Skýrslur

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Útgefið:

20/12/2017

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Markmið með verkefninu var að fylgja eftir og styðja frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio, formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016. Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í norræna lífhagkerfinu og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt. Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni. Reynslan af verkefnunum er að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi. Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að hvata nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað geti að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna.

The aim of the project was to follow up on and support further small-scale producers that participated in innovation projects as a part of the Nordbio programme, the Icelandic chairmanship programme in the Nordic council of ministers 2014-2016. The overall objective of the innovation projects was to have direct economic impact through innovation and value creation in the Nordic bioeconomy and thereby strengthen regional and economic growth. 17 innovation projects where carried brought forward. The projects have displayed that knowledge and training is essential for ideas to be realized and to enable manufacturers to meet all food safety requirements. The Nordbio innovation projects have manifested that using „innovative voucher“ can be an effective way of encouraging innovation, knowledge transfer and technology to increase the value of biofuels. There is apparently need to offer small producers and entrepreneurs funding of this kind. Establishment of fund under the same format as Nordbio functioned with innovation vouchers can enable increased value creation trhough innovation.

Skoða skýrslu