Skýrslur

Könnun á hraðvirkum aðferðum til að mæla fitu í lambavöðvum / On line technologies to measure intramuscular fat in lamb carcases

Útgefið:

04/12/2024

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Þróunarfé sauðfjárræktar

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Fitusprenging hefur ekki verið mæld við gæðamat á lamba- og ærskrokkum því ekki er hægt að sjónmeta vöðva þar ekki er skorið á skrokkana eftir kælingu í sláturhúsum.  Það er að breytast. Ástralía stærsti útflytjandi á lambakjöti í heiminum hefur tekið innanvöðvafitu upp sem kynbótamarkmið.  Til að kynbæta fyrir og greiða bændum fyrir fitu í vöðvum lambaskrokka þarf hraðvirkar og sjálfvirkar mælingar á heitum skrokkum á sláturlínunni.  Meat and Livestock Australia og opinberir aðilar hafa stutt þróun og prófun á mælum sem byggja á mismunandi tækni.  Einn mælir  hefur verið vottaður og er í prófun/notkun í nokkrum sláturhúsum í Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Mælirinn er frá Meqprobe og byggir á að nemum er stungið í heitan hryggvöðva á sláturlínu, sem meta innanvöðvafitu með leysitækni.

Aðrir mælar t.d. ljósmælir (OCT), sem byggir á aðlögun nála sem notaðar hafa verið við myndgreiningar í læknisfræði til að mæla innanvöðvafitu og aðra eiginleika,  og segulómmælir  (NMR) eru enn í þróun.

Tilgangurinn með að taka innanvöðvafitu inn í gæðamatið er að skapa lambakjöti frá Ástralíu sérstöðu á kröfuhörðum mörkuðum í öðrum löndum sem eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir meiri bragðgæði.

Í skoðun er hvort kynbæta eigi fyrir innanvöðvafitu í íslensku sauðfé.  Aðstæður á Íslandi eru allt aðrar en í Ástralíu þar sem slátrað er um 25 milljón lömbum á ári,  aldur við slátrun er 6-8 mánuðir, meðalfallþungi 25 kg og um 70% framleiðslunnar er selt út landi. Sláturhúsin á Íslandi gætu verið of lítil til að standa undir kostnaði við hlutlægt mat á fitu í vöðva og einnig er spurning hvort það þjóni einhverjum tilgangi bæði gagnvart bændum og ólíkum mörkuðum.  Annar kostur er að einbeita sér að kynbótum og mæla innanvöðvafitu í hryggvöðva lamba frá afkvæmarannsóknabúum  daginn eftir slátrun í kælum sláturhúsa.  Þá þyrfti að skera á skrokkana til að komast að hryggvöðvum lambanna og nota NIR-mæla eða myndgreiningu til að mæla fitu í vöðva.

NIR mælir frá fyrirtækinu  SOMA OPT hefur hlotið vottun í Ástralíu til að mæla innanvöðvafitu í hryggvöðvum lambaskrokka. Þá er verið að aðlaga myndgreiningarbúnað fyrir nautakjöt yfir á lambakjöt. Einnig er áhugavert að fylgjast með þróun á tækni fyrir myndgreiningu með venjulegum farsímum.

Einnig er áhugavert að fylgjast hvort hægt verði að nota ómskoðun á lifandi fé til að segja til um innanvöðvafitu. Skýrsla þessi er samantekt um þróun mælibúnaðar í tengslum við innanvöðvafitu í lömbum í Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Hún er hluti af verkefninu „Fitusprenging í lambakjöti sem styrkt er af Þróunarfé í sauðfjárrækt.
_____

Marbling of muscle is now a sheep breeding objective in Australia and New Zealand. Marbling has in breeding programmes been evaluated in the loin muscles of carcasses of lambs from progeny testing either by sampling muscle for chemical analysis or measuring samples or muscle surfaces by Near Infrared Reflectance (NIR) instruments.  Rapid, accurate and reliable techniques for measuring intramuscular fat in loin muscles of lamb carcasses are needed if it is to be included in price to farmers, grading and further processing and marketing. This is being done in Australia and New Zealand.  Different technologies have been developed and tested with the support of MLA (Meat and Livestock Australia).

Online technologies of interest include:

“MEQ (Meat Eating Quality) probe” is an industry applicable technology to estimate intramuscular fat (IMF) percent in lamb inserting laser-based probes in the loin muscle of hot carcases. It has been granted conditional AUS-MEAT accreditation to measure IMF% in hot lamb carcases and is being used and tested in abattoirs in Australia and New Zealand.

The start up company Miniprobes has developed a needle with a fibre optic probe to measure IMF based on optical coherence tomography (OCT).

The company AMPC is developing the Marbl™ technology using a single-sided nuclear magnetic resonance sensor alongside the longissimus muscle to capture IMF measurements without penetrating the carcass.

NIR analyser from the company SOMA OPT has been accredited Australia for estimating intramuscular fat in lamb loin muscles. It is based on cut carcases technology which can be used in research and progeny testing.

Including intramuscular fat as a breeding goal in sheep production in Iceland is being considered. It is still too early to say if it is feasible. Data must be collected from progeny testing for many years using the SOM OPT NIR meter or similar tools to see if there is enough genetic variation to justify intramuscular fat as a breeding objective. The small size of sheep production in Iceland with around 400 thousand lambs slaughtered in 8 weeks each year in 3-4 abattoirs will probably make it too expensive to adapt sophisticated online technologies to measure and use intramuscular fat to control and improve the eating quality of the meat.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður, Fagráð í sauðfjárrækt/stjórn BÍ

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Markmið verkefnisins var að þróa vörur úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við bændur. Verkefnið snérist jafnframt um að auka kunnáttu bænda á vinnslu og verkun lambakjöts í loftþurrkaðar afurðir þ.e. gera þá hæfa til framleiðslu á slíkum vörum. Myndaður var samstarfshópur 5 bænda sem höfðu áhuga og hafa aðstöðu til heimavinnslu slíkra vara. Stefnt var að því að þróa eina vöru með hverjum bónda og á varan að uppfylla allar kröfur um öryggi, gæði, frágang og framsetningu sem skipta máli varðandi vörur á neytendamarkaði. Í megin atriðum gekk það vel. Bændum tókst að tileinkað sér þá framleiðsluhætti sem nauðsynlegir eru við þurrverkun og uppskáru þeir nýja framleiðsluferla og vörur, hver fyrir sig ólík því sem til er á markaði í dag. Niðurstöðurnar styrkja því viðkomandi býli til þróunar á nýjum vörum úr eigin hráefni og þar með starfsgrundvöll þeirra.

The aim of the project was to develop products from air dried lamb in cooperation with farmers. The project centred as well on extending farmers’ knowledge on processing and curing methods for these products. Group of five farmers was selected to participate in the project. All farmers had an interest and facilities for this kind of processing. The products should fulfil all requirements regarding safety, quality and presentation of consumer products. This succeeded in most cases. The farmers adopted practices needed in producing dry aired products, new processing methods and products were developed. The results will thus strengthen each producer in development of new products from their own raw material, thus boosting their own operation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Markmið verkefnisins er að undirbúa samstarfsverkefni aðila á Íslandi, í Færeyjum og Noregi um þróun á loftþurrkuðum afurðum úr lambakjöti í tengslum við stofnun lítilla sprotafyrirtækja og matarferðamennsku.

Skýrslan felur í sér samantekt og greiningu á stöðu loftþurrkunar á Íslandi og könnun á markaðslegum og viðskiptalegum forsendum. Greiningin skiptist í:

(1) könnun á stöðu loftþurrkaðs lambakjöts á Íslandi

(2) áhrif framleiðsluaðferða á verkun, gæði og öryggi: samantekt á tæknilegum og öryggislegum forsendum og

(3) samantekt á forsendum þess að upprunamerkja og vernda ákveðnar afurðir.

Loks er gerð grein fyrir vali á samstarfsaðilum og mótun verkefna sem tengjast loftþurrkun lambakjöts.

The aim of the project is to prepare a cooperative project between parties in Iceland, Faeroe islands and Norway on development of new air-dried products from lamb. The product development will be done in relation with establishment of small companies and food tourism.

The report is a summation and analysis on the situation of air drying in Iceland and exploration of market and business-related issues. The analysis is divided into:

(1) exploration on the situation of air dried lamb in Iceland

(2) influence of production methods on curing, quality and safety

(3) summation of criterion for origin-based labelling and protection of specific products.

Finally, established cooperation and creation of projects linked to air dried lamb is listed.

Report closed until 01.04.2012 / Skýrsla lokuð til 01.04.2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úttekt á kindakjötsmati

Útgefið:

01/02/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður, Framkvæmdarnefnd búvörusamninga

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Úttekt á kindakjötsmati

Nýtt kjötmat fyrir kindakjöt samkvæmt EUROP-kerfinu var tekið upp á Íslandi haustið 1998. Samkvæmt því eru skrokkarnir flokkaðir eftir holdfyllingu annars vegar og fitu hins vegar. Í EUROP-kerfinu er holdfylling skrokka metin í fimm aðalflokka (E, U, R, O og P), þar sem E er best og P lakast. Fita er einnig metin í fimm aðalflokka (1, 2, 3, 4 og 5), þar sem 1 er minnst og 5 mest. Einnig er notaður hér á landi undirflokkur fitu, 3+. Í EUROP-kerfinu eru dilkaskrokkarnir flokkaðir mun nákvæmar eftir fitu og holdfyllingu en gert var í gamla kerfinu. Þessi nákvæma flokkun þjónar bæði bændum, sem fá betri upplýsingar um afurðir sínar, og kjötvinnslum sem geta betur valið þá gerð kjötskrokka sem henta til mismunandi vinnslu. Markmiðið með þessu verkefni var að fá upplýsingar um nýtingu, vinnslueiginleika og efnasamsetningu dilkakjöts og dilkakjötsafurða, eftir mati samkvæmt EUROP-kerfinu. Í sláturtíð 2003 og 2004 var gerð úttekt á matinu í þrem sláturhúsum. Skrokkar í eftirtöldum matsflokkum voru rannsakaðir: U2, U3, U3+, U4, R1, R2, R3, R3+, R4, O1, O2, O3, O3+, P1 og P2. Hægri hluti skrokkanna var hlutaður sundur í læri, hrygg, slög og frampart, til ákvörðunar á hlutfalli kjöts, fitu og beina. Vinstri helmingur var einnig hlutaður í sundur og unninn áfram í afurðir. Efnamælingar voru framkvæmdar á afurðum til ákvörðunar á næringargildi. Við krufningu skrokka í kjöt, fitu, og bein var hlutfall kjöts í skrokki að meðaltali 60%, hlutfall fitu var að meðaltali 19% og hlutfall beina var að meðaltali 18 %. Þeir sem unnu að verkefninu voru starfsmenn Matís ohf. og Stefán Vilhjálmsson kjötmatsformaður, ásamt starfsmönnum viðkomandi sláturhúsa.

A new EU carcass classification system for lamb was introduced in Iceland in 1998. In the new system carcasses were evaluated according to conformation (E.U.R.O.P. classification: five classes, from E =’’good’’, to P=’’bad’’ conformation) and fatness score (5 classes, from 1=lean, to 5=fat). The EU classification system is more accurate than the previous system and gives farmers more information about their carcasses and enables meat producers to select carcasses according to the different productions. The main objective of this study was to gain information about the utilization, processing quality and chemical combination of the carcasses, according to the new classification system. A study was performed in abattoirs in 2003-2004 according to the classification system. The right half of the carcasses were segmented into legs, loins, flanks and forequarters and then dissected into meat, fat and bone. The left half were segmented and processed further into final products. Chemical analysis was performed on the carcasses to estimate the nutritional value. The average proportion of the meat in the carcasses was 60%, proportion of the fat was 19% and the average bone proportion was 18%. The project was done by employees of Matís, Stefán Vilhjálmsson, chairman of the meat classification board, and the employees of the abattoirs.

Skoða skýrslu
IS