Þróunaraðstoð

Þróunaraðstoð

Síðastliðin 15 ár hefur Matis verið samstarfsaðili Sjávarútvegsskólans (GRÓ-FTP, áður UNU-FTP) og annast gæðastjórnarlínu hans. Árlega koma um 5 til 7 nemendur frá ýmsum þróunarlöndum til náms hjá Matís til að auka þekkingu sína á stjórnun gæða fiskafurða við meðhöndlun og vinnslu. Þar fá nemendur tilsögn færustu sérfræðinga á því sviði. Matís hefur einnig haldið mörg styttri námskrið í þróunarlöndum s.s. í Kenía, Tansaníu, Úganda, Vietnam og Sri Lanka.

Matís hefur gert samning við þróunarsamvinnuskrifstofu Utanríkisráðuneytisins um tæknilega ráðgjöf í þróunarverkefnum ráðuneytisins og hefur veitt tæknilega aðstoð í ýmsum verkefnum á vegum þess í þróunarlöndum, m.a. í Kenía, Sierra Leóne og Líberíu. Auk þess hefur Matís unnið sjálfstæð verkefni í þróunarlöndum.