EuFish Sustainable Growth: Efling evrópsks sjávarútvegs með bættri nýtingu vannýttra tegunda og afurða

Project title: EuFish_SustainableGrowth

Partners: Háskólinn í Napólí (IT), SZN (IT), AquaBioTech (MT), Brim (IS), Grímur Kokkur (IS), Matís (IS)

Research Fund: BlueBio Cofund

Initial year: 2022

Contact

Hildur Inga Sveinsdóttir

Project Manager

hilduringa@matis.is

EuFish_SustainableGrowth miðar að því að bæta nýtingu á vannýttum fisktegundum og hliðarstraumum fiskvinnslu, meðal annars með aukinni greiningu á hráefninu með „omic“ aðferðum.

Markmiðum verkefnisins má skipta upp í eftirfarandi þætti:

  • Fjölgreinarannsóknir á vannýttum fisktegundum með tilliti til vistfræði, útbreiðslu, sameindaauðkenningu tegunda, samsetningu örveruflóru, efnamengun, næringarfræðilegum- og skynrænum eiginleikum og efnamengun.
  • Þróun á nýjum matvælum, fóðri og öðrum verðmætaskapandi afurðum úr vannýttu hráefni.
  • Þróun vefgáttar til að deila með hagsmunaaðilum upplýsingum um vannýtt hráefni og þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja nýtingu þeirra.

Verkefninu er stýrt af Háskólanum í Napólí, en hér á Íslandi eru það Matís, Brim og Grímur Kokkur sem standa að verkefninu. Mun áhersla hér á landi snúa að bættri nýtingu og verðmætasköpun úr tegundum á borð við gulllax og kolmunna. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess here.