Skýrslur

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Óðinn Gestsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Rétt blóðgun á bolfiski getur haft umtalsverð áhrif á gæði afurða sem framleidd eru.  Sýnt hefur verið fram á að mikill gæðamunur getur verið á vel blóðtæmdum fiski og illa blóðguðum, og getur þeirra áhrifa gætt eftir frystingu afurða. Í þessu verkefni var þróaður búnaður sem nota mætti í smábátum, en myndi tryggja að allir fiskar sem dregnir eru á línu fái sömu meðhöndlun og nægilegan tíma í miklum sjóskiptum meðan blóðtæming á sér stað. Farnar voru samtals þrjár ferðir með Gesti ÍS, sem er 10 tonna línubátur gerður út frá Suðureyri og gerður út af Fiskvinnslu Íslandssögu.  Í síðustu ferðinni var nýr búnaður, Rotex búnaður frá 3X Technology, prófaður.   Niðurstaðan lofar góðu og voru skipverjar sammála um að búnaðurinn uppfyllti allar þeirra kröfur og niðurstaða gefur greinilega vísbendingu um að gæði landaðs afla hafi batnað.  Ískrapi í körum sem fiskurinn er geymdur í þar til hann er unnin, er hreinn og tær en ekki blóðblandaður og mengaður úrgangi úr maga fisksins.

Proper bleeding of cod‐fish may have a significant impact on product quality. It has been shown that proper bleeding of fish can have a great difference on product quality, even after the products have been frozen. This project was to design equipments which could be used in small fishing vessels, and would ensure that all long‐line catch would receive equal handling regarding to bleeding processes. Three trips were made on Gestur IS, which is a 10 tons long‐line fishing vessel operated from Sudureyri and run by Icelandic Saga. The third and last of this test trips, a new equipment from 3X Technology, Rotex mechanism, was tested. The result looks promising and the crew agreed that the machine meets all their requirements and the result gives a clear indication of increased quality of the catch. The slush ice in the fish tubs are kept tide and clean, and devoid of blood water and other smutch from the bleeding operation, often contaminated by guts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Ræktuð voru 4 yrki, Annabelle, Milva, Salome og Gullauga. Ræktunin fór fram á Korpu í dæmigerðu mólendi og voru Annabelle og Gullauga með betri uppskeru en hin yrkin, auk þess sem Gullauga var með hæsta þurrefnisinnihaldið.   Yrkin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum sem framkvæmdur var hjá Sölufélaginu. Nýting Salóme var langtum best, Gullauga hafði djúp augu sem dró nýtinguna niður, hluti Milvu var skemmdur og var flokkaður frá og lögun Önnubelle kom í veg fyrir góða nýtingu. Í neytendakönnun greindu þátttakendur minni mun á milli kartöfluafbrigða en þeir gerðu í síðustu könnun og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Gullauga kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni, munur milli afbrigða var þó einungis marktækur fyrir útlit. Afbrigðin virðast öll enn vera vinnsluhæf eftir geymslu við 5,7°C í hátt í 200 daga frá upptöku, þrátt fyrir að sum afbrigði hafi verið farin að spíra, þó mismikið. Vinnslulega komu Milva, Salome og Gullauga öll ágætlega út nýtingarlega séð en dómarahópurinn var hrifnastur af bragðgæðum Gullauga.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Salome had best yield, but the strain Gullauga was best liked by consumers, which is in contrast with previous results.   All four strains still qualified for processing after storage for almost 200 days at 5,7°C, although some strains had started sprouting. The strains Milva, Salome and Gullauga all had good yield, however, group of sensory panellist liked the flavour of Gullauga. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Verkefnið var um nýtingu á áður ónýttu hráefni úr sjávarfangi sem er kjöt úr humarklóm. Verkefnið tók bæði til vinnslu marnings úr humarklóm og fullvinnslu á afurðum úr marningnum. Vinnsluferlar voru skilgreindir með nýtingarstuðlum og hráefni rannsakað. Vinnslueiginleikar marningsins voru rannsakaðir og hann prófaður í tveimur vörutegundum.   Áætluð framlegð var mæld til að meta fýsileika á fullvinnslu á afurðum sem innihalda humarmarning. Leitast verður við að fullnýta allt hráefni sem kemur af humarklónum þannig að virðissköpun verði sem mest í vinnslu á matvælum tengdum humarmarningi úr humarklóm.

A process for isolating mince from nephrops lobster claws was developed and the product tested for microbial, chemical and sensory quality. The mince was tested in two ready to eat products. Production cost, yield and gross margin were calculated in order determine the feasibility of starting up an industrial scale production of the mince as well as for production of ready to eat products.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður mælinga á efnainnihaldi lifrar og þorskvöðva eftir árstíma og veiðislóð. Niðurstöður benda til þess að árstíðabundnar sveiflur í fituinnihaldi vöðva séu tiltölulega litlar. Öðru máli gegnir um lifur, fituinnihald hennar reyndist lægst síðari hluta vetrar og að vori. Á sama tíma var vatnsinnihald hæst.   Breytingar í efnasamsetningu lifrar voru taldar tengjast þeim sveiflum sem verða í hegðunarmynstri og líkamsstarfsemi fisksins í kringum hrygningu.

The report summarizes the results from measurements on chemical composition of liver and muscle of cod as affected by fishing grounds and seasonal variation. The results indicate that seasonal fluctuations in fat content of the muscle are relatively low. On the contrary, fat and water content in liver, varied with season. The fat content was lowest   late winter and in spring. At the same time, the highest water content in liver was observed.   These changes were explained by changes in behaviour and physiological functional of the fish in relation to the reproductive cycle.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Markmið verkefnisins var að kanna hvort lífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip henda í hafið þegar fiskur er slægður um borð, einnig að kanna hvort nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæðari áhrif fyrir náttúruna. Niðurstöðurnar eru þær að það magn slógs sem sett var út í tilrauninni hvar á tilraunatíma og því uppfyllti verkefnið markmið sín. Hins vegar er þörf á meiri rannsóknum á þessu sviði til að hægt sé að áætla hversu mikið magn hafið getur tekið við án þess að af hljótist vandamál vegna lífrænnar ofauðgunar.

Skoða skýrslu

Fréttir

Matís býður nemendum í heimsókn

Á morgun, föstudaginn 2. mars kl. 16-18, býður Matís nemendum í háskólanámi í heimsókn að Vínlandsleið 12 í Grafarholti.

Nemendur í háskólum og þeir aðilar sem hyggja á meistara- eða doktorsnám geta kynnt sér starfssemi Matís og hvernig hægt er að tengja námið við skemmtileg og krefjandi verkefni hjá Matís og samstarfsaðilum Matís.

Auglýsinguna um heimboðið má finna hér.

Fréttir

Samstarf Náttúrustofunnar og Matís skilar nýjum hugsunum

Samstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís vegna rannsókna á umhverfismálum strandsjávar hefur án efa skilað sér í nýjum hugsunum og nálgunum, að sögn Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða.

Þorleifur segir í samtali við Útvegsblaðið að samstarfið sýni þá möguleika sem felast í klasasamstarfi eins og Íslenska sjávarklasanum.

Rannsóknarsamstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís hefur verð allt frá athugunum á ákjósanlegum staðsetningum fyrir fiskeldi yfir í það hvað verður um lífræn umframefni sem ofauðga botn og sjó. Samstarfið hófst þegar Náttúrustofa Vestfjarða kom að rannsóknum Matís varðandi tilraunir við að nota ljós til að seinka kynþroska þorsks. Þá kom Náttúrustofan einnig að rannsókn Matís á umhverfisþáttum fiskeldis sem fyrirtækið vann með fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum.

Vegna samstarfsins hefur Náttúrustofa Vestfjarða getað í auknum mæli þróað ýmsar kenningar sem hægt er að alhæfa ! út frá. Þá hafa rannsóknirnar leitt fram niðurstöður sem nýtast fiskeldi betur en þröngar þjónusturannsóknir. „Frá þeim tíma hefur samvinna okkar gert Náttúrustofu Vestfjarða kleift að færa sig yfir í hreinar akademískar grunnrannsóknir á umhverfismálum strandsjávar til viðbótar við ráðgjöf og þjónustu rannsóknir fyrir einstök fyrirtæki. Við höfum meðal annars stundað rannsóknir á því hvað verður um lífræn umframefni sem berast út í umhverfið og áhrif þeirra á lífríkið í sjónum. Það verkefni hefur þróast yfir í að vera okkar stærsta samstarfsverkefni,“ segir Þorleifur við Útvegsblaðið.

Ný hugsun og nálganir hafa komið í kjölfar samstarfsins. „Þegar kemur að okkar verkefnum er aðalatriðið að vinna að rannsóknum sem stuðla að vistvænu fiskeldi. Þær rannsóknir hafa síðan þróast yfir í stærri verkefni þar sem við erum að reyna að skilja þessi umhverfismál í stærri heild. Við vorum að ljúka grunnrannsóknarverkefni sem við köllum „Lífríki fjarð! a.“ Þar er um að ræða grunnrannsókn á þolmörkum íslenskra fjarða fyrir lífrænni mengun.“

Aðrar rannsóknir hafa verið unnar í samstarfi við Matís að sögn Þorleifs, t.d. á þróun eldiskvía og hvaða ásætur festast á kvíarnar. Þá vinnur Náttúrustofa Vestfjarða, í samstarfi við Matís, að því að skoða sameldi þorsks og kræklings, en of snemmt er að greina frá þeim niðurstöðum.

Frétt þessi birtist á vefsvæði Bæjarins Besta, www.bb.is (asta(at)bb.is)

Fréttir

Hvernig stendur þitt fyrirtæki varðandi örverufræðileg viðmið?

Matvælastofnun sendi í desember 2011 frá sér drög að leiðbeiningum um örverufræðileg viðmið sem byggja á ákvæðum Evrópureglugerðar (EB/2073/2005) sem tekið hefur gildi hér á landi.

Ljóst er að með leiðbeiningunum er verið að fara fram á aukna sýnatöku við matvælaframleiðslu hjá flestum matvælafyrirtækjum til að sannprófa að þær aðferðir sem beitt er til að fyrirbyggja hættur, séu að skila tilætluðum árangri.

Matís rekur stærstu faggildu matvælarannsóknastofu landsins og starfar með fjölmörgum matvælafyrirtækjum stórum sem smáum, víðsvegar um landið. Við gerum tilboð í mælingar eftir þörfum einstakra fyrirtækja og getum einnig veitt ráðgjöf og aðstoð vegna sýnatöku og gerð sýnatökuáætlana.

Vinsamlegast hafið samband við Franklín Georgsson í síma 422-5000 eða 858-5040 eða á netfangið profun@matis.is.

Hjá Matís starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu á öllum sviðum matvælaframleiðslu. Við getum því einnig boðið matvælafyrirtækjum upp á alhliða þjónustu og ráðgjöf sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar. Má þar nefna þjónustu varðandi:

  • Túlkun á niðurstöðum mælinga m.t.t. viðmiða reglugerða
  • Ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu og viðhald gæðahandbóka og gæðakerfa
  • Ráðgjöf varðandi vinnslu matvæla, hættugreiningu vinnslunnar og lágmörkun hættu við vinnslu og dreifingu
  • Mat á árangri þrifa og sótthreinsiaðgerða og leiðir til úrbóta

Við bjóðum fyrirtækjum að hafa samband við Margeir Gissurarson í síma 422-5000 eða 858-5093 en einnig má senda fyrirspurnir á netfangið radgjof@matis.is.

Fréttir

Háskóladagurinn 2012! Nýjar áherslur í meistaranámi í matvælavísindum

Á háskóladeginum er landsmönnum boðið að koma í heimsókn í háskóla landsins og skoða og sjá með eigin augum og eyrum hvað er í boði í skólunum. Á dagskránni eru ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.

Í Háskóla Íslands fara fram kynningar á fjöldamörgum námsleiðum. Til dæmis verða kynningar á matvælafræði, næringarfræði og nýju meistaranámi í matvælafræði. Matís er þátttakandi ásamt fleirum í nýju mastersnámi í matvælavísindum.

Nánari upplýsingar um nýja meistaranámið má finna hér.

Á háskóladeginum geta gestir kynnt sér fjölbreytt námsframboð háskólans, bæði grunn- og framhaldsnám, starfsemi og þjónustu, skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni. Á staðnum verða  vísindamenn og nemendur úr öllum deildum skólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst. Námsráðgjafar gefa góð ráð og kynnt verður sú margþætta þjónusta og litríka félagslíf sem stúdentum Háskóla Íslands stendur til boða.

Háskóli Íslands kynnir allt nám í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og verður auk þess með vísindasýningar í Háskólabíói. Í Háskólabíói verða einnig Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli-Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Keilir og norrænir háskólar með kynningu á sínu námi.

Þar verður einnig hið landsfræga Sprengjugengi Háskóla Íslands með litríkar sýningar og Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opnuð upp á gátt í anddyri Háskólabíós með formlegum hæti.

Háskólinn í Reykjavík verður með kynningu á sínum námsleiðum í Nauthólsvík en Listaháskóli Íslands verður einnig þar samhliða því að vera í Háskólabíói.

Heimasíða Háskóladagsins.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2011

Ársskýrsla Matís 2011 er nú komin út. Sérstök áhersla var lögð á alþjóðlegt samstarf í skýrslu sl. árs

Skýrsluna má nálgast hér.

IS