Skýrslur

Roadmap for the value chain of cod, salmon and char

Útgefið:

05/06/2020

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

The Ministry of Economic Affairs and Employment of Finland

Roadmap for the value chain of cod, salmon and char

The objective of this work is to discuss Iceland’s fishing and fish farming industries and approach the challenges there are and report on what has been done to meet those challenges. The main focus of this work will be on creating roadmaps for the supply chain of cod and the supply chain of salmon and arctic char and identify the obstacles these industries have faced. From fishing/farming to the consumer. This roadmap will show how and where increased value can be made using real examples from Iceland, shed light on critical factors affecting the quality and highlight the obstacles hindering further growth and development.

Skoða skýrslu

Skýrslur

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ida Grong Aursand, Hanne Digre, Ulrik Jes Hansen, Leon Smith

Styrkt af:

AG‐fisk (The Nordic Working group for fisheries co‐operation)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Í þessari skýrslu eru birtar þær kynningar sem haldnar voru á Norrænum vinnufundi um veiðarfæri og aflameðferð, sem haldin var í Reykjavík í október 2013. Skýrslan inniheldur einnig nokkrar helstu niðurstöður fundarins og tillögur þátttakenda varðandi mögulega eftirfylgni. Kynningarnar sem birtar eru í skýrslunni, ásamt upptökum af öllum framsögum og ýmsu öðru efni er snýr að umfjöllunarefninu, má nálgast á vefsíðunni www.fishinggearnetwork.net, en þeirri síðu verður haldið við a.m.k. út árið 2015.

In this report are published presentations given at a Nordic workshop held in Reykjavik on various aspects of research and development on fishing gear and effective catch handling. The report also accounts for the main outputs from the workshop in regards to possible follow‐ups. All of the proceedings, including the content of this report and video recordings of all presentations are available at the project’s web‐page www.fishinggearnetwork.net which will be maintained at least until the end of year 2015.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS Tilvísunarnúmer R 043‐10

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.   Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

In the project, new fishing grounds were identified for the purpose of lobster trap fishing. They were explored and assessed. Also, the optimal “soak” time for the fishing was determined. A lot of historical data were explored to show how the catches varied during the year – both catches and the value of the catch – and new data were collected. Markets for live lobster were explored by value and time of year.   The results of the project show that big lobsters are the most common catch in traps in Iceland. And in fact, the lobsters are so big that the packaging used for the lobster in the UK is too small. It´s positive for Iceland that the time of year when catches are highest coincides with the time of year when prices are the highest too. New fishing grounds were identified which were both productive and promising for the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu. Í verkefninu var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Mueller‘s pearlside has not historically occurred on Icelandic fishing grounds, but from 2008 pelagic fishers found an increase on the south coast of the country. Exploratory fishing trips were undertaken by a few ships in December 2008 and January 2009. The catch rate was acceptable and the catch was processed into fishmeal. In the project, multiple potential uses for pearlside were investigated and some produced results that indicated it would be worth to research further due to the increased value they may lead to. For example, applications included surimi, canning, aquaculture feed, bait, pet treats or products with bioactivity. The most interesting result was how light the fish protein extracts were compared to the raw mince material when the bioactivity was explored, and also that the taste and smell were very acceptable.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu
IS