Uppsjávarfiskur

Uppsjávarfiskur

Frá stofnun hefur Matís haft það að leiðarljósi að hámarka verðmæti alls þess hráefnis sem verður til við uppsjávarveiðar í nánu samstarfi við íslenskan sjávarútveg. 

Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta gæði þeirra afurða sem framleiddar eru innanlands og að hámarka það magn sem framleitt er til manneldis. Fjöldi verkefna hefur verið unninn í tengslum við nýsköpun og vöruþróun úr áður ónýttu hráefni, breytingar á vinnsluferlum sem tryggja bætt gæði og nú nýlega verkefni er snúa að þróun erfðafræðilegra aðferða til leitar að uppsjávarfiski í sjó.