Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis

Heiti verkefnis: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, verslunarkeðjan Samkaup

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefninu er ætlað að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu sem styður við uppbyggingu geirans og er þá átt við aukna framleiðslu, fleiri atvinnutækifæri og aukið framboð næringarríkra afurða.

Sóknarfærin byggjast á stærri markaðshlutdeild innanlands og útflutningi. Jafnframt er markmiðið að skapa aukin verðmæti úr því sem framleitt er og draga úr sóun. Meginviðfangsefnin eru geymsluþolsrannsóknir, rannsóknir á leiðum til að gera verðmæti úr vannýttum hliðarafurðum garðyrkju og greiningar sem miða að því að draga úr sóun í allri viðriskeðju grænmetis. Verkefnið hófst 2021 og því lýkur 2022. Samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands (vegna meistaraverkefnis um geymsluþol) og verslunarkeðjan Samkaup. Náið samráð verður haft við Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna og ráðgjöf verður keypt af Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Styrktaraðili er Matvælasjóður.