Skýrslur

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Marvin I. Einarsson

Styrkt af:

AVS S10015-10 (smáverkefni/forverkefni)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Markmið þessarar skýrslu var að velta upp þeirri spurningu hverjir séu helstu kostir og gallar mismunandi flutningsumbúða fyrir heilan ferskan fisk (gámafisk), og hvort val á umbúðum hafi áhrif á gæði og verðmæti aflans. Í skýrslunni er fjallað um útflutning á gámafiski, virðiskeðju gámafisks, þau ílát sem notuð hafa verið við geymslu og flutning á gámafiski, og þau atriði sem hafa ber í huga við frágang, geymslu og flutning á heilum ferskum fiski. Auk þess er stuttlega fjallað um samband verðs og gæða á afla sem seldur er á uppboðsmörkuðum. Þá er fjallað um tilraun sem gerð var með að flytja út gámafisk í fjórum mismunandi tegundum íláta, þar sem kanna átti hvort munur væri á gæðum, þyngdartapi og verðmætum aflans. Þessi tilraun gaf hins vegar ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar til að hægt sé að fullyrða eitthvað um hvort tegund flutningsíláta hafi áhrif á áðurnefnda þætti. Sú þróun sem verið hefur í framleiðslu og sölu á kerjum sýnir hins vegar að fleiri og fleiri útgerðir eru að velja minni ker, og ætti það því að vera góð vísbending um að stærð keranna skipti máli. Tilraunin sýndi hins vegar klárlega að það yrði verulegum erfiðleikum háð að ætla að kassavæða íslenska flotann að nýju. Íslenskir sjómenn eru orðnir vanir kerunum og hafa lítinn áhuga á að fara til baka; auk þess sem uppsetning í lestum er í dag hönnuð fyrir ker. Þar að auki er algengt að í afla íslenskra skipa séu fiskar sem passa einfaldlega ekki í kassana, sökum stærðar. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að í einstaka tilfellum gætu kassar verið álitlegur kostur við útflutning á heilum ferskum fiski t.d. sólkola eða „skötuselsskottum“.

The aim of this report is to identify the main pros and cons of different storage containers for whole fresh fish, and to speculate if the choice of storage containers has an effect on the quality and sales price of the catch. The report includes a discussion on the exports of unprocessed fish to the UK, the value chain of those exports, the storage boxes used and the things that need to be considered during handling, storage and transport of those catches. The report does as well discuss briefly the linkage between quality and price at auction markets. The report also covers an experiment that was made where four types of tubs and boxes were used to transport fish to the UK, in order to study applicability and effects on quality, drip loss and prices. The experiment did however not give clear enough results to allow for any conclusions to be made on the issues. The study did however suggest that the applicability of using boxes onboard Icelandic fishing vessels is lacking. Fishermen prefer to use tubs and the onboard setup is made for tubs. The sales agents in the UK did also agree on this, as they are not able to guarantee that using boxes will have any effect on prices. They did however suggest that some high-price species or products would likely attain price premium if transported in small boxes e.g. lemon sole and monkfish tails.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Ásgeir Jónsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Ögmundur Knútsson, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 4 er þróun ferskfiskflutninga frá Íslandi greind eftir flutningsmáta og helstu markaðssvæðum fyrir fersk flök og bita. Framkvæmd er hagræn greining á notkun kera og frauðkassa með tilliti til umbúða‐  og flutnings‐ kostnaðar. Útflutningur ferskra hvítfiskflaka og  ‐bita hefur aukist hratt síðastliðinn áratug. Ár frá ári eykst magn af ferskum flökum og bitum sem flutt eru frá Íslandi sjóleiðis. Vara sem var nánast eingöngu flutt með flugi fyrir áratug er nú nánast til jafns flutt með skipum.   Niðurstöðurnar sýna að magn ferskra flaka og bita sem flutt eru með skipum frá Íslandi tæplega sexfaldaðist frá 2004 til 2014. Árin 2013 og 2014 fór um 90% af þeim fersku flökum og bitum sem flutt voru með skipum á tvo markaði; Bretland og Frakkland. Niðurstöður kostnaðargreiningar sýna að umtalsvert ódýrara er að pakka vöru í ker en frauðkassa. Þá er flutningskostnaður einnig lægri í flestum tilvikum þegar ker eru borin saman við frauðkassa. Hann er meira en helmingi lægri ef borinn er saman kostnaður við að flytja gám af kerum annars vegar og 3 kg frauðkössum hins vegar. Þó nokkrir takmarkandi þættir eru á notkun kera. Að öllu óbreyttu eru ker ekki líkleg til að leysa frauðkassa af hólmi nema að hluta til vegna praktískra þátta í dreifingu afurða. Í vissum tilfellum gæti flutningur í kerum þó hentað mjög vel.

The aim of the project Optimization of fresh fish transport is to improve handling of sea transported fresh fish products, thereby improve their quality and increase the possibility of sea transport from Iceland. The aim of work package no. 4 is to analyze main markets and the development of fresh fish transport from Iceland. Also compare cost of traditional packaging in expanded polystyrene (EPS) boxes to packing the product in tubs containing slurry ice.   Export of fresh white fish fillets and loins from Iceland has increased rapidly over the last decade. More and more fillets and loins are transported with ships. What used to be an exclusive air freight business is now almost equal (air vs. sea).   The results show that the volume of fillets and loins transported with ships from Iceland nearly six folded from 2004 to 2014. In 2013 and 2014 almost 90% of the export went to two markets; Britain and France. Results show that cost of packing product in tubs is significantly lower than using EPS boxes. Transportation cost was also lower in most cases when using tubs than EPS, as much as half of the cost when compared to the smallest EPS box (3 kg) in a full container.   Some factors limit the practicality of using tubs rather than EPS. It is unlikely that tubs will replace boxes unless introducing matching distribution options. In some cases using tubs can be both practical and very cost efficient.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AtVest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Mikill ávinningur er í bættri stjórn á virðiskeðju útflutnings á ferskum fiskhnökkum til dreifingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Með bættum aðferðum við pökkun væri hægt að auka geymsluþol vöru, sem er grundvallaratriði í þessum viðskiptum. Með loftæmdum umbúðum væri hægt að flytja vöru í krapakeri með lágu hitastigi (niður í -1 °C) sem bæði myndi lækka flutningskostnað verulega og gæti jafnframt lengt geymsluþol vörunnar. Einnig gefur aðferðin möguleika á pökkun með neytendaupplýsingum sem gerir frekari pökkun erlendis óþarfa. Í flutningi með flugi væri hægt að pakka allri vöru í 12 kg frauðplastkassa í stað 3 kg, eins og algengast er í dag, og spara þannig verulegan flutningskostnað. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar og lífsferilsgreiningu til að bera saman mismunandi pakkningalausnir fyrir sjó- og fluflutning. Ferskir ýsubitar í lofttæmdum umbúðum í keri með krapaís, sem geymt var við dæmigerðan hita í gámaflutningi, reyndist hafa 3–4 dögum lengra geymsluþol en hinir tilraunahóparnir, væntanlega aðallega vegna betri hitastýringar. Samræmi milli niðurstaðna skynmats og örverumælinga var almennt gott. Lægstu umhverfisáhrif allra hópa voru kerahópsins með sjófluttar, lofttæmdar umbúðir en þá útfærslu mætti enn frekar bæta með tilliti til blöndunar ískrapans og fiskhitastýringar og þar með geymsluþols.

The aim of the project was to compare alternative packaging methods of fresh fish loins to the traditional packaging. Comparison was made between packages in terms of temperature control and product storage life by simulating air and sea transport from Iceland to UK in air climate chambers. The evaluation was made by the sensory panel and microbialand chemical analysis by the Matís laboratory in Reykjavík. Furthermore, the environmental impact of the aforementioned transport modes and packaging methods was assessed by means of LCA (Life Cycle Assessment). About 70–75% of Iceland’s exports of fresh fillets and loins are transported by air and the rest by container ships. Increased knowledge on the advantages and disadvantages of the packages used for this fresh fish export will facilitate the selection of packages and improve the quality and storage life of the products. By using vacuum-packaging it is possible to use 12 kg packages in air freight instead of the traditional 3– 5 kg packages; but the market is increasingly demanding smaller individual packages. Sea transported larger packages use less space in shipping, lowering freight cost and environmental impact. Vacuum packed haddock loins immersed in slurry ice in a fish tub stored at sea transport temperature conditions proved to have a 3–4 day longer storage life than all the other experimental groups, probably mainly because of better temperature control. Good agreement was obtained between the sensory- and microbial evaluation. Finally, the sea transport-tub-group was found to be the most environmental friendly and could be improved with regard to product temperature control and thereby storage life.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Dalvík ehf, Matís ohf

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Markmið verkefnisins var að rannsaka einangrunargildi þriggja gerða fiskikera. Kerin voru ýmist einangruð með polyethylene eða polyurethane frauði og af tveimur stærðum, 400 og 460 L. Í tveimur tilraunum var fylgst með hitastigshækkun vatns í kerunum með tíma með upphafshita vatnsins u.þ.b. 4 °C og umhverfishitastig u.þ.b. 18 – 20 °C. Hitastigshækkunin var einnig metin með tölvuvæddum varmaflutningslíkönum (CFD líkönum). Áhrif þvingaðs loftstreymis kringum kerin (þvingaður varmaburður) voru metin með samanburði við varmaástand í frjálsum varmaburði (í logni). Rannsóknin sýndi að töluverður munur er á einangrun mismunandi kera og komu kerin misvel út eftir því hvort um frjálsan eða þvingaðan varmaburð var að ræða. Niðurstöðum mælinga og varmaflutningslíkana fyrir ker í logni bar vel saman en endurbæta þarf líkanið fyrir ker í vindi. Í frekari rannsóknum á einangrunargildi keranna ætti að nota ísaðan fisk í stað vatns til að líkja enn frekar eftir raunverulegum aðstæðum.

The aim of the project was to investigate the insulation capability of three types of fishing tubs. The tubs were either insulated with polyethylene or polyurethane foam and of two sizes; 400 and 460 L. In two experiments water temperature inside the tubs was monitored with initial water temperature ca. 4 °C and ambient temperature ca. 18 – 20 °C. The water temperature was also simulated in computational fluid dynamics models (CFD models). Influence of forcing air flow around the tubs (forced convection) was evaluated by comparison to free convection. Considerable difference was found between insulation capabilities of the different fishing tubs. Forced convection had different effects on different tub types. A good congruity was between experimental and CFD results for tubs in no wind, but some improvements should be done for the CFD model for tubs in wind (forced convection). In further research on insulation capability of the tubs iced fish should be used instead of water in order to resemble practical situations.

Skoða skýrslu
IS