Fréttir

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni – framganga verkefnis

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Nú er í gangi verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Markmið verkefnisins er að þróa og staðla verkunaraðferð þangs sem byggir á meðhöndlun mjólkursýrubaktería og annarra gerjunarörvera. Mjólkursýrubakteríurnar brjóta niður fjölsykrur í þanginu, gera það meltanlegra og nothæft sem fóðurbæti sem ríkur er af fásykrum og fjölfenólum með margvíslega lífvirkni og bætibakteríuörvandi (prebiotic) eiginleika.

Nú er búið að sýra mismunandi þang með mismunandi bakteríum við mismunandi aðstæður. Sömuleiðis er búið að greina súrþangið með tilliti til efna- og örveruinnihalds. Allt hefur þetta verið gert fram að þessu á litlum skala og hafa niðurstöðurnar reynst áhugaverðar. Næst á dagskrá er að skoða fleiri gerðir þangs og framkvæma tilraunir á stærri skala.

Þess má að lokum geta að afurðir úr þessu verkefni munu verðar teknar áfram í öðru verkefni innan EIT Food. 

Fréttir

Örsláturhús myndu örva nýsköpun í landbúnaði

Örsláturhús eru til umfjöllunar í Bændablaðinu í dag í viðtali við Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, sviðstjóra hjá Matís. Hugmyndin um örsláturhús hefur komið sífellt oftar til tals að undanförnu, en um er að ræða nýjan möguleika fyrir bændur til að þjónusta viðskiptavini sína milliliðalaust með heimaslátruðum afurðum.

 viðtalinu bendir Hrönn á að heimaslátrun sé leyfð samkvæmt lögum, þegar bóndi slátrar heima á bæ og til eigin nota. Aftur á móti er sala og dreifing heimaslátraðra afurða bönnuð, þ.e. sala og dreifing afurða út fyrir býlið. Hrönn bendir á að sala á heimaslátruðum afurðum tíðkist töluvert á bak við tjöldin og það sé í raun lítið mál að nálgast heimaslátrað kjöt.

„Ástæðan fyrir því að bannað er að selja afurðir af heimaslátruðu er að dýrunum er slátrað […] án nokkurs eftirlits og í aðstöðu sem er í flestum tilfellum ekki samþykkt til matvælaframleiðslu,“ segir Hrönn. „Í framhaldi af því má svo spyrja sig hvort afurðirnar séu ekki jafnmikil ógn við heimafólk á bænum þar sem slátrunin fór fram og aðra, komi eitthvað upp.“ 

Hrönn bendir á að staða sauðfjárbænda í dag sé erfið og að ekki sé útlit fyrir að það muni breytast mikið á næstunni. „Við hjá Matís teljum að nýsköpun sé lykillinn að uppbyggingu landbúnaðar, nýliðunar í greininni og eflingu byggða. Hugmynd okkar hjá Matís er að bændum verði gert kleift að stunda nýsköpun heima fyrir og að í stað þess að þeir þurfi að kaupa þá þjónustu sem felst í að aflífa dýrin leggjum við að þeim verði gert mögulegt samkvæmt reglugerð að koma upp eins konar örsláturhúsi. Slíkt myndi gera bændum kleift að slátra heima, vinna afurðir úr hráefninu og selja þær beint frá býli.“Viðtalið birtist í Bændablaðinu í dag.

Fréttir

Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð

Nýverið lauk vinnu við verkefnið „Sjóvinnsla á þorskalýsi“. Verkefnið var styrkt af AVS og unnið af Matís undir handleiðslu Marvins Inga Einarssyni. Markmið verkefnisins var að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð og bera saman ávinning á slíkri vinnslu við löndun á heilli lifur.

Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki sé arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og hagnaður getur orðið enn meiri sé allt slóg unnið, þ.m.t. lifrin.

Meiri hagnaður reyndist vera af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en þeir nýta almennt ekki lifur.

Marvin segir niðurstöðurnar sýna, að framleiðsla á slóglýsi um borð í frystitogurum geti verið hagkvæmur kostur, sérstaklega þegar horft er til eldri togara sem ekki hafa pláss fyrir mjölvinnslu. Umræddur búnaður tekur um 9 fermetra og gera þarf ráð fyrir geymslutönkum undir lýsi upp á u.þ.b. 15 rúmmetra.

Fréttir

Greining hráefnis ísfisktogara með tilliti til vinnslueiginleika

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Hlynur Guðnason flytur meistarafyrirlestur í Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði í dag, mánudaginn 17. september kl. 15-17.

Markmið verkefnisins var að greina hráefni ísfisktogara sem koma með ofurkælt hráefni í land annarsvegar og hinsvegar ísfisktogara sem koma með hefðbundið hráefni í land geymt á ís og greina hvaða áhrif þessar tvær aðferðir höfðu á vinnslueiginleika hráefnis, greina hvort aldur hráefnis hefur áhrif á flakanýtingu og gallatíðni og hvernig hámarka mætti verðmæti þess afla sem kemur á land.

Verkefnið er tvískipt, í fyrri hluta verkefnisins var framkvæmd rannsókn á áhrifum kælingar þorsks á flakanýtingu og afurðaskiptingu í vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Í öðrum hluta er síðan framkvæmd tölfræðileg greining á gögnum frá vinnslu HB Granda í Reykjavík til þess að svara því um hvernig hámarka megi nýtingu og gæði og lágmarka galla þess afla sem kemur á land.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að gerð kælingar virðist ekki hafa marktæk áhrif á flakanýtingu karfa og ufsa þar sem hún er að mestu háð þyngd og holdafari fisks. Sömuleiðis virðist gerð kælingar ekki hafa marktæk áhrif á gallahlutfall en gallahlutfall virðist einkum vera háð þyngd hráefnis og ástandi véla. Marktækur munur er á hlutfalli karfaflaka með rauða stirtlu milli skipa sem og einnig flakanýtingu ufsa eftir aldri hráefnis þegar hann er unnin og má því hámarka nýtingu með því að vinna fiskinn á þeim aldri ef sá möguleiki sé fyrir hendi.

Deild

Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur

Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís.

Prófdómari

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Vínbúðinni

Hvenær

17. september 2018 frá kl. 15:00 til 17:00

Hvar

VR-II Stofa 157

Nánar

Allir velkomnir

Fréttir

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar fyrir árið 2019

Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 er lagt til að fjárframlög Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til Matvælarannsókna Matís verði skorin niður um 12% frá framlagi ársins 2018.

Gangi tillagan eftir mun þjónustusamningur Matís við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið því lækka í 397,9 milljónir árið 2019. Þjónustusamningurinn nýtist meðal annars til fjármögnunar rannsókna- og þróunarverkefna til móts við styrki frá sjóðum, en samkvæmt rekstraráætlun ársins 2018 stefnir í að fjárlagaliðurinn standi undir 27% af tekjum Matís. Algengt er að sambærilegir aðilar erlendis sem stunda rannsóknir og þróun í þágu atvinnulífsins og samfélagsins njóti a.m.k. 35-50% fjármögnunar í beinum framlögum frá hinu opinbera.

Fréttir

Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Ert þú hjá fyrirtæki sem tekur þátt í nýsköpun, rannsóknum og/eða þróunarverkefnum? Fyrirtæki á sviði nýsköpunar og þróunar eiga möguleika á skattfrádrætti upp að ákveðnu marki af heildarkostnaði ár hvert sem fellur til vegna rannsókna- og þróunarverkefna.

Og það sem meira er, heildarkostnaður samþykktra verkefna má vera hærri ef fagþekking, þjónusta og innviðir öflugra rannsóknafyrirtækja eins og Matís eru nýttir.Með þessu er komið til móts við þá sem eru að taka sín fyrstu skref í virðisaukandi framleiðslu eða þjónustu.

Nánar

Skýrslur

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Útgefið:

11/09/2018

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Vöruþróunarsetur sjávarafurða

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi. Meginástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti. Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. To do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization. Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains it is clear, that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Skoða skýrslu

Fréttir

Er gagn af opinberum gögnum?

Góð og sannreynd gögn eru nauðsynlegur grunnur áreiðanlegra upplýsinga til að tryggja rökstuddar ákvarðanir. Burtséð frá því hvaða ákvarðanir eru teknar og hvernig þær reynast, eru gögn og upplýsingar grunnur rökræðunnar. Mikilvægt er að gögn og upplýsingar byggi á samræmdum og stöðluðum aðferðum þannig að nýta megi þær af þekkingu.

Í sjávarútvegi sem og öðrum greinum er mikið magn gagna að finna, gagna sem eru grunnur að mörgum mikilvægum og afdrifaríkum ákvörðunum sem hafa áhrif á alþjóðasamskipti, samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga.

Í þessu samhengi var ákveðið að meta afmörkuð opinber gögn um síldveiðar, vinnslu og verðmætasköpun í Noregi og Íslandi og reyna að meta hvort gögn sem birtast í opinberum gagnagrunnum þessara landa geti svarað nokkrum samanburðarspurningum með áreiðanlegum hætti.

Niðurstaðan er nokkuð skýr: Opinberar upplýsingar um afla er erfitt að tengja við opinberar upplýsingar um afurðir og verðmætasköpun með áreiðanlegum hætti. Skráning afurða í rétt tollskrárnúmer getur haft mikil áhrif, óstaðfestar upplýsingar um yfirvigt geta breytt samanburðinum umtalsvert o.s.frv.

Nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á allri virðiskeðju sjávarafurða varðandi skráningu og birtingu gagna ef sá möguleika á að vera til staðar að taka áreiðanlegar og rökstuddar ákvarðanir byggðar á bestri fáanlegri þekkingu hverju sinni. Líklegt má teljast að sama gildi um virðiskeðjur annarrar matvælaframleiðslu hér á landi.

Sjá skýrslu um virðiskeðju síldar í Noregi og á Íslandi

Ágrip

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi.

Megin ástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti.

Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

Tög: gögn, upplýsingar, virðiskeðja, síld

English summary

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. In order to do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization.

Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains, it is clear that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Tags: Data, benchmark, value chain, herring

Fréttir

Næsta námskeið: uppsetning og viðhald HACCP kerfa

Næsta námskeið hjá Matís fer fram 11. og 12. október nk. og eru efnistökin að þessu sinni Uppsetning og viðhald HACCP kerfa. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12.

Markhópur

Starfsmenn matvælafyrirtækja og sér í lagi þeir sem koma að matvælaöryggi fyrirtækjanna

Markmið

Að veita þeim sem vinna á einhvern hátt að HACCP kerfum dýpri skilning á uppsetningu kerfisins og hvernig því skal viðhaldið. Auk þess efla þekkingu á hugsanlegum líf-, efna- og eðlisfræðilegum hættum sem kunna að leynast í umhverfi matvæla og hvaða áhrif þær geta haft á öryggi þeirra.

Efni námskeiðs

Farið verður yfir forkröfur HACCP og hvernig þær styðja við hættugreiningu matvælafyrirtækja. Þá verður rætt um helstu líf-, efna- og eðlisfræðilegar hættur sem áhrif geta haft á öryggi afurða og hvernig þær tengjast hættugreiningu. Ítarlega verður farið yfir uppsetningu HACCP og tekin fyrir hagnýt dæmi um einstaka þætti við uppsetningu kerfisins.

Afrakstur námskeiðs

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast skilning á uppbyggingu HACCP kerfa og hvaða hættur er helst að finna í matvælum og umhverfi þeirra og hvernig hægt er að stýra þeim hættum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, og verklegra æfinga.

Námskeiðið verður haldið 11. og 12. október 2018
í húsakynnum Matís frá 9:00 til 16:00 báða dagana

Helstu þættir námskeiðs:

  1. Inngangur Fjallað um þróun og uppbyggingu HACCP kerfa.
  2. Góðir starfshættir (e. prerequisite program) Farið yfir helstu atriði góðra starfahátta og hvernig þeir tengjast HACCP. Rætt um hvernig góðir starfshættir hafa bein áhrif á hættugreiningu matvælafyrirtækja.
  3. Hættur í matvælum. Fjallað er um helstu hættur sem fyrirfinnast í hráefni og umhverfi matvæla sem og hættur er tengjast vinnslu og meðferð matvæla. Rætt um hvernig hægt er að stýra þessum hættum.
  4. Uppbygging HACCP. Farið yfir hvernig HACCP kerfi eru uppbyggð. Ítarlega farið yfir hvert þrep og hvernig kerfið er svo virkjað og viðhaldið.
  5. Verkleg þjálfun. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái þjálfun í gerð HACCP kerfa. Á námskeiðinu er þátttakendum skipt upp í vinnuhópa eða ímynduð HACCP teymi og munu hóparnir vinna stutt verkefni í tengslum við það efni sem fjallað er um. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa góðan skilning á uppsetningu HACCP kerfa og geta tekið virkan þátt í uppsetningu þeirra og jafnvel leitt þá vinnu.

Innifalið í skráningargjaldi eru öll námskeiðsgögn, léttar veitingar og hádegismatur báða dagana.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 15 og lágmarksþátttaka er 10 manns. Ef lágmarksþátttöku er ekki náð fellur námskeiðið niður og þeir sem hafa skráð sig fá endurgreitt. Ef námskeiðið fellur niður vegna ónógrar þátttöku sendir Matís tilkynningu þess efnis með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara. Sömuleiðis þarf að tilkynna forföll með minnst 48 klst. fyrirvara til að fá skráningargjald að fullu endurgreitt. 

Flestir fræðslu- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga styrkja þátttöku í námskeiðum sem þessum. Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi.

Fréttir

Hvers vegna er bygg gott fyrir heilsuna?

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangi. Framfarir hafa orðið í ræktuninni og uppskeran á hverju ári er um 9 til 16 þúsund tonn.

Bygguppskeran er fyrst og fremst notuð sem fóður. Bygg er sú korntegund sem hentar best til ræktunar á norðlægum slóðum. Með því að rækta bygg á Íslandi er hægt að spara gjaldeyri fyrir innflutning og draga úr flutningum langar leiðir.

Meira um bygg.

IS