Skýrslur

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Útgefið:

29/11/2016

Höfundar:

Oddvar Ottesen, Jón Árnason, Birgir Örn Smárason, Nonna Zhuravleva, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordregio

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Skýrslan lýsir fyrstu niðurstöðum verkefnis tækniyfirfærsla til þróunar og nýsköpunar við framleiðslu virðisaukandi afurða úr vannýttum hliðarafurðum fiskvinnslu á þremur mismunandi svæðum þ.e. Norður Íslandi, Norður Noregi og Norðvestur Rússlandi. Verkefnið var sameiginlegt átak rannsókna- og þróunaraðila auk fiskiðnaðar á svæðunum. Skýrslan gefur innsýn í magn ónýttra afurða á svæðinu. Auk þess er fjallað um nýtingu þriggja ónýttra hráefna, blóðs, svilja og augna, og mögulega nýtingu þeirra sem lífvirkra efna í sér fóður fyrir fisk auk annarra nota.

The report describes first results of work on technology transfer for development and innovation for production of value added products from underutilized by-products of fish production and processing in three different areas i.e. Northern Iceland, Northern Norway and North Western Russia. The project is a joint effort of research and development entities and fish processing industries in the above mentioned areas. The report gives an overview on availability of underutilized by-products in the area. In addition, possible ways of utilizing three different by products, fish blood, fish testes and fish eye compounds, and how they might be used as bioactive compounds into speciality feeds for aquaculture and other possible products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu
IS