Þriðjudaginn 6. júní fór fram vel heppnað málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu. Upptaka af málþinginu er nú aðgengileg hér fyrir neðan.



















Ljósmyndir: Anton Brink
Ljósmyndir: Anton Brink
Á vinnustofuna voru boðnir aðilar sem starfa á sviði fiskeldis hér á landi. Fjórir fyrirlestrar voru um verkefnið, skammstöfunina ÖAF, seyruna, efnasamsetningu hennar og áskoranir tengdar notkun hráefnanna seyru og annarra hliðarafurða frá fiskeldi. Að loknum fyrirlestrum var hópavinna þar sem þátttakendur vinnustofunnar unnu með viðfangsefnið og fóru yfir tækifærin sem og áskoranir tengdar framtíðarmöguleikum fiskeldisseyrunnar og öðrum hliðarafurðum frá fiskeldi.
Vel mætt var á vinnustofuna en þátttakendur töldu ríflega 20 manns og mynduðust góðar umræður hjá þátttakendum um viðfangsefnið sem þeir vinna með alla daga. Hluti verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ er svo að vinna með niðurstöður úr vinnustofunni þ.e. hugmyndir og reynslu þátttakenda.
Eitt af niðurstöðum vinnustofunnar er að tækfæri seyrunna sem og annarra hliðarafurða frá fiskeldi eru fjölmörg s.s. nýting hráefnisins sem áburð og jarðvegsbætir fyrir landbúnað. En samhliða þeim tækifærum eru áskoranir tengdar regluverki og það að gera hráefnið fýsilegt til notkunar út frá hagkvæmni. Hagkvæmnin er tvíþætt þ.e. söfnun og meðhöndlun hráefnisins hjá fyrirtækjunum svo úr verði eftirsótt afurð.
Verkefnið er einn liður í stóru púsli til þess að efla hringrásarhagkerfið og er styrkt af Hringrásarsjóði.
Anna Berg Samúelsdóttir
Sérfræðingur Matís á sviði sjálfbærni og eldi.
Þar verður áherslan á seyru frá fiskeldi og rannsóknir í því samhengi. Vinnustofan er á vegum verkefnisins Örverur til auðgunar fiskeldisseyru sem leitt er af Matís og unnið í samstarfi við Sjávarklasan og Samherja fiskeldi.
Viltu taka þátt í rannsókn á áhrifum efna úr þangi á öldrunareinkenni heilbrigðrar húðar?
Rannsóknin felur í sér samanburð á teygjanleika, raka og húðfitu í andliti fyrir og eftir um 12 vikna notkun á andlitskremi. Helmingur þátttakenda fær krem með efnum úr þangi en hinn helmingurinn sama krem án efna úr þangi. Eftir að rannsókn lýkur verður dregið úr hópi þátttakenda tvö 20.000 kr. peningaverðlaun.
Þú getur tekið þátt ef þú ert:
Hvað þarf þú að gera?
Hvernig skráir þú þig?
Rannsóknin er hluti af verkefninu MINERVA sem miðar að því að auka og bæta nýtingu stórþörunga sem framleiddir eru á sjálfbæran hátt og þróa nýjar verðmætar vörur úr þeim. Verkefnið er styrkt af ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja á Írlandi, Íslandi og í Svíþjóð.
Nánari upplýsingar eru sendar ef áhugi er fyrir þátttöku.
Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, þar sem Stjörnu Sævar mun mæta á svæðið, andlitsmálning fyrir börnin ásamt spennandi vísindastöðvum fyrir unga sem aldna.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að fara á viðburðinn á Facebook.
Sjáðu myndirnar frá sumarhátíðinni:
Verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, hefur efnt til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára (3-4. bekkur grunnskóla). Viðfangsefni keppninnar er matur framtíðarinnar, en krakkarnir eru hvattir til þess að láta hugan reika og setja niður á blað hvernig þeir sjá fyrir sér mat framtíðarinnar. Það má senda teikningu, málverk eða aðra myndræna útfærslu. Hámarksstærð mynda er A3 og skulu þær berast til Matís í bréfpósti.
Helstu upplýsingar:
Til mikils að vinna!
Verðlaun:
Með því að taka þátt í keppninni, er veitt samþykki fyrir birtingu myndanna á miðlum verkefnisins. Þegar myndum er skilað, skal nafn þátttakanda og nafn myndar fylgja.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Hulda Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Matís í netfang: katrinh@matis.is
Dagskrá:
Ávarp
Erindi
Fundarstjórn:
Bergur Ebbi Benediktsson
6. júní, 2023 – frá 9:00 – 12:30
Norðurljósasalur Hörpu
Það er ljóst að framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi felur í sér stórar áskoranir en jafnframt stórkostleg tækifæri. Við þurfum að tryggja að hér sé nægur öruggur og heilnæmur matur fyrir alla. Við þurfum að draga úr neikvæðum um hverfisáhrifum matvælaframleiðslu og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands og sjávar til að auðlindirnar geti áfram þjónað komandi kynslóðum.
Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ og hefst kl 13:00.
Andmælendur:
Dr. Heidi Nielsen, rannsóknarstjóri Nofima í Tromsö, Noregi
Dr. Ida-Johanne Jensen, aðstoðar prófessor við NTNU/UiT í Þrándheimi, Noregi.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi:
Umsjónarkennari var María Guðjónsdóttir og leiðbeinandi Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís.
Einnig í doktorsnefnd: Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor.
Dr. María Guðjónsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni.
Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.
Mörg áhugaverð erindi voru tekin fyrir á fundinum. Guðjón Þorkelsson stefnumótandi sérfræðingur hjá Matís var með erindið: Skiptir fitusprenging máli fyrir bragðgæði íslensks lambakjöts? og Sæmundur Sveinsson fagstjóri hjá Matís var með erindið: Leitin að erfðaþáttum bógkreppu- Staða verkefnis og framtíðarhorfur.
Við hvetjum áhugasama til að horfa á fagfundinn í heild sinni á Youtube rás Bændasamtaka Íslands, með því að smella hér.
Erindið: Leitin að erfðaþáttum bógkreppu- Staða verkefnis og framtíðarhorfur hefst 1:43:00
Erindið: Skiptir fitusprenging máli fyrir bragðgæði íslensks lambakjöts? hefst 2:07:00
Forsíðumynd: Lbhí