Skýrslur

Ræktun klóblöðku til vinnslu lífvirkra innihaldsefna – Greining á efnum og örverum

Útgefið:

04/07/2022

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Alexandra Klonowski, Brynja Einarsdóttir, Réne Groben, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Klóblaðka (Shcyzimenia jonssoni) er rauðþörungur sem hefur eingöngu fundist við strendur Íslands. Lítið er vitað um eiginleika klóblöðku en lífvirkir eiginleikar hafa fundist í skyldum tegundum sem vaxa erlendis. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum mælinga á samsetningu klóblöðku m.t.t. notkunar í matvæli, fæðubótaefni og snyrtivörur. Mat var gert á næringargildi og heilnæmi klóblöðku, skimað fyrir lífvirkni lífefna og örverum í umhverfi klóblöðku. Þá var gerður samanburður á klóblöðku úr ræktun og náttúru. Niðurstöður benda til þess að klóblaðka hafi sambærilega eiginleika og söl og gæti verið markaðssett sem slík, þ.e. sem matþörungur. Niðurstöður á andoxunarvirkni og vírushemjandi virkni benda til þess að klóblaðka hafa að geyma áhugaverða lífvirknieiginleika sem vert er að kanna nánar. Samanburður á mælingum á klóblöðku úr fjöru og ræktun gáfu til kynna sambærilega eiginleika. 
_____

Klóblaðka (Shcyzimenia jonssoni) is a red algae that has only been found off the coast of Iceland. Little is known about the properties of klóblaðka, but bioactive properties have been found in related species that grow in other countries. This report presents the results of measurements of the composition of klóblaðka with respect to use in food, dietary supplements and cosmetics. The nutritional value and safety of klóblaðka were assessed, and the bioactivity of biological substances and microorganisms in the environment of klóblaðka was screened. A comparison was made of klóblaðka from cultivation and nature. The results indicate that klóblaðka has similar properties to dulse and could be marketed as such, i.e. as food. Results of antioxidant and antiviral activity suggest that klóblaðka contains interesting bioactivity properties that are worth exploring further. Comparison of measurements of klóblaðka from sampled from the coast and cultivation indicated similar characteristics.

Skoða skýrslu