Fréttir

Fræðslufundur um matvælasvindl

Þriðjudaginn 24. september stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl (food fraud). Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á umjöllunarefninu.

Fræðslufundurinn er hluti af þriggja ára norrænu verkefni, sem styrkt er af norrænu Ráðherranefndinni. Sérstaklega eru boðaðir á fundinn fulltrúar matvælaeftirlits heilbrigðieftirlitsins, starfsmenn Matvælastofnunar, starfmenn Matís, ásamt fulltrúum frá Tollstjóraembættinu og Ríkislögreglu.

Að þessu norræna verkefni um matvælasvindl taka þátt öll Norðurlöndin, að Finnlandi undanskildu. í þessu verkefni á að skilgreina sameiginleg túlkun á matvælasvindli og koma á samvinnu Norðurlanda um matvælasvindl þvert á landamæri. Fræðsla verður til þeirra eftirlitsaðila sem koma að baráttunni við matvælasvindl. Stefnt er að því að í lok verkefnisins liggi eftir lokaskýrsla sem inniheldur sameinlega norræna skilgreiningu á matvælasvindli og að sagt verði frá hvað hefur verið áorkað í hverju landi fyrir sig í verkefninu.

Eins og áður segir er fundurinn opinn öllum, en þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á jonas@matis.is.

Fundinum verður streymt beint á Facebook-síðu Matís.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

13:00-13:25
Brief about Eu Food fraud network and introduction of the Nordic Food fraud project 2018-2020

Herdís Maríanne Guðjónsdóttir, MAST

13:30-14:30
Implementing a Country- or Regional-Level Food Fraud Vulnerability Assessment (FFVA) and Food Fraud Prevention Strategy (FFPS).

Roy Fenoff, Phd Assistant professor of criminal Justice at the Citadel and research collaborator with the Michigan State University´s Food Fraud Initiative.

14:35-15:00
Species substitution in the seafood industry

Jónas R. Viðarsson, Matís

15:00-15:20
Coffee

15:20-15:40
The fight against food fraud in Europe – EU coordinated actions

Rúnar I. Tryggvason, MAST

15:40-16:00
Food fraud and its challenges in food supplements: Do we need more awareness in an increasing e-commerce world!

Zulema Sullca Porta, MAST

Fréttir

Skemmtilegur fróðleikur um matarhefðir, nærumhverfisneyslu og sjálfbærni, fyrir grunnskóla og leikskóla

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Innlendar matarhefðir og uppruni matvæla eru börnum víða óljós í dag þar sem tenging frá haga í maga er óskýrari en áður. Nærumhverfisneyslu þarf jafnframt að gera hærra undir höfði og kynda undir áhuga á nýtingu hráefna og náttúruafurða úr eigin umhverfi. Börnin eru framtíðin og búa að skemmtilegum drifkrafti nýsköpunar og heilsusamlegs lífsstíls í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga heims. Verkefnið KRAKKAR KOKKA er hannað af Matís með stuðningi Matarauðs Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Verkefnið byggir á hugmyndinni um skemmtimennt og hefur þann tilgang að efla þekkingu og vitund barna um svæðisbundna íslenska frumframleiðslu matvæla og hina gjöfulu íslensku náttúru og tenginu þessa við fæðuöflun, í gegnum leik og menntun. Þá leggur verkefnið áherslu á umræðu um ábyrga neyslu þar sem virðing er borin fyrir náttúrunni og þeim sem brauðfæða þjóðina, sjálfbærum framleiðsluaðferðum, aðbúnaði dýra og manna og umhverfissjónarmiðum.

Heilbrigði og velferð annars vegar og sjálfbærni hins vegar eru meðal hinna sex grunnþátta menntunar samkvæmt aðalnámskrám fyrir bæði grunnskóla og leikskóla. Samkvæmt aðalnámskránum snúast grunnþættirnir sex “…um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það.” KRAKKAR KOKKA er hannað með það að sjónarmiði að grunn- og leikskólar geti á auðveldan og áhrifaríkan hátt í gegnum leik og menntun nýtt verkefnið sem eina leið til að ná þessum markmiðum.

Í stuttu máli felst framkvæmd verkefnisins í því að börnin fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, matarhefðir og auðlindir eigin svæðis. Þá fara börnin vettvangsferð til hráefnisöflunar í villta náttúruna og/eða til frumframleiðanda á svæðinu. Í framhaldi matreiða börnin úr hráefninu sem sótt var og neyta matarins að lokum. Hluti af verkefninu felst í því að viðkomandi skóli gerir stutt heimildarmyndband um framkvæmd þess, sem aðgengilegt verður öllum til fróðleiks á vefslóð Matís á youtube.com, en tilgangur þess er að börn um allt land geti fræðst á lifandi hátt um matarhefðir og auðlindir annarra landshluta með því að horfa á myndbönd annarra skóla. Börnin, með aðstoð kennara eða annarra, eiga þátt í að gera myndböndin sjálf með sínu lagi. Þannig felst hluti af verkefninu í því að börn uppfræða börn í gegnum skemmtimennt á miðli sem börn nýta mikið í dag, um mikilvæg málefni lífs og líðandi stundar nú og til framtíðar. Að verkefninu loknu svara börnin viðhorfskönnun um framgang verkefnisins, þar sem safnað verður upplýsingum um árangur þess.

Myndband Grunnskólans austan vatna í Skagafirði um framkvæmd verkefnisins má sjá hér:

Fréttir

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Ráðstefna um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði sem notast við umhverfis DNA (environmental DNA) til að meta líffræðilegan fjölbreytileika í vistkerfum verður haldin 2. og 3. október næstkomandi í fundarsal Hafrannsóknastofnunar. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annörkum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjöbreytileika í hafinu.

Uppruni eDNA í hafinu er ýmiskonar en venjulega kemur DNA-ið frá lífverunum úr húðfrumum, slími, hrognum, hlandi eða saur. Sjó er safnað á misunandi dýpi á þeim svæðum sem eru til rannsókna og er sjórinn svo síaður. Í síunni verður eftir DNA úr lífverum sem hægt er að greina með raðgreiningartækni. Vöktun á líffræðilegum fjölbreytileika með umhverfis DNA hefur marga kosti umfram aðrar aðferðir og hefur aðferðin reynst vel við mat á líffræðilegum fjölbreytileika í mörgum vistkerfum.

Á ráðstefnunni munu íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna rannsóknir sýnar og ræða um aðferðir til notkunar á umhverfis DNA til mælinga og vöktunar á líffræðilegum fjölbreytileika.

Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Hafrannsóknastofnunar 2. til 3. október 2019 og er opin. Skráning er forsenda þátttöku.

Ráðstefnan er styrkt af Ag-Fisk og skipulögð af Davíð Gíslasyni á Matís og Christopher Pampoulie á Hafrannsóknastofnun.

Fréttir

Saltfiskvika fer vel af stað

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Saltfiskvika hófst í síðustu viku og hefur hún farið vel af stað. Þrettán veitingastaðir í kringum landið bjóða upp á sælkerasaltfiskrétti, hver með sínu sniði.

Löng saga og hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi, en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda í Suður-Evrópu og gengur ýmist undir nafninu bacalao, baccalá eða bacalhau. Þar er íslenskur saltfiskur þekktur fyrir afburðagæði og skipar stóran sess í matarhefðum, ekki síst um páska og jól. 

Ferð fyrir tvo til Barcelona í vinning

Allir sem taka þátt í Saltfiskvikunni eiga möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Barcelona. Það eina sem þarf að gera er að panta saltfiskrétt hjá einum þeirra veitingastaða sem taka þátt í vikunni, birta mynd af réttinum á Instagram og setja inn #saltfiskvika.

Hér má nálgast helstu upplýsingar um veitingastaðina sem taka þátt í Saltfiskviku.

Allar nánari upplýsingar má finna á saltfiskvika.is.

Fréttir

Heimsfrægir kokkar á Saltfiskviku

Í gær var Saltfiskvika formlega sett við skemmtilega athöfn í Salt eldhúsi við Þórunnartún. Frú Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, voru viðstödd. Meistarakokkar frá Ítalíu, Spáni, Portúgal og úr íslenska kokkalandsliðinu töfruðu fram fjölda ólíkra og gómsæta rétti þar sem saltfiskur var í öndvegi.

Markmiðið með Saltfiskvikunni er að vekja athygli á þeirri sælkeraafurð sem saltfiskurinn er. Gestakokkarnir Carlota Claver frá Spáni, Diogo Rocha frá Portúgal og Lorenzo Alessio frá Ítalíu munu elda á nokkrum þeirra 13 veitingastaða sem taka þátt í Saltfiskviku.

Munu þau kynna hvernig hægt er að matreiða saltfisk hvert með sínu sniði en öll eiga þau það sameiginlegt að vera mikilsmetnir kokkar sem leggja mikla áherslu á saltfisk og koma frá löndum þar sem saltfiskurinn er í hávegum hafður.

Frú Eliza Reid og Kristján Þór Júlíusson gæddu sér á gómsætum saltfiskréttum.

Ítalski Michelin kokkurinn Lorenzo Alessio mun í dag elda saltfisk fyrir leikskólabörn á leikskólanum Laufásborg, þar sem börnin munu njóta saltfiskmáltíðar á heimsmælikvarða.

Saltfiskvika stendur til 15. september, en að henni standa; Matís, Íslandsstofa, Kokkalandsliðið og Félag íslenskra saltfiskframleiðenda.

Sjá nánar um íslenska saltfiskinn og Saltfiskvikuna á www.saltfiskvika.is.

Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri Saltfiskviku, ásamt Kristni Björnssyni hjá Íslandsstofu.

Diogo Rocha er þekktur matreiðslumaður í Portúgal.

Fréttir

Hvað finnst íslenskum neytendum um saltfisk?

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol fiskins. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst í Suður-Evrópu, þar sem hefðir og gæði íslenska saltfisksins leika stórt hlutverk.

Matís aflaði nýverið upplýsinga um ímynd saltfiskafurða í hugum Íslendinga, almenna þekkingu á saltfiski og sögu hans, og upplifun á saltfiski. Könnunin var framkvæmd í maí 2019 og alls luku 505 manns könnuninni. 

Saltbragð ekki eitt af aðaleinkennum saltfisks

Saltfiskur sem hefur verið fullsaltaður, staðinn og útvatnaður hefur einkennandi verkunarlykt og verkunarbragð, sem hvort tveggja þykir minna til dæmis á smjör, popp, sveppi, blautan við eða harðfisk. Saltbragð ætti hins vegar ekki að vera eitt af aðaleinkennum saltfisks þó svo heitið „saltfiskur“ gefi annað til kynna, og oft valdið misskilningi, eins og niðurstöður úr könnun Matís gefa til kynna.

Saltfiskur ekki vinsæll hjá ungu kynslóðinni

Mikill munur var á svörum þátttakenda eftir aldri. Niðurstöðurnar sýna að neysla á bæði fiski og saltfiski fer minnkandi með lækkandi aldri. Einungis um 29% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára borða saltfisk einu sinni á ári eða oftar en samsvarandi hlutfall fyrir elsta hópinn, 60-70 ára er um 94%. Helstu ástæður þess að þátttakendur borða ekki saltfisk er að þeim finnst hann ekki góður, of saltur, skortur á framboði og að það sé lítil hefð fyrir saltfiski en almennt er upplifun þeirra sem hafa keypt saltfisk á veitingastað, fiskbúð og matvöruverslun góð.


Niðurstöður úr þessari könnun sýna minnkandi þekkingu, áhuga og neyslu á saltfiski í yngri aldurshópum miðað við þá sem eldri eru. Líklegt er að ímynd saltfisks sem gæðavöru eigi undir högg að sækja. Til að ýta undir neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa, hvort heldur sem er í mötuneytum, matvöruverslunum, fiskbúðum eða veitingastöðum.

Saltfiskvika 4. – 15. september 2019

Blásið verður til Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. til 15. september. Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari einni verðmætustu útflutningsafurð Íslands hærra undir höfði og auka veg hennar heima fyrir.

Alls taka 13 veitingastaðir þátt, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum.


Instagram leikur #saltfiskvika – Vinnur þú ferð til Barcelona?

Á meðan á vikunni stendur eru viðskiptavinir sem panta sér saltfiskrétt hjá þátttakendum Saltfiskvikunnar hvattir til að birta mynd á Instagram, merkta myllumerkinu #saltfiskvika. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út og mun sá fá ferð fyrir tvo til Barcelona.

Mötuneyti vinnustaða eru hvött til að bjóða upp á saltfisk í hádeginu meðan á Saltfiskvikunni stendur – enda á hann ekki síður við þá en á kvöldin. Þegar hafa þó nokkrir vinnustaðir ákveðið að vera með og bjóða upp á saltfisk í hádeginu í Saltfiskvikunni, þ.e.; Arion banki, ITS, Marel, Origo, Orkuveitan, Seðlabankinn, Síminn og VÍS. Börnin á leikskólanum Laufásborg munu einnig smakka saltfisk meðan á vikunni stendur en þar mun ítalskur landsliðskokkur elda. Saltfisk verður einnig að finna í völdum matarpökkum 1, 2 & ELDA í Saltfiskvikunni fyrir áhugasama.

Vonir eru bundnar við að landsmenn nýti tækifærið og gefi saltfiskinum séns – enda sælkeravara sem farið hefur allt of hljótt hérna heima.

Að Saltfiskvikunni standa; Matís, Íslandsstofa, Kokkalandsliðið og Félag íslenskra saltfiskframleiðenda.

Sjá nánar um könnuna hér og Saltfiskvikuna á www.saltfiskvika.is.

Fréttir

Matís tekur við safni ensíma og próteinframleiðslukerfa frá Háskólanum í Stuttgart

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Matís og Erfðatæknideild Háskólans í Stuttgart, Þýskalandi, hafa starfað saman um árabil í ýmsum Evrópuverkefnum, nú síðast í verkefninu „Virus-X“ þar sem erfðabreytileiki bakteríuveira í umhverfinu var rannsakaður og ný ensím fyrir erfðatækni þróuð.

Nýlega heimsótti Dr. Hildegard Watzlawick frá Háskólanum í Stuttgart Matís og færði Matís safn ensíma og erfðatækni verkfæra sem erfðatæknideildin hefur þróað og smíðað undanfarin ár. Í safninu felast mikil verðmæti og mikilvæg þekkingaryfirfærsla á sér stað sem nýtast mun Matís við rannsóknir og þróun í líftækni í náinni framtíð.

Fréttir

Fjallað um folaldakjötið

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um skýrslu sem Matís gaf út um framleiðslu hestakjöts og niðurstöður á mælingum um næringarinnihald og eiginleika kjötsins.

Í umfjöllun Bændablaðsins var rætt við Evu Margréti Jónudóttir, sem er í hópi skýrsluhöfunda, en hún segir að rannsóknum um eiginleika hestakjöts sé mjög ábótavant um allan heim og að Ísland sé engin undantekning.

Í ályktunum skýrslunnar kemur sem fyrr segir fram að folaldakjöt sé hágæða kjötvara sem ætti að uppfylla allar helstu óskir neytenda hvað varðar gæði, hreinleika og næringargildi.

Umfjöllun Bændablaðsins má finna hér.

Auk þess var viðtal við Evu Margréti um folaldakjötið í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1. Það má hlusta á viðtalið hér.Deila frétt:

Fréttir

Fjaðrir í fiskafóður

Nú er samstarfsverkefni Matís og Reykjagarðs lokið þar sem unnið var að samþættingu innan lífhagkerfisins þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingaryfirfærslu milli geira. Verkefnið miðaði að aukinni verðmætasköpun með nýtingu á ónýttri aukaafurð sem hingað til hefur verið fargað þ.e. nýtingu kjúklingafjaðra í próteinríkt mjöl sem hægt væri að nýta í fóður hjá fiskeldisfyrirtækjum. Áður hefur verið greint frá verkefninu á vef Matís

Þegar nýta á fjaðrir í mjöl er mikilvægt að rjúfa próteinin sem fjaðrirnar innihalda til að gera þau meltanleg. Sú aðferð sem hefur rutt sér hvað mest til rúms og var reynd í þessu verkefni er vatnsrof með suðu undir þrýstingi, þurrkun og mölun. Fjaðurmjöl er hægt að nýta í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fiska. Kosturinn við að nýta fjaðurmjöl í fóður fyrir fiskeldi er að rannsóknir hafa sýnt að hægt er að skipta allt að 30% af fiskimjöli út fyrir fjaðurmjöl án þess að það hafi áhrif á vöxt eldisfisks. Ekki þarf að greiða fyrir innflutning hráefnis og ekki þarf að veiða eða rækta frumhráefnið, því það er vannýtt hliðarafurð í vinnslu á kjúklingi.

Fjaðurmjöl hefur um 80% próteininnihald og amínósýrusamsetningin er lík amínósýrusamsetningu fiskimjöls en þó þarf að bæta mjölið lítillega með tilliti til ákveðinna amínósýra. Nýting á kjúklingafjöðrum í eldisfóður jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem hráefnið hefur hingað til verið urðað með tilheyrandi sótspori og kostnaði en með nýtingu á fjöðrum í próteinríkt mjöl eru allar hliðarafurðir í kjúklingaframleiðslu nýttar, þannig má stuðla að því að ná markmiðum um minni urðun. Fóður sem unnið er úr fjaðurmjöli getur nýst til svína- og loðdýraræktunar og jafnframt má gefa gæludýrum slíkt fóður. Niðurstöður verkefnisins eru aðgengilegar í skýrslu Matís um verkefnið.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrktu vinnuna sem unnin var í verkefninu.

Fréttir

Fundað um áhrif laxeldis á Vestfirði

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst, verða haldnir fundir á Ísafirði og á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Fundurinn á Ísafirði verður haldin kl. 12:00 á fyrstu hæð í Vestrahúsinu en fundurinn á Tálknafirði verður haldin í Dunhaga kl. 20:00.

Það eru Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins en fyrirlesari verður Gunnar Davíðsson sem er deildarstjóri hjá Troms fylki í norður Noregi.

Á fundunum verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Er hægt að draga lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu Vestfjarðarstofu

IS