Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Útgefið:

07/03/2017

Höfundar:

Halldór Pálmar Halldórsson, Hermann Dreki Guls, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Kristín Ólafsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem Ísland ehf

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007, 2011 og 2013 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga í sýnum frá 2016. Kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík innar í firðinum. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og kræklingurinn rannsakaður tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og vexti kræklings, var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar. Dánartíðni og vöxtur kræklings ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) voru mæld við lok rannsóknarinnar. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 16 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni) en þeim síðastnefndu var fækkað um tvö (perylene og benzo(e)pyrene) að beiðni verkkaupa. PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva, hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar við verksmiðjusvæðin yfir ræktunartímann. Því er ekki talið að hár kadmínstyrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur náttúrulega háum bakgrunnsstyrk í íslensku umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) var styrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 3 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi, þau sömu og 2013: pyrene, phenanthrene og fluoranthene (perylene greindist einnig 2013 en því varsleppt að þessu sinni). Pyrene var í hæstum styrk af þessum 3 PAH efnum sem greindust, nema í banka 1 þar sem fluoranthen var í hæstum styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var óverulegur og ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæði hvað krækling varðar. Öll 16 PAH efnin greindust í öllum setsýnum og var heildarmagn þeirra á bilinu 209-791 µg/kg þurrvigt. Líklegt er að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir nema tveir sem mild áhrifasvæði þar sem PAH styrkur mælist hærri miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í annað sinn sem styrkur PAH efna er mældur í setsýnum í umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga og reyndist heildarmagn PAH efna í setinu heldur lægra í ár borið saman við 2013. Áhrif iðjuveranna á krækling í nágrenni við Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríki setsins eru því að öllum líkindum óveruleg, miðað við norsk og kanadísk áhrifamörk af völdum PAH efna. Áfram er þó nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði.

The aim of this study is to estimate potential impact of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi in Hvalfjörður. The monitoring started in the year 2000 and has since then been revised in terms of additional sampling sites and measured elements, but the monitoring has been repeated in the years 2004, 2007, 2011 and 2013. This report summarises the results obtained in the study performed in 2016. Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then retrieved after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, the following trace elements and organic compounds were analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 16 PAHs (two compounds, perylene and benzo(e)pyrene were omitted this time). PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sampling sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentrations compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activities at Grundartangi, but rather to high natural Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 3 PAH compounds were detected above limits of quantification in the musselsamples. Pyrene was always at the highest concentration while phenanthrene and fluoranthene were at lower concentration, except at banki 1, where fluoranthene was the highest. The PAH concentrations never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All 16 PAHs were detected in all sediment samples with total PAHs ranging 209-791 µg/kg . All sites except for the reference site and S1 fall into the category slightly impacted sites due to increased PAH concentrations when compared to Norwegian reference values and below threshold effect levels compared to Canadian criteria. This is the second time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and total levels of PAH are now somewhat lower than observed in 2013. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota also appears to be low. However, it is important to maintain frequent monitoring studies on the marine ecosystem near the Grundartangi industrial area in order to detect changes in pollution burden.

Skoða skýrslu