Fréttir

Fróðleikur um bógkreppu í nýjustu Hrútaskránni 

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Bógkreppa er arfgengur erfðagalli í sauðfé á Íslandi. Gallinn er að öllum líkindum víkjandi, sem þýðir að til þess að lömb fæðist með einkenni bógkreppu þurfa þau að fá gallaða genið frá báðum foreldrum.

Þetta hefur í för með sér að erfðagallinn hefur leynst árum saman í íslenska fjárstofninum og skýtur síðan óvænt upp kollinum. Matís er þáttakandi í verkefni um leit af erfðagallanum sem veldur bógkreppu. Rannsóknaverkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt, leitt af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og auk Matís kemur RML að verkefninu.

Í Hrútaskránni 2022-2023 er að finna fróðlega grein um erfðagallann. Hrútaskrána má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, greinin er á bls 52-53.

Viltu vita meira? Lestu einnig fyrri frétt um aðkomu Matís að leit erfðaþátta bógkreppu, hér að neðan: