Fréttir

Matís leitar eftir starfskrafti

Matís ohf. óskar eftir að ráða matráð til að sjá um salatbar og súpu í hádeginu í starfstöð sinni að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Auglýsing þess efnis birtist í Morgunblaðinu um helgina.

Um er að ræða 40% stöðu og vinnutíminn er frá 11 til 14.

Frekari upplýsingar:
Ragnar Jóhannsson í síma 422 5106 eða ragnar.johannsson@matis.is
Sigríður Hjörleifsdóttir í síma 422 5113 eða sigridur.hjorleifsdottir@matis.is

Umsóknir sendist á Jón H. Arnarson, mannauðsstjóra Matís, á póstfangið jon.h.arnarson@matis.is.

Smelltu hér til þess að sjá aulgýst störf hjá Matís og til þess að fylla út almenna atvinnuumsókn.

Fréttir

Stjórnendur frá Wholefoods Market í heimsókn hjá Matís

Stjórnendur Wholefoods Market verslunarkeðjunnar komu til Matís fyrir stuttu og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.

Wholefoods Market (www.wholefoodsmarket.com/) er stór bandarísk verslunarkeðja sem hóf starfsemi í Texasríki árið 1980. Verslunarkeðjan er með starfsemi í yfir 270 búðum í Bandaríkjunum og á Englandi og er hún hvað þekktust fyrir sölu á matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Til dæmis er úrval verslunarkeðjunnar á lífrænt ræktuðum matvælum með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að vita hvaðan matvæli koma og haft sérstakan áhuga á upprunamerkingum. Heimsókn Wholefoods Market til Matís var m.a. einmitt í þeim tilgangi að kynnast betur upprunamerkingum á matvælum en Matís hefur skipað sér í fremstu röð í rannsóknum í þessum málaflokki.

WFM_1-1
WFM_2-1
WFM_3-1

Daginn eftir hélt svo Baldvin Jónsson, sem er tengiliður Íslendinga við Wholefoods Market, mjög áhugaverðan fyrirlestur fyrir starfsmenn Matís um starfsemi verslunarkeðjunnar og gildi fyrirtækisins. Vakti fyrirlestur þessi mikinn áhuga á fannst nokkrum sem á hlustuðu að margt í starfsháttum og gildum Wholefoods Market mætti taka til fyrirmyndar hér á landi.

Baldvin_Jonsson_1-1
Baldvin_Jonsson_2-1

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.

Fréttir

Stjórnendur frá Wholefoods Market í heimsókn hjá Matís

Stjórnendur Wholefoods Market verslunarkeðjunnar komu til Matís fyrir stuttu og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.

Sjávarútvegsfyrirtækið Cumbrian Seafoods tók í gagnið fyrr tæpum tveim árum síðan nýtt fiskvinnsluhús í Seatham á austurströnd Bretlands.  Húsnæðið er sérlega tæknivætt á breskan mælikvarða, en þetta 250 manna fyrirtæki sér mörgum af stærstu smásölum Bretlands fyrir sjávarfangi.

Cumbrian seafood leggur mikið upp úr því að framleiðsla þeirra samræmist sem best kröfum nútímans um sjálfbærni alls lífferils vörunnar sem þeir framleiða og því hafa þeir nú ákveðið að setja upp vindmillur sem muni sjá fiskvinnsluhúsinu fyrir öllu því rafmagni sem það þarf.  Á þennan hátt sjá þeir fram á að geta því sem næst máð út „sótspor“ (carbon footprint) vinnslunnar.

Krafa smásala og neytenda í Bretlandi um bætt upplýsingastreymi varðandi kolefnismyndun við framleiðslu á hinum ýmsu vörum hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því hefur Cumbrian Seafoods ákveðið að fara út í þessa fjárfestingu, þrátt fyrir að þeir telji að raforkukostnaður þeirra muni aukast af þeim sökum.

Í framhaldi af því er spurning hvort við ættum ekki í meira mæli en gert hefur verið fram að þessu að innleiða hugsun lífferilsgreiningar (LCA) við framleiðslu og merkingar á sjávarfangi.  Þetta er málefniefni sem Matís hefur látið sig mikið varða á undanförnum misserum og er fyrirtækið áhugasamt um að stuðla að innleiðingu lífferilsgreiningar við framleiðslu á íslenskum matvælum.

Fréttir

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Nýverið birti ISI tímaritið Aquaculture grein eftir Rannveigu Björnsdóttur, fagstjóra fiskeldis og lektor við Háskólann á Akureyri. Fjórir sérfræðingar hjá Matís eru meðhöfundar að greininni sem ber titilinn “Survival and quality of halibut larvae (Hippoglossus hippoglossus L.) in intensive farming: possible impact of the intestinal bacterial community”.

Í greininni er fjallað um fjölda og samsetningu bakteríuflóru lúðulirfa tengt vexti, gæðum og afföllum lirfa á fyrstu stigum eldisins. Lúða er hágæða fiskur sem gott verð fæst fyrir á mörkuðum og er því mikilvæg tegund í eldi. Mikil afföll verða á fyrstu stigum eldisins og hafa þau m.a. verið tengd bakteríuálagi þótt áhrif einstaka tegunda séu lítt skilgreind og því umdeilanleg. Því var ákveðið að ráðast í kortlagningu bakteríuflóru lúðulirfa í öllum framleiðslueiningum hjá Fiskey hf. á ákveðnu tímabili. Helstu niðurstöður sýndu mikinn breytileika í fjölda og samsetningu baktería í lirfunum og vísbendingar voru um að ákveðnar tegundir væri einungis að finna í lirfum úr eldiseiningum þar sem lifun og gæði lirfa voru yfir meðallagi. Einnig fundust bakteríutegundir sem ekki hafa áður verið greindar í lúðu. Rannsóknin syndi ennfremur að tengsl voru á milli fjölda ræktanlegra baktería og ákveðins galla sem gerir það að verkum að lirfurnar ná ekki að nærast.

Greinina í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar greinar frá starfsmönnum Matís sem og önnur rit, skýrslur, einblöðunga ofl. má finna hér.

Fréttir

Frauðplast einangrar betur en bylgjuplast

Í rannsóknum Björns Margeirssonar doktorsnema hjá Matís kom í ljós að frauðplastkassar hafa töluvert meira einangrunargildi en sambærilegir kassar úr bylgjuplasti. Miklu máli skiptir að umbúðir verji vöruna fyrir hitasveiflum á leið hennar á markað.

Verkefnið „Hermun kæliferla“ er styrkt af AVS sjóðnum, Tækniþróunarsjóði RANNÍS og Rannsóknasjóði HÍ og er ætlunin að bæta hitastýringu í vinnslu- og flutningaferlum fyrir fiskafurðir. Að undanförnu hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir með tvenns konar pakkningar fyrir fersk fiskflök þ.e. bylgjuplastkassa annars vegar og frauðplastkassa hinsvegar. Sett voru fersk flök í báðar gerðirnar ásamt hitasíritum, einnig voru kassarnir með og án ísmotta. Kælimotturnar (ísmotturnar) reyndust afar áhrifaríkar til að verja fiskflökin fyrir hitaálagi. Jafnframt sýndu niðurstöður fram á yfirburði varmaeinangrunar frauðplastkassa umfram bylgjuplastkassa óháð notkun kælimotta. Mismunur einangrunargildis er reyndar enn sýnilegri þegar kælimottur eru notaðar. Tilraunir með fullstaflað bretti af fiskikössum (u.þ.b. 300 kg á bretti) sýndu að meðalhitahækkun flaka getur verið tvöföld fyrir bylgjuplastkassa m.v. frauðplastkassa, að því gefnu að loftið umhverfis sé 10 °C heitt og á töluverðri hreyfingu.

Hitastig-flaka-og-umhverfis
Græna, granna línan sýnir lofthitann umhverfis pakkningarnar en hinar línurnar hita flaka inni í kössum.

Að lokum var sýnt fram á að nokkurra klst. sveiflur í lofthita umhverfis heil fiskibretti geta valdið mjög ójafnri hitadreifingu innan stæðunnar á brettinu. Í verkefninu “Hermun kæliferla” verða þróuð varmaflutningslíkön, sem nota má til að meta áhrif þess hitaálags, sem pakkaðar fiskafurðir verða óhjákvæmilega fyrir í flutningaferlum. Einnig verða skoðaðir möguleikar á endurhönnun á pakkninga til að tryggja betri vöru.

Nálgast má hér skýrslu verkefnisstjóra: Thermal Performance of Corrugated Plastic boxes and Expanded Polystyrene Boxes

Fréttir

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Matís stýrir viðamikilli samevrópskri rannsókn um gæðaeinkenni þorsks, viðhorf og smekk neytenda. Markmið verkefnisins var að kanna tengsl milli gæðaeinkenna, smekks og viðhorfa neytenda í fjórum Evrópulöndum (Íslandi, Danmörku, Írlandi og Hollandi).

Þjálfaður skynmatshópur Matís mat gæðaeiginleika þorskafurða sem voru mismunandi að uppruna (villtur/eldisþorskur), ferskleika (stutt og lengri geymsla), og geymsluaðferð (ferskur, frosinn, pökkun í loftskiptar umbúðir). Á sama tíma smökkuðu tæplega 400 neytendur í fjórum löndum sömu afurðir og gáfu einkunn í samræmi við hversu góður/vondur þeim fannst fiskurinn. Viðhorf og neysluhegðun neytendanna var einnig könnuð.

Þorskafurðirnar höfðu mjög ólík gæðaeinkenni, t.d var eldisþorskur mun ljósari en villtur þorskur, auk þess að hafa kjötkennda áferð, lykt og bragð. Mikill munur reyndist vera á fiskneyslu (bæði tíðni og fiskafurðir) og kauphegðun milli landa og eftir aldri. Einnig voru viðhorf (tengd fiski og fiskneyslu) mismunandi, sem og smekkur fyrir þorskafurðum. Til að mynda borðuðu Íslendingar mun meiri fisk, versluðu frekar hjá fisksölum, voru sannfærðastir um hollustu fisks, síst óöruggir við fiskinnkaup og höfðu hvað best aðgengi að fiski. Ungir neytendur borðuðu almennt minni fisk og voru almennt neikvæðari í sambandi við fisk og fiskneyslu.

Í greininni einnig fjallað um leiðir til að auka fiskneyslu ólíkra hópa neytenda. Niðurstöður þessarar rannsóknar birtust fyrir stuttu í Food Qulity and Preference og má sjá greinina hér.

Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Ditte Green-Petersen, Grethe Hyldig, Rian Schelvis, Conor Delahunty. 2009. Sensory characteristics of different cod products related to consumer preferences and attitudes. Food Quality and Preference, 20 (2) 120-132.

Fréttir

Vaxtarsprotar og nýsköpun – Matís sýndi afrakstur

Tækniþróunarsjóður Rannís stóð fyrir kynningu á starfsemi sprotafyrirtækja í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. og laugardaginn 10. janúar.

Kynningin hófst með ávarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra kl. 14:00. Sprotafyrirtæki kynntu starfsemi sína í kjölfarið og stóð sú kynning yfir bæði á föstudag og laugardag. Á laugardag kl.13:00 var svo sérstök kynning á brúarsmíði milli sjóða og sprota og gerð var grein fyrir opinberum stuðningi við nýsköpun.

Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður


Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Ráðhúsið og var það samdóma álit þeirra sem komu að kynningunni að hún hefði tekist afskaplega vel. Hér má sjá nokkra myndir frá kynningu Rannís.

Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður

Sjá nánar hér: www.rannis.is/

Fréttir

SEAFOODplus klasaverkefninu fer að ljúka – Matís með stórt hlutverk

Fyrir stuttu var 5. opna ráðstefna í SEAFOODplus klasaverkefninu haldin í Kaupmannahöfn. SEAFOODplus er eitt af s.k. klasaverkefnum í 6. rannsókaáætlun ESB og var ýtt úr vör í byrjun árs 2004. Af því tilefni kom út vísindarit, “Improving seafood products for the consumer,” þar sem margir frá Matís lögðu til efni.

SEAFOODplus var eitt af s.k. klasaverkefnum í 6. rannsókaáætlun ESB og jafnframt eitt stærsta einstaka rannsóknarverkefni sem ESB hafði fjármagnað á þeim tíma til rannsókna á fiski og sjávarfangi (26 m ?). Meginmarkmið S-plus var að efla heilsufar Evrópska neytenda með því að hvetja til aukinnar fiskneyslu og minnka þannig áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Verkefnið skiptist í tvo meginhluta og var stærri hlutinn helgaður Rannsókna- og þróunarverkefnum (Research and Technology Development – RTD), sem skiptust í fimm meginflokka. Einn þessara flokka var tileinkaður neytendum (Seafood and consumer behaviour and well-being). Fyrrnefnt vísindarit er einmitt samantekt greina úr þessum málaflokki.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf – nú Matís), ásamt ýmsum helstu matvælarannsóknarstofnunum í Evrópu,  tók þátt í að skipuleggja verkefni á sviði vinnslu, gæða og öryggi sjávarfangs þar sem áhersla var lögð á að bæta heilsu og vellíðan evrópskra neytenda. Íslenskir aðilar tóku þátt í rúmlega þriðjungi rannsóknaverkefnanna og stjórnuðu tveimur þeirra.  Guðjón Þorkelsson sviðsstjóri hjá Matís stjórnar einu þeirra, Propehealth.

Hinn hluti SEAFOODplus  beindist að yfirfærslu þekkingar til iðnaðar og kynningu afraksturs rannsókna  til iðnaðarins (Industry, Training and Dissemination ITD).  Má geta að Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, er samræmingaraðili (coordinator) 4. hluta ITD SEAFOODplus, sem ber yfirskriftina Creation of New Business Activities, auk þess sem hún situr í framkvæmdastjórn verkefnisins.

Eins og áður segir kom nýlega út veglegt vísindarit “Improving seafood products for the consumer,” bók upp á tæpl. 600 bls, sem inniheldur mikinn fjölda greina sem með einum eða öðrum hætti tengjast SEAFOODplus verkefninu.  Bókin er gefin út af Woodhead Publishing Limited í Cambridge í Englandi og skiptist í sex hluta.

Margir starfsmenn Matís eiga greinar í bókinni, enda tók Rf / Matís drjúgan þátt í þessu samevrópska rannsóknarverkefni, eins og áður kom fram. Nánari upplýsingar um bókina má finna hér.

Fréttir

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Í einu grammi af jarðvegi eru miljarðar af örverum sem fæstar er hægt að einangra en með því að einangra DNA beint úr slíkum sýnum er hægt að nálgast gen og hagnýta þau í iðnaði.

Matís-Prokaria var eitt af fyrstu fyrirtækjum í Evrópu sem styrkt var af Evrópusambandinu til að þróa aðferðafræði til leitar ensímgena beint úr umhverfissýnum. Þetta verkefni var í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins og kallaðist Thermogen. Vinnan í þessu verkefni fólst í að leita að sterkjusundrandi og sterkjuummyndandi ensímgenum úr hverasýnum með nýrri tækni sem þróa átti. Auk Matís-Prokaria komu einungis tveir rannsóknahópar að verkefninu sem stjórnað var af Guðmundi Óla Hreggviðssyni og Ólafi H. Friðjónssyni. Niðurstöður verkefnisins voru mjög mikilvægar við þróun þeirrar aðferðarfræði sem mikið af starfsemi Matís-Prokaria byggir á í dag við ensímgenaleit. Í verkefni voru útskrifaðir meistara- og doktorsnemar bæði hér og erlendis. Aukin skilningur fékkst á eðli og eiginleikum sterkjumbreytandi ensíma. Sumt er verðmæt innanhússvitneskja en þrjár greinar hafa verið birtar byggðar á niðurstöðum verkefnisins og er ein nýbirt og fjallar hún um eiginleika ákveðins undirhóps sterkjuensímanna sem leiddir voru í ljós í  þessari rannsókn. Greinina má finna í heild sinni hér.

Skýrslur

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla ‐ Notkun myndgreiningar til að meta hryggsúlugalla strax á lirfustigi þorskeldis / Development of analytical methods – The use of image analysis for detection of spinal deformities of fish larvae

Útgefið:

01/01/2009

Höfundar:

Jónína Þ Jóhannsdóttir, Rut Hermannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Matvælasetur Háskólans á Akureyri

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – Notkun myndgreiningar til að meta hryggsúlugalla strax á lirfustigi þorskeldis / Development of analytical methods – The use of image analysis for detection of spinal deformities of fish larvae

Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er mjög áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Ýmiskonar gallar eru algeng vandamál í þorskeldi og talið er að þetta geti m.a. takmarkað vaxtarmöguleika og valdið auknum afföllum. Beinagrindargallar s.s. hausfetta koma ekki í ljós fyrr en á seinni stigum lirfueldis og því mikilvægt að þróa auðvelda aðferð til greiningar fyrr í ferlinu. Við myndgreiningu á þorsk‐  og lúðulirfum var stuðst við litunaraðferð með tvöfaldri litunarlausn þar sem bein og brjósk eru lituð (Alazarin red og Alcian blue). Ýmsar útgáfur voru prófaðar við aðlögun aðferðarinnar sem reyndist nauðsynlegt til þess að fá sem skýrasta mynd af útliti hryggsúlunnar. Best reyndist að lita yfir lengri tíma (yfir nótt) en lengja þarf aflitunar tímann (bleaching) frá upphaflegri aðferðalýsingu til að minnka lit í holdinu. Niðurstöður gefa vísbendingar um að myndgreining sé góð aðferð til að meta gæði lirfa og best sé að lita eingöngu beinin því brjósk í uggum og andliti geta skyggt á efsta hluta hryggsúlunnar.

Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. Various deformities are commonly observed in aquacultured fish and may limit growth and contribute to reduced survival. Spinal deformities do not appear until late during the larval stages and therefore it is important to develop an accessible method for early detection of these deformities. Cod and halibut larvae were analyzed using image analysis following double staining of bone and cartilage (Alazarin red and Alcian blue). Various adjustments of the method were tested in order to get a clear view of the spinal cord. The most successful results were obtained when staining was carried out overnight and the bleaching time extended in order to minimize staining of the flesh. The results indicate that image analysis using staining is practical for detection of spinal deformities of fish larvae. The most successful results were obtained using staining of only the bone tissue as staining of the cartilage as well would predominate the uppermost part of the spine.

Skoða skýrslu
IS