Skýrslur

Sub chilling of fish

Útgefið:

17/07/2017

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason, Magnea Karlsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub chilling of fish

Markmið verkefnisins var að nýta þekkingu á ofurkælingu á fiski sem þróuð hefur verið í rannsóknastofum undanfarna áratugi; iðnvæða hugmyndina og þróa aðferðir og búnað til að stýra kælingunni. Mikilvægt er að kæla hráefni niður undir frystimörk eða rétt niður fyrir það hitastig þar sem fyrstu ískristalar myndast í viðkomandi fisktegund, nægilega hratt til að stórir kristalar myndist ekki í vöðvum og valdi frumuskemmdum. Mikilvægt er að stýra kælingunni rétt og eins að viðhalda ofurkældu ástandi við geymslu og í flutningi, en sveiflur í hitastigi geta valdið gæðarýrnun. Niðurstöður rannsókna sýna að íslaus flutningur og geymsla á ofurkældum fiski er raunhæf lausn sem dregur úr kostnaði við veiðar og vinnslu ásamt því að lækka kostnað við flutning og dregur verulega úr sótspori við framleiðslu á ferskum fiski. Ferskur lax hefur verið fluttur íslaus en ofurkældur um styttri og lengri veg og geymdur í viku fyrir vinnslu með framúrskarandi árangri. Í tengslum við verkefnið hefur ofurkæling verið notuð í stórum stíl á Sauðárkróki, þar sem togarinn Málmey SK 1 hefur landað yfir 15 þúsund tonnum undanfarin tvö ár af ofurkældum afla og þ.a.l. ekki notað ís um borð eða við geymslu fyrir framleiðslu í fiskvinnslu.

The project objective was to utilize knowledge of sub chilling of fish developed in laboratories for the past decades; and to industrialize the concept and to develop methods and means for centralising the process. The control of the chilling process is important, to chill raw material sufficiently without freeze out more than 20% of its water and without developing large ice crystals in the muscles. It is also important to keep storage temperature under control and stable and for the same reason temperature fluctuation can cause growth of ice crystals in the muscle. Based on results obtained in present project it can be concluded that sub chilling provides opportunities to use ice-free value chain for fresh fish, lowering cost of production, logistic and considerably the carbon footprint for the final products. Fresh salmon without any external refrigerant (ice) has been transported for long distance, by trucks and airplanes, and stored for long time with acceptable results. The trawler used in this project has landed over 15 thousand tonnes of sub chilled fish for the last two years without using any ice for chilling and storage. The fish is stored in the fish plant and processed without using any ice preservation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins / Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Lilja Magnúsdóttir

Styrkt af:

AVS (R13 042‐13)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins /   Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

With growing human population and increased fish consumption, the world’s fisheries are not only facing the challenge of harvesting fish stocksin a sustainable manner, but also to limit the environmental impacts along the entire value chain. The fishing industry, like all other industries, contributes to global warming and other environmental impacts with consequent marine ecosystem deterioration. Environmentally responsible producers, distributors, retailers and consumers recognize this and are actively engaged in mapping the environmental impacts of their products and constantly looking for ways to limit the effects. In this project a group of Icelandic researchers and suppliers of fresh Icelandic cod loins carried out Life Cycle Assessment (LCA) within selected value chains. The results were compared with similar research on competing products and potentials for improvements identified. The project included LCA of fresh cod loins sold in the UK and Switzerland from three bottom trawlers and four long‐ liners. The results show that fishing gear has considerable impact on carbon footprint values with numbers ranging from 0.3 to 1.1 kg CO2eq/kg product. The catching phase impacts is however dominated by the transport phase, where transport by air contributes to over 60% of the total CO2 emissions within the chain. Interestingly, transport by sea to the UK emits even less CO2 than the domestic transport.   Minimizing the carbon footprint, and environmental impacts in general, associated with the provision of seafood can make a potentially important contribution to climate change control. Favouring low impact fishing gear and transportation can lead to reduction in CO2 emissions, but that is not always practical or even applicable due to the limited availability of sea freight alternatives, time constrains, quality issues and other factors. When comparing the results with other similar results for competing products it is evident that fresh Icelandic cod loins have moderate CO2 emissions.

Samfara mikilli fólksfjölgun og aukinni fiskneyslu stendur sjávarútvegur á heimsvísu nú frami fyrir því mikilvæga verkefni að nýta fiskstofna á sjálfbæran hátt á sama tíma og þau þurfa að lágmarka öll umhverfisáhrif sem hljótast af veiðum, vinnslu, flutningunum og öðrum hlekkjum í virðiskeðjunni. Sjávarútvegur, líkt og allur annar iðnaður, stuðlar að hlýnun jarðar og hefur jafnframt í för með sér ýmiss önnur umhverfisáhrif sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Fyrirtækisem vilja sýna félagslega‐ og umhverfislega ábyrgð ísínum rekstri gera sér fulla grein fyrir þessu og sækjast því eftir að fylgjast betur með umhverfisáhrifum sinnar framleiðslu og leita leiða til að draga úr þeim. Með þetta í huga tók hópur íslenskra rannsóknaraðila, sjávarútvegsfyrirtækja og sölu‐  og dreifingaraðila saman höndum, til að framkvæma vistferilsgreiningu (LCA) í völdum virðiskeðjum ferskra þorskhnakka. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna sem gerðar hafa verið á samkeppnisvörum, jafnframt því sem leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum innan áðurnefndra virðiskeðja voru kannaðar. Rannsóknin náði til ferskra íslenskra þorskhnakka sem seldir eru í Bretlandi og Sviss. Hnakkarnir voru unnir úr afla þriggja togara og fjögurra línubáta. Niðurstöðurnar sýna að tegund veiðarfæris hefur mikil áhrif á sótspor / kolefnisspor afurðanna þar sem línubátarnir komu heilt yfir töluvert betur út en togararnir. Sótspor einstakra skipa í rannsókninni var á bilinu 0.3 til 1.1 kg CO2eq/kg afurð, sem verður að teljast nokkuð lágt í samanburði við fyrri rannsóknir. Þegar kemur að því að skoða alla virðiskeðjuna er það hins vegar flutningshlutinn eða flutningsmátinn sem skiptir langsamlega mestu máli þ.s. sá hluti ber ábyrgð á yfir 60% sótsporsins þegar varan er flutt út með flugi. Sé hún hins vegar flutt út með skipi verður sótspor flutningshlutans sáralítið og fer þá innanlandsflutningur að skipta meira máli en flutningurinn yfir hafið. Lágmörkun umhverfisáhrifa sem hljótast af veiðum, vinnslu og dreifingu sjávarafurða getur haft mikilvægt innlegg í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Með því að velja veiðiaðferðir og flutningsmáta með tilliti til sótspors er unnt að draga umtalsvert úr kolefnisútblæstri, en það þarf þó einnig að hafa í huga að það er ekki ávalt mögulegt eða raunhæft að velja eingöngu þá kosti sem hafa lægst sótspor. Niðurstöður þessara rannsóknar og samanburður við niðurstöður sambærilegra rannsókna sýnir að ferskir íslenskir þorskhnakkar sem komnir eru á markað í Bretlandi og Sviss hafa hóflegt sótspor og eru fyllilega samkeppnisfærir við aðrar fiskafurðir eða dýraprótein.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084‐10)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Fiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunar‐ búnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni.    Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir olíukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

The fish meal industry is an important sector and has applied technology in recent years. Fish meal processing is an energy intensive process. For better control of energy utilization in the process energy‐ and mass flow model was set up for processing different raw material, and simultaneously a better overview for the process. The model is a good tool to have influence on the quality of the fish meal products. The main aim of the project was to control energy usage specially for the drying and to develop electric air heating equipment. The drying is the last step in the process and waste heat is utilized on previous stages in the process. The aim of the project is to utilize electricity to heat air for drying of fish meal in an cost effective way. By contrast it would be possible to reach the goal for the Icelandic marine sector to utilize exclusively domestic renewable energy for fish meal processing, reduce imports of oil for shore processing and reduce carbon footprint. Measurements in the process were carried out for four kinds of raw material, for evaluation of mass flow through the process. Pressure drop over the oil air heating equipment was measured higher than for an electric air heater. It has turned out that the electric air heater has proved its worth in HB Grandi fish meal factory in Vopnafjordur, in terms of energy source, energy utilization, controlling and maintenance.  

Skoða skýrslu
IS