til lands. Starfsfólk Matís kynnti ráðherranum fyrir starfseminni og rannsóknarstofum fyrirtæksins á Skúlagötu. Þá var ráðherra fræddur um líftæknirannsóknir Prokaria, sem er hluti af Matís.

Toe ræddi einnig við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, heimsótti Hafrannsóknastofnun og fræddist um Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem er með aðsetur við Skúlagötu. Ennfremur mun Toe og fylgdarlið heimsækja fjölmörg önnur fyrirtæki hér á landi.

Franklín Georgsson sviðsstjóri á Matvælaöryggi Matís ræðir við sendinefndina frá Líberíu.

MYND: Chris Toe, lengst til vinstri, hlýðir á Franklín Georgsson sviðsstjóra hjá Matís.

Nánar um Líberíu á Wikipediu.