Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis

Heiti verkefnis: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis

Samstarfsaðilar: Sölufélag garðyrkjumanna, Samkaup, Háskóli Íslands og deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands.

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Í verkefninu var fengist við öll þrep í virðiskeðju grænmetis á Íslandi, allt frá ræktun og flutningum til verslana, vinnsluaðila og til neytenda. Markmiðið var að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu sem styður við uppbyggingu geirans og er þá átt við aukna framleiðslu, fleiri atvinnutækifæri og aukið framboð næringarríkra afurða.

Verkefnið var sett saman úr þremur verkþáttum sem tengjast en styrkurinn var veittur til þessara viðfangsefna: (1) Rannsóknir á geymsluþoli grænmetis með það að markmiði að ná eins miklum gæðum og löngu geymsluþoli og hægt er. Unnar voru geymsluþolstilraunir á íslensku grænmeti í þeim tilgangi að benda á leiðir til að bæta gæði grænmetisins og stuðla að bættri meðferð til hagsbóta fyrir framleiðendur og seljendur. (2) Samantekt um möguleg verðmæti úr þeim hliðarafurðum garðyrkju sem eru ekki nýttar nú. Þessi vinna var grundvöllur nýs verkefnis um verðmætaaukningu hliðarafurða frá garðyrkju sem unnið var á árunum 2022-2023. (3) Samantekt um leiðir til að draga úr sóun og rýrnun á grænmeti á leiðinni frá bónda til neytanda. Með þessu er stuðlað að minni rýrnun í virðiskeðjunni.

Vinnu við verkefnið lauk í byrjun árs 2022. Fjórar opnar skýrslur um framangreind viðfangsefni hafa verið gefnar út á vefsíðu Matís. Skýrslu um verkefnið í heild má nálgast hér (Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis – Matís (matis.is) ).  Skýrslan um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju er hér (Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu / By-products from the vegetable sector – Matís (matis.is) ). Fjallað er um leiðir til að draga úr rýrnun í virðiskeðju grænmetis hér ( Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis / Analysis of waste in the vegetable value chain – Matís (matis.is) ). Loks er fjallað um athuganir á geymsluþoli grænmetis hér (Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis // Shelf-life and waste in the value chain of vegetables – Matís (matis.is) ).

Gefnir voru út þrír einblöðunagar sem draga fram afmarkaðar niðurstöður úr verkefninu. Umfjöllun um áhrif pökkunar á gæði og geymsluþol gulrófna má finna hér (Pökkun á gulrófum varðveitir gæði og hindrar vatnstap ). Tvo einblöðunga um meðferð og innihald kryddjurta má finna hér (Kryddjurtir Hollar en viðkvæmar) og hér (Kryddjurtir í pottum – Viðkvæmar jurtir).

Niðurstöður verkefnisins hafa verrið kynntar á fundum og í fjölmiðlum. Starfsmenn Matís veita allar frekari upplýsingar eins og óskað verður.

Lestu nánar um verkefnið í fréttinni hér að neðan: