Fréttir

Vel heppnaðri áherslufundaröð lokið

Í maímánuði fór ársfundur Matís fyrir árið 2020 fram og í kjölfar hans áherslufundaröð sem gaf frekari innsýn í ákveðna hluta starfsemi fyrirtækisins. Fundaröðin fól í sér að haldinn var einn morgunfundur fyrir afmarkaðan geira eða grein atvinnulífsins sem Matís veitir stuðning og var aðilum þar og áhugafólki boðið til samtals.

Áherslufundaröðin samanstóð af 8 fundum sem fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað. Allir fundirnir voru vel sóttir og sköpuðust í flestum tilfellum líflegar umræður um ýmis málefni tengd viðfangsefninu. Sérfræðingar frá Matís, fulltrúar frá stórum og smáum fyrirtækjum í matvælaiðnaði á Íslandi, frumkvöðlar og almenningur fengu þarna tækifæri til þess að ræða saman um það sem efst er á baugi í hverjum málaflokki fyrir sig.

Fyrsti fundurinn fór fram þann 14. maí og var umræðuefnið Kolefnisspor botnfiskafurða og aðlögun sjávarútvegsins að áhrifum loftslagsbreytinga. Á næstu tveimur vikum þar á eftir voru haldnir fundir þar sem umræðuefnin voru: rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi framtíðar, uppsjávariðnaður nú og til framtíðar, virðiskeðja grænmetis, rannsóknir og nýsköpun við kjötframleiðslu og kjötvinnslu, mjólkurvörur í nútíð og framtíð og framtíðaráherslur og samstarfsmöguleikar í líftækni og lífefnum á Íslandi.

Síðasti fundurinn sem fór fram var haldinn í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Nýsköpunarvikuna. Fundurinn bar yfirskriftina Sprotar og vöruþróun – hvernig getur Matís aðstoðað? Á þeim fundi var farið sérstaklega yfir það hvernig Matís getur aðstoðað frumkvöðla við nýsköpunarferli, allt frá hugmyndavinnu að markaði. Dagný Hermannsdóttir frá fyrirtækinu Súrkál fyrir sælkera og Óskar Ericsson  frá Himbrimi Gin eru frumkvöðlar sem hafa stundað nýsköpun í matvælaframleiðslu og þau sögðu frá sinni reynslu af samstarfi við Matís  en bæði hafa þau framleitt vörur sem hafa notið mikillar velgengni.

Matís þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir samstarfið og auk þess fyrir þá athygli sem fundaröðin fékk. Stefnt er að því að gera samtalsfundi sem þessa að árlegum viðburði hjá fyrirtækinu.

Alla áherslufundina, auk ársfundar Matís fyrir árið 2020 má finna hér á vefsíðu Matís en einnig á Youtube rás fyrirtækisins.  

Fréttir

Netviðburðurinn North Atlantic Seafood Forum 8.-10. júní

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

North Atlantic Seafood Forum fer fram dagana 8.-10. júní og er ljóst að ráðstefnan verður einn merkilegasti netviðburður í sjávarútvegi og fiskeldi ársins 2021. Alls verða fluttir yfir 160 fyrirlestrar í 18 málstofum, og er búist við yfir 2000 þátttakendum víðsvegar að úr heiminum og úr hinum ýmsu hlekkjum í virðiskeðju sjávarafurða. Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!

Í mars ár hvert, síðastliðin 15 ár, hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst til Bergen til að sitja ráðstefnu North Atlantic Seafood Forum (NASF). Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku hafi verið umtalsverður hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Sökum COVID hefur nú verið ákveðið að NASF21 verði netviðburður, sem gefur tækifæri til að auka fjölda þátttakenda og lækka ráðstefnugjaldið verulega.

Ráðstefnan fer fram dagana 8.-10. júní og er búist við að þátttakendur verði a.m.k. 2.000 talsins. Dagskrá ráðstefnunnar er sérlega spennandi að þessu sinni, en sjá má hana hér: Program for NASF 2021.

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá vekja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

  • Áhrif laxalúsar á fiskeldi
  • Fiskeldisfóður og þróun þess
  • Framboð og eftirspurn í fiskeldi
  • Nýjar framleiðsluaðferðir í fiskeldi
  • Framboð og markaðir fyrir hvítfisk
  • Konur í sjávarútvegi
  • Framboð og eftirspurn í rækju
  • Fjárfestingar í sjávarútvegi
  • Framboð og markaðir uppsjávartegunda
  • Umfjöllun um lykilmarkaði fyrir sjávarafurðir í umsjón Norwegian Seafood Council
  • Sjálfbærni og sjávarafurðir

Íslensk fyrirtæki og einstaklingar skipa nokkuð stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Valka og Marel eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar. Þá verða eftirtaldir Íslendingar eða aðilar tengdir Íslandi með á mælendaskrá:

  • Jón Birgir Gunnarson hjá Völku mun fjalla um flökun fyrir dauðastirðnun
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hjá Marel mun fjalla um stafræna byltingu í virðiskeðju fiskeldis
  • Bjorn Hembre hjá Arnarlax mun fjalla um laxeldi á Íslandi
  • Sturlaugur Haraldsson hjá Norebo mun fjalla um framboð á hvítfiski frá Rússlandi
  • Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum mun fjalla um nýtingu aukahráefna og velta upp spurningunni hvort 100% nýting sé möguleg
  • Guðmundur Gíslason mun koma fram fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), Bjorn Hamre fyrir hönd Arnarlax (Icelandic Salmon) og Stein Ove Tveiten fyrir hönd Arctic Fish í málstofu fjárfesta.
  • Jóhannes Pálsson mun fjalla um áhrif Brexit á uppsjávargeirann
  • Guðlaugur Þór Þórðarson mun fjalla um sjálfbærni í sjávarútvegi

Þátttaka á NASF síðustu ára hefur ekki verið á allra færi þar sem skráningargjaldið eitt og sér hefur verið nálægt 200 þús. kr. auk þess sem ferðir og uppihald í Bergen kostar sitt. Engu að síður hafa yfir 800 manns séð ástæðu til að sækja ráðstefnuna síðustu ár. Þar sem nú verður um netviðburð að ræða er unnt að upplifa NASF fyrir umtalsvert lægri kostnað. Ráðstefnugjaldið er um 43.000 ISK (290 EUR) á þátttakanda, en svo er magnafsláttur í boði fyrir fyrirtæki sem skrá fleiri þátttakendur.

Nú er til dæmis boðið upp á tilboð svo ef þrír þátttakendur eru skráðir fer verðið niður í 150 EUR/pers.

Allir fyrirlestrar verða aðgengilegir í a.m.k. mánuð eftir að ráðstefnunni lýkur og því er vel þess virði að skrá sig, þó svo að þátttakendur hafi ekki tækifæri til að sitja ráðstefnuna í „rauntíma“.

Einn mikilvægasti hluti þess að taka þátt í NASF hefur ávallt verið það tækifæri sem felst í því að safna saman helstu áhrifavöldum í sjávarútvegi á einn stað til að stofna til og viðhalda samstarfi. Góð og trygg viðskiptasambönd byggja jafnan á persónulegum samskiptum og þar hefur NASF gengt mikilvægu hlutverki. Í þetta sinn verður leitast við að mæta þeim þörfum með því að bjóða upp á að tengja aðila saman á örfundum. Mismunandi „pakkar“ eru í boði þegar kemur að slíkum tengingum, en sá „pakki“ sem líklegast er að flestir velji sem áhuga hafa á að nýta þetta tækifæri kostar 500 EUR. Fyrir þann „pakka“ fá fyrirtæki sitt nafn og kynningu upp á „vegginn“ og þá geta allir almennir þátttakendur bókað fund með því fyrirtæki.

Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um NASF21 er bent á að hafa samband við Jónas R. Viðarsson jonas@matis.is eða í síma 4225107.

Matís og Nýsköpunarvikan – Sprotar og vöruþróun

Matís tekur þátt í Nýsköpunarvikunni þann 27. maí næstkomandi í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Um er að ræða samtal í kjölfar örkynninga á þjónustu Matís varðandi vöruþróun og reynslu tveggja frumkvöðla af samstarfi við Matís.  

Fundarstjóri: Bryndís Björnsdóttir, Matís 

Dagskrá fundar 

  1. Hvað hefur Matís uppá að bjóða? Margeir Gissurarson 
  2. Hvernig er matvara þróuð fyrir markað? Kolbrún Sveinsdóttir &  Þóra Valsdóttir  
  3. Reynslusögur:  
    1. Súrkál fyrir sælkera – Dagný Hermanssdóttir 
    2. Himbrimi Gin – Óskar Ericsson  
    3. Umræður 

Fundurinn var haldinn þann 27. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Nánari upplýsingar um Nýsköpunarviku má finna hér.

Líftækni og lífefni á Íslandi – framtíðaráherslur og samstarfsmöguleikar


Matís býður til morgunfundar um stöðu og framtíðarhorfur líftækni á Íslandi og hvernig Matís getur hjálpað fyrirtækjum á sviði líftækni og lífefna að hasla sér völl í íslensku atvinnulífi. 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir.

  • Matís Líftækni – Starfsemi, innviðir & hagnýtar líftækni rannsóknir – Elísabet Guðmundsdóttir & Björn Þór Aðalsteinsson
  • Matís Lífefni –  Einangrun og nýting lífvirkra efna úr íslenskri náttúru – Sophie Jensen & Margrét Geirsdóttir
  • Hvernig hefur Matís stutt við VAXA – Kristinn Hafliðason – myndband:
  • Umræður
    • Opnað með kynningum frá Jóni Má Björnssyni, ORF genetics, Steini Guðmundssyni, Háskóla Íslands og Hildi Magnúsdóttur, Pure Natura.
    • Staða líftækni og framtíðarhorfur
    • Samstarfsmöguleikar, rannsóknarverkefni, bein þjónusta og ráðgjöf

Fundurinn var haldinn þann 27. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Mjólkurvörur í nútíð og framtíð

Matís býður mjólkurbændum, aðilum sem tengjast geiranum og áhugafólki til samtals!

Dagskrá fundarins:

  • Hvað er Matís?​ -Margrét Geirsdóttir
  • Þörungar og mjólk – Dr. Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir​
  • Gerlar úr skyri og notkun þeirra – Dr. Viggó Þór Marteinsson​
  • Ógerilsneyddir ostar og smáframleiðendur – Dominique Plédel Jónsson​
  • Hvaða þjónustu veitir Matís – Þóra Valsdóttir ​
  • Umræður​

Fundarstjóri – Dr. Bryndís Björnsdóttir​

Fundurinn var haldinn þann 26. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

Matís býður aðilum í kjötframleiðslu og kjötiðnaði  til samtals!

  • Hvernig getur Matís komið að liði við að sýna fram á sérstöðu, stuðla að dýravelferð, tryggja öryggi, auka gæði, verðmæti og minnka sóun í íslenskri kjötframleiðslu og iðnaði?
  • Hvernig getur Matís orðið að liði í þeim áskorunum sem felast í aukinni samkeppni, umhverfismálum og viðhorfum neytenda?
  • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís og hvernig geta starfsfólk  og innviðir fyrirtækisins nýst innlendri kjötframleiðslu og kjötiðnaði á næstu árum?

Við erum til þjónustu reiðubúin.

Innan Matís starfa sérfræðingar á mörgum sviðum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða aðstöðu til efna- og örverumælinga, skynmats, framleiðslu- og geymsluþolstilrauna. Sérfræðingar Matís hafa áratuga reynslu af alls konar rannsókna-, þróunar- og fræðsluverkefnum. Verkefnin hafa verið unnin í nánu samstarfi við búgreinafélög, sláturhús, kjötvinnslur, smáframleiðendur og menntastofnanir  í landinu.

Dæmi um árangursríkt samstarfs:

  • Íslenska gagnagrunninn um efnasamsetningu matvæla. Kjötbókina.  Matís online námskeið um vinnslu á kindakjöti

Og verkefni um:

  • erfðamælingar. Uppruni. Kynbætur.
  • örverur.  Smitrakning
  • dýravelferð.  Þ.e. sláturlamba og galtargrísa
  • kælingu og geymsluþol á kjöti
  • sérstöðu afurða. Næringargildi. Bragð og beitarhagar.
  • viðhorf næstu kynslóðar neytenda.  Krakkar kokka.  We value food
  • stuðning við smáframleiðslu á kjöti. t.d. við stofnun á handverkssláturhúsum

Matís er einnig í verkefnum sem snúa að því hvernig matvælaiðnaður getur brugðist við áskorunum framtíðararinnar:

  • Mun sérfræðiþekking í vinnslueiginleikum kjöts og fagþekking í kjötiðnaði nýtast við framleiðslu á kjötlausum vörum. ”Eftirlíkinum”? Mun íslenskur kjötiðnaður taka þátt í þeirri þróun?  Nextgen prótein.
  • Hvernig þjálfum við ung fagfólk í að verða frumkvöðlar og stunda nýsköpun til að mynda í kjötiðnaði. EIT Food Inspire.
  • Hvað með erfðir (erfðamengjaúrval)? og umhverfismál (Nýting hliðarafurða, Vistspor)?

Dagskrá fundar

  1. Yfirlit um verkefni um rannsóknum og nýsköpun sem tengjast kjöti. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson
  2. Skynmat og neytendarannsóknir. Bragð og beitarhagar.   Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir
  3. Erfðarannsóknir og kjötframleiðsla. Sæmundur Sveinsson
  4. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja.  Norðlenska. Bára Eyfjörð Heimisdóttir
  5. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja Benedikt Benediktsson. Sláturfélag Suðurlands
  6. Umræður

Fundurinn verður haldinn þann 26. maí frá kl. 9:00 – 10:00. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Virðiskeðja grænmetis

Matís býður aðilum í grænmetisgeiranum til samtals á netfundi fimmtudaginn 20. maí kl. 09:00-10:00 !  

  • Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í grænmetisgeiranum til framtíðar?  
  • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
  • Hvernig getur mannauður og innviðir Matís komið grænmetisgeiranum til góða?  

Dagskrá:

  • Hvað getur Matís gert fyrir grænmetisgeirann? Valur Norðri Gunnlaugsson (Matís) 
  • Það sem hefur verið gert hjá Matís fram til þessa. Ólafur Reykdal (Matís)
  • Sjónarmið garðyrkjunnar. Gunnar Þorgeirsson (Bændasamtök Íslands)
  • Sjónarmið dreifenda grænmetis. Fulltrúi dreifingaraðila  
  • Sjónarmið verslunar. Fulltrúi verslunarinnar 
  • Umræður

Hvert erindi er um 5 mínútur og fundarstjóri er Sæmundur Sveinsson. 

Innan Matís starfa vísindamenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum sem hafa yfir að ráða þekkingu og aðstöðu til mælinga, skynmats og námskeiðahalds. Þeir hafa jafnframt langa reynslu af öflun styrkja fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og einkaaðila. Matís getur því þjónað sem rannsóknar- og þróunardeild fyrir matvælaframleiðslu úr afurðum íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs. 

Stærstu viðfangsefni Matís hafa frá upphafi tengst fiskafurðum og kjötafurðum en verkefni tengd grænmeti hafa verið í sókn. Einnig hefur Matís aðstoðað garðyrkjubændur og fyrirtæki við vöruþróun og merkingar. Matís getur nýtt margvíslega þekkingu og reynslu til að aðstoða grænmetisgeirann til framþróunar. Fundurinn á að varpa ljósi á möguleikana.   

Fundurinn var haldinn þann 20. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt

Um þessar mundir fer fram fundaröð í kjölfar ársfundar Matís til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi fyrirtækisins sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Þann 14. maí síðastliðinn fór fram fundur þar sem fjallað var um kolefnisspor botnfiskafurða og aðlögun sjávarútvegsins að loftslagsbreytingum. Fundurinn var vel sóttur og komu þar saman aðilar frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, auk starfsfólks Matís til að ræða málefnið.

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér að neðan:

Þann 18. maí var aðilum í fiskeldi boðið til samtals um rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi til framtíðar á opnum morgunfundi. Upttöku af fundinum má sjá hér að neðan.

19. maí var var haldinn fundur um stöðu uppsjávarvinnslu, stoðu hennar í dag og helstu áskoranir framtíðarinnar í greininni. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér:

Þann 20 maí var aðilum í grænmetisrækt boðið til samtals á opnum fundi um virðiskeðju grænmetis og ýmis tengd efni. Afar líflegar upræður sköpuðust í lok fundar. Upptöku af fundinum má nálgast hér:

Í næstu viku verða opnir fundir um fleiri áhersluþætti í starfsemi Matís haldnir og áfram verður leitast við að fá sjónarmið tengdra aðila inn í umræðuna. Dagskrá fundarraðarinnar fyrir næstu viku ásamt nánari upplýsingum um hvern fund má finna hér að neðan.

26. maí kl. 9:00: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

26. maí kl. 10:00: Mjólkurvörur í nútíð og framtíð

27. maí kl. 9:00: Líftækni og lífefni

27. maí: Sprotar og vöruþróun – Matís og Nýsköpunarvikan leiða saman hesta sína – nánari upplýsingar um það á vefsíðu Matís og á facebook þegar nær dregur!

Upptöku frá ársfundi Matís 2021 má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt.

Rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi framtíðar

Matís býður aðilum í fiskeldi til samtals!

  • Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í fiskeldi til framtíðar?
  • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
  • Hvernig getur mannauður og innviðir fyrirtækisins komið fiskeldi til góða?

Við erum til þjónustu reiðubúin

Innan Matís starfa vísindamenn á mörgum sviðum og hefur fyrirtækið yfir að ráða aðstöðu til mælinga, skynmats, námskeiðahalds ásamt getu til að afla rannsóknarverkefnum fjármagns. Matís hefur áralanga reynslu af nánu samstarfi við sjávarútveg, hvort heldur er fiskveiðar, framleiðslu eða tækniþróun. Líta má á fyrirtækið sem rannsóknar- og þróunardeild íslensks sjávarútvegs og fiskeldis.  

Dæmi um árangursríkt samstarf er þróun á ofurkælingu, nýjungum í fóðurgerð og möguleikum á nýtingu erfðafræði við verkefni framtíðar.

Matís er framarlega í þeirri byltingu sem er að eiga sér stað í baráttu við sjúkdómsvaldandi bakteríur í fiskafurðum. Til að auka samskipti við eldis- og ræktunargreinar hefur Matís tekið að sér framkvæmdarstjórn fyrir Lagarlíf (áður Strandbúnaður) sem er árleg ráðstefna eldis og ræktunar.   

Fiskeldi er hátæknigrein sem er í örri þróun. Tökum höndum saman um að gera Íslenskt fiskeldi samkeppnishæft við þá bestu í heimi. 

Fundurinn var haldinn þann 18. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum:

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Uppsjávariðnaður nú og til framtíðar

Morgunfundur Matís um stöðu uppsjávarvinnslu og helstu áskoranir framtíðarinnar í greininni.

Dagskrá:

  1. Stofngerðagreiningar í uppsjávarfiski og umhverfiserfðaefni við loðnuleit – Sæmundur Sveinsson (Fagstjóri hjá Matís)
  2. Breytt hráefnismeðferð á hafi úti – Prófessor Sigurjón Arason (Yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor emeritus við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands)
  3. Tækifæri í landvinnslu – Hildur Inga Sveinsdóttir (Verkefnastjóri hjá Matís og aðjúnkt við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands)
  4. Nýtt þróunarsetur til tilraunaframleiðslu – Stefán Þór Eysteinsson (Verkefnastjóri, Matís)
  5. Möguleikar á notkun hraðvirkra mæliaðferða í uppsjávariðnaði – Prófessor María Guðjónsdóttir (Deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og verkefnastjóri hjá Matís)
  6. Helstu áskoranir greinarinnar – Félag uppsjávarútgerða
  7. Umræður

Fundurinn var haldinn þann 19. maí. Hér að neðan má horfa á upptöku af fundinum:

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

IS