Skýrslur

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Sigríður Sigurðardóttir, Sveinn Margeirsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AVS, MariFish, FP7

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Skýrsla þessi er lokaskýrsla til AVS í verkefninu Fiskveiðistjórnun til framtíðar sem var að hluta styrkt af AVS rannsóknarsjóði. Um er að ræða doktorsverkefni Sigríðar Sigurðardóttur í iðnaðarverkfræði þar sem meginviðfangsefnið er líkangerð í fiskveiðistjórnun. Verkefnið sjálft sem er um það bil hálfnað er hluti af tveimur stærri Evrópuverkefnum, EcoFishMan og Badminton. Ekki er um hefðbundna lokaskýrslu að ræða þar sem verkefninu er ekki lokið, en niðurstöður verkþátta og nákvæma aðferðafræði verður hægt að kynna sér í áfanga- eða lokaskýrslum verkefnanna beggja þegar þær koma út. Að sama skapi er fyrirhugað að birta niðurstöður í ritrýndum greinum. Í þessari skýrslu er Evrópuverkefnunum lýst í heild, því næst er þeim verkþáttum sem styrkveiting AVS nær til lýst. Greint er frá aðferðafræði og framkvæmd. Badminton verkefnið fjallar um rannsóknir á brottkasti og ástæðum þess. Sá verkþáttur sem Fiskveiðistjórnun til framtíðar nær til fól í sér kerfisbundna greiningu á aðferðum til þess að draga úr brottkasti þar sem útkoman er nokkurs konar tól sem stjórnendur veiða geta nýtt sér við ákvarðanatöku. EcoFishMan verkefninu er ætlað að vera innlegg í endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Evrópusambandið og er áhersla lögð á samstjórn. Sú vinna sem lýst er hér snýst um líkangerð á grásleppuveiðum á Íslandi.

This is a final report to the AVS fund in the project Fisheries management for the future, which was partly funded by the AVS research fund. The project is a part of Sigriður Sigurðardottir’s PhD in industrial engineering, where the main topic is to develop simulation modes on fisheries management. Sigriður’s PhD, which is half-way done, is a part of two larger European projects, EcoFishMan and Badminton. This report therefore only report’s on intermediate results in the larger contents. Further information will be available in reports and publications connected with EcoFishMan and Badminton. This report contains brief descriptions of the European projects and more detailed coverage of the progress, methodology and results in the work funded by AVS. Badminton is a project that focuses on the discarding problem in European waters. Fiskveiðistjórnun til framtíðar contributed to the project by analysing mitigating measures and developed a kind of a decision support tool for resource managers to assist with decision making. EcoFishMan is a project that is to contribute to the reform of the Common fisheries Policy of the EU, by implementing co-management and results-based management into European fisheries management. The part of EcoFishMan covered in this report describes simulation modelling for the Icelandic lumpfish fishery, which is a case study in EcoFishMan.

Skoða skýrslu