Fréttir

Viðtal við Jónas R. Viðarsson í World Fishing & Aquaculture

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í nýjasta hefti World Fishing & Aquaculture er viðtal við Jónas R. Viðarsson, Sviðsstjóra hjá Matís, um hvernig tekist hefur að auka fullnýtingu á sjávarfangi á Íslandi á undanförnum áratugum, og hvaða tækifæri séu fyrir hendi varðandi enn frekari nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Horft er til Íslands sem fordæmi um hvernig hægt sé að stórauka nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi, en þar hefur Matís í samstarfi við fyrirtæki, háskóla og yfirvöld spilað stórt hlutverk.

Viðtalið við Jónas var tekið á ráðstefnunni Fish Waste For Profit, sem haldin var í júní sl. En þar komu saman sérfræðingar og hagaðilar alls staðar að úr heiminum til að ræða hvernig unnt sé að auka nýtingu í sjávarútvegi.

Viðtalið við Jónas má finna með því að smella hér:

Blaðið í heild sinni má finna hér