Höfundur: admin
Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ritstýrðu. Myndskreytingar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttur.
Í ritinu eru teknar saman gagnlegar leiðbeiningar fyrir þá sem koma að því ferli að gera lamb að gæða matvöru. Leiðbeiningarnar eru m.a. byggðar á rannsóknum og þekkingu frá Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og forverum þeirra, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár, frá smölun af fjalli og allt þar til tilbúin vara er komin í kjötborð verslana eða í veitingahús. Aðstæður og meðferð fyrir og eftir slátrun hafa áhrif á gæði og eiginleika kjötsins.
Vorráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands verður haldin 7. maí næstkomandi kl. 8-12 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Vörustjórnun og fjórða iðnbyltingin – rekjanleiki með nýjum kröfum og tækni. Ráðstefnan er haldin með stuðningi SI, SVÞ, FA og GS1 Ísland og fer skráning fram hér.
Valur N. Gunnlaugsson, starfsmaður Matís mun halda erindi um hvernig hægt er að mæta upplýsingaþörf neytenda í breyttu umhverfi.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.
Minnum á vinnustofu um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu sem haldin verður á vegum Uppbyggingasjóðs EES, miðvikudaginn 24. apríl
kl. 8:30-11:30 hjá Íslandsstofu að Sundagörðum 2.
Á vinnustofunni verður sérstök áhersla á samstarfsáætlanir Uppbyggingasjóðs EES í Portúgal, Grikklandi og Rúmeníu. Fulltrúi frá Innovation Norway mun kynna áætlanirnar ásamt Rannís, Matís, NMÍ og Íslandsstofu.
Einnig verður kynnt tengslaráðstefna sem haldin verður 22. maí fyrir áætlanir sjóðsins í bláa hagkerfinu og sagt frá mögulegum ferðastyrkjum fyrir íslenska aðila til að sækja hana.
Dagskrá:
- 8:30-9:30 Nýsköpunar- og viðskiptatækifæri í bláa og græna hagkerfinu og
tengslaráðstefnur. Anne Lise Rognlidalen verkefnastjóri hjá Innovation Norway - 9:30-9:40 Stuðningur við þátttöku íslenskra aðila. Aðalheiður Jónsdóttir sviðsstjóri
alþjóðasviðs Rannís og Mjöll Waldorf verkefnastjóri Enterprise Europe Network
á NMÍ. - 9:40-9:50 Dæmi um samstarfsverkefni innan EES svæðisins. Bryndís Björnsdóttir forstöðumaður lausna og ráðgjafar hjá Matís.
- 9:50-10:10 Kaffihlé.
- 10:10-11:30 Umræður og spurningar. Fyrirlesarar verða til viðtals og veita ráðgjöf.
Vinnustofan er skipulögð af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við Rannís, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Háskóla Íslands.
Allir áhugasamir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!
Líffræðilegur fjölbreytileiki á undir högg að sækja í hafinu en talið er að fjölbreytileikinn sé að dala hratt og hraðar en áður í sögu hafsins. Sýnt hefur verið fram á að útbreiðsla og göngumynstur margra sjávartegunda hafi breyst vegna hnattrænnar hlýnunar. Einnig hefur veðurfar breytt vistkerfum þannig að margar tegundir hafa horfið en slíkt tap á tegundum er eflaust vanmetið þar sem aðeins lítið brot af tegundum í djúpsævi og á heimskautasvæðum eru þekktar. Tegundir sem lifa í hafinu eru flestar huldar sjónum okkar og því er erfiðara að finna og meta fjölda þeirra.
Eftirlit með líffræðilegum fjölbreytileika og útbreiðslu sjávartegunda er erfitt, kostnaðarsamt og tímafrekt. Slíkar rannsóknir krefjast sérhæfðra rannsóknarskipa og tækjabúnaðar ásamt sér menntaðar áhafnar.
Ný tæki í verndunarlíffræði notast við umhverfis DNA (environmental eDNA) til þess að meta líffræðilegan fjölbreytileika. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annmörkum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjölbreytileika í hafinu. Uppruni eDNA í hafinu er ýmiskonar en venjulega kemur DNA-ið frá lífverunum úr húðfrumum, slími, hrognum, hlandi eða saur. Sjó er safnað á misunandi dýpi á þeim svæðum sem eru til rannsókna og er sjórinn svo síaður. Í síunni verður eftir DNA úr lífverum sem hægt er að greina með raðgreiningartækni. Eftirlit með líffræðilegum fjölbreytileika með umhverfis DNA hefur marga kosti umfram aðrar aðferðir og hefur aðferðin reynst vel við mat á líffræðilegum fjölbreytileika í mörgum vistkerfum.
Í þessu verkefni er ætlunin að setja ráðstefnu með helstu sérfræðingum í Evrópu og víðar um tækni, tækifæri og annmarka í eDNA rannsóknum. Einnig verða kynnt rannsóknarverkefni þar sem eDNA hefur verið notað við vistfræðirannsóknir.
Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Hafrannsóknastofnunar 2. til 3. október 2019 og verður hún öllum opin. Fljótlega verður vefsíða ráðstefnunnar opnuð. Þar verður hægt að finna dagskrá ásamt ýmsum fróðleik um eDNA og þar verður einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna.
Verkefninu er stýrt af Davíð Gíslasyni hjá Matís og Christopher Pampoulie hjá Hafrannsóknastofnun. Verkefnið er styrkt af Ag-fisk, vinnunefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf á sviði fiskveiða og fiskeldis.
Nýverið birti tímaritið Icelandic Agricultural Science greinina Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani eftir þau Jón H. Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Guðmund Jóhannesson og Emmu Eyþórsdóttur.
Þar er greint frá viðamikilli rannsókn þar sem alls 480.495 mælingar á daglegri nyt 33.052 íslenskra kúa voru notaðar til að meta erfðastuðla fyrir mjólkurmagn, fitumagn, próteinmagn og frumutölu á fyrstu þremur mjaltaskeiðum með slembiaðhvarfslíkani. Í ljós kom að arfgengi allra eiginleika reyndist lægst í upphafi mjaltaskeiðs en hæst um eða eftir mitt mjaltaskeið. Þá var arfgengi afurðaeiginleika metið hærra í þessari rannsókn en í eldri rannsóknum á stofninum. Athyglisverð niðurstaða var ennfremur að erfðabreytileiki á mjólkurúthaldi í stofninum gerir kleift að breyta lögun mjaltakúrfunnar fyrir íslenskar kýr með úrvali.
Greinina má nálgast hér.
Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin þann 24. apríl.
Uppbyggingarsjóður EES veitir styrki til samstarfsverkefna og verður lögð áhersla á áætlanir í Grikklandi, Portúgal og Rúmeníu á vinnustofunni.
Fulltrúi frá Innovation Norway mun kynna þessar áætlanir ásamt Matís, Rannís og Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins. Jafnframt verður kynnt tengslaráðstefna sem haldin verður í maí um áætlanir sjóðsins í bláa hagkerfinu og mögulega ferðastyrki fyrir íslenska aðila.
Vinnustofan er skipulögð af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við Matís, Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands.
8:30 – 9:30 – Nýsköpunar- og viðskiptatækifæri í bláa og græna hagkerfinu og tengslaráðstefnur
Anne Lise Rognlidalen, verkefnastjóri, Innovation Norway
9:30 – 9:40 – Stuðningur við þátttöku íslenskra aðila
Mjöll Waldorff, verkefnastjóri, Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs, Rannís
9:40 – 9:50 – Dæmi um samstarfsverkefni innan EES svæðisins
Bryndís Björnsdóttir, forstöðumaður lausna og ráðgjafar, Matís
9:50 – 10:10 – Kaffihlé
10:10 – 11:30 – Umræður og spurningar
Fyrirlesarar verða til viðtals og veita ráðgjöf
Vinnustofan fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2. Nánari upplýsingar má finna hér.
Seafish í Bretlandi, sem að vissu leyti er systurstofnun Matís, stóð fyrir ráðstefnu í Aberdeen í lok Mars, sem bar yfirskriftina the Scottish Seafood Summit. Þetta var í fyrsta sinn sem Seafish stendur fyrir svona viðburði í Skotlandi, en viðlíka ráðstefnur hafa virðið árlegir viðburðir í Grimsby um árabil s.k. Humber seafood summit.
Talsmönnum Seafish Þótti takast einstaklega vel með þessar ráðstefnu í Aberdeen, en um 150 manns sóttu ráðstefnuna og um 100 manns í viðbót fylgdust með beinni útsendingu á vef stofnunarinnar.
Meginumfjöllunarefnið var að sjálfsögðu Brexit og var fjallað um mögulegar afleiðingar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Ein málstofan var tileinkuð umræðum um hvaða áhrif Brexit geti haft á mönnun í veiðum og vinnslu (labour constraints), en sjávarútvegur í Bretlandi er töluvert háður innfluttu vinnuafli. Í þessari málstofu var meðal annars fjallað um sjálfvirkni og tækninýjungar, og þá hvaða tækifæri séu í að nýta sjálfvirkni til að koma í stað vinnuafls sem verður erfiðara að flytja inn til Bretlands í kjölfar Brexit. Jónas R. Viðarsson, faglegur leiðtogi hjá Matís, var boðið á ráðstefnuna til að fjalla um sjálfvirkni í íslenskum sjávarútvegi og hver þróunin hafi verið í tengslum við tækninýjungar og mannaflaþörf á Íslandi. Kynningu Jónasar má sjá hér, en ræða hans vakti mikla athygli og fékk hann fjölda fyrirspurna að henni lokinni. Segja má að ráðstefnugestir hafi skipst í tvo jafna hópa varðandi framtíðarsýn fyrir skoskan sjávarútveg þar sem um helmingur taldi að best væri að fara „íslensku leiðina“ með að einblína á hagræðingu og sjálfvirkni; en hinn helmingurinn taldi að réttara væri að yfirvöldum bæri að tryggja að sjávarútvegurinn geti lifað í núverandi mynd án þess að einblínt sé á fjárhagslegan gróða. Allar kynningar frá ráðstefnunni má nálgast á heimasíðu Seafish hér.
Faggreinaleiðbeiningar
Leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við geita- og sauðamjaltir smáframleiðenda.
Stjórnvöld eiga samkvæmt matvælalöggjöf að hvetja faggreinar matvælaframleiðanda, s.s. samtök í iðnaði, samtök verslana og veitingahúsa og samtök fiskvinnslustöðva til að taka saman leiðbeiningar um góða starfshætti, innra eftirlit með GÁMES, sem er „Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Á ensku kallast það HACCP sem stendur fyrir „Hazard analysis and critical control points. Markmiðið er að faggreinar skilgreini staðal sem greinin vill að fyrirtæki uppfylli og að auðvelda fyrirtækjum að setja upp og innleiða innra eftirlit byggt á GÁMES. Matvælastofnun á að yfirfara slíkar leiðbeiningar til að sannreyna að þær uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Við framkvæmd opinbers eftirlits er stuðst við leiðbeiningarnar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa byggt upp sitt GÁMES kerfi. Fyrirtæki sem nýtir sér slíkar leiðbeiningar verður þó ávallt að vera meðvitað um að það geta verið þættir í starfsemi fyrirtækisins sem ekki eru í samræmi við leiðbeiningarnar og því þarf alltaf að aðlaga þær í hverju tilviki fyrir sig.
Faggreinaleiðbeiningar, eins og hér eru framsettar, eru leiðbeiningar um góða starfshætti, innra eftirlit og GÁMES fyrir mjaltir á geita- og sauðamjólk. Stuðst var við útgefið efni frá Eldrimner í Svíþjóð 2013; Fäbodnäringens branschriktlinjer og Riskbedömning och kritiska styrpunkter vid framställning av fäbodprodukter og frá Danmörku; Branchekode for egen- kontrol i mælkeleverende besætninger, 4. útgáfa 2017.
Í faggreinaleiðbeiningum er tiltekið hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hættur og hvaða verklag er hentugast að viðhafa við mjaltir og söfnun mjólkur fyrir áframhaldandi úrvinnslu. Leiðbeiningarnar eiga að hjálpa bóndanum að ná markmiðum um heilnæm matvæli.
Verkið var unnið af Matís, í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtökin Beint frá býli og Matvælastofnun, sem hefur samþykkt þessar fagleiðbeiningar.
Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti
Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur til að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Með megindlegri rannsóknaraðferð voru greind viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda (n = 853) á hrossakjöti. Niðurstöður voru meðal annars þær að hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum alls staðar á landinu. Flestir sem versla hrossa- og/eða folaldakjöt kaupa það úr kæli eða um 50% þátttakenda en næst algengast er að fólk nálgist kjötið hjá vini, ættingja, slátri sjálft, kaupi beint frá býli eða fleira í þeim dúr. Oftar en ekki gerði fólk lítinn greinamun á viðhorfi til hrossakjöts annars vegar og folaldakjöts hins vegar. Hvað varðar kaupvilja á vörum þá sögðust flestir ólíklegastir til þess að kaupa grafið eða reykt hrossakjöt en líklegastir til þess að kaupa steikur, gúllas og snitsel. Að mati þátttakenda í rannsókninni hafa venjur og uppeldi hvað mest áhrif á neyslu hrossa- og folaldakjöts en þekking á vöru kom þar á eftir. Það eru mörg sóknarfæri í sölu hrossakjöts. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt. 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga. Hjátrú og fordómar gagnvart neyslu hrossakjöts virðast vera liðin tíð en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð hrossakjöts. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það er ekki hægt að segja annað en að tækifærin séu til staðar fyrir markaðsetningu hrossakjöts og hægt að gera ráð fyrir því að með mörg tromp á hendi megi vinna stóran slag ef haldið er rétt á spilunum.
The aim of this study was to improve the status of horse meat on the Icelandic market. A quantitative research method was used to study the attitudes and buying behavior of Icelandic consumers on horse meat (n = 853). The results showed that horse and foal meat is not prominent and visible in stores in Iceland. Most people who buy horse and / or foal meat buy it from stores, refrigerated, or about 50% of the participants, but most often people get the meat from friends, relatives, slaughter themselves or buy directly from farms. Attitudes towards horse meat and foal meat were generally similar. In terms of buying a product, most people were the least likely to buy a buried or smoked horse meat, but most likely to buy steaks, guillemots and chips. The respondents believed that habits and upbringing had the most effect on horse and foal meat consumption, but knowledge of the product was in the third place. There are many opportunities in the sale of horse meat provided for quality products. Most of the participants were positive towards horse meat and welcomed the discussion on horse meat. 96% of the participants in the survey had tasted horse and / or foal meat. Those who had not tasted the meat, had no interest, either because they did not eat meat or because they felt like eating their dog and felt it was wrong because of emotions. Pastoralism and prejudice towards horse meat appear to belong to the past, but there is room for improvement of consumer knowledge of quality and treatment of horse meat. Most people considered the horse and foal meat to be clean and environmentally friendly food, free of antibiotics and contaminants. The marketing possibilities for horse meat are good.