Fréttir

Fyrirlestur hjá Matís – mengandi efni í íslensku lífríki

Mánudaginn 18. maí mun starfsmaður Matís, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, flytja fyrirlestur um mengandi efni í íslensku lífríki. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Matís að Borgartúni 21, 2. h.v. og hefst kl. 11:30. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir varði doktorsritgerð sína “Útbreiðsla og breytingar í magni þrávirkrar lífrænnar mengunar í langvíueggjum frá Norðvestur Evrópu” (Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (Uria aalge) in North Western Europe) þann 6. febrúar 2009 við Umhverfisefnafræðideild Stokkhólmsháskóla.

Ritgerðin fjallar í stórum dráttum um þrávirka lífræna mengun á Norðurlöndunum, t.d. PCB og skordýraeitrið DDT ásamt niðurbrotsefnum þeirra, sem mæld voru aðalega í langvíueggjum. Efnin voru mæld í eggjum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð til að fá landfræðilegan samanburð.

Niðurstöður sýna að lífríki Norður Atlantshafsins er minna mengað en lífríki Eystrasaltsins, en þó reyndust ýmiss mengandi efni vera í svipuðum styrk á þessum svæðum og þarf að rannsaka nánar af hverju það stafar. Flúoreruð alkanefni, sem koma m.a. úr útivistarfatnaði, hafa nýlega fundist í umtalsverðu magni í náttúrunni mældust í langvíueggjum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og voru í einstaka tilfellum í hærri styrk í eggjum frá N-Atlantshafi en í Eystrasaltinu. Brómeruð eldvarnarefni, sem m.a. eru notuð í raftæki, voru allstaðar mælanleg og virðist vera hægt að greina mismunandi uppruna efnanna sem berast til Norður Atlantshafsins, annars vegar frá N-Ameríku og hins vegar frá Evrópu.

Einnig var gerður samanburður á magni mengandi efna í sjö íslenskum fuglategundum, þ.e. kríu, æðarfugli, langvíu, fýl, sílamáfi, svartbak og skúmi. Skúmurinn reyndist hafa umtalsvert háan styrk mengandi efna, m.a. PCB sambanda og skordýraeitursins DDT, og er mikilvægt að rannsaka heilsuástand skúmsins.

Ljóst er að hluti þeirrar mengunar sem mælist í íslensku lífríki berst með haf- og loftstraumum til Íslands en hins vegar er umtalsverður hluti tilkominn vegna notkunar Íslendinga á varningi sem inniheldur margvísleg mengandi efni.

Frekari upplýsingar veitir Hrönn, hronn.o.jorundsdottir@matis.is.

Fréttir

Doktorsvörn í matvæla-og næringarfræðideild HÍ

Doktorsvörn fer fram við Matvæla-og næringarfræðideild Háskóla Íslands, föstudaginn 8. maí kl. 13. Þá ver Hólmfríður Sveinsdóttir næringarfræðingur doktorsritgerð sína „Rannsóknir á breytileika próteintjáningar í þorsklirfum með aldri og sem viðbrögð við umhverfisþáttum“.

Andmælendur eru Dr. Albert Imsland, prófessor við Háskólann í Bergen í Noregi og Dr. Phillip Cash, rannsóknaprófessor við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Ágústa Guðmundsdóttir. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal, Háskóla Íslands.

Ágrip af rannsókn
Rannsóknir sýna að unnt er að auka heilbrigði fisklirfa með ýmsum umhverfisþáttum eins og próteinmeltu og bætibakteríum. Í doktorsverkefninu voru próteinmengjagreiningar notaðar til að fylgjast með breytingum á próteinmengi þorsklirfa með auknum þroska og sem viðbrögð við próteinmeltu- og bætibakteríumeðhöndlun. Áhersla var lögð á greiningu meltingarensímsins trypsíns auk próteina sem tengja má við þroska og ósérhæft ónæmissvar. Niðurstöður rannsóknanna eru kynntar í 5 vísindagreinum og einum bókarkafla. Í ljós kom að trypsín er í lágmarki við upphaf fæðunáms en þá má ætla að mikil þörf sé á meltingu próteina.

Umtalsverðar breytingar urðu á magni og afbrigðum fjölda próteina í próteinmengi lirfanna með auknum þroska og sýndu keratín afbrigði mestar aldursháðar breytingar. Helstu prótein, sem greind voru í minna magni í próteinmengi þorsklirfa eftir meðhöndlun með bætibakteríum má tengja við ósérvirkt ónæmissvar. Meirihluti þeirra próteina sem greindust í auknu magni eftir meðhöndlun þorsklirfa með próteinmeltu má tengja við orkubúskap þeirra. Tvö trypsín afbrigði fundust í próteinmengi þorsklirfa. Enginn munur var á magni þessara tveggja trypsín afbrigða í þorsklirfum eftir meðhöndlun þeirra með bætibakteríum eða próteinmeltu.

Helstu niðurstöður
Niðurstöður doktorsverkefnisins eru fyrsta skrefið í uppbyggingu á gagnabanka fyrir próteinmengi þorsklirfa. Þær hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um breytileika próteina í próteinmengi þorsklirfa með auknum þroska og sem viðbrögð við breytingum á umhverfisþáttum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Raunvísindastofnun Háskólans. Aðrir samstarfsaðilar voru Háskólinn á Hólum, Hafrannsóknastofnun og Háskólinn í Aberdeen í Skotlandi. Leiðbeinandi doktorsverkefnisins var Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor en auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og aðjunkt við Læknadeild, Dr. Helgi Thorarensen, prófessor við Háskólann á Hólum og Dr. Oddur Þ. Vilhelmsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Styrktaraðilar verkefnisins voru Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, Rannís, AVS rannsóknarsjóðurinn, Rannsóknanámssjóður og Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands.

Um doktorsefnið
Hólmfríður Sveinsdóttir er fædd þann 8. febrúar 1972 á Sauðárkróki. Hólmfríður lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 1993. Árið 1995 hóf Hólmfríður nám í næringarfræði við Justus-Liebig háskólann í Giessen í Þýskalandi og lauk dipl. oec. troph gráðu í næringarfræði sem samsvarar meistaragráðu í næringarfræði árið 2001. Meistaraverkefni Hólmfríðar fjallaði um H+-ATPasa í maísplöntum. Hólmfríður er með löggildingu sem næringarfræðingur.

Hólmfríður hóf doktorsnám við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands árið 2002. Hún er dóttir hjónanna Sveins Rúnars Sigfússonar, verslunarmans og Heiðrúnar Friðriksdóttur, læknaritara. Hólmfríður er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og saman eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu.

Þess má svo geta í lokin að Hólmfríður mun hefja störf hjá Matís á Sauðárkróki í næstu viku. Er þetta enn eitt dæmið hvernig Matís stuðlar að því, með starfsemi sinni úti á landi, að þekking skili sér í heimabyggð.

Fréttir

Nýsköpun í sjávarútvegi – Norrænt samstarf

Þann 12. maí Hótel Sögu við Hagatorg

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, Norræna Atlantssamstarfið, Norræna ráðherranefndin, undir formennsku Íslands og Matís bjóða þér að taka þátt í ráðstefnu og umræðum um nýsköpun í sjávarútvegi.Helstu viðfangsefnin eru:Helstu viðfangsefnin eru:

  • Stuðningur við nýsköpun og norræn samlegðaráhrif / Innovation systems and Nordic synergies
  • Veiðafæri / Fishing gear
  • Eldi / Aquaculture
  • Framleiðsla og dreifing / Processing and distributions
  • Líftækni sjávar þ.m.t. þörungar / Marine biochemicals including Algae Technology

Á ráðstefnunni verða viðurkenndir fyrirlesarar frá Kanada og Norðurlöndunum. Hluti ráðstefnunnar verða pallborðsumræður sem gefa gullið tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um áherslur í og stuðning við nýsköpun.

Þetta er ráðstefna sem að þú vilt ekki missa af!

Ráðstefnan verður sett af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ráðstefnan fer fram á ensku. 

Þátttaka er ókeypis! Tekið er á móti skráningum á meðan húsrúm leyfir.

Skýrslur

Jöfnun – aukin gæði og bættir eiginleikar marnings / Homogenisation – increased value of fish mince

Útgefið:

01/05/2009

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Magnea G. Arnþórsdóttir, Irek Klonowski, Arnljótur Bjarki Bergsson, Sindri Sigurðsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R 011‐08 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland TÞS 071321007 /Technology Development Fund, RANNIS ‐ Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Jöfnun – aukin gæði og bættir eiginleikar marnings / Homogenisation – increased value of fish mince

Markmið verkefnisins var að þróa nýja framleiðsluaðferð fyrir marningsblöndu til innsprautunar í fiskafurðir sem byggir á jöfnun. Ferillinn skilaði góðum árangri hvað varðar stöðugleika, vatnsheldni, útlit og sprautanleika blöndunnar. Áhrif á örverur voru mismunandi eftir ferlum sem notaðir voru og hráefni en þau voru ekki í öllum tilfellum merkjanleg    Nýting og stöðugleiki sprautaðra afurða jókst verulega samanborið við ómeðhöndluð flök og flök sem sprautuð voru með hreinum saltpækli.  Frysting skerti vatnsheldni vöðvans verulega.  Samt sem áður var ávinningur af sprautuninni hvað varðar heildarþyngdarbreytingar frá vinnslu og þar til eftir þíðingu annars vegar og suðu hins vegar.   Skýrslan er samantekt tilrauna í verkefninu „Himnusprenging – aukin gæði og bættir eiginleikar marnings“. 

The aim of the project was to develop a process for homogenization of fish mince in solution for injection in fish products. The process was well suited for preparing a solution which had the right particle size, viscosity, water holding properties and stability for injection. The yield and stability of the protein injected fillets was increased compared with untreated fillets and fillets injected with pure salt brine. Freezing reduced water holding capacity but the yield was still higher than of untreated fillets, both after thawing and cooking.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands / Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique

Útgefið:

01/05/2009

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Ólafur K. Pálsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands / Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique

Eins og nafn verkefnisins „Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands“ (tilvísunarnúmer AVS R 012‐07 (08)) gefur til kynna, þá var markmið verkefnisins að þróa hraðvirka og ábyggilega erfðagreiningaraðferð til að tegundagreina íslenska nytjastofna sjávar. Engin fljótleg og áreiðanleg greiningaraðferð var til fyrir íslenska nytjastofna sjávar sem eru á hinum ýmsu líf‐ og vinnslustigum. Fram að þessu hafa útlitsgreiningar verið ráðandi í tegundagreiningum flóknari lífvera en sú vinna krefst mjög þjálfaðra flokkunarfræðinga og er sú aðferð að öllu jöfnu tímafrek. Margar sjávarlífverur, egg, lirfur, seiði og ungviði fiska er mjög erfitt að greina út frá útlitseinkennum. Ef sýni eru ekki heil eða greina á óþroskuð lífform þá geta sérfræðingar jafnvel ekki greint sýnið til tegundar. Raðgreining á tegundaaðgreinandi genum (merkigenum) er öflug og fljótleg aðferð til að tegundagreina óþekktar lífverur. Í verkefninu voru 26 nytjastofnar sjávar rannsakaðir. Erfðaefni var einangrað úr sýnunum en síðan voru hvatberagenin cytochrome c oxidase subunit 1 (COI), cytochrome b (Cytb) og 16S RNA (16S) mögnuð upp með varðveittum vísum og því næst raðgreind. Aðferðin var þekkt en nokkur vinna var í því að finna réttu vísana og mögnunaraðstæðurnar fyrir hina ýmsu hópa. Búið er að samþykkja það á alþjóðavísu að nota COI genið sem merkigen og nokkur stór raðgreiningarverkefni eru í gangi þar sem stórir og öflugir gagnabankar eru í uppbyggingu (s.s. “Barcode of Life” ). Í verkefninu voru COI, Cytb og 16S genin hlutaraðgreind fyrir nytjastofnana en alls voru 1‐5 einstaklingar skoðaðir fyrir hverja tegund. Þessum röðum var safnað í gagnabanka sem var útbúinn ásamt birtum röðum fyrir þessar tegundir og annarra skyldra tegunda.   Þegar búið var að þróa aðferðina og koma gagnabankanum upp var næmni aðferðarinnar könnuð með þremur gerðum óþekktra sýna (blind sýni). Í fyrsta lagi voru sýni fengin úr fiskverslunum, í öðru lagi voru sýni úr sýnasafni Hafrannsóknarstofnunarinnar greind og að lokum voru greind seiði sem voru 2‐ 8 cm löng. Í öllum tilvikum tókst að tegundagreina óþekktu sýnin með DNA erfðagreiningaraðferðinni en útlitsgreiningar á seiðunum voru nokkuð erfiðar.   DNA tegundagreining er mun hraðvirkari, ódýrari og nákvæmari en hefðbundnar útlitsgreiningar. Þessi aðferð kemur því sterkt inn í atvinnulífið til að tryggja öruggar greiningar á öllum lífsformum nytjastofnanna, til greiningar blandaðra sýna úr sjó og til tegundagreiningar á öllum vinnslustigum sjávarafurða. Matís‐Prokaria hefur nú þegar fengið viðskipti út á svona greiningarþjónustu.  

The goal of the project “Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique” (project no. AVS R 012‐07 (08)) was to develop a sequencing databank for three chronometer mitochondria genes for 26 Icelandic marine species. Furthermore, to develop a DNA protocol to analyze mixed unknown samples, such as juveniles of fishes and identification of fishes in fish stores.   Classical morphological identification of marine species is time‐ consuming and depends on a high degree of taxonomic expertise. This expertise is currently falling short, therefore, in many cases the identification of a species is the major bottleneck in marine biodiversity and ecosystem research. On demand, molecular diagnostic techniques have proven to be successful species identification tools. Recently, DNA barcoding has been highly accepted as a rapid, cost‐effective and broadly applicable tool for species identification. Currently, the three most common DNA barcoding targets are the mitochondrial genes cytochrome c oxidase I (COI), cytochrome b (Cytb) and 16S RNA (16S). For DNA barcoding, the mtDNA gene, cytochrome c oxidase I (COI), has been highlighted as the genetic marker for species identification in huge international projects, like the project “Barcode of Life”. In this project we did a partial sequencing of these three genes of 26 Icelandic marine organisms that are utilized in Iceland. The method is straight forward; DNA is isolated from the specimen, the three genes are PCR amplified in separated reactions by using universal primers and then sequenced. A database was developed, saving the sequences obtained in the project for the three genes.   Finally, 24 unknown samples (blind samples) were analyzed. Part of the samples were fish fillets from fish shops, some were samples from the databank of MRI and some samples were juvenile fishes that were difficult to identify by morphology. All samples were species identified easily by using the sequencing method, supporting the importance of the method.   DNA species identification is more rapid, cost‐effective and more accurate than the classical morphological identification method. Therefore, this method is an important tool for the industry to ensure reliable identification of marine organisms in all life stages and process stages. Matis‐Prokaira has already customers for such identification services. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Alfredo Aguilar, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, í heimsókn hjá Matís

Dr. Alfredo Aguilar framkvæmdastjóri líftæknihluta Matvælaáætlunar 7. rammaáætlunarinnar ESB er nú staddur á Íslandi. Hann hefur m.a. heimsótt Matís þar sem hann hélt kynningu á rammaáætluninni sl. þriðjudag.

Dr. Alfredo fékk auk þess góða kynningu á starfsemi Matís, þá sérstaklega á líftæknihluta starfsemi fyrirtækisins, en starfsemi Matís á þessu svið er í fremstu röð í heiminum. Dr. Alfredo hélt auk þess kynningu hjá Rannís á styrkjum 7. markáætlunar Evrópusambandins til rannsókna og nýskpunar á sviði matvæla, landbúnaðar, sjávarútvegs og líftækni.

Dr. Alfredo Aguilar

Mun hann dvelja á Íslandi fram yfir helgi og mun á þeim tíma gera sér lítið fyrir og ganga á Hvannadalshnúk með starfsmönnum Matís en sú ferð verður farinn laugardaginn 2. maí.

Mikill fengur er af Dr. Alfredo hingað til lands enda er þekking hans á styrktarmálum 7. markáætlunar Evrópusambandins til rannsókna og nýskpunar á sviði matvæla, landbúnaðar, sjávarútvegs og þá sérstaklega líftækni einstök.

Fréttir

Auðkenni norrænna matvæla (ID-NorFood)

Áhugaverð ráðstefna sem Matís tekur þátt í að skipuleggja á vegum verkefnis sem styrkt er af NICe sjóðnum.

Þema ráðstefnunnar er:

Auðkenni norrænna matvæla (ID-NorFood)

Á  ráðstefnunni er fjallað um “terroir” og er þá átt við landsvæði eða hérað með sama landslagi og veðurfari sem hafi áhrif á sérstök einkenni matvæla frá staðnum. Lögð er áhersla á að skoða norræn áhrif landslags og veðurfars á einkenni norrænna matvæla einnig verður fjallað um aukið virði af merkingum matvæla m.t.t. til svæðisbundinna einkenna. 

Ráðstefnan er haldin í Osló 12. maí nk.

Meira um efnið http://www.id-norfood.life.ku.dk/

Nánari upplýsingar veitir Emilia Martinsdóttir, emilia.martinsdottir@matis.is.

Fréttir

Matís flytur starfsemi sína í nýtt húsnæði

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið, eftir að hafa lagt málið fyrir ríkisstjórn nú í morgun, að Matís ohf. flytji starfsemi sína í nýtt húsnæði um næstu áramót.

Í samræmi við það markmið að fjölga störfum í byggingariðnaði var Framkvæmdasýslu ríkisins falið að auglýsa eftir leiguhúsnæði fyrir Matís ohf. sem nú starfar á þremur stöðum víðs vegar um borgina.

Ákveðið var síðan að velja byggingarfélagið Mótás sem boðið hafði fram leigu á 3.800 fermetra húsnæði að Vínlandsleið 12, Reykjavík.  Húsnæðið sem nú er fokhelt er á þremur hæðum ásamt kjallara og mun leigusali innrétta húsnæðið og skila því fullfrágengnu að utan sem innan.  Leigusali hefur áætlað að mannaflaþörf, þ.m.t. afleidd störf við að fullgera húsnæðið í samræmi við húslýsingu Matís, séu um 200 ársverk.

Með lögum nr. 68/2006 um stofnun Matvælarannsókna hf.  heimilaði Alþingi að stofna hlutafélag um rekstur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti, sbr. samstarfssamning milli Iðntæknistofnunar og Landbúnaðarháskólans, og rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Í athugasemdum við frumvarpið var lögð rík áhersla á að fyrirtækinu yrði gert kleift að sameina undir einu þaki starfsemi stofnananna sem verið var að sameina.

Félagið – Matís ohf. – tók til starfa 1. janúar 2007.

Fréttir

Vöruþróun og hráefnisnýting – nám fyrir hráefnisframleiðendur

Matís og HR bjóða upp á áhugavert nám fyrir hráefnisframleiðendur. Námið er stutt en hnitmiðað og nýtist bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum hjá fyrirtækjum eða með eigin rekstur.

MARKMIÐ:
Markmið námsins er að efla hráefnisframleiðendur í vöruþróun og hráefnisnýtingu. Áhersla verður m.a. á vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Meðal annars verður fjallað um hvernig koma má auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru‐ eða þjónustuframboðs.

HVERJIR:
Námið er ætlað bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum með eigin rekstur.

EFNISTÖK:
1. Markaðskönnun, 29. apríl kl. 13‐17
‐ Valdimar Sigurðsson HR

2. Lagaumhverfi og matvælaöryggi, 6. maí kl. 9‐17
‐ Franklin Georgsson og Margeir Gissurarson Matís

3. Vöruþróun og nýsköpun, 13. og 20. maí kl. 9‐17
– Marína Candi HR, Sjöfn Sigurgísladóttir og Þóra Valsdóttir Matís

4. Framleiðslu‐ og aðfangastjórnun, 27. maí kl. 9‐17
– Hlynur Stefánsson HR og Sveinn Margeirsson Matís

5. Markaðssetning eigin vöru, 3. júní kl. 9‐17
– Valdimar Sigurðsson HR, Gunnþórunn Einarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson Matís

DAGSETNING:
Námið hefst 29. apríl og lýkur 3. júní.

VERÐ:
129.000 kr.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
simi: 599 6200
www.opnihaskolinn.is
stjornmennt@opnihaskolinn.is
www.matis.is/opni-haskolinn

Fréttir

Þekking fyrir þjóðarbúið – glærur frá vorráðstefnu Matís

Vorráðstefna Matís var haldin 16. apríl sl. Margur áhugaverður fyrirlesarinn hélt erindi á ráðstefnunni og eru erindin nú komin á heimasíðu Matís.

Samhliða fyrirlestrum var sýning á afrakstri samstarfs Matís og fjölda fyrirtækja. Má nefna þar nefna Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Godthaab frá Vestmannaeyjum og Norðurskel svo fáein séu nefnd á nafn.

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi tekist vel og þeir sem sóttu hana heim orðið margs vísari.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímu J. Sigfússon setti ráðstefnuna að viðstöddu fjölmenni.

Fyrirlestrar (pdf):
Þekkingarvísitala – Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís
Nýsköpun og afrakstur – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís
Hundruðaföld virðisaukning; eru möguleikarnir endalausir? – Hörður Kristinsson, Matís, University of Florida
Sjávarútvegur; markaðsmál, ímynd, vöruþróun og vinnsla – Kristján Hjaltason, ráðgjafi
Líftækni framtíðarinnar – Jakob Kristjánsson og Ragnar Jóhannsson, Matís
Tækifæri í  íslenskum landbúnaði – Guðjón Þorkelsson, Matís
Leiðin til lífsgæða – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
Hvert á að sigla til að ná í besta aflann? – Steingrímur Gunnarsson, Trackwell
Fjármögnun nýsköpunar og rannsókna í Noregi – Friðrik Sigurðsson, Sintef MRB AS
Nýting í nýju ljósi – Sveinn Margeirsson og Sigurjón Arason, Matís
Íslensk matvæli: upplifun, menning, sérstaða  – Brynhildur Pálsdóttir, Listaháskóli Íslands, Matís
Menntun í matvælum – framtíðin í faginu – Inga Þórsdóttir, Háskóli Íslands

IS