Skýrslur

Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi

Útgefið:

08/06/2020

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Hildur Inga Sveinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Umhverfissjóður sjókvíaeldis (ANR18011143), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi

Mikil reynsla og þekking er í bestun á blæðingu á þorski, en blóðleifar í flökum eru álitin gæðavandamál; bæði hvað varðar útlit og eins valda blóðleifar þránun við geymslu. Eitt af markmiðum verkefnisins var að besta blæðingu laxfiska en ekki tókst að ljúka því þar sem framhaldsstyrkur fékkst ekki. 

Laxeldi er umhverfisvæn próteinframleiðsla og mikilvægt að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Eitt af markmiðum verkefnisins var að þróa búnað til að hreinsa vinnsluvatn áður en því er skilað út í náttúruna. Nýr búnaður hefur verið settur upp hjá Arnarlaxi, en fyrirtækið er samstarfsaðili verkefnisins.

Unnið var að frumathugunum til að þróa verðmæti til framtíðar úr efnum í vinnsluvatni og verður það verkefni framtíðar að klára þá vinnu.   

Skoða skýrslu

Skýrslur

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson.

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Mikilvægasta framleiðsluvara 3X Technology er RoteX búnaður, sem notaður er í matvælavinnslum víða um heim sem blóðgunarbúnaður, til kælingar og uppþíðingar á fiski til vinnslu. Búnaðurinn er vatnsfrekur og hafa viðskiptavinir komið að máli við 3X Technology um möguleika þess að endurvinna vinnsluvatn, enda vatnskostnaður verulegur víða í matvælaframleiðslu. Einnig er hefur aukin áhersla í umhverfismálum áhrif og búast má við auknum kröfum varðandi nýtingu á vinnsluvatni og losun á því eftir notkun út í umhverfið. Til að leysa þetta vandamál hefur fyrirtækið hannað frumgerð af hreinsibúnaði, FiltreX, þar sem ekki hefur fundist heppilegur búnaður á markaði til að uppfylla þessar þarfir. Búnaðurinn var prófaður í rækjuvinnslu Kampa Ísafirði og fiskvinnslu H.G. í Hnífsdal. Búnaðurinn virkaði vel til að hreinsa frárennsli úr þessum verksmiðjum og umtalsvert magn af próteini var fangað áður en vatnið var losað í sjóinn. Mælingar á lífrænum efnum ollu vonbrigðum þar sem ekki tókst að sýna fram á verulega lækkun með COD mælingum. Mikil mótsögn er fólgin í þessum niðurstöðum og ljóst er að gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum síunar á frárennslisvatni með tilliti til umhverfisáhrifa, þ.e.a.s. lífræn efni fyrir og eftir síun. Sótt hefur verið um styrk til TÞS sem notaður verður til frekari rannsókna ef niðurstaða verður jákvæð. Ljóst er hinsvegar að föngun próteina með FiltreX getur skilað umtalsverðum tekjum fyrir rækju‐ fiskvinnslur.

3X Technology´s most important product is the RoteX machine, used mainly in food production around the world as bleeding equipment, for cooling and thawing of fish for processing. The machine is water intensive and customers have urged 3X Technology’s to find a solution for recycling processing water, as use of water is becoming more expensive, as well as the intensive environmental concern for disposal of waste water. To solve this problem, the company has developed a prototype of filtration equipment, FiltreX, since a suitable solution to meet these needs has not been found on the market. The device was tested in Kampishrimp‐factory in Isafjordur and H.G. fish‐factory in Hnifsdalur. The equipment functioned well for filtering effluent water from these plants, and a significant amount of protein was captured before the water was discharged into the sea. Measurements of organic offscouring gave a disappointing disillusionment and failed to significantly reduce COD measurements. A major contradiction liesin these results and it is clear that there needsto be further research on these matters, i.e. to lower organic material between before and after filtration. Application for further subvention to TÞS will be used for further research if the results will be positive. It is clear, however, that the capture of proteins with FiltreX can give significant revenue for the shrimp‐processing plants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Markmið verkefnisins var að kanna hvort lífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip henda í hafið þegar fiskur er slægður um borð, einnig að kanna hvort nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæðari áhrif fyrir náttúruna. Niðurstöðurnar eru þær að það magn slógs sem sett var út í tilrauninni hvar á tilraunatíma og því uppfyllti verkefnið markmið sín. Hins vegar er þörf á meiri rannsóknum á þessu sviði til að hægt sé að áætla hversu mikið magn hafið getur tekið við án þess að af hljótist vandamál vegna lífrænnar ofauðgunar.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, Böðvar Þórisson, Þorleifur Ágústsson, Björn Þrándur Björnsson, Guðbjörg Stella Árnadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Heildarmarkmið verkefnisins var að bæta eldistækni í þorskeldi með notkun nýrrar gerðar ljósa í því markmiði að stjórna kynþroska hjá þorski. Um er að ræða ljós sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann samanborið við halogen ljós sem hefðbundið eru notuð og hefur þessi nýja gerð ljósa reynst mjög árangursrík í forrannsóknum. Jafnframt var kannað hvort ljósastýring strax á seiðastigi gæti hugsanlega ýtt undir þessi áhrif í kvíaeldinu. Stöðug meðhöndlun með ljósunum á seiðastigi hafði ekki áhrif á vöxt seiðanna en vísbendingar voru um færri vaxtargalla seiða. Ljósastýring á seiðastigi virtist þó hafa neikvæð áhrif á vöxt fisksins eftir flutning í sjókvíar auk þess sem mikið var um óútskýrð afföll í þeim hóp. Ljósastýring fiska í kvíum hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu í sjókvíaeldi. Í verkefninu voru jafnframt þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðir til mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndist aðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna fram á samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormóna í blóði fiskanna í þessari rannsókn en aðferðin veitir mikla framtíðamöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraða villts þorsks. Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifum sjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningu botndýralífs undir kvíum. Vart varð víðtækra breytinga á tegundasamsetningu botndýra þrátt fyrir lítið álag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabil.

The overall aim of the project was to improve cod farming technology through delaying sexual maturation of cod by the use of a new lighting technology. The novel lights emit only one wavelength that is more effectively dispersed in water compared to the metal halogen lights traditionally used. Continuous manipulation using the novel light technology during the juvenile stage did not affect fish growth or survival. Indications of reduced frequency of deformities were however observed in this group. Light manipulation during the juvenile stage was furthermore found to negatively affect fish growth following transfer to sea cages and significantly higher unexplained loss of fish was observed in this group. Continuous light manipulation during on growing in sea cages resulted in significantly improved growth of the fish compared with fish exposed to ambient light. New methods were furthermore developed for measuring the concentration of growth hormones in cod. A relationship between fish growth and the concentration of growth hormones could not be established. The method however provides an important tool for future studies of the growth of e.g. wild cod. Detailed studies of species diversity in bottom layers below the sea cages were also carried out, revealing extensive changes in species composition during the three-year study.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi. Talsverð áhersla hefur verið lögð á á að finna leiðir til að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri selja. Hefur þessi vinna einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum. Í þessu sambandi má nefna áætlanir um meltuvinnslu úr slógi til fóðurgerðar, en þær tilraunir voru komnar vel á veg um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Segja má að vandamálið við vinnslu slógs sé tvíþætt. Slógið skemmist mjög hratt, sem veldur því að erfitt er að nýta það í vissar afurðir. Í öðru lagi er flutningskostnaður hár miðað við verðmæti þeirrar vöru sem unnin er úr slógi. Mjög misjafnt er eftir aðstæðum á hverjum stað hvernig losun slógs er háttað, en vaxandi áhersla á umhverfismál á undanförnum árum hefur kynt undir gamlar hugmyndir um nýtingu slógs.

In recent years, a considerable effort has been made to ensure a proper disposal of viscera from fish processing. The emphasis has been on processes that could return a marketable product. In the late 20th Century a lot of this work was focused on silage production. There are mainly two major problems with regard to the processing of viscera: Firstly, viscera spoils very rapidly, which makes it difficult to use in many products. Secondly, the cost of transportation is very high compared to the value of the products processed from viscera. Handling of viscera is very diverse in different places but increased emphasis on environmental issues has raised the issue of utilization again.

Skoða skýrslu
IS