Skýrslur

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Jennifer Coe, Rut Hermannsdóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Líftækninet HA (2005-2007), Háskólasjóður KEA (2006)

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Megin markmið verkefnisins var að stuðla að aukinni afkomu lúðulirfa í eldi og nota til þess umhverfisvænar aðferðir. Notuð voru lífvirk efni sem auðvelt var að nálgast, stuðluðu að auknu verðmæti sjávarfangs og hefðu jafnframt einhverja þá virkni sem óskað var eftir þ.e. bakteríudrepandi/-hamlandi, prebiotik eða ónæmisörvandi virkni. Gerðar voru tilraunir með ýmis efni í verkefninu þ.e. kítósan afleiður auk peptíða sem unnin voru úr kolmunna, þorski og ufsa. Áhrif meðhöndlunar með efnunum voru metin m.t.t. vaxtar og afkomu lirfa og fóðurdýra svo og m.t.t. samsetningar bakteríuflóru og örvunar ósérhæfðrar ónæmissvörunar í lirfum. Helstu niðurstöður benda til að hentugasta aðferðin til að koma efnum í lirfur er að nota fóðurdýr (Artemia) og var í verkefninu þróuð aðferð til að meðhöndla þau. Lífvirku efnin virtust ekki hafa bakteríuhamlandi áhrif í eldisumhverfi fóðurdýranna en stuðla að breyttri samsetningu bakteríuflórunnar. Lífvirk efni virtust fyrst og fremst nýtast sem bætiefni þar sem fóðurdýr voru bústin og spræk. Afkoma og gæði lirfa í eldiseiningum Fiskey hf. er mjög mismunandi og eru engin augljós tengsl á milli afkomu á kviðpokastigi og afkomu og gæða lirfa í lok startfóðrunar. Samsetning bakteríuflóru reyndist einnig mjög mismunandi í kviðpokalirfum og lirfum í startfóðrun. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í seiðaeldisstöð Fiskeyjar þar sem lirfur í startfóðrun voru meðhöndlaðar með lífvirkum efnum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að mikilvægt er að meðhöndla með réttum styrk efna og í hæfilega langan tíma þar sem of mikill styrkur getur haft neikvæð áhrif á vöxt og myndbreytingu lirfa. Meðhöndlun með kolmunnapeptíðum þótti gefa lofandi niðurstöður og hafa góð áhrif á myndbreytingu lirfa. Lífvirk efni virtust ekki hafa afgerandi áhrif á fjölda ræktanlegra baktería í meltingarvegi lirfa en meðhöndlun með kolmunna- og þorskpeptíðum gæti hugsanlega breytt samsetningu flórunnar. Rannsóknir á ósérhæfðri ónæmissvörun lúðulirfa leiddu í ljós tilvist C3 og Lysozyme frá lokum kviðpokastigs en framleiðsla á IgM hefst ekki fyrr en um 28 dögum eftir að startfóðrun hefst. Meira magn IgM mældist á fyrstu vikunum í lirfum sem meðhöndlaðar voru með ufsapeptíðum og gæti það bent til ónæmisörvandi áhrifa. Niðustöður verkefnisins í heild sinni benda til þess að þau lífvirku efni sem rannsökuð voru hafi ekki afgerandi áhrif á bakteríuflóru eldisins en meðhöndlun lirfa í startfóðrun með réttum styrk lífvirkra efna gæti haft góð áhrif á afkomu og vöxt lirfa og örvað ósérhæfða ónæmissvörun lirfa á þessu viðkvæma stigi eldisins þegar þær hafa enn ekki þróað sérhæft ónæmissvar.

The aim of this project was to promote increased survival of halibut larvae during first feeding by using bioactive products. The bioactive products were selected by the criterion that they were easily accessible and induced any of the desired effects i.e. inhibiting bacterial growth, prebiotic effects or immunostimulants. The products studied are chitosan and peptide hydrolysates from blue whiting, cod and saithe. The effects of treatment were evaluated with respect to growth and survival of larvae and the live feed (Artemia) as well as effects on bacterial numbers or the community structure of the intestinal microbiota of larvae and stimulation of the innate immune system of the larvae. The results indicate that treating live feed (Artemia) is a suitable method to carry the bioactive products to the larval intestines during first feeding and a new technique has been standardized for treatment of the live feed with the products. The bioactive products did not affect the total bacterial count in the Artemia but the composition of the bacterial community may be changed as a result of the treatment. The Artemia seems to use the bioactive products as a food supplement and was well suited to be used as live feed. A significant variation in overall success of larvae was observed without any obvious correlation between survival of larvae at the end of the yolk sac stage and at the end of first feeding. A different bacterial pattern was observed in the intestine at the yolk sac stage compared to first feeding larvae. Three separate experiments were carried out in the halibut production units at Fiskey Ltd. where larvae were treated with various bioactive products. The results emphasize the importance of treating larvae with the appropriate concentrations of the products, as elevated concentrations can negatively affect growth and metamorphosis of the larvae. Treatment with peptides from blue whiting resulted in relatively good survival of larvae with similar success of metamorphosis compared to control units. The bioactive products did not affect bacterial growth but there were indications that peptides from blue whiting and cod may affect the composition of the intestinal community of bacteria in the larvae. Results from studies of the immunological parameters indicate the presence of C3 and Lysozyme already from the end of the yolk sac stage and the initialization of IgM production after approximately 28 days in feeding. Production of IgM was stimulated in larvae treated with peptides from saithe, indicating immunostimulating effects of this product. The overall results indicate that the bioactive products studied did not affect the bacterial flora during the first production stages of halibut larvae. However, if used in the appropriate quantities and at the right time, the products may promote survival and growth and stimulate the innate immunity of larvae.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Sigríður Guðmundsdóttir, Agnar Steinarsson, Matthías Oddgeirsson, Bergljót Magnadóttir, Ívar Örn Ásgeirsson, Berglind Gísladóttir, Eyjólfur Reynisson, Sólveig K. Pétursdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Maja Herold Pedersen, Birgitte B. Budde, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Styrkt af:

AVS sjóður (R 41-04)

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Markmið A-hlutans var að auka hagkvæmni við stríðeldi þorsks með því að auka lifun hrogna/lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun. Niðurstöður sýna að samsetning örveruflórunnar skýrði betur afföll en heildarörveru- eða Vibrio talningar. Víðtæk greining á örveruflóru eldiskerfa og afkomutölur á lirfustigi leiddu til ákvörðunar á æskilegum og óæskilegum bakteríum. Efnamælingar við þorskeldi á hrogna- og lirfustigi sýndu að lítil uppsöfnun efna átti sér stað í eldisvökvanum, nema við upphaf þurrfóðrunar. Val bætibaktería var ákveðið út frá ákveðnu skimunarferli og væntanlegri notkun við þorskeldi. Notkun bætibaktería við böðun hrogna og/eða lirfa var skoðuð en samfelld böðun frá hrognastigi áfram yfir í lirfustigið leiddi yfirleitt til betri afkomu, meiri vaxtar og lífsþróttar. Einnig hafði notkun bætibaktería áhrif á örveruflóruna og þroskun lirfa stuttu eftir klak, sem var m.a. staðfest með mælingum á próteinum úr ónæmiskerfinu. Notkun bætibaktería í seiðaeldi var könnuð og benti hún til aukins vaxtarhraða. Ekki tókst að sanna að aukið sjúkdómsþol næðist með notkun bætibaktería við seiðaeldi, en jákvæðar vísbendingar fengust þar um. Helstu flöskuhálsar við þróun forvarnaraðferða voru lifandi fæðudýrin, sem höfðu í för með sér mikið örveruálag. Þróun probíotískra hjóldýra með öðrum bætiörverum gaf ekki góða raun. Athuganir á sýkingarmætti bætibakteríanna í þorskseiðum sýndu að þær ollu hvorki sjúkdómseinkennum né orsökuðu dauða.

The aim was to increase the competitiveness and success of cod aquaculture by increasing survival and development from hatching through the larval stage. This was achieved by developing preventive methods to control important chemical and biological parameters. The results revealed that differences in microbiota composition between different larval treatments explained the success or lack thereof, better observed than total microbial or Vibrio counts of rearing water or larvae. Microbiota analysis and survival rates have hence led to the definition of desirable and undesirable bacteria, the latter being especially Vibrio sp. Assessment of selected chemical parameters was performed at pre- and posthatching periods, indicating NH3 build-up in the rearing water upon dry feeding. The selection of probiotic bacteria was based on a specific screening and their anticipated use in cod farming. Application of selected bacteria was tested for surface treatment of eggs and/or larval bathing, and the continuous use before and after hatching usually led to increased survival, growth and tolerance as well as influencing larval microbiota and immunological development. Application of selected probiotic bacteria was also tested with cod juveniles with increased growth rate. Disease resistance of probiotic-fed juveniles to fish pathogens was not confirmed. Development of probiotic rotifers proved difficult due to their high microbial load. Probiotic strains applied i.p. to cod juveniles were not found to be virulent

Skoða skýrslu

Fréttir

Myndir frá undirritun samkomulags Matís og HÍ

Matís og Háskóli Íslands skrifuðu undir samkomulag á dögunum um að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Í samkomulaginu er ennfremur stefnt að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands.

HELSTU ATRIÐI SAMKOMULAGS HÁSKÓLA ÍSLANDS OG MATÍS:

  • Að auka rannsóknir í matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi.
  • Að efla fræðilega og verklega menntun háskólanema í matvælafræðum og skyldum greinum.
  • Að Háskóli Íslands sé leiðandi á völdum sérfræðasviðum og laði að nemendur og fræðimenn á alþjóðlegum vettvangi.
  • Að Háskóli Íslands og Matís nýti möguleika til samreksturs tækja í þágu sameiginlegra verkefna.
  • Að fjölga nemendum í grunn- og framhaldsnámi í matvælafræði og skyldum greinum til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki.
  • Að Háskóli Íslands verði í fararbroddi í nýsköpun á þessum fræðasviðum.
matis_hi_231107_03
matis_hi_231107_01
matis_hi_231107_09
matis_hi_231107_02

Fréttir

Matís og SINTEF: Aukið alþjóðlegt samstarf: Eflir rannsóknir og þróun í matvælaiðnaði á Íslandi

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SINTEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Samkomulagið gerir Matís kleift að taka þátt í rannsóknaverkefnum í samstarfi við SINTEF og norsk fyrirtæki í fiskeldi og matvælarannsóknum. Þá mun samkomulagið auka möguleika Matís á því að kynna starfsemi sína á erlendum vettvangi og taka þátt í fleiri alþjóðlegum og samevrópskum rannsóknaverkefnum.

Náið samstarf við Tækniháskólann í Þrándheimi

Samkomulagið mun einnig gera íslenskum fyrirtækjum og stofnunum mögulegt að þróa samstarf með SINTEF og fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum erlendis.

 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Karl Almås forstjóri sjávarútvegs- og fiskeldisdeildar SINTEF, handsala samninginn í Noregi.

Helstu styrkleikar SINTEF fyrir íslenskan sjávarútveg og matvælaiðnað eru þekking í sjávarútvegi, svo sem í fiskeldi. SINTEF getur boðið fram aðstoð í rannsóknum og þróun á þorskeldi og vinnslutækni í sjávarútvegi, þ.m.t. veiðum. SINTEF er í nánu samstarfi við NTNU (Tækniháskólann í Þrándheimi) sem eykur möguleika íslenskra menntastofnana á alþjóðlegu samstarfi.

Að sama skapi getur Matís lagt að mörkum sérþekkingu til fyrirtækja í Noregi í vinnslutækni í sjávarútvegi, fiskeldi og líftæknirannsóknum fyrir sjávarútveg.

Stuðlar að aukinni þekkingu í íslenskum matvælaiðnaði

“Framtíðarsýn Matís er að efla samkeppnishæfni íslensks matvælaiðnaðar. Við teljum að með samkomulagi okkar við SINTEF hafi Matís stigið mikilvægt skref í þá átt. SINTEF er virt þekkingar- og rannsóknafyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi, sem hefur afar dýrmæta þekkingu á þeim úrlausnarefnum sem snúa að Íslendingum, svo sem í fiskeldi og vinnslutækni í sjávarútvegi. SINTEF getur því stuðlað að aukinni þekkingu í íslenskum matvælaiðnaði og eflt möguleika íslenskra fyrirtækja og háskóla á erlendum vettvangi. Þá opnar samstarfið nýja möguleika í rannsóknaverkefnum á vegum Evrópusambandsins. Við væntum því mikils af samstarfi okkar við SINTEF á komandi árum og gerum okkur vonir um að það komi til með að auka enn frekar virði í íslenskum matvælaiðnaði,” segir Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Um SINTEF: Sjálfseignarstofnun í rannsóknum og þróun við tækniháskólann í Þrándheimi í Noregi. Það starfar meðal annars í sjávarútvegi og fiskeldi. Einnig í byggingariðnaði, byggingaverkfræði, upplýsingatækni, efnafræði, olíuiðnaði og orkuiðnaði.

Helstu markmið samkomulags Matís og SINTEF

  • Vinna við sameiginleg rannsóknaverkefni með fyrirtækjum á Íslandi og í Noregi.
  • Samvinna um að treysta fjármögnun rannsóknaverkefna, ekki síst í stórum Evrópuverkefnum.
  • Gagnkvæm kynning á samstarfsfyrirtækjum og rannsóknaverkefnum.

Fréttir

Nýr starfsmaður á Ísafirði

Cecilia Elizabeth Garate Ojeda hefur tekið við starfi sérfræðings hjá Matís á Ísafirði. Ceclia, sem er frá Perú, lauk BCs í iðnarverkfræði frá Universidad Nacional de San Agustin Arequipa í Perú árið 2000 og svo MBA námi frá Industrial Business School í Madríd á Spáni árið 2006.

Með tilkomu Cecilu eru nú fjögur stöðugildi hjá Matís á Ísafirði.

Fréttir

Stórefldar rannsóknir og aukin menntun í matvælafræðum: Stefnt að fjölgun nemenda

Háskóli Íslands og Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hafa ákveðið að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Stefnt er að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands samkvæmt samstarfssamningi sem HÍ og Matís hafa undirritað.

Hlutverk Háskóla Íslands felst í rannsóknum á fræðasviðinu innan viðkomandi deilda skólans og leiðbeiningu nemenda í meistara- og doktorsnámi, auk þess að bera ábyrgð á kennslu í viðkomandi greinum. Hlutverk Matís er að bera faglega ábyrg á völdum fræðasviðum ásamt því að tryggja aðstöðu fyrir verklegt nám, kennslu og rannsóknir. Þá mun Matís stýra verklegri kennslu og þjálfun nemenda í BS námi í matvælafræði en þetta miðar m.a. að því að fjölga nememendum sem útskrifast á fræðasviðinu.

Markmið samningsins er meðal annars að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, að bæta lýðheilsu og tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Frá undirritun samningsins 23. nóvember 2007.

„Matís er leiðandi rannsóknastofnun á sviði matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggis. Matís hefur um árabil verið einn mikilvægasti samstarfsaðili Háskóla Íslands. Háskólinn hyggst efla rannsóknir og kennslu á þessum sviðum í Vísindagörðum, sem reistir verða á háskólalóðinni á næstunni. Samkomulag þetta er mikilvægur liður í þeim ásetningi Háskólans að efla formlegt samstarf við Matís á sviði verk- og raunvísinda og á heilbrigðisvísindasviði, ekki síst í næringarfræði og lýðheilsu. Háskóli Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið um árangur í rannsóknum á næstu árum, en náið samstarf við öflugar rannsóknastofnanir á borð við Matís er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

„Samkomulagið við HÍ felur í sér nýja og spennandi möguleika fyrir Matís og við erum sannfærð um að það komi til með að styrkja enn frekar rannsóknastarf í matvælafræðum og laða að fleiri nemendur að slíkum fræðigreinum innan veggja háskólans. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins. Til þess að fyrirtækið nái settum markmiðum sínum er mikilvægt að það eigi náið samstarf við Háskóla Íslands, sem er stærsta menntastofnun landsins,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Fréttir

Enn meira af Matís ráðstefnunni

Rúmlega 160 manns fylltu Gullteig salinn á Grand Hótel á fimmtudaginn var þegar ráðstefna Matís, Matur og framtíð, var haldin, í fyrsta skipti. Í sal fyrir utan ráðstefnuna var svo hægt að kynnast matarhönnun og nýsköpun í matvælaiðnaði, eins og fjallakonfekti, blóðbergsdrykkjum og eldisfiskum. Ennfremur gafst gestum tækifæri á því að bragða á harðfiski frá Gullfiski.

Mikill áhugi á ráðstefnunni nú er hvatning fyrir fyrirtækið að halda áfram á næsta ári með samskonar ráðstefnu og sýningu og gera enn betur þá.

matis_grandhotel_151107_05
matis_grandhotel_151107_11
matis_grandhotel_151107_23
matis_grandhotel_151107_24
matis_grandhotel_151107_73
matis_grandhotel_151107_34
matis_grandhotel_151107_53
matis_grandhotel_151107_72
matis_grandhotel_151107_78
matis_grandhotel_151107_87

Fréttir

Heilsufullyrðingar: Númer vinninga

Búið er að draga út vinningsnúmer úr hópi þeirra sem tóku þátt í heilsufullyrðingakönnun Matís. Glæsilegir vinningar eru í boði frá Mjólkursamsölunni. Sjá númer vinningshafa hér.

Númer vinningshafa:

Númer          Vinningar

3032      1. vinningur – 30.000 kr.

4363      2. vinningur – 15.000 kr.

3349      3. vinningur – ostakarfa.

3599      4. vinningur – ostakarfa.

3229      5. vinningur – ostakarfa.

Fréttir

Ráðherra skálar í blóðbergsdrykk og smakkar á fjallakonfekti

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skálaði í bóðbergsdrykk og gæddi sér á fjallakonfekti, sem var í boði í upphafi ráðstefnu Matís, Matur og framtíð, í dag. Á ráðstefnunni er leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.

Þróttur og athafnagleði

Ráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni á ráðstefnunni að það væri mjög
ánægjulegt að hafa orðið vitni að þeim þrótti og athafnagleði sem einkennt hefur starfsemi Matís frá fyrsta degi. “Ekki svo að skilja að það hafi á nokkurn hátt komið á óvart. Síður en svo. Vitað var að þarna væri saman komið dugmikið fólk með yfirburða þekkingu á sínu sviði og því voru auðvitað bundnar miklar vonir við afraksturinn. Þær væntingar hafa ekki brugðist. Hvert verkefnið á fætur öðru hefur líka skilað áhugaverðum niðurstöðum sem oft og tíðum vekja athygli,” sagði ráðherra.

Öflugt bakland innlendrar matvælaframleiðslu

Þá kom fram í máli ráðherra að það væri afar mikilvægt að á Íslandi starfi öflugt fyrirtæki á sviði matvælarannsókna, sem væri í stakk búið til að takast á við auknar kröfur um öryggi og heilnæmi og væri um leið í forystuhlutverki við að styðja við og ýta undir nýsköpun í matvælaframleiðslu landsmanna.

“Það var von okkar með stofnun fyrirtækisins að það gæti orðið öflugt bakland innlendrar matvælaframleiðslu og tryggt aðgengi afurða okkar að verðmætustu matvælamörkuðum heims. Matís vinnur jafnframt markvisst að því að byggja upp öfluga starfsemi víðs vegar um landið um leið og gengið er til samstarfs við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Það hefur því mikið gerst á þessum tíu mánuðum sem Matís hefur starfað og lofar góðu um framhaldið.”

Fréttir

Innlent grænmeti yfirleitt ferskara og af meiri gæðum

Innlent grænmeti er yfirleitt ferskara og af meiri gæðum en það innflutta. Næringargildið er svipað en minna er um varnarefni í því innlenda, segir Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís í samtali við 24 stundir. “Það er mjög stutt frá haga til maga,” segir Ólafur

“Það er mjög stutt frá haga til maga. Það eru stuttar vegalengdir frá framleiðanda til neytanda sem býður upp á að innlent grænmeti sé af meiri gæðum og ferskleika en grænmeti sem flutt er um langan veg,” segir Ólafur og bendir á að stuttum vegalengdum fylgi fleiri kostir. “Styttri flutningar þýða einfaldlega minni mengun. Innlenda framleiðslan leiðir þvi til minni mengunar og það er nokkuð sem fleiri eru farnir að velta fyrir sér.”

Minna um varnarefni

Aðstæður til ræktunar grænmetis eru aðrar hér á landi en víða erlendis. Ólafur bendir á að hér sé loftslag svalt og nýta megi jarðhitann en á móti komi erfið
birtuskilyrði sem þurfi að bregðast við með mikilli raflýsingu.

“Svala loftslagið þýðir líka að hér er minna af skordýrum og öðru sem þarf að nota varnarefni gegn. Íslenska grænmetið kemur almennt betur út en það innflutta hvað varðar þessi varnarefni,” segir Ólafur í samtali við 24 stundir.

Ólafur Reykdal, Matís.

IS