Fréttir

Aukin afköst við kælingu makríls – fyrlestur til meistaraprófs við HÍ

Sindri Rafn Sindrason flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er „Aukin afköst við kælingu makríls“. 

Ágrip

The objective of this study was to investigate the possibility of combining two existing cooling systems, Refrigerated Sea Water system (RSW) and Chilled Sea Water (CSW), to see if the outcome could be beneficial for fisheries to implement in their production. The main principle behind the idea is to add ice, preferably slurry ice, to help the RSW system to cool the catch down to an optimum temperature. The anatomy of the mackerel is discussed as well as seasonal variation and other important aspects of the species.

A closer look into the two cooling systems in question as well as the Icelandic mackerel quota was taken. One of the main objectives was to calculate the ice requirements for the different cooling systems, as well as compare their oil consumption and cooling rate of the product. Similar cooling treatments can also be used at other stages in the production line. Therefore the study also included a small experiment on using slurry ice to pre-cool the processed mackerel before plate freezing. Verkefnið er hluti af norræna meistaranáminu AQFood.

Leiðbeinendur

  • Sigurjón Arason, prófessor við Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís
  • María Guðjónsdóttir, lektor við Háskóla Íslands
  • Aberham Hailu Feyissa, lektor við DTU
  • Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Háskóla Íslands

Prófdómari

  • Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Vínbúðinni

Hvenær hefst þessi viðburður: 

28. janúar 2016 – 15:00

Staðsetning viðburðar: 

VR-II

Nánari staðsetning: 

Stofa 138

Fréttir

Fundur á Blönduósi um heimavinnslu matvæla

Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu komu saman á dögunum og ræddu möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði. Í framhaldinu var ákveðið að boða til fundar þar sem Óli Þór Hilmarsson frá Matís heldur erindi til kynningar og fræðslu um hvað þurfi að gera til að koma slíku í gang, en frá þessu segir á www.huni.is.

Nánari upplýsingar um fundinn á Blönduósi má finna á www.huni.is.

Upplýsingar um Matarsmiðjur Matís má finna á www.matis.is/matarsmidjur.

Fréttir

Þrjú útflutningsleyfi fyrirtækja í gegnum Matarsmiðju Matís

Á dögunum fékk Margildi svokallað A leyfi útgefið af Matvælastofnun til framleiðslu, sölu og dreifingar á lýsi úr uppsjávarfiskum en slíkt leyfi gerir þeim kleyft að flytja framleiðsluvörur sínar til annarra Evrópulanda.

Þó svo að ekki sé ætlunin að hefja mikla framleiðslu á lýsi hér í Matarsmiðju Matís á Vínlandsleið, þá er leyfið samt sem áður skilyrði þess að geta sent framleiðsluvörur til kynningar á innlenda sem erlenda markaði. Margildi er þriðja fyrirtækið til að fá A leyfi í Matarsmiðju Matís í Reykjavík. Arctic seafood var fyrst til að fá slíkt leyfi fyrir krabbavinnslu sína og fyrir um mánuði síðan fékk Trít sitt A leyfi, en megin starfssemi Trít er að útbúa matargjafakörfur. Starfssemi Trít hér í Matís snýst um framleiðslu afurða úr villtri gæs s.s. gæsaconfi og  gæsalifrarmús ásamt tilheyrandi meðlæti eins og lauksultu og sérstakri sósu.

Það að þrjú fyrirtæki séu komin með útflutningsleyfi til Evrópu á sínar vörur, auk þess sem allnokkrir frumkvöðlar og smáframleiðendur eru með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að aðstaða Matís á Vínlandsleið uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.

Leyfisveitingar eru með tvennum hætti hér á landi. Matvælastofnun sinnir eftirliti og gefur út starfsleyfi fyrir framleiðsluvörur úr dýraríkinu en Heilbrigðiseftirlitið veitir leyfi og er með eftirlit á vörum úr jurtaríkinu. Viðfangsefni þeirra sem eru með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti eru af ýmsum toga; viskíframleiðsla á frumstigi, bjórbruggun, súkkulaðigerð, smákökubakstur, deiggerð, sinnepsgerð, safagerð og bulsugerð, eru dæmi um vörur sem þegar eru komnar í framleiðslu og væntanlegt á næstu vikum er snafsagerð og eftiréttagerð.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og nánari upplýsingar um matarsmiðjur Matís má finna www.matis.is/matarsmidjur/

Fréttir

Losum okkur við farveg klíkumyndunnar og raunverulegir hæfileikar blómstra

Eitthvað í þessa veru orðar Alda Möller þetta í áhugaverðu viðtali við Intrafish fyrir stuttu. Intrafish er fréttaveita um sjávarútvegsmál en Alda er fyrrum starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (Rf er forveri Matís).

Viðtalið ber nafnið “Women in Seafood” og má finna í heild sinni á vef Intrafish.

Fréttir

Ný útgáfa af Icelandic Agricultural Sciences

Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences, árgangur 28/2015 er nú fullfrágengið á heimsíðu ritsins http://www.ias.is, en Matís er einn af útgefendum þess.

Í ritinu eru sex greinar og það er samtals 80 blaðsíður. Þetta er einnig fyrsti árgangurinn þar sem allar greinar hafa svokallað doi (digital object identifier) númer sem auðveldar vísindamönnum um allan heim að finna rafrænar útgáfur greina sem vitnað hefur verið í. Við þessa breytingu var IAS jafnframt breytt í hreint rafrit og er það ekki lengur prentað. 

Seinasta greinin í árgangi 28/2015 er nýkomin á vefinn: Inoculation with arbuscular mycorrhizal fungi, fertilization and seed rates influence growth and development of lyme grass seedlings in two desert areas in Iceland eftir þá Úlf Óskarsson og Wolfgang Heyser. Greinin fjallar um áhrif svepprótasmits við ræktun á melgresi á tveimur sandsvæðum á Suðurlandi. Auk áhrifa svepprótasmitsins voru áhrif mismundi áburðar- og fræskammta einnig prófuð.

Það var athyglisvert að svepprótin jók vöxt á fyrsta ári en síðan dró úr jákvæðum áhrifum hennar og þau hurfu með tímanum og urðu jafnvel neikvæð. Hinsvegar jók áburður vöxt og sandsöfnun meira en aðrar meðferðir og enduráburðargjöf hafði meiri áhrif en stærð upphafsskammta af áburði. Hagkvæmast virtist að nota litla fræ- og áburðarskammta í upphafi en fylgja eftir með hóflegum áburði í nokkur ár eftir sáningu.

Þessi langtímarannsókn sem hér er greint frá er afar áhugaverð fyrir þá sem græða land með melgresi og nota það til að hefta sandfok og sýnir hversu nauðsynlegt það er að fylgja uppgræðslutilraunum og uppgræðslum eftir í mörg ár.

Fréttir

Keppni í nýsköpun vistvænna matvæla 2016 – kallað eftir keppnisliðum

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á háskólastigi. Þeir mega vera úr hvaða námsbraut sem er en æskilegt að einhver í hópnum hafi þekkingu á matvælum. Nemendur mega ekki vera orðnir 35 ára. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe, https://eu.ecotrophelia.org/en/about-us , í París í október.

Leiðsögn við þróunarferlið

Þegar hóparnir hafa skráð sig til leiks fá þeir aðgang að kennsluefni á netinu sem leiðbeinir þeim um alla þætti sem viðkoma þróunarferlinu. Hópunum verður útveguð aðstaða til verklegra prófana.

Frestur til að skila skráningu er til 31. janúar 2016.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir og til hennar sendist skráningarnar í keppnina: gunnthorunn.einarsdottir@matis.is

Fréttir

Hagnýting korns til matvælaframleiðslu

Eitt viðfangsefna sem Matís hefur umsjón með og byggir á gamalli arfleifð, er samstarf um hagnýtingu korns til matvælaframleiðslu. Landbúnaður í löndum við Norður-Atlandshaf býr við svalt loftslag og stuttan vaxtartíma plantna.

Þrátt fyrir það hafa bændur á Íslandi stundað kornrækt undanfarna áratugi og náð góðum tökum á ræktuninni. Ísland er á norðurmökum kornræktarbeltisins og öðru hverju koma slök kornræktarár. Landbúnaðarháskóli Íslands og forveri hans, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rala, hafa gert kornrækt á Íslandi mögulega með kornkynbótum og miðlun þekkingar til bænda. Kynbætur á korni hófust upp úr 1960 og vinnan hefur verið samfelld í meira en 50 ár. Kynbæturnar hafa borið árangur og yrki sem hæfa aðstæðum á Íslandi hafa litið dagsins ljós. Fæðudeild var starfrækt innan Rala frá 1977 og með samstarfi matvælafræðinga og jarðræktarfólks kviknaði áhugi á aukinni nýtingu innlenda kornsins til matvælaframleiðslu. Nokkra starfsemi innan Matís má enn rekja til fæðudeildar Rala og stöðugt verið að þróa þá þekkingu sem þar byggðist upp.

Árið 2005 var hafist handa við verkefni sem miðuðu að því að nýta innlent korn til matvalaframleiðslu og voru þau styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Þessi vinna þróaðist síðan í samstarf landa við Norður-Atlantshaf sem styrkt var af Norræna Atlantssamstarfinu og Norðurslóðaáætluninni.

Innlent korn er fyrst og fremst bygg en það hentar ágætlega í margskonar matvæli. Í brauð er það notað ásamt hveiti og leggur byggið til gott bragð og hollustuefni eins og beta-glúkana sem lækka blóðkólesteról og draga úr blóðsykursveiflum. Af öðrum matvörum með byggi má nefna kex, morgunkorn, grauta og tilbúna rétti. Loks má nefna að bygg er notað til að framleiða malt sem er eitt mikilvægasta hráefnið í bjórgerð.

Hlýnun jarðar breytir ræktunarskilyrðum og ræktun korns getur á sumum suðlægum svæðum orðið erfiðari en áður. Það skapar aukinn þrýsting á fóður- og matvælaframleiðslu á norðlægum slóðum. Nýting innlends korns eykur fæðuöryggi og eykur sjálfbærni í matvæla- og fóðurframleiðslu á Íslandi.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2015

Ársskýrsla Matís er komin út. Að þessu sinni snýr megin efni skýrslunnar að þeim góða grunni sem byggst hefur upp hjá Matís og forverum Matís undanfarna áratugi. Vægi þeirra stofnanna og fyrirtækja sem runnu í eina sæng þegar Matís var stofnað árið 2007 er enn þann dag í dag mikið í starfsemi Matís.

Ársskýrsla Matís 2015

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2015 – enska útgáfan

Ársskýrsla Matís er komin út. Að þessu sinni snýr megin efni skýrslunnar að þeim góða grunni sem byggst hefur upp hjá Matís og forverum Matís undanfarna áratugi. Vægi þeirra stofnanna og fyrirtækja sem runnu í eina sæng þegar Matís var stofnað árið 2007 er enn þann dag í dag mikið í starfsemi Matís.

Útgáfan sem hér er vitnað til er á ensku en íslenska útgáfan verður birt á næstu dögum.

Ársskýrsla Matís 2015

Fréttir

Móttaka og skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skiptiborð og móttaka Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

IS