Framleiðsla verðmætra efna úr endurnýjanlegum lífmassa með hitakærum örverum

Heiti verkefnis: Thermoexplore

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Háskólinn í Lundi, Rise-Processum Örnskjöldsvik, Svíþjóð

Rannsóknasjóður: Rannís

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

ThermoExplore – Lífverkfræðileg könnun á möguleikum loftháðra hitakærra örvera til framleiðslu verðmætra efna úr endurnýjanlegum lífmassa.

Verkefnið stefnir að því að þróa loftháðar, hitkærar frumusmiðjur til framleiðslu á verðmætum lífefnum, karóten efnsamböndum, fyrir efnaiðnað, beint úr vannýttum lífmassa sbr. þangi og lífmassa er fellur til í landbúnaði, fiskiðnaði og skógrækt. 

Nýting endurnýjanlegs lífmassa í efnaiðnaði er eitt af lykilatriðunum í þróun lífhagkerfisins. ThermoExplore mun leggja sitt af mörkum til árangurs á þessu sviði og samtímis auka samkeppnisstöðu og arðbærni vaxandi íslensks líftækniiðnaðar.