Fréttir

Matís auglýsir eftir starfsfólki

Matís auglýsir eftir starfsfólki í fimm stöður í Reykjavík og á Akureyri vegna mikilla umsvifa. Auglýst er eftir sérfræðingi í skynmati, bókasafnsfræðingi, aðstoðarmanneskju á rannsóknastofu, verkefnastjóra og sérfræðingi í varnarefnamælingum.

Hægt er að senda umsóknir á birna.eggertsdottir@matis.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí næstkomandi.

Hægt er að skoða atvinnuauglýsinguna hér.

Fréttir

Aðferð þróuð til erfðagreiningar á þorski

Prokaria, líftæknideild Matís (Matvælarannsókir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem hægt er að nota til erfðagreiningar á þorski. Slík aðferð er ákaflega mikilvæg fyrir rekjanleika á afkvæmum til foreldra í kynbótastarfi, vegna stofngreininga í stofnvistfræðirannsóknum, upprunagreininga eða vegna hugsanlegra vörusvika. Prokaria vinnur að því að verja uppgötvunina með einkaleyfi.

Markmið verkefnisins var að þróa ný erfðamörk fyrir þorsk sem hægt væri að setja saman í svokallað erfðamarkasett. Nauðsynlegt þykir að hafa um 10 erfðamörk í foreldragreiningar og helst um 20 erfðamörk í stofn- og upprunagreiningar. Í verkefninu var hluti af erfðamengi þorsksins raðgreindur. Valin voru svæði með sérstakri auðgunaraðferð sem þróuð var hjá Prokaria.

MI-005277

Líftæknideild Matís þróaði tvö greiningarsett, annað með 9 erfðamörkum og hitt með 10 erfðamörkum, sem búið er að prófa á fjölda þorsksýna. Þá hafa stofnerfðafræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar gert tilraunir og greiningar á þeim tveim erfðamarkasettum sem tilbúin eru.

MI-005362

Að auki eru mörg nothæf erfðamörk til hjá Matís sem ekki eru komin inn í greiningarsett en sem hægt er að nota sem stök erfðamörk. Matís hefur þegar hafið nýtingu á greiningarsettunum og hafa fjölmörg fyrirtæki, íslensk og erlend, notfært sér þá þjónustu sem fyrirtækið býður í erfðagreiningum á þorski. Auk þess að búa til hagnýtt tæki til rannsókna á þorski hefur verkefnið skilað þjálfun nemenda á framhaldsstigi háskóla og birt hefur verið vísindagrein í ritrýndu vísindatímariti.

Fréttir

Íslendingar séu virkir þátttakendur í sjálfbærni

Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki, kom fram að fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti.

Sjálfbær þróun (e. sustainable development) er sú þróun sem gerir fólki kleift að mæta þörfum sínum án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til hins sama. Á alþjóðlegum vinnufundi Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og færeyskra og íslenskra fulltrúa sem tengjast sjávarútvegi kom fram breið samstaða um mikilvægi þess að halda sjálfbærni á lofti með tilliti til veiða, vinnslu og flutninga á erlenda markaði.

Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins-Vísindagarða í Skagafirði, Sveinn Margeirsson, Matís, og Ólavur Gregersen, verkefnastjóri Sustainable Food Information.

Vinnufundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni, sem Matís stýrir, og nefnist “Sustainable Food Information”. Verkefnið hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni. Sérstaklega er horft til rekjanleika sjávarafurða, frá miðum til neytanda, sem er undirstaða þess að hægt sé að sýna fram á sjálfbærar veiðar.

Humar

“Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi og rekjanleika er sífellt að aukast, ekki síst erlendis,” segir Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís. “Vitund um umhverfismál hefur aukist og kröfur markaðarins eru í þá átt að hægt sé að sýna fram á að sjávarafurðir séu framleiddar án þess að gengið sé um of á auðlindir og að leitað sé leiða til að lágmarka mengun,” segir Sveinn.

“Íslendingar standa að mörgu leyti vel að vígi og hafa forskot á margar aðrar þjóðir þegar kemur að rekjanleika. Næsta skref er að nýta rekjanleikann til þess að sýna fram á sjálfbærni í sjávarútvegi. Þess vegna er mikilvægt fyrir Íslendinga að halda vöku sinni og tryggja að þeir verði áfram framarlega í umræðu um slík mál í framtíðinni.”

Efri mynd: Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins-Vísindagarða í Skagafirði, Sveinn Margeirsson, Matís, og Ólavur Gregersen, verkefnastjóri Sustainable Food Information.

Fréttir

Áríðandi orðsending til þátttakenda í neyslukönnun!

Eins og margir “góðkunningjar” Matís vita, þá er nú í gangi könnun á viðhorfum til heilsufullyrðinga á matvælum þar sem um 2500 manns taka þátt. Vegna biluar í hugbúnaði er vefsíða, sem þátttakendur eiga að fara á til að svara spurningum, tímabundið óvirk, en vonast er til að vefsíðan verði komin í lag á næstu 1-2 dögum.

Um könnunina.
Sams konar könnun er gerð samtímis hjá neytendum á öllum Norðurlöndunum og er tilgangurinn að kanna hug neytenda til heilsufullyrðinga og hvernig þeir skilja mismunandi heilsufullyrðingar. Niðurstöður könnunarinnar munu verða kynntar hagsmunaaðilum í öllum löndunum, sem og matvælafyrirtækjum, neytendasamtökum og yfirvöldum.

Á döfinni er Evrópureglugerð um heilsufullyrðingar í matvælum og munu niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að hafa áhrif á innihald hennar.
Færst hefur í vöxt að matvæli sé merkt með svonefndum heilsufullyrðingum. Það geta verið fullyrðingar um næringarinnihaldi matvæla t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt og um áhrif neyslu einstakra matvæla á heilsu neytenda t.d. lækkar kólesteról, verndar tannheilsu o.s.frv.

Þátttakendur ATH! Vinsamlega sýnið þolinmæði og missið ekki móðinn vegna þessarar bilunar – Reynið aftur eftir 1-2 daga!

Fréttir

Síauknar kröfur gerðar um sjálfbærni

Síauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni, segir í grein Óla Kristjáns Ármannssonar í nýjasta Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Þar er rætt við Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir að sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari verslunarkeðjum erlendis. Þetta skipti ekki síst máli fyrir sjávarútveg þegar mögulegur samdráttur í þorskveiðum standi fyrir dyrum.

Ráðstefna um sjálfbærni í sjávar­útvegi fer fram á Sauðár­króki þann 14. júní. Hún er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist „Sustainable Food Information” og hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegs­fyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu. Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu ráðstefnunnar, segir í grein Markaðarsins.

Sjalfbaerni

“Þar á bæ segja menn sjálfbærni vera orðið einkar mikilvægt hugtak í sjávarútvegi í ljósi sívaxandi krafna seljenda, verslanakeðja og neytenda um að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning á sjávarafurðum sé haldið í lágmarki. Til þess að sýna fram á sjálfbærnina þarf hins vegar að vera hægt að rekja ferlið sem á sér stað í matvælaiðnaðinum,” segir í grein Markaðarins.

Íslendingar standa framarlega

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri á sviði sem kallast ný tækni og markaðir hjá Matís ohf., segir margt gott hafa verið unnið í þeim efnum hér á landi. „Við stöndum í raun frábærlega í rekjanleika hér,” segir hann, en með því að hægt sé að rekja ferlið fást nákvæmar upplýsingar um vöruna. Seljendur sem búa yfir „gæðaafurð” eru sagðir geta aðgreint sig betur frá öðrum á markaði.”

Fiskborð

Þá segir Sveinn: „Þetta snýst í fyrsta lagi um að neytandinn geti vitað hvaðan varan kemur, en það er sá þáttur sem flestir þekkja, og í öðru lagi um að hægt sé að rekja nákvæmlega hvaða leið varan fór. Ef tekið er dæmi um lambakjöt lægi leiðin frá bónda til neytanda í gegnum slátrun, kjötvinnslu, dreifingu og verslun.” Sveinn segir Íslendinga almennt standa framarlega í matvælaiðnaði hvað rekjanleika varðar „og mjög framarlega í sjávarútvegi á alþjóðlega vísu”.

Ritrýndar greinar

Flavorants from Seafood Byproducts. Handbook of Food Products Manufacturing: Health, Meat, Milk, Poultry, Seafood, and Vegetables

Hlekkur að bók

Ritrýndar greinar

The “Fish & Chips” project: Microarrays as a standard tool for identification of marine organisms in biodiversity and ecosystem research

DNA microarrays are currently in use almost exclusively as research tools for gene expression analysis and their application for the identification of organisms is still in its infancy, only documented by a few studies on mammals, bacteria, and viruses. The “Fish & Chips” project aims to demonstrate that DNA chips can be a new innovative tool for the identification of marine animals and phytoplankton. To achieve this goal, fishes, invertebrates, and phytoplankton were sampled in European seas and taxonomically classified. Fragments of their mitochondrial 16S, cyt b, and COI genes and from the nuclear 18S genes were sequenced and served as molecular markers to enable probe design for the microarrays. An on-line data base containing the sequences and all relevant information of the samples has been implemented. A first prototype of a ” Fish Chip “,is based on more than 400 sequences from the 16S rRNA gene belonging to 46 species. A second microarray prototype serves to identify flatfishes from the North Sea based on COI-and 16S sequences from 70 individuals of 17 fish species. A ” Phytoplankton Chip ” is now available with probes for all microalgal classes and many toxic species, as well as a ” Invertebrate Chip “. The results show that this approach is feasible.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

A hot water drill with built-in sterilization: Design, testing and performance

A hot water drilling system designed to penetrate to subglacial lakes with a minimum risk of biological contamination has been built and tested. The system uses a heat exchanger to melt snow in a plastic container and the meltwater is pumped through filters and a UV sterilization unit before entering a high pressure pump and heater. The drill hose is made of synthetic rubber and reinforced with high-tensile steel braids. The drill stem is made of stainless steel and is fitted with an exchangeable nozzle. The flow rate of the drilling water at full load is 450 l/hr. The drilling speed set by a winch can be varied between 1.5 mm/s and 1.5 cm/s. In tests of the sterilization efficiency of the system using snow and tap water spiked with bacteria, reduction of cell counts and attenuation of colony forming units to undetectable levels in the drilling water has been achieved. Calculations of heat loss in the drilling hose indicate that the temperature at the drill stem drops from 90 degrees C at the surface to 33 degrees C at 300 m depth; the typical thickness of ice-cover above subglacial lakes in the Vatnajokull ice cap, Iceland. Assuming a drilling speed of 25 m/hr the drill can produce a 300 m deep borehole with a minimum diameter close to 10 cm in 12 hours.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Development of Quality Index Method (QIM) scheme for fresh cod (Gadus morhua) fillets and application in shelf life study

The aim was to develop and evaluate a Quality Index Method (QIM) scheme for fresh cod fillets. Cod fillets were stored at 0–1 °C on ice up to 14 days. Total viable counts (TVC) and counts of H2S-producing bacteria were done. A QIM scheme for fresh cod fillets to evaluate freshness was proposed. A high correlation between the Quality Index (QI) and storage time on ice was found. The remaining storage time could be estimated with accuracy of ±1.3 days when the cod fillets were evaluated with QIM. The maximum storage time was estimated 8 days based on Quantitative Descriptive Analysis and H2S-producing bacteria counts.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

The role of volatile compounds in odor development during hemoglobin-mediated oxidation of cod muscle membrane lipids

The effect of hemoglobin from Atlantic cod (Gadus morhua) and Arctic char (Salvelinus alpinus) on formation of volatile compounds in washed cod model system was studied by GC analysis during chilled storage. Pro-oxidative effect of cod hemoglobin compared to char hemoglobin was observed as higher initial levels of hexanal, cis-4-heptenal and 2,4-heptadienal contributing to higher rancid odor sensory scores. This was in agreement with TBARS and changes in color indicating faster initial oxidation catalyzed by cod hemoglobin. The aldehydes appeared to decline towards the end of the storage time in agreement with TBARS; however, levels of 2,4-heptadienal were considerably higher after 4 days of storage in the arctic char hemoglobin catalyzed system.

Hlekkur að grein

IS