Fréttir

Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands þann 31. mars næstkomandi frá 12:00-13:30. 

Dagskrá viðburðarins:

  • Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands:
    Öndvegisverkefni um samlífi manna og örvera í daglega lífinu. 
  • Jón Þór Pétursson, nýdoktor við Háskóla Íslands:
    “Móðurkúltúr”: Skyrgerlar, mjaltastúlkur og ofurkonur. 
  • PhD Veera Kinnunen, university lecturer (sociology, Faculty of Social Sciences) University of Lapland, Rovaniemi, Finland:
    Bokashi composting as multispecies waste care. 

Fundarstjóri er Áki Guðni Karlsson. 

Fylgjast má með upplýsingum um málþingið á viðburðarsíðu á facebook hér: Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar


Málþingið er hluti af verkefninu SYMBIOSIS- Samlífi manna og örvera í daglega lífinu, sem Matís hefur unnið að ásamt Háskóla Íslands með styrk frá Öndvegissjóði RANNÍS frá því 2021.

Í þessu þverfræðilega verkefni er samlífi manneskja og örvera á Íslandi rannsakað og sjónum beint að því hvernig þetta samlífi mótast í hversdagslegum athöfnum fyrr og nú. Verkefnið rannsakar sköpunarmátt örveranna í matarháttum og daglegu lífi; það fylgir þeim allt frá ræktun, bakstri, bruggun, súrsun og skyrgerð, í gegnum meltingarkerfið og aftur ofan í jarðveginn með moltugerð, og það rannsakar áhrif þessa samlífis á líkamlega, andlega og félagslega velferð fólks.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: SYMBIOSIS samlífi manna og örvera í daglega lífinu