Fréttir

Fréttabréf Matís

Fréttabréf Matís er nýútkomið. Þar má finna helstu fréttir undanfarinna vikna, samanteknar þannig að auðvelt er að lesa.

Fréttabréfið má finna hér: www.matis.is/frettabref

Fréttir

Alþjóðlegt samstarf er lykillinn að framþróun rannsókna

Matís er ekki aðeins öflugt rannsókna- og þekkingarfyrirtæki á íslenskan mælikvarða heldur stenst Matís fyllilega samanburð við sambærileg erlend fyrirtæki og stofnanir.

Sem dæmi er leitun að fyrirtæki með jafn mikla og víðfeðma þekkingu og reynslu innanborðs á rannsóknum sem tengjast sjávarfangi. Á því sviði má segja að Matís sé með allra fremstu fyrirtækjum í heiminum,“segir Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís.

Frá upphafi hefur alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarstarf Matís og þátttaka í erlendum verkefnum aukist jafnt og þétt og er nú orðið stór hluti af starfsemi þess. Starfsfólk Matís býr í senn yfir menntun og víðtækri reynslu sem nýtist í verkefnatengslum í nánast öllum heimsálfum.

„Þessi sókn á erlend mið er nauðsynleg til að viðhalda öflugu starfi Matís og tengja starfsemina enn frekar við sterka rannsóknar- og þróunarhópa erlendis.  Alþjóðlegt samstarf er lykilinn að frekari framþróun rannsókna til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Sem dæmi um þann mikla árangur sem náðst hefur í starfi Matís má nefna að við erum nú þátttakendur í um 30 alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Af þeim leiðir Matís yfir tíu verkefni sem öll eru mjög stór og með mörgum alþjóðlegum samstarfsaðilum,“ segir Hörður.

Nýjar aðferðir – ný nálgun
Hörður nefnir sem dæmi Amylomics og Ecofishman, hvort tveggja verkefni sem eru myndarlega styrkt úr sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins og hlutu framúrskarandi mat. Verkefnin eru mjög ólík en Hörður segir þau endurspegla vel þá miklu breidd og sérfræðiþekkingu sem er hjá Matís. „Amylomics verkefnið snýst um að finna ný ensím úr íslenskum hverum til að umbreyta sterkju á nýjan máta. Þetta getur leitt til byltingar í notkun nýrra sterkjuafbrigða t.d. í matvælaiðnaði, auk þess að koma nýjum íslenskum ensímum í framleiðslu. Ecofishman verkefnið snýst um að skoða nýja nálgun í fiskveiðistjórnun þar sem hagsmunaaðilar hafa tækifæri til að hafa áhrif á þróun fiskveiðistjórnunar. Útkoma verkefnisins getur leitt til mikilvægra umbóta á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, öllum til hagsbóta,“ segir Hörður.

Matís í öllum heimsálfum
Auk stórra Evrópuverkefna er mikill kraftur í norrænu samstarfi Matís. Sem sjá má af framúrskarandi árangri Matís í að afla sér styrkja hjá Nordic Innovation Program haustið 2011. Matís leiðir fimm stór verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum og er þátttakandi í nær öllum verkefnum sem voru styrkt.

„Þetta er gott dæmi um þann mikla kraft og metnað sem er í starfi Matís.  Verkefnin eru allt frá því að þróa nýjar neytendavörur úr íslensku þangi í að búa til áætlun um markaðssetningu norrænna hvítfiskafurða,“ segir Hörður.
Erlent samstarf Matís er ekki aðeins bundið mörkum Evrópu. Verkefni fyrirtækisins og samstarfsaðilar eru í nær öllum heimsálfum. Má sem dæmi nefna þróunarverkefni sem hófst haustið 2011 fyrir stjórnvöld í Tansaníu tengt rannsóknum á fiski, fiskvinnslu og úttekt á félagslegri stöðu fiskveiðisamfélaga við Tanganyikavatn. Matís hefur síðustu misseri unnið önnur mikilvæg þróunarverkefni í Afríku, t.d. í Kenía og í Mósambik sem tengjast gæðamálum og þjálfun fiskeftirlitsmanna og tæknifólks. Hinum megin við Atlantshafið hefur Matís m.a. tekið þátt í fiskeldisverkefnum í Chile og rannsóknum á lífvirkum sjávarefnum í Bandaríkjunum í samstarfi við bæði háskóla og stór fyrirtæki. Einnig er nýhafið verkefni með kanadískum vísindamönnum þar sem rannsökuð verða áhrif fiskipróteina á sykursýki tvö, sem er vaxandi vandamál á heimsvísu. Þessi verkefni eru flest tilkomin vegna þeirrar sérþekkingar og reynslu sem starfsmenn Matís hafa og er afar eftirsótt á heimsvísu.

Met í fjölda nemendaverkefna
Hlutverk og þáttur Matís í menntun og þjálfun nemenda hefur farið vaxandi og er fyrirtækið með sterk tengsl við marga virta erlenda háskóla. Hörður nefnir mjög farsælt samstarf við UNU, Háskóla Sameinuðu þjóðanna, frá stofnun hans en starfsmenn Matís gegna veigamiklu hlutverki í kennslu við svokallaða gæðalínu skólans og eru nemendur staðsettir hjá Matís og gera sín lokaverkefni þar. „Síðastliðið ár var sett nýtt met í fjölda nema á Matís sem unnu að hinum og þessum verkefnum. Þar af voru margir erlendir nemar víðsvegar úr heiminum sem nutu góðs af leiðsögn vísindamanna Matís og þeirri framúrskarandi aðstöðu sem fyrirtækið getur boðið nemendum. Þeim þykir Matís spennandi kostur vegna þess hversu vel fyrirtækið er tengt bæði háskólaumhverfinu og fyrirtækjum, enda eru flest nemendaverkefnin af þeim toga að verið er að vinna vísindaleg verkefni með hagnýtingu í huga.“

Nánari upplýsingar veitir Hörður.

Fréttir

Nýjar áherslur í meistaranámi í matvælavísindum

Háskóli Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskólann, Háskólann á Hólum og Matís, hefur sett á laggirnar mastersnám í matvælavísindum þar sem áherslurnar eru frábrugðnar því sem áður hefur þekkst.

Nýtt meistaranám í matvælafræði

Meistaranám í matvælafræði í samvinnu Háskóla Íslands, annarra ríkisháskóla og Matís, með aðkomu fyrirtækja í matvæla- og líftækniiðnaði.

Boðið verður upp á þrjár námsleiðir í náminu og ljúka þá nemendur meistaragráðu í matvælafræði með áherslu á framleiðslustjórnun, gæðastjórnun eða líftækni.

  • Framleiðslustjórnunarlína: áhersla á vinnslu, vöruþróun og virðisaukningu
  • Gæðastjórnunarlína: áhersla á örverumælingar og rannsóknir og innleiðingu og útfærslu gæðaeftirlits
  • Líftæknilína: áhersla á lífefnavinnslu, rannsóknir og nýsköpun

Ætlunin er að tengja námið atvinnulífi með beinum hætti, bæði með gestafyrirlesurum úr atvinnulífi og með hagnýtum nemendaverkefnum sem unnin verða í samstarfi við öflug matvælafyrirtæki. Jafnframt því að tengja námið betur atvinnulífi
en áður hefur þekkst á þessu sviði verður alþjóðlegt samstarf eflt, auk þess sem bætt hefur verið inn í námið stjórnunar- og rekstraráherslum.

Um er að ræða hagnýtt nám sem hentar þeim sem lokið hafa grunnnámi í matvælafræði eða öðrum raunvísindagreinum eins og efnafræði, líffræði og verkfræði og hafa áhuga að gegna leiðandi hlutverki í matvæla- og líftækniiðnaði við stjórnun, nýsköpun eða rannsóknir.

Nánari upplýsingar má finna hér og einnig með því að hafa samband við Guðjón Þorkelsson sviðsstjóra hjá Matís og dósent við Hí og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Heimasíða námsins: www.framtidarnam.is.

Fréttir

Háskólanemar hvattir til að hanna sína eigin framtíð

Aukið samstarf háskóla og rannsóknastofnana leiðir af sér nýtt námskeið, það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Fimm háskólar eru nú um nokkurt skeið búnir að vera í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís og eru að bjóða upp á fyrsta námskeið sinnar tegundar á Íslandi. Námskeiðið ber heitið “Vistvæn nýsköpun matvæla” og er nemendum frá mismunandi námssviðum og mismunandi háskólum stefnt saman og þeir leiddir í gegnum alla þá þætti sem viðkoma ferlinu frá því að forma hagkvæma vöruhugmynd að því að þróa fullbúna vistvæna vöru og koma henni á innlenda og erlenda markaði.

Talað er um nýsköpun sem vænlegan og áhrifaríkan kost til að skapa vöxt og hagnað, bæði innan einstakra fyrirtækja og heilla hagkerfa. Full ástæða þykir til að mennta og þjálfa íslenska háskólanemendur í þeim nýsköpunarferlum sem stuðla að tilurð, markaðssetningu og sölu nýrra vöruhugmynda.  Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskólinn, Listaháskólinn og Háskólinn á Hólum hafa því tekið höndum saman í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís og bjóða upp á námskeið þar sem nemendurnir sjálfir skapa nýjar vöruhugmyndir og þróa fullmótaðar og markaðshæfar vörur í samstarfi við atvinnulífið, rannsóknargeirann og nemendur frá öðrum sérsviðum og skólum þannig að sérþekking úr mismunandi áttum nýtist í heildarferlinu. Árangur í vöruþróun byggir meðal annars á slíku samstarfi og samvinnu aðila með ólíka faglega þekkingu og reynslu og er sjálfbær nýting auðlinda og áhrif framleiðslu-, vinnslu- og dreifiaðferða  á umhverfið einnig farin að hafa mikil áhrif á nýsköpun í matvælaiðnaði.

Kallaðir eru til aðilar frá landbúnaðinum, matvælafyrirtækjum, rannsóknarstofnunum ásamt háskólakennurum á viðeigandi sviðum til að tryggja að nýsköpunarhugmyndirnar sem koma fram  grundvallist á íslensku hráefni, íslenskri sérþekkingu og íslenskum hagsmunum. Teymi nemenda eru mynduð þvert á háskólana og þvert á viðkomandi fagsvið þannig að sérþekking hvers og eins nýtist. Það er til mikils að vinna en sú vöruhugmynd sem ber sigur úr býtum í keppni um vænlegustu og vistvænustu nýsköpunarhugmyndina á matvælasviði sem haldin verður í lok námskeiðsins fær að taka þátt í evrópukeppninni Eco-Trophelia, þar sem vistvænar nýsköpunarhugmyndir á matvælasviði frá ýmsum löndum í Evrópu munu keppa sín á milli.

Keppnin á Íslandi verður haldin í tengslum við Hönnunarmars og munu nemendur etja kappi með hugmyndir sínar og vörur fyrir luktum dyrum 23. mars nk. Úrslit verða svo kunngjörð með pompi og prakt laugardaginn 24. mars.

Hópurinn sem sigrar fær vegleg verðlaun og verða meðlimiðir hans fulltrúar Íslands í EcoTrophelia evrópukeppninni.

Nánari upplýsingar veitir Fanney Frisbæk hjá Nýsköpunarmiðstöð, fanney@nmi.is, 522-9144.

Fréttir

Besti saltfiskrétturinn 2012

Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012.

Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 23.mars.

Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grindavíkur 17. – 25. mars, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is

1. verðlaun eru kr. 30.000,  2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr. 10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000.

Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.grindavik.is. Í Menningarviku mun Salthúsið í Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti sjá www.salthusid.is.

Félagið Matur saga menning
www.matarsetur.is
facebook: matur saga menning

Fréttir

Sumarstörf hjá Matís

Vorið er handan við hornið. Hjá Matís er byrjað að skoða í hvaða verkefni fyrirtækið mun leitast við að fá sumarnemendur. Á hverju sumri ræður Matís inn töluverðan fjölda sumarnemenda og verður væntanlega lítil breyting á þetta sumarið þó enn sé ekkert ákveðið með fjölda.

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem sumarnemendur geta unnið í sumar. Ráðning er háð fjármörgnun og er best að setja sig í samband við tengilið hvers verkefnis varðandi öll atriði verkefnisins sem og möguleikann á ráðningu (upplýsingar um starfsmenn má finna hér).

Tekið er á móti umsóknum um sumarstörf hér.

Nánari upplýsingar veitir Jón Haukur Arnarson, mannauðsstjóri Matís.

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Elvar Steinn Traustason, Ásbjörn Jónsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 037‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Markmið verkefnisins var að skoða breytingar sem verða í makríl við geymslu á ís. Þróa QIM skala fyrir ferskan makríl og bera hann saman við niðurstöður úr mati á soðnum fiski og QDA (quantitative descriptive analysis) til að ákvarða lok geymsluþols.   Út frá QDA niðurstöðum má álykta að makríll geymdur í 9 daga á ís sé kominn að mörkum geymsluþols. Ferskleikaeinkenni í bragði og lykt (fersk olía) eru þá farin að minnka og skemmdareinkenni (þrái og beiskja) að taka yfir.

The aim of the project was to look at the changes in mackerel at storage on ice. Develop a QIM spectrum for fresh mackerel and compare with cooked fish, QDA (quantitative descriptive analysis) to decide maximum shelf life.   From the QDA results, one can conclude that maximum shelf life for fresh mackerel is 9 days on ice. At that time freshness in taste and odour are decreasing and characteristic of spoilage (rancidity and bitter) dominates.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Óðinn Gestsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Rétt blóðgun á bolfiski getur haft umtalsverð áhrif á gæði afurða sem framleidd eru.  Sýnt hefur verið fram á að mikill gæðamunur getur verið á vel blóðtæmdum fiski og illa blóðguðum, og getur þeirra áhrifa gætt eftir frystingu afurða. Í þessu verkefni var þróaður búnaður sem nota mætti í smábátum, en myndi tryggja að allir fiskar sem dregnir eru á línu fái sömu meðhöndlun og nægilegan tíma í miklum sjóskiptum meðan blóðtæming á sér stað. Farnar voru samtals þrjár ferðir með Gesti ÍS, sem er 10 tonna línubátur gerður út frá Suðureyri og gerður út af Fiskvinnslu Íslandssögu.  Í síðustu ferðinni var nýr búnaður, Rotex búnaður frá 3X Technology, prófaður.   Niðurstaðan lofar góðu og voru skipverjar sammála um að búnaðurinn uppfyllti allar þeirra kröfur og niðurstaða gefur greinilega vísbendingu um að gæði landaðs afla hafi batnað.  Ískrapi í körum sem fiskurinn er geymdur í þar til hann er unnin, er hreinn og tær en ekki blóðblandaður og mengaður úrgangi úr maga fisksins.

Proper bleeding of cod‐fish may have a significant impact on product quality. It has been shown that proper bleeding of fish can have a great difference on product quality, even after the products have been frozen. This project was to design equipments which could be used in small fishing vessels, and would ensure that all long‐line catch would receive equal handling regarding to bleeding processes. Three trips were made on Gestur IS, which is a 10 tons long‐line fishing vessel operated from Sudureyri and run by Icelandic Saga. The third and last of this test trips, a new equipment from 3X Technology, Rotex mechanism, was tested. The result looks promising and the crew agreed that the machine meets all their requirements and the result gives a clear indication of increased quality of the catch. The slush ice in the fish tubs are kept tide and clean, and devoid of blood water and other smutch from the bleeding operation, often contaminated by guts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Ræktuð voru 4 yrki, Annabelle, Milva, Salome og Gullauga. Ræktunin fór fram á Korpu í dæmigerðu mólendi og voru Annabelle og Gullauga með betri uppskeru en hin yrkin, auk þess sem Gullauga var með hæsta þurrefnisinnihaldið.   Yrkin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum sem framkvæmdur var hjá Sölufélaginu. Nýting Salóme var langtum best, Gullauga hafði djúp augu sem dró nýtinguna niður, hluti Milvu var skemmdur og var flokkaður frá og lögun Önnubelle kom í veg fyrir góða nýtingu. Í neytendakönnun greindu þátttakendur minni mun á milli kartöfluafbrigða en þeir gerðu í síðustu könnun og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Gullauga kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni, munur milli afbrigða var þó einungis marktækur fyrir útlit. Afbrigðin virðast öll enn vera vinnsluhæf eftir geymslu við 5,7°C í hátt í 200 daga frá upptöku, þrátt fyrir að sum afbrigði hafi verið farin að spíra, þó mismikið. Vinnslulega komu Milva, Salome og Gullauga öll ágætlega út nýtingarlega séð en dómarahópurinn var hrifnastur af bragðgæðum Gullauga.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Salome had best yield, but the strain Gullauga was best liked by consumers, which is in contrast with previous results.   All four strains still qualified for processing after storage for almost 200 days at 5,7°C, although some strains had started sprouting. The strains Milva, Salome and Gullauga all had good yield, however, group of sensory panellist liked the flavour of Gullauga. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Verkefnið var um nýtingu á áður ónýttu hráefni úr sjávarfangi sem er kjöt úr humarklóm. Verkefnið tók bæði til vinnslu marnings úr humarklóm og fullvinnslu á afurðum úr marningnum. Vinnsluferlar voru skilgreindir með nýtingarstuðlum og hráefni rannsakað. Vinnslueiginleikar marningsins voru rannsakaðir og hann prófaður í tveimur vörutegundum.   Áætluð framlegð var mæld til að meta fýsileika á fullvinnslu á afurðum sem innihalda humarmarning. Leitast verður við að fullnýta allt hráefni sem kemur af humarklónum þannig að virðissköpun verði sem mest í vinnslu á matvælum tengdum humarmarningi úr humarklóm.

A process for isolating mince from nephrops lobster claws was developed and the product tested for microbial, chemical and sensory quality. The mince was tested in two ready to eat products. Production cost, yield and gross margin were calculated in order determine the feasibility of starting up an industrial scale production of the mince as well as for production of ready to eat products.  

Skoða skýrslu
IS