Manuals

Concept paper on risk analysis in the area of food safety

Contact

Eydís Ylfa Erlendsdóttir

Scientist

eydisylfa@matis.is


Handbókin kynnir helstu hugtök áhættugreiningar á sviði matvælaöryggis. Áhættugreining er vel skilgreind aðferð til að skilja áhættu og hvernig hægt er að draga úr henni. Almennt er viðurkennt að áhættugreining samanstandi af þremur aðskildum en samtvinnuðum þáttum: 1. Áhættumati (risk assessment) 2. Áhættustjórnun (risk management) 3. Áhættukynningu (risk communication). 

Áhættugreining er aðferð sem stjórnvöld beita til þess að auka öryggi neytenda m.t.t. matvæla. FAO/WHO hafa leitt þessa umræðu og hafa birt leiðbeiningar varðandi framkvæmdina (Joint FAO/WHO Expert Consultation, 1995). Sömuleiðis hafa Codex Alimentarius Commission (CAC) og World Organization for Animal Health (OIE) tekið virkan þátt í að setja slíka staðla fyrir matvæli og dýr í alþjóðlegum viðskiptum. 

EN