Skýrslur

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of transport and packaging methods for fresh fish products – storage life study

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Gunnar Þórðarson, Ásgeir Jónsson, Hrund Ólafsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of  transport and packaging methods for fresh fish products – storage life  study

Markmið verkefnisins „Bestun ferskfiskflutninga“ var að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi, en verulegur sparnaður felst í því miðað við flutning með flugi.   Þessi skýrsla fjallar um greiningu á þeim skemmdarferlum sem eiga sér stað við geymslu og flutninga á ferskum fiskafurðum. Gerður var samanburður á flutningi í frauðplastkössum og í ískrapa í keri við mismunandi hitastig. Bornar voru saman mismunandi útfærslur á báðum pökkunarlausnunum og voru matsþættir m.a. hitastig, heildarörverufjöldi, magn skemmdarörvera, vatnsheldni, magn reikulla basa og skynmatseiginleikar. Almennt var frekar lítill munur á milli tilraunahópa á geymslutímanum. Munur kom fram milli hópa í einstaka skynmatsþáttum en sá munur var ekki sambærilegur milli daga og er því líklega til kominn vegna samspils milli misleits hráefnis og of fárra metinna sýna. Ferskleikatími allra hópa var sjö til átta sólarhringar og geymsluþol um 10 sólarhringar.  Þær pökkunarlausnir sem rannsakaðar voru í tilrauninni sem og geymsluhitastig, höfðu lítil áhrif á skemmdarferla þorskafurðanna. Breytileikann mátti fyrst og fremst rekja til geymslutímans.

The aim of the project “Optimisation of fresh fish transport” was to improve the handling of fresh fish products during sea freight and increase the shelf life and the possibility of further maritime transport from Iceland, involving significant savings relative to the air freight.   The present report covers analysis of the deterioration processes occurring during storage and transportation of fresh whitefish products. Comparison was done between transportation in expanded polystyrene boxes and in slurry ice in tubs at different ambient temperature. Different versions of both packaging solutions were compared with regard to temperature, total viable count, amount of spoilage bacteria, water holding capacity, total volatile nitrogen bases (TVB‐N) and sensory properties. There were in general relatively small differences between experimental groups during the storage period. Some difference was observed between groups with regard to few sensory attributes, but the difference was not comparable between days which was likely due to heterogeneous material and too small sampling size. The freshness period of all experimental groups was seven to eight days and the shelf life around 10 days. The packaging solutions explored in the present study, as well as storage temperature, had generally little effect on the deterioration processes occurring in the fresh cod product. The observed variation was primarily attributed to the storage time.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Paulina E. Romotowska, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Magnús V. Gíslason, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Markmið verkefnisins „Hámörkun gæða frosinna makrílafurða“ er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna. Með því að skoða samspil þessara þátta er hægt að hámarka gæði og nýtingu makríls og því um leið verðmæti hans. Þetta er fyrsta skýrslan úr verkefninu og fjallar hún um áhrif hitastigsveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða. Matsþættir voru m.a. los, ensímvirkni og þránun. Hermdir voru gámaflutningar til Japans. Heilfryst hráefni sem veitt var í lok júlí og byrjun september var fryst og geymt við -25 °C í einn mánuð. Við „flutning“ var afurðin sett í geymslu við -18 °C ±5 °C í einn mánuð. Sýnin voru mæld fyrir frystingu, eftir „flutninginn“, og eftir það á 3ja mánaða fresti í geymslu við -25 °C. Til samanburðar voru sýni geymd við stöðugt hitastig (-25 °C). Þessu til viðbótar voru heilfrystar makrílafurðir geymdar í allt að 12 mánuði við -18 °C sem og -15 °C til þess að leggja mat á áhrif mismunandi geymsluaðstæðna. Greinilegur munur var á gæðum og stöðugleika frosinna makrílafurða sem voru geymdar við lágt og stöðugt hitastig samanborið við afurðir sem urðu fyrir hitaálagi t.d. vegna gámaflutnings. Niðurstöðurnar sýna að ekki ætti að geyma makríl við hærra hitastig en – 25 °C.

The aim of the project “Quality optimization of frozen mackerel products” is to study the quality and stability of mackerel products during frozen storage as affected by season, different pre-cooling methods, freezing techniques and storage conditions. This is the first report from the project and describes the effects of temperature fluctuations during storage and transportations on quality and stability of frozen mackerel products. The main attributes investigated were e.g. gaping, enzymatic activity and rancidity. Container shipment were simulated. Whole mackerel caught late July and early September was frozen and stored at -25 °C for one month. During “transportation”, the products was heat abused at -18 °C ±5 °C for one month. Samples were analysed after freezing, the transportation and with 3 months interval during subsequent storage at -25 °C. For comparison, samples were stored at stable temperature (-25 °C). Additionally, frozen mackerel products were stored for up to 12 months at -18 °C and – 15 °C to evaluate further the effects of storage temperature. A significant difference in quality and stability were detected between products stored at stable and low temperature and products that underwent heat abuse during e.g. transportation. The results demonstrates that frozen mackerel products should not be stored at higher temperature than -25 °C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Lárus Þorvaldsson, Sveinn Víkingur Árnason, Sigurjón Arason, Kristín Líf Valtýsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Leiðbeiningar um kælingu á ferskum fiski  lýsa áhrifamestu kæliaðferðum á öllum stigum kælikeðjunnar með  áherslu á hvítan fisk. Lýst er hvernig eigi að besta kælingu og viðhalda hitastigi til þess að hámarka gæði og öryggi afurða og minnka kostnað og orkunotkun. Í skýrslunni eru bakgrunnsupplýsingar fyrir leiðbeiningar i upplýsingaveituna Kæligátt á heimasíðu Matís sem settar eru fram á notendavænan hátt   á íslensku www.kaeligatt.is og ensku www.chillfish.net. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir sjómenn, framleiðendur, flutningsaðila og aðra aðila virðiskeðjunnar. Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið innan rannsóknaverkefna eins og Chill‐on, Hermun kæliferla og Kælibótar.  Helstu kaflar fjalla um kælingu um borð, í vinnslu, við pökkun, flutning og geymslu á fiski.

The overall aim of the optimised chilling protocols is to describe the most effective chilling methods for any stage in the food supply chain with emphasis on whitefish. This comprises optimisation of the whole chain for lowering and maintaining low temperature with the aim of maximising quality and safety of the products and minimising costs and energy use. This report is the background for the protocols and guidelines published with open access at Matís website in Icelandic and English in a user‐friendly way: www.chillfish.net. These are protocols to follow aimed for the use of fishermen, manufacturers, transporters and other stakeholders in the fisheries chain. The information is divided into subchapters of different links in the chain. How to chill fish on‐board, during processing, packaging, transport and    storage are the main chapters.

Skoða skýrslu
IS