Fréttir

Umhverfishátíð í Norræna húsinu – Gerum heimilin grænni!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Helgina 7.-8. apríl verður boðið upp á fjölbreytta umhverfisdagskrá í Norræna húsinu fyrir gesti á öllum aldri. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að umhverfisvænna og grænna heimili.

Meðal annars verður boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar!

Helstu samstarfsaðilar eru: Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Umhverfisstofnun og Vakandi. Norðurlönd í fókus taka þátt í að skipuleggja og kosta umhverfishátíðina.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Engin þörf er á skráningu – mættu bara! 🙂

Nánar um viðburðinn má finna á Facebook

Viðburðir fyrir börn/fjölskyldur

  • Umhverfisskóli Landverndar, sunnudag
  • Heimsókn í gróðurhúsið til ömmu náttúru, gróðursetjum og fáum góð ráð fyrir garðinn, laugardag og sunnudag kl. 13-16
  • Furðuverusmiðjan, viltu búa til furðufisk eða geimveru? Þú ræður! á vinnustofunni verður unnið með textílefni sem fellur til við framleiðslu á Íslandi, laugardag kl. 14-16 (skráning)
  • Vorverkin í Vatnsmýrinni, fuglavernd stendur fyrir tiltekt í fuglafriðlandinu í Vatnsmýrinni, göngutúr til góðs! Laugardag kl. 13-17.

Aðrir viðburðir

  • Svona drögum við úr matarsóun / Fyrirlestrar: Selina Juul frá Stop Spild af Mad og Klaus B. Pedersen frá Too Good To Go. Bæði hafa hlotið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir frábæran árangur í baráttunni gegn matarsóun, laugardag kl. 16-17. Spjall og smakk eftir fyrirlestrana.
  • Súrkál fyrir sælkera: Dagný Hermannsdóttir fræðir gesti um bæði ævafornar og nýtískulegar aðferðir til að sýra grænmeti. Gestir fá tækifæri til að smakka einstök sýnishorn úr garðinum hjá Dagnýju! Sunnudag.
  • Örnámskeið í moltugerð: Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í moltugerð og kynnir einfaldar aðferðir sem henta bæði fyrir eldhúsið og garðinn. Sunnudag.
  • Al-íslenska flatbakan: matarspjall og smakk, Sveinn Kjartansson sjónvarpskokkur og Flatbökusamsteypan ræða um pizzuna sem hina fullkomnu sveigjanlegu uppskrift OG hvernig nýta má íslenskt hráefni á frumlegan hátt, sunnudag kl. 15-17.

Heimildarmyndir

  • Just Eat It: A Food Waste Story, margverðlaunuð heimildarmynd um matarsóun, föstudag 6. apríl og sunnudag 8. apríl kl. 18. // http://www.foodwastemovie.com
  • Flatbökusamsteypan, á hátíðinni verður hægt að sjá stutta heimildarmynd um hið bráðfallega matarverkefni Flatbökusamsteypunnar.

Stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 13-17

Fræðslu- og kynningarbásar

Matarhönnun: Sýning á vegum hönnunarnema við Listaháskóla Íslands

Þema sýningarinnar er matur, matarupplifun, matarhönnun, vannýtt hráefni og nýsköpun. Frumleg, falleg og þankavekjandi sýning frá upprennandi vöruhönnuðum.

Saumaverkstæðið: saumaðu þinn eigin innkaupapoka

Kvenfélagasamband Íslands opnar saumaverkstæði í Norræna húsinu. Áttu efnisbúta, sterklegan dúk eða gardínur heima sem verðskulda nýtt líf? Taktu efnin með og saumaðu þinn eigin innkaupapoka – eða leyfðu annarra að njóta þeirra!

Hægt er senda fyrirspurnir á kristini@nordichouse.is