Skýrslur

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Viggó Þór Marteinsson, Franklín Georgsson

Styrkt af:

Matís, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði 

Með upptöku megin hluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB (178/2002 og 102/2010) er ljóst að innflutningur á ferskum kjötafurðum til Íslands gæti orðið að raunveruleika, en hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann á slíkan innflutning.  Í þessu samnengi er þörf á að afla gagna um öryggi íslenskra afurða á markaði með tilliti til örverumengunar. Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi á Íslandi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði.    Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni þessara sýkla í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. Í heildina voru 537 sýni tekin yfir 12 mánaða tímabil frá Maí 2012 til Apríl 2013 frá þrem stærstu framleiðendum landsins. Teknar voru til rannsóknar 183 pakkningar af heilum kjúklingum, 177 pakkningar af bringum og 177 pakkningar af vængjum.    Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir Salmonella og Campylobacter.  Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.

With the adoption of the main parts of the EU food legislation (178/2002 and 102/2010) it is evident that import of fresh meat and poultry could be possible even though at present it is still prohibited by the Icelandic government. In this respect it is advisable to keep data on the safety of Icelandic products already on the market for current reference.   Extensive data are available of the frequency of Salmonella and Campylobacter at the breeding and slaughtering steps in the poultry supply chain in Iceland but no systematic data collection has been done at the retail level in recent years.    The aim of this study was therefore to estimate the frequency of contamination of the above mentioned pathogens in consumer packs of Icelandic poultry production. A total of 537 samples were collected in a 12 month period from May 2012 to April 2013 from the three largest domestic producers.  Total of 183 packs of whole chicken were analysed, 177 packs of fillets and 177 packs of wing cuts. All samples measured negative both for Salmonella and Campylobacter.    It is therefore confirmed that the monitoring scheme and intervention policy in Icelandic poultry production is effective and that the status of contamination of these pathogens in fresh retail poultry packs is as good as, or better than in other EU states.

Skoða skýrslu