Hollefni í íslensku og innfluttu grænmeti
Markmiðið með verkefninu var að leggja fram gögn um hollefni í íslensku grænmeti og bera þau saman við niðurstöður fyrir innflutt grænmeti. Með hollefnum er átt við vítamín og andoxunarefni.
Tekin voru sýni af 13 tegundum grænmetis, samtals 88 sýni. Gerðar voru mælingar á víta-mínunum A-vítamíni, E-vítamíni og fólati. Af andoxunarefnum voru mæld fjölfelól ásamt ORAC- og NPPH-andoxunarvirkni. Í sumum tilfellum var meira af vítamínum í íslensku grænmeti en innfluttu og má nefna sem dæmi A-vítamín og fólat í tómötum. Mikið fólat í blómkáli og rófum vekur athygli. Andoxunarvirkni kom fram fyrir allar grænmetistegundir. Talsverð andoxunarvirkni kom fram fyrir sveppi en í þeim voru A- og E-vítamín ekki mælanleg. Þetta sýnir að fleiri efni en þessi vítamín skipta máli fyrir andoxunarvirknina og má vera að einhver mikilvæg efni séu enn óþekkt. Jafnframt voru gerðar mælingar á trefjum, próteini og fitu. Þessar niðurstöður auðvelda næringargildismerkingar.