Skýrslur

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks / Comparison of wild and farmed cod muscle characteristics

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Kristján Jóakimsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks / Comparison of wild and farmed cod muscle characteristics

Markmið verkþáttarins var að gera samanburð á eiginleikum þorskafurða sem unnar voru úr villtum þorski fyrir og eftir dauðastirðnun og aleldisþorski fyrir dauðastirðnun. Einnig að gera tilraunir með lageringu í krapa, ísprautun á saltpækli og ofurkælingu (-2,4°C) á eldisfiski til að kanna hvernig eiginleikar holdsins breytast við ólíka meðhöndlun. Dauðastirðnun hafði veruleg áhrif á þyngdaraukningu og saltupptöku við sprautun og lageringu. Upptaka pre-rigor sýnanna var frekar lág á meðan upptaka post-rigor villta þorsksins var umtalsverð. Pre-rigor fiskurinn var með undir 5% upptöku eftir pæklun á meðan villtur post-rigor var með tæplega 9% upptöku. Svipað munstur sást eftir sprautun, þar fékkst langmesta upptakan hjá villtum post-rigor fiski eða 16,5%. Saltinnihald flestra sýna var á bilinu 0,3-0,4%. Ekki sást neinn marktækur munur á milli ósaltaðra sýna. Í sprautusöltuðum hópum var aðeins saltupptaka í villtum þorski sem sprautaður var eftir dauðastirðnun. Hins vegar var saltupptaka í fiski sem var sprautaður fyrir dauðastirðnun óveruleg og átti það bæði við villtan þorsk og aleldisþorsk. Vatnsinnihald var hærra í villtum þorski samanborið við aleldisþorsk og einnig leiddi sprautusöltun til hærra vatnsinnihalds. Mælingar úr NMR mælingum gáfu vísbendingar um að munur væri á hreyfanleika vatnssameinda og mögulega staðsetningu vatns en það getur haft áhrif á vatnsheldnieiginleika vöðvans. Fiskflökin komu yfirleitt ágætlega út í hefðbundnu gæðamati, hvort sem um var að ræða sprautuð flök eða ómeðhöndluð flök. Los jókst ekki eins mikið yfir geymslutímann og búist var við, þó var töluvert los komið í aleldis pre- og villtan post á þrettánda geymsludegi. Í fyrri tilraunum hefur litur afurða úr aleldisfiski verið mjög hvítur þrátt fyrir að þær væru orðnar óneysluhæfar. Hins vegar gulna afurðir úr villtum þorski með geymslutíma. Niðurstöður í þessari tilraun staðfestu ekki þennan mun milli aleldisþorsks og villts þorsks.

Mikill munur kom fram á skynmatseiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks eftir suðu, fyrst og fremst í áferð þar sem villtir hópar voru mun meyrari, maukkenndari og mýkri. Aleldishópar höfðu kjötkennd munnhrif, voru gúmmíkenndari og stamari, auk þess að hafa sætara bragð og mun meira kjötbragð og –lykt. Geymsluhitastig hafði almennt þau áhrif að skemmdareinkenni komu fyrr fram í afurðum sem geymdar voru við +1°C samanborið við -2,4°C. Geymsluþol aleldisþorsks sem geymdur var við -2,4°C var a.m.k 5 dögum lengra en sambærilegs hóps sem geymdur var við +1°C. Áhrif geymsluhitastigs komu einnig fram í örverufjölda sem ásamt sprautusöltun leiddu til meiri örverufjölda. Hins vegar var lítill munur á afurðum m.t.t. þess hvort vinnsla fór fram fyrir eða eftir dauðastirðnun. Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 2 og 4.

Production of farmed cod is increasing rapidly, but quality appraisals show that farmed cod has different characteristic from wild cod. These different characteristics make traditional production methods not suitable for farmed cod and therefore it is necessary to analyse those characteristics and adjust production methods especially for farmed cod. Matis ohf has been involved in farmed cod research from its foundation and the company built its foundation on the work which was done by its predecessors. The aim of this project was to look at these different characteristics between farmed and wild cod, pre and post rigor. The aim was also to do experiments with injection of brine and superchilling (-2,4°C) and detect the impact of different methods. NMR was used to analyse difference in longitudinal relaxation time (T1), between the samples, farmed cod had lower values for T1 than wild one. Therefore the mobility of water indicates difference in structure between the samples. High levels of glycogen are usually found in farmed cod which results in sharp fall of pH after slaughter. This low pH affects texture, because of collagen degradation which results in gap formation. The low pH also affects water holding capacity of the farmed cod. Measurements have shown higher pH in wild cod and this difference continues through low temperature storage. Texture measurements after 2 days storage indicates that farmed cod is lower in firmness than wild one, regardless whether the fish is filleted pre- or post rigor. Sensory panels have also detected difference between wild and farmed cod. Wild cod is more tender and mushier, while the farmed one has more meaty texture, is more rubbery and has a clammy texture. Also the farmed fish has sweeter taste and more meaty taste and smell. Farmed cod is different from wild cod in many aspects. Therefore it is necessary to know those aspects and adjust processes especially for production of consumer goods from farmed cod.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á léttsöltuðum aleldisþorski og villtum þorski / Comparison of farmed and wild cod fillets during light salting

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á léttsöltuðum aleldisþorski og villtum þorski / Comparison of farmed and wild cod fillets during light salting

Markmiðið var að fara í gegnum vinnsluferil léttsaltaðra afurða sem unnar voru úr villtum þorski eftir dauðastirðnun og eldisþorski fyrir dauðastirðnun, frá flökun til neytenda. Þessar grunnupplýsingar átti að nýta til mótunar á nýjum vinnslu- og flutningsferlum við útflutning léttsaltaðra eldisfisksafurða til S-Evrópu. Mikill munur kom fram á eiginleikum eldis pre-rigor þorsks og á villts post-rigor þorsks við sprautun og pæklun. Upptaka pækils var mun meiri í villtum þorski, aftur á móti tók eldisfiskurinn lítinn pækil upp, sem skilaði sér í lítilli þyngdaraukningu og lágu saltinnihaldi. Þessi mikli munur í saltupptöku hafði áhrif á flestar breytur sem skoðaðar voru, s.s. á vatnsinnihald og skynmatseiginleika flaka. Munurinn kom einkum fram á áferðaþáttum, þar sem villti þorskurinn hafði almennt mýkri, safaríkari og meyrari áferð, enda var hann vatnsmeiri. Geymsluþol eldisfisks var lengra. Meginniðurstaðan var sú að afurðir úr eldisfiski eru með aðra eiginleika en afurðir úr villtum fiski en ekki verri. Hins vegar gerir tímasetning vinnslu léttsöltun erfiða. Ef pre-rigor fiskur er saltaður strax eftir flökun vinnur dauðastirðnun á móti saltupptöku. Því er ekki hægt að yfirfæra hefðbundna ferla í vinnslu á villtum post-rigor fiski yfir á prerigor eldfisk. Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 5.

The aim of this part of this project was to look at the process of lightly salted cod, both from wild catch and farmed cod. To gather information from the processing part and try to improve the process and adjust the process to farmed cod. The results from this phase of the project strongly indicate that there is a big difference between farmed and wild cod when we look at physical properties. After injection and brine salting of the cod the wild cod had gained much weight while the farmed one did not gain any weight and therefore had low salt content. This difference in brine uptake resulted in difference between the sample groups in almost every research segment of this phase. The wild cod had more salt content and therefore more water content which resulted in more tender, softer and juicer fillets. It is obvious that those products are of different nature and farmed cod might not be suitable for the salting process because of limited brine uptake. However, despite the low salt content of the farmed cod, the fillets had better shelf life than the wild cod. The farmed cod has other characteristics than wild catch, and those characteristics have to be utilized in processing and production of consumer goods.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, María Guðjónsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Samanburður var gerður á áhrifum lausfrystingar á mismunandi þorskflök. Hráefnið var aleldis pre rigor þorskur og villtur pre og post rigor þorskur. Einnig var kannað hvernig flök sem sprautuð voru með saltpækli kæmu út úr lausfrystingunni. Niðurstöðurnar sýndu fram á að með lausfrystingu var ekki verið að rýra gæði þessara afurða að neinu ráði. Þær komu vel út í gæðamati, los jókst ekki í sýnum og litlar sem engar breytingar urðu á efnainnihaldi þessara sýna. Afurðirnar komu allar vel út úr frystingunni, hvort sem um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk og hvaða meðferð hann fékk í sláturferlinu.

Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 6.

In this project phase the aim was to look at effect of freezing on cod fillets from wild and farmed cod in different rigor stages. The goal was also to evaluate effects of brine injecting on the quality of the product after freezing and thawing. The results indicated that the freezing process did not affect the quality of those products. The quality assessment and chemical measurements did not indicate negative changes during freezing and thawing. All the samples got good results, both farmed and wild cod samples and the brine injection did not affect the quality of frozen products.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirk efni við lirfueldi lúðu og þorsks / Bioactive products in production of halibut and cod larvae

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, Kristjana Hákonardóttir, Laufey Hrólfsdóttir

Styrkt af:

AVS, Matvælasetur HA

Lífvirk efni við lirfueldi lúðu og þorsks / Bioactive products in production of halibut and cod larvae

Markmið verkefnisins var að leita leiða til þess að bæta lifun og gæði lirfa þorsks og lúðu og nota til þess umhverfisvænar aðferðir. Markmiðið var einnig að opna fyrir möguleika á nýtingu ufsapeptíða sem aukið gæti verðmæti ufsa. Niðurstöður fyrra verkefnis í lúðueldi voru lofandi og bentu til þess að hentugast væri að meðhöndla lirfur með peptíðum í gegnum fóðurdýr auk þess sem nauðsynlegt væri að rannsaka frekar styrk meðhöndlunar. Í tengslum við verkefnið hefur verið þróuð og sett upp ný aðstaða í fóðurdýraræktun hjá Fiskey hf. til rannsókna á mismunandi meðhöndlunum fóðurdýra og stuðla þannig að auknum stöðugleika í framleiðslu lúðuseiða. Framkvæmdar hafa verið endurteknar tilraunir með lífvirkum efnum í ræktun hjóldýra og virtust þau þola vel ákveðinn styrk efnanna. Helstu niðurstöður tilrauna á fyrstu stigum þorskeldis benda til þess að meðhöndlun með ufsapeptíðum skili sér í góðum vexti, áberandi hraðari þroska innri líffæra og mun lægri tíðni galla í lirfum. Þó er ljóst að rannsaka þarf frekar áhrif mismunandi styrks meðhöndlunar. Sterkar vísbendingar eru um að IgM og lysozyme séu til staðar í þorsklirfum fljótlega eftir klak eða mun fyrr en áður hefur verið haldið fram auk þess sem meðhöndlun virtist örva framleiðslu þeirra. Meðhöndlun með ufsapeptíðum virðist ekki hafa áhrif á samsetningu bakteríuflóru lirfa en ákveðin tegundasamsetning greindist í meltingarvegi lirfa í kerjum þar sem lifun og gæði lirfa voru best. Gefur þetta vísbendingar um að ákveðin tegundasamsetning bakteríuflóru sé þorsklirfum hagstæð.

The main goal of this project was to increase viability and quality of cod and halibut larvae before and during the first feeding period by using bioactive products. The aim was also to increase the exploitation and value of pollock. The findings of previous projects in halibut culture were promising and indicated that treating live feed is a suitable method to carry bioactive products to the larval intestines during first feeding but the intensities of treatment needed to be further investigated. New facilities have been developed in relation to the project for research in the live feed culture at Fiskey Ltd. to promote increased stability in the production of halibut fingerlings. Repeated experiments have been conducted in the culture of rotifers and results indicates good tolerance towards treatment with bioactive products in certain intensities. The overall results of the project indicated that pollock peptides may promote increased growth and quality of cod larvae during first feeding. The results also indicate the presence of IgM and lysozyme early post hatching, but it has not been observed in cod larvae of this size before. Furthermore, results also indicate that hydrolysates from pollock can stimulate the production of these factors in cod larvae. Treatment using pollock peptides, did not affect the bacterial community structure of live feed or cod larvae, however a similar structure was observed in larvae from the most successful production units different from other tanks. The results therefore indicate a bacterial community structure that may be preferable to the cod larvae.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Líffræðilegur fjölbreytileiki í hverum að Þeistareykjum og í Gjástykki / Biodiversity in hot springs at Þeistareykir and Gjástykki

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís Huld Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Þeistareykir ehf

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Líffræðilegur fjölbreytileiki í hverum að Þeistareykjum og í Gjástykki / Biodiversity in hot springs at Þeistareykir and Gjástykki

Verkefnið var liður í umhverfismati vegna fyrirhugaðrar jarðvarmanýtingar og fól í sér rannsókn á lífríki í hverum á Þeistareykjum og Gjástykki. Alls voru 27 sýni tekin. Hitastig og sýrustig á sýnatökustöðunum spönnuðu vítt bil eða 33- 96°C og pH 1,9-8,6. Tegundasamsetning hveraörvera og hlutföll þeirra voru ákvörðuð með kjarnsýrumögnun og raðgreiningu á 16S rRNA tegundaákvarðandi geni þar sem bakteríu- og fornbakteríuvísar voru notaðir. Alls tókst að greina bakteríur og/eða fornbakteríur í 21 sýni. DNA raðir voru flokkaðar til tegunda m.v. 98% skyldleika og bornar saman við raðir í Genbank til tegundagreiningar. Í súrum hverum á Þeistareykjum voru tegundir innan bakteríufylkinga β-, δ-, og γ-Proteobaktería og Aquificae algengastar, einkum sýrukærar og/eða frumbjarga tegundir sem nýta sér brennisteins- og járnsambönd og binda CO2. Í gufuopum í hraunhólum á Þeistareykjum við hærra sýrustig (pH 6,7-8,6) voru tegundir Acidobaktería, Actinobaktería, Chloroflexi og Deinococcus-Thermus áberandi. Í sýnum úr hverum í Gjástykki (pH 4,4-6,9) voru Deinococcus-Thermus og Verrucomicrobium algengastar. Margar þessara tegunda eru ófrumbjarga. Fornbakteríur fundust einkum á súrum svæðum á Þeistareykjum, og í öllum sýnum úr Gjástykki, en ekki í gufuaugum í hrauni við Þeistareyki, enda er sýrustig þar hærra. Tegundir innan fylkingar Crenarchaeota fundust í öllum þessum sýnum, en tegundir innan Euryarchaeota voru bundnar við sýni úr yfirborðsummyndunum og súrum jarðvegi. Fornbakteríur geta flestar lifað frumbjarga lífi. Líffræðilegur fjölbreytileiki (Nt/Nmax) baktería var oftast á bilinu 1-3 og 1-2 meðal fornbaktería. Þessi lágu gildi eru dæmigerð fyrir jaðarvistkerfi, þar sem ein tegund er í mjög háu hlutfalli. Fjölmargar nýjar tegundir fundust í sýnunum, einkum bakteríur í gufuaugum í hrauni á Þeistareykjum og í hverum í Gjástykki. Einnig sýndu tegundir Euryarchaeota innan fornbaktería oft lága skyldleikaprósentu og teljast því nýjar tegundir.

Due to future plans for utilizing the geothermal power at Þeistareykir and Gjástykki, an environmental assessment of the biodiversity in hot springs from these sites was carried out. A total of 27 samples were taken from diverse sites at temperatures of 33-96°C and pH 1,9-8,6. The species composition and ratios of thermophiles were estimated by PCR and sequencing of the 16S rRNA genes using bacterial and archaeal primers. Microbial species were detected in 21 samples. DNA sequences were grouped at the 98% similarity species level and compared with available sequences in Genbank for species determination. Species belonging to the bacterial phyla of β-, δ-, and γ-Proteobacteria and Aquificae were dominating in samples from the solfatara fields of Þeistareykir. These were mainly acidophiles and autotrophs capable of utilizing sulphur- and iron compounds and fixing CO2. A totally different pattern of species composition was observed in samples from fumaroles at the lava fields of Þeistareykir at higher pH (6,7-8,6) than in the solfataras. These were mainly Acidobacteria, Actinobacteria, Chloroflexi and DeinococcusThermus. In Gjástykki, (pH 4,4-6,9) Deinococcus-Thermus and Verrucomicrobium sp. were dominating. These are mainly heterotrophs. Archeal species were found as well in the solfatara fields at Þeistareykir and also in hot springs at Gjástykki, but not in the high pH fumaroles at Þeistareykir lava fields. Species from the Crenarchaeota group were found in the samples, but species belonging to the Euryarchaeota group were only detected in solfatara soil samples and sulphur / iron precipitates. These were mainly autotrophs. Biodiversity (Nt/Nmax) was calculated for all samples and estimated at 1-3 among the Bacteria and 1-2 among the Archaea. These low values are typical for extreme environments where one species is highly dominating. Many novel species were found in the samples, especially in soil from fumaroles at the lava field at Þeistareykir and in hot springs at Gjástykki. Euryarchaeal species within the Archaea domain often showed low similarity to known species and most likely represent new species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal (ritstj./editor), Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Birgitta Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmundur Mar Magnússon.

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / The Agricultural Productivity fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Verkefnið „Aukin verðmæti úr íslensku byggi“ var unnið á árunum 2006 til 2008 í samstarfi Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands, byggframleiðenda og matvælafyrirtækja. Gerðar voru mælingar á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í bygginu. Sérstaka athygli vöktu hollustuefnin beta-glúkanar en þeir eru vatnsleysanleg trefjaefni. Öryggi byggsins var fullnægjandi samkvæmt mælingum á örverum og aðskotaefnum. Prófanir á bökun byggbrauða fóru fram í fyrirtækjum og var sýnt fram á að íslenskt bygg hentar vel í bökunarvörur. Skynmat og neytendakönnun fór fram á byggbrauðum og sambærilegum brauðum án byggs. Byggbrauðin höfðu sín sérkenni og fengu almennt góða dóma. Framleitt var byggmalt og síðan var það notað sem hráefni í bjórgerð. Það tókst að framleiða bjór af fullnægjandi gæðum en helsta vandamálið við maltframleiðsluna var lágt spírunarhlutfall byggsins. Tekin voru saman drög að gæðakröfum fyrir íslenskt bygg til framleiðslu á bökunarvörum og byggmalti.

The project “Increased value of Icelandic barley” was carried out during the years 2006 to 2008 in cooperation between Matis ohf, Agricultural University of Iceland, barley producers and food manufacturers. Nutrients, contaminants and microbes were measured in Icelandic barley. The water soluble dietary fiber, beta-glucan, was of special interest. The safety of Icelandic barley was sufficient according to measurements of contaminants and microbes. Barley was tested for bread baking and the result was that Icelandic barley can be used for bread making. Breads with and without barley were tested by sensory evaluation and consumer testing. Barley breads had special sensory properties and were well accepted. Malt was produced from Icelandic barley and used for production of beer. The beer was of good quality but the main problem with the malt production was low proportion of sprouting barley. Quality criteria were drafted for Icelandic barley for production of bakery products and malt.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

SafeFoodEra

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Sveppaeitur (mýkótoxín) eru fjölmörg efni sem geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Sveppaeitur geta haft margvísleg skaðleg áhrif á menn og dýr. Teknar voru saman allar fáanlegar upplýsingar um sveppaeitur í matvælum á íslenskum markaði. Rannsóknir skortir á myndun sveppaeiturs í íslensku umhverfi en líklegt er að sum efnin myndist ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita. MYCONET verkefnið var evrópskt netverkefni um sveppaeitur í hveiti til matvæla- og fóðurframleiðslu. Unnið var að þróun kerfis til að leggja mat á nýframkomna hættu af völdum sveppaeiturs, einkum þeirra efna sem myndast í Fusarium sveppum. Sérstök könnun var gerð á þörfum eftirlitsaðila, fyrirtækja og bænda fyrir upplýsingar um sveppaeitur. Vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturs voru kannaðar og þeim raðað eftir mikilvægi. Við þetta var beitt svokallaðri Delphi-aðferð. Ítarlegra upplýsinga var síðan aflað um mikilvægustu vísbendingarnar. Smíðað var módel til að spá fyrir um tilvist sveppaeiturs út frá vísbendingum um nýframkomna áhættu.

Mycotoxins are a varied group of contaminants that can be formed in molds. They can be harmful for humans and animals. Information about mycotoxins in foods on the Icelandic market was collected. Research on mycotoxins in Iceland have been limited but it is likely that some of the mycotoxins do not form in open fields because of low temperature. The MYCONET-project was an European network of information sources for identification of emerging mycotoxins in wheat-based supply chains. Main emphasis was on mycotoxins produced by Fusarium spp. The needs of stakeholders and other end users (risk managers) were investigated. The most important indicators for emerging mycotoxins were identified together with evaluation of their relative importance by the Delphi method. Information sources on these key-indicators were evaluated. Finally, an information model was developed to predict emerging mycotoxin risk from indicators and information sources.

Skoða skýrslu

Fréttir

Hróður Matís fer víða – Matarsmiðjan á Höfn í Ny Nordisk Mad

Fyrir stuttu kom grein í Ny Nordic Mad sem er skemmtilegt verkefni um matarmenningu Norðurlandabúa.

Þar er minnst á Matarsmiðjuna á Höfn og hvernig staðbundin matarframleiðsla skapar aukin tækifæri í heimabyggð. Greinin: „Nordic Delights” – madminder fra Island

Fréttir

Fréttatilkynning – Kerecis ehf. og Matís ohf. gera rammasamning um rannsóknir

Í fréttatilkynningu frá Kerecis ehf. og Matís ohf. sl. föstudag tilkynntu fyrirtækin um undirritun rammasamnings varðandi rannsóknir á próteinum úr fiski til meðhöndlunar á ýmsum læknisfræðilegum vefjavandamálum í mönnum.

Rannsóknarsamningurinn milli félaganna er til eins árs en inniheldur framlengingarákvæði. Gert er ráð fyrir að Matís framkvæmi allar próteinrannsóknir Kerecis við hina nýju líftæknismiðju fyrirtækisins á Sauðárkróki og í rannsóknaraðstöðu sinni í Reykjavík. Matís hefur mikla reynslu og sérþekkingu tengda framleiðslu afurða úr fiskipróteinum og hefur fyrsta flokks rannsóknar- og þróunaraðstöðu fyrir slíkar rannsóknir.

Fréttatilkynninguna í heild sinni má finna hér.

Fréttir

Tækniþróunarsjóður úthlutar styrkjum – Matís í samstarfi

Stjórn Tækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum, þriðjudaginn 25. nóvember 2008, við hverja skyldi gengið til samninga um stuðning úr sjóðnum.

Skemmst er frá því að segja að Matís á í samstarfi við 4 af þeim 18 einstaklingum/fyrirtækjum sem Tækniþróunarsjóður ætlar að ganga til samninga við.

Þau eru:

Heiti verkefnisVerkefnisstjóri hjá MatísSamstarfsfyrirtæki/-stofnun
Lengi býr að fyrstu gerðRannveig BjörnsdóttirAkvaplan-niva á Íslandi
Hermun kæliferlaBjörn MargeirssonPromens Tempra ehf.
Litun bleikjuholdsJón ÁrnasonFóðurverksmiðjan Laxá hf.  
Sókn á ný miðRóbert Hafsteinsson3X Technology ehf.

Heildarlista þeirra sem Tækniþróunarsjóður ákvað að ganga til samninga við má finna hér.

Matís óskar ofangreindum fyrirtækjum til hamingju með áfangann.

Upplýsingar um fjölbreytta útgáfu Matís, þ.m.t. skýrslur, veggspjöld, vísindagreinar ofl. má finna hér.

IS