Fréttir

Landnám örvera á eldstöðvunum Surtsey og Fimmvörðuháls

Samanburður á örverusamfélögum úr andrúmslofti og í hrauni frá tveimur ólíkum virkum eldfjallasvæðum á Íslandi, Surtsey og Fimmvörðuhálsi.

Aurelien Daussin doktorsnemi hjá Matís hefur fengið útgefna vísindagrein í tímaritinu Microorganisms (MDPI). Greinin ber titilinn „Comparison of Atmospheric and Lithospheric Culturable Bacterial Communities from Two Dissimilar Active Volcanic Sites, Surtsey Island and Fimmvörðuháls Mountain in Iceland“. Pauline Vannier og Viggó Þór Marteinsson leiðbeinendur og starfsmenn Matís eru einnig meðhöfundar greinarinnar.

Markmið rannsóknarinnar var að meta og bera saman fjölbreytileika ræktanlegra örverusamfélaga í hrauni á tveimur ólíkum íslenskum eldstöðvum, á eyjunni Surtsey og á Fimmvörðuhálsi og rannsaka uppruna þeirra.  Loft- og hraunsýnum var safnað á árunum 2018-2019 frá báðum eldfjallasvæðunum. Helstu niðurstöður sýndu að uppruni flestra ræktanlegara örvera í hraunmolunum kom úr nærumhverfinu (85%) en aðrar hafa borist langt að.

Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér.

Fréttir

Matís í samstarf við Cawthron Institute í Nýja Sjálandi

Nýja Sjáland og Ísland eru eyjur þar sem íbúar eru sterkmótaðir af nálægð sinni við hafið. Báðar þjóðir eru mjög háðar hafinu og er sjálfbær nýting sjávarauðlinda því mikilvæg fyrir afkomu og efnahag þjóðanna.

Í síðustu viku heimsóttu þrír starfsmenn Matís Nýja Sjáland, þau Oddur Már Gunnarsson forstjóri, Rósa Jónsdóttir fagstjóri og Sophie Jensen verkefnastjóri, til að taka þátt í vinnustofunni „Algal research and opportunities“. Vinnustofan var skipulögð af Cawthron Institute sem er ein stærsta vísindastofnun Nýja Sjálands með sérstaka áherslu á umhverfismál. Þátttakendur voru fulltrúar frá nýsjálenskum hagsmunaaðilum svo sem NewFish, AgriSea, Plant & Food Research og Scion Research. Alþjóðlegir gestir sem sóttu vinnustofuna voru frá the Kelp Forest Foundation, RISE, SAMS, Nordic Seafarm, Ghent University, UiT, Blu3, Nofima og Universidad de Los Lagos.
Markmið vinnustofunnar var að koma á fót sameiginlegum rannsóknar- og viðskiptaverkefnum með áherslu á framleiðslu og nýtingu þörunga.

Þann 28. febrúar 2023 skrifuðu þeir Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís og Volker Kuntzsch, forstjóri Cawthron Instituite undir samstarfsamning. Markmið samningsins er að koma á samstarfsvettvangi milli Íslands og Nýja Sjálands á sviði rannsókna tengdum sjávarauðlindum. Samstarfið mun styðja við uppbyggingu þekkingar og eflingu rannsókna, allt frá hugmynd til markaðar. Aukið samstarf og gagnkvæmur stuðningur munu efla Matís og Cawthron Instituite til að styrkja bláa lífhagkerfið.

Vinnustofa í Nelson (Feirfield house) – Algal research and opportunities Downunder- Dagur 2
Oddur ásamt fleiri ánægðum þátttakendum í heimsókn hjá Sanford Bioactives í Blenheim – Dagur 3
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís og Volker Kuntzsch forstjóri Cawthron Instituite skrifa hér undir samstarfssamning.

Fréttir

Mikilvægi nýrra próteingjafa fyrir laxeldi á heimsvísu

Jónas Rúnar Viðarsson sviðstjóri verðmætasköpunar hjá Matís er um þessar mundir staddur á North Atlantic Seafood forum (NASF), í Bergen Noregi.

Líkt og 200 mílur á mbl.is greina frá í dag þá fjallar Jónas um það í erindi sínu hversu mikilvægir nýir próteingjafar eru fyrir vaxandi fóðurframleiðslu fyrir laxeldi.

Á ráðstefnunni kynnti Jónas SYLFEED verkefnið sem unnið er að hjá Matís og er markmið verkefnisins að þróa og hanna virðiskeðju til framleiðslu á próteini úr skógarafurðum. Innflutningur á próteini til notkunar í fóður nemur um 70% í Evrópu og verður afurðin af SYLFEED verkefninu notuð sem hágæða prótein í fiskafóður til þess að stemma stigum við þessum vaxandi innflutning.

Jónas fór einnig í erindi sínu yfir ný prótein úr örþörungum, einfrumungum og skordýrum.

Lestu fréttina á mbl.is hér.

Kynntu þér SYLFEED verkefnið nánar hér:

Ritrýndar greinar

Comparison of Atmospheric and Lithospheric Culturable Bacterial Communities from Two Dissimilar Active Volcanic Sites, Surtsey Island and Fimmvörðuháls Mountain in Iceland

Tengiliður

Aurélien Daussin

Sérfræðingur

aurelien@matis.is

Surface microbes are aerosolized into the atmosphere by wind and events such as dust storms and volcanic eruptions. Before they reach their deposition site, they experience stressful atmospheric conditions which preclude the successful dispersal of a large fraction of cells. In this study, our objectives were to assess and compare the atmospheric and lithospheric bacterial cultivable diversity of two geographically different Icelandic volcanic sites: the island Surtsey and the Fimmvörðuháls mountain, to predict the origin of the culturable microbes from these sites, and to select airborne candidates for further investigation. Using a combination of MALDI Biotyper analysis and partial 16S rRNA gene sequencing, a total of 1162 strains were identified, belonging to 72 species affiliated to 40 genera with potentially 26 new species. The most prevalent phyla identified were Proteobacteria and Actinobacteria. Statistical analysis showed significant differences between atmospheric and lithospheric microbial communities, with distinct communities in Surtsey’s air. By combining the air mass back trajectories and the analysis of the closest representative species of our isolates, we concluded that 85% of our isolates came from the surrounding environments and only 15% from long distances. The taxonomic proportions of the isolates were reflected by the site’s nature and location.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Greining á næringargildi og nýtingarhlutfalli lambakjöts

Líkt og Bændablaðið greindi frá í nýjasta tölublaði sínu þá er nú unnið að því hjá Matís að greina nákvæmlega næringargildi og nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða lambaskrokka.

Mælingar á næringarefnum fara fram á kjöti, innmat og líffærum. Áhersla er á mælingar á próteini og fitu sem ákvarða orkugildið en einnig fara fram mælingar á vatni, heildarmagni steinefna og völdum vítamínum og steinefnum.

Verkefnið er umfangsmikið og gefur ómetanlegar upplýsingar um næringargildi hvers kjötparts fyrir sig. Með nýjum gögnum verður hægt að bæta kostnaðar- og framlegðarútreikninga við úrvinnslu og mat á afurðarverði.

Lestu greinana í heild sinni, hér.

Kynntu þér verkefnið nánar hér:

Fréttir

Saltfiskur fyrr og nú

Kolbrún Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá Matís er gestur í Matvælinu, hlaðvarpsþætti Matís. Í þættinum er farið um víðan völl þegar kemur að saltfiski, sögu hans og menningu.

Kolbrún segir okkur frá þeim verkefnum sem Matís hefur unnið að í tengslum við saltfiskinn og hvað vakti áhuga hennar á þeirri vinnu. Farið er yfir algengan misskilning um að saltfiskur eigi að vera mjög saltur og spáð er í það afhverju fullsaltaðar fiskiafurðir séu ein af verðmætustu útflutningsvörum okkar Íslendinga, en þó nýtur saltfiskurinn ekki vinsælda hér heima.

Ætti saltfiskurinn að vera Íslendingum líkt og parmaskinka er Ítölum og hvað þarf að gerast til að saltfiskinum sé gert hærra undir höfði hjá landsmönnum?

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Íslandsstofa, Íslenskir saltfiskframleiðendur, Klúbbur matreiðslumeistara, Møreforsking AS.

Verkefnið er styrkt af: AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, AVS Rannsóknasjóður.

Fréttir

Deildarstjóri fjármála og rekstrar

Matís leitar að fjölhæfum stjórnanda á sviði fjármála og
reksturs. Starfið felur í sér mikil samskipti, samningagerð og
greiningarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fjárhagsuppgjör Matís og uppgjör einstakra verkefna
  • Ábyrgð á verkefnabókhaldi
  • Fjárhagsáætlanir í samvinnu við fjármálastjóra og sviðsstjóra
  • Fjárhagsleg greiningarvinna
  • Þróun á nýtingu gagna og mótun stjórnendaupplýsinga
  • Umsjón með rekstri fasteigna, mötuneyti, tækjabúnaðar tölvukerfi og hugbúnaði
  • Yfirumsjón með innleiðingu og þróun á UT verkefnum
  • Samningagerð og samskipti við fjölmarga aðila
  • Þróun á ferlum og aðferðum

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði fjármála og rekstrar
  • Rík samskipta- og skipulagshæfni
  • Góð greiningarhæfni
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af reikningshaldi og uppgjörum
  • Góð þekking á fjármálahugbúnaði
  • Reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa er æskileg

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís
starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því
að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni
og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra
afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra
nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. Matís
leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar
matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri
nýtingu náttúruauðlinda.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. 

Öll kyn eru hvött til að sækja um. 

Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Fréttir

Matvælaráðherra heimsótti Matís

Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, litu við í Matís.

Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, tók á móti ráðuneytinu, ásamt fleira starfsfólki Matís. Matvælaráðuneytið leit inn á stjórnarfund Matís þar sem meðal annars voru rædd þau ótal tækifæri sem liggja í rannsóknum og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Heimsóknin var hin ánægjulegasta.

Starfsfólk Matís þakkar kærlega fyrir heimsóknina og hlakkar til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið.

Fréttir

Matís auglýsir eftir fagstjóra í Neskaupstað

Matís rekur starfstöð á Austurlandi sem er staðsett í Múlanum í Neskaupstað. Starfsemin er tvíþætt og skiptist í þjónustumælingar (örveru- og efna) og þróunar- og rannsóknarstörf. Starfstöðin hefur yfir að ráða öflugu lífmassaveri sem er notað við rannsóknarvinnu sem og til að þjónusta matvæla- og líftækniiðnaðinn í landinu.

Starfssvið

  • Öflun viðskiptavina, samskipti við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög
  • Rekstrarleg ábyrgð á starfsstöðinni í Neskaupstað
  • Mótun stefnu starfsstöðvarinnar og lífmassavers í Neskaupstað
  • Verkefnaöflun
  • Skipulagning, forgangsröðun og samhæfing verkefna og mælinga
  • Umsjón með starfsmannamálum á starfsstöð

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
  • Reynsla af mælingum og öflun og stjórnun rannsóknaverkefna er æskileg

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís í Neskaupstað.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu.

Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2023

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Guðmundur Stefánsson, fagsviðsstjóri, gst@matis.is, sími: 422 5048.

Fréttir

Riðuarfgerðargreiningar – Verðbreyting hjá Matís

Í haust voru í boði riðuarfgerðargreiningar (PrP greiningar) hjá Matís á tilboðsverði (3.000 kr. + vsk pr. greining) en greiningarnar voru niðurgreiddar af Þróunarsjóði sauðfjáræktarinnar.  Verkefni þetta var sett upp til þess að tryggja það að hægt væri að anna greiningum sýna hratt og vel í haust samhliða ásetningsvalinu.  Tilboðsverðið hefur gilt þar til nú en frá og með deginum í dag 18. janúar 2023, hefur þessu verkefni verið lokað. 

Nánari útfærsla á þjónustu Matís og verð á PrP greiningum fyrir komandi misseri verður kynnt von bráðar.

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins

IS