Skýrslur

Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé

Útgefið:

17/08/2021

Höfundar:

Sæmundur Sveinsson, Matís ohf., Eyþór Einarsson, Davíð Gíslason

Styrkt af:

Fagráð í sauðfjárrækt / Framleiðnisjóði landbúnaðarins

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Óstaðfest faðerni lamba háir ýmsum framförum í sauðfjárrækt hér á landi. Helst má nefna rannsóknir tengdum arfgengum sjúkdómum, þar sem staðfest fað- og móðerni einstaklinga er forsenda fyrir því að hægt sé að rekja ætterni sjúkdómsins. Nútíma foreldragreiningar í búfé byggja á greiningu breytilegra erfðamarka og tölfræðilegum samanburði foreldra og afkvæma. Markmið þessa verkefnis var að þróa tól til foreldragreininga í íslensku sauðfé með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Það er mikilvægt fyrir ræktunarstarf í sauðfé að eiga kost á því að geta staðfest ætterni gripa. Þetta getur verið mjög nytsamlegt, sérstaklega þegar koma fram erfðagallar í afkvæmum sæðingastöðvahrúta. Þá er grundvallaratriði að gripurinn sé rétt ættfærður. Í þessari rannsókn voru 17 alþjóðlega viðurkennd (ISAG) erfðamörk prófuð til að foreldragreina í íslenska sauðfjárstofninum. Gagnasafnið byggir á sýnum úr 514 kind. Niðurstöður verkefnisins sýna að ISAG erfðamörkin virka vel innan íslenska fjárstofnsins og undirstofna hans. Þetta verkefni hefur því bætt nýju tóli í verkfærakistu sauðfjárræktenda og ráðanauta. 

Skoða skýrslu