Fréttir

Matvælið - hlaðvarp Matís

Erfðabreytingar á örverum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Gestir hlaðvarpsþáttarins Matvælið að þessu sinni eru þeir Björn Þór Aðalsteinsson, verkefnastjóri hjá Matís og Tryggvi Stefánsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá Algalíf. Í þættinum fara þeir yfir markaðsleg og rannsóknarleg sjónarmið í tengslum við erfðabreytingar á örverum.

Björn Þór segir okkur frá verkefninu Thermo-Tools sem líftæknihópur Matís hefur verið að vinna að síðastliðin ár. Thermo Tools verkefnið miðar að því að þróa ný tæki til að erfðabreyta hitakærum örverum. Ísland hefur þá sérstöðu að vera með mikið magn af heitum hverum og þar af leiðandi mjög gott aðgengi að hitakærum örverum. Hitakærar örverur lifa við mjög hátt hitastig, allt frá 50-121°C, og liggur vandamálið í því að þau tæki og tól sem alla jafna eru notuð við erfðabreytingar virka ekki við svo hátt hitastig.

Tryggvi Stefánsson hjá Algalíf segir okkur frá framleiðslu þeirra á Astaxanthin og hvernig markaðurinn sem Algalíf starfar á, setur skýra stefnu gegn erfðabreytingum og mikilvægi þess að þeir séu með non-GMO vottun í þeirra framleiðslu.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir