Skýrslur

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS (V12 062-12)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Á þann hátt var stefnt að því að ná enn meiri verðmætum úr hráefninu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr grásleppu. Í verkefninu var þróun þriggja afurða könnuð, 1) einangruð prótein fyrir surimi, 2) þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og 3) vatnsrofin prótein sem íblöndunar og/eða fæðubótarefni. Illa gekk að einangra prótein úr grásleppuholdi en niðurstöður úr lífvirknimælingum á afurðum úr vatnsrofnum próteinum lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.

The aim of the project was to develop new products from lump fish to increase the yield and value of the catch. In the project the aim was to develop three types of products: 1) isolated proteins for surimi, 2) dry proteins as additives and 3) hydrolysed proteins as additives and/or food supplements. The project revealed that protein isolation from lump fish is difficult but hydrolysed proteins showed promising bioactive properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Útgefið:

27/06/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson (Matís), Skjöldur Pálmason (Fiskvinnslan Oddi), Ólafur Reykdal (Matís)

Styrkt af:

AVS V 11 020‐11

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Með reglugerð sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytisins, Nr 1083/2010, var gert skylt að koma með allan grásleppuafla að landi eftir 2011. Það þurfti því að bregðast hratt við og finna markaði fyrir grásleppuna sjálfa, en aðeins hrognin höfðu verið hirt og restinni fleygt í sjóinn. Mikið frumkvöðlaframtak hafði átti sér stað í nokkur ár og er rétt að nefna Landssamband smábátaeigenda og útflutningsfyrirtækið Triton í því samhengi, sem í sameiningu byggðu upp markað fyrir grásleppu á Kínamarkað, með hvelju og öllu saman. Rétt er að taka fram að hrognin eru um 30% af þyngd grásleppu en hveljan með haus og hala um 55% og þar af eru flökin aðeins 14% af heildarþyngd hennar. Til mikils var að vinna og ljóst að mikil verðmæti liggja í þessari vannýttu fisktegund og mikil tækifæri myndu skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu. Jafnframt auknum tekjum fyrir sjómenn og útgerð ásamt því að slæging grásleppunnar færðist nú að mestu í land, en það skapaði mikla vinnu hjá aðilum í framleiðslu. Slæging fyrir Kínamarkað er ólík hefðbundinni aðferð og kallar á flóknari handbrögð en það gerir kröfur um betri vinnuaðstæður sem ekki eru fyrir hendi um borð í litlum fiskibátum.   Litlar upplýsingar voru til um efna‐  og næringarinnihald grásleppu en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar við markaðssetningu afurða. Unnin var ítarleg skýrsla um efnið og notast við hráefni víða af landinu. Geymsluþolsrannsóknir voru gerðar á frosinni grásleppu. Haldin var ráðstefna á Patreksfirði þar sem hagsmunaaðilum í veiðum, vinnslu og útflutningi grásleppu var boðið til samræðu um hagsmunamál greinarinnar.

A new regulation from Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010, require returning all lumpfish fished in Iceland, after 2011. A quick action had to be taken to find markets for lumpfish itself, but only the roes which have been processed but the rest of the fish have been discarded into the sea. With entrepreneurial activity for some years now new markets have been developed in China, by the National Association of Small Boat Owners in Iceland in cooperation with the export company Triton. It should be noted that the roes are only about 30% of the total weight of lumpfish, with head and tail about 70% of its total weight.   There was much to be done to save value in the lumpfish business and great opportunities for small communities relying on this business and find a market for the lumpfish product and create extra value for stakeholders. Furthermore, increased income for fishermen and fishing communities by creating valuable work by processing the fish at shore. Gutting and trimming the lumpfish for the China market is different from the traditional approach and calls for more sophisticated self‐ administration, but it requires better working conditions that do not exist on board small fishing boats. Very little information on chemical composition and nutrient value has been available for lumpfish products. In‐depth report on this subject was prepared, using samples from different regions in Iceland.   Self‐life experiments were prepared by this project. A work shop was held in Patreksfjordur in May 2013, with stakeholders from the lumpfish business participating.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Útgefið:

01/02/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þuríður Ragnarsdóttir, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Niðurstöður sem eru birtar í þessari skýrslu eru hluti verkefnisins Bætt nýting hrognkelsafurða. Á vertíðinni 2011 voru tekin sýni af grásleppu sem veidd var í Húnaflóa, Skagafirði og Skjálfanda. Einnig voru fengin sýni af slægðri grásleppu frá tveimur fyrirtækjum. Grásleppan var skorin í fimm hluta og einstakir hlutar voru vegnir. Flakanýting var að meðaltali 14% af heildarþyngd, hrogn voru 30%, lifur 3%, hryggur 6%, slóg 6% og hvelja ásamt haus og sporði 40%. Grásleppuflök voru fiturík (8‐18 g/100g) en lág í próteinum (8‐9 g/100g). Hveljan var aftur á móti fitulítil. Hrogn voru sérstaklega selenrík en þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín og blý voru ekki mælanlegir.  

Results in this report are a part of the project Increasing utilization of lumpfish. Sampling was carried out in March to June 2011 in Húnaflói, Skagafjörður and Skjálfandi. Samples were also obtained from two companies. The lumpfish were cut into five parts and the parts were weighed. Fillets were 14% of lumpfish weight, roe were 30%, liver 3%, spine 6%, viscera 6% and skin together with head and tail 40%. Fillets were rich in fat (8‐18 g/100g) but low in proteins (8‐9 g/100g). The skin was however low in fat. Roe were very rich in selenium but the heavy metals mercury, cadmium and lead were below the quantification limits.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Útgefið:

15/01/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Óskar Torfason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Frá árinu 2012 verður skylt að koma með allan grásleppuafla að landi samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins, nr. 1083/2010.   Verkefninu „Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni“ er ætlað að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum með því að þróa vinnslu á afurðum úr grásleppu til útflutnings. Finna þarf heppilegustu aðferðir fyrir meðhöndlun hráefnisins um borð í bátum, í landvinnslu, við flutning og geymslu.   Tekjur aukast í sjávarbyggðum og því meira eftir því sem meira tekst að selja af aukafurðum grásleppunnar. Mikilvægt er að vöruþróun eigi sér stað til að hámarka tekjurnar. Nýting aukaafurða grásleppu stuðlar að aukinni atvinnu í sjávarbyggðum Vestfjarða. Atvinnan tengist meðhöndlun afla, slægingu, hreinsun, pökkun, frystingu og flutningum. 

From the year 2012 it will be required to bring the whole lumpfish catch to shore, under a new regulation from the Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010. The project “Lumpfish, the value of underutilized species” is intended to support economic activity in the West‐fjords by developing processing methods for lumpfish export. The aim is also to find the most suitable methods for handling the raw material on board the fishing vessels, at processing side, and through storage and transport.   Income will increase at coastal areas by more product landed and more extra production and export. Further product development is important to maximize revenue. Utilization of lumpfish by‐products contributes to increased employment in West‐fjords costal arias. Jobs related to handling of catch, gutting, cleaning, packing, freezing and transportation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verklag um borð í grásleppubátum / Procedures on board lumpfish vessels

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Óskar Torfason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Verklag um borð í grásleppubátum / Procedures on board lumpfish vessels

Megin tilgangur með verkefninu “Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni” er að skapa atvinnu á Vestfjörðum í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegráðherra að gera grásleppusjómönnum skylt að koma með allan afla, þ.m.t. slægða grásleppu, að landi frá og með árinu 2012. Í tengslum við verkefnið var ákveðið að gera könnun á því hvernig grásleppufloti Vestfirðinga væri búinn til að takast á við nýjar kröfu, og hver viðhorf útgerðarmanna væru til breytinga á starfsumhverfi. Rætt var við útgerðarmenn á Stöndum, við Djúp og á sunnanverðum Vestfjörðum. Viðtölin voru byggð á spurningalista þar sem meðal annars var leitað eftir upplýsingum um núverandi búnað, hvaða breytingar hefðu fylgt í kjölfar nýrra reglna og viðhorf þeirra til breytinga. Sérstakar áherslur voru lagaðar á viðhorf til slægingar á sjó eða í landi og hugmyndir útgerðarmanna um verð fyrir grásleppuna eftir hrognatöku.

The main purpose of the project “Lumpfish, the value of underutilized species” is to create jobs in the Westfjords following the decision of the minister of fisheries that lumpfish fishermen must bring the whole catch, including head/skin and fillets of lumpfish ashore, on and after coming fishing season of 2012. In connection with the project it was decided to carry out a survey of capability of the lumpfish fleet of Westfjords to meet the new requirements, and to seek ship owner’s attitude to inevitable changes because of new regulation.     A list of questions was used for the survey to underline current situation in the fishing fleet and fishing captains attitude to further steps to be taken in changed environment. Special emphasis was on their attitude to gutting lumpfish on board the boats or at factories ashore, and their idea of price for the lumpfish after collecting the roes. 

Skoða skýrslu
IS