Skýrslur

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru /  Microorganisms for aquaculture sludge enrichment   

Útgefið:

21/12/2023

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir, Matís, Alexandra Leeper, Sjávarklasinn, Clara Jégousse, Sjávarklasinn, Ólafur H. Friðjónsson, Matís, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Matís, Hörður Guðmundsson, Matís og Birgir Örn Smárason, Matís

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Megin markmið verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ var að þróa aðferð til að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (seyru) með örverum svo seyran geti nýst sem áburður fyrir landbúnaðinn.  

Miðað við hraðan vöxt fiskeldis á Íslandi skiptir sköpum fyrir sjálfbærni iðnaðarins að finna lausnir fyrir hliðarstrauma og efla þannig hringrásarhagkerfið. Innleiðing lausna er stuðla að nýtingu hliðarstrauma, og efla hringrás, eru í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lagaumhverfi um nýtingu fiskeldisseyru sem áburð er bæði umfangsmikið og á köflum nokkuð flókið, þ.e. hvað má og hver veitir leyfi. Sem dæmi um kröfur til nýtingar seyru sem áburð þá verður að bera seyru á beitartún fyrir 1. desember ef nýta á svæðið til beitar, skepnum má þá beita á svæðið 5 mánuðum síðar eða í fyrstalagi 1. apríl.  

Í verkefninu var unnið að því að auðga nítrat í seyrunni með örverum til að auka möguleika á nýtingu seyrunnar sem áburðarefnis. Stofnað var til auðgunarræktunar með það að markmiði að auðga fyrir ammoníak-oxandi bakteríum í seyrunni. Einnig var gerð efnagreining á seyrunni til að meta næringarefnahlutfall hennar. Niðurstöður efnamælinga benda til þess að seyra geti verið tilvalin sem viðbót eða íblöndunarefni við til dæmis lífbrjótanlegan búfjáráburð Mikilvægt er að halda áfram með verkefni er stuðla að því að auka verðmæti hliðarafurða á borð við seyru til að halda næringarefnum innan hringrásarhagkerfisins. Nýting seyru sem áburðar er til hags fyrir bæði fiskeldisfyrirtæki sem og íslenskan landbúnað.  
_____

The primary objective of the project “Microorganisms for aquaculture sludge enrichment” was to develop a method for treating side streams from aquaculture (sludge) using microorganisms, thereby rendering the sludge suitable for use as agricultural fertilizer. 

Given the rapid expansion of aquaculture in Iceland, finding solutions for side streams is imperative to sustain the industry and enhance circular economy practices. Implementing solutions that encourage side stream utilization aligns with the United Nations’ sustainable development goals. 

The legal landscape for utilizing fish farm sludge as fertilizer is extensive and, in certain aspects, complex, delineating what is permissible and who grants permission. For instance, applying sludge to pasture for grazing requires adherence to specific timelines, such as application before December 1st, with grazing permitted no earlier than 5 months later or on April 1st. 

The project focused on enriching the sludge’s nitrogen content with microorganisms. An enrichment culture was established to promote ammonia-oxidizing bacteria in the sludge, increasing its potential as a fertilizer. Chemical analysis of the sludge was conducted to evaluate its nutrient content. The results indicate that the sludge can serve as an ideal supplement or additive, for instance, with biodegradable livestock manure. Continuing projects that enhance the value of like sludge is crucial for maintaining nutrient cycles within the circular economy. The use of sludge as fertilizer is mutually beneficial for both aquaculture companies and Icelandic agriculture. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Kristinn Guðmundsson, Erla Björk Örnólfsdóttir, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Fjölbreytileiki örvera í hafinu umhverfis Ísland er að mestu óþekktur en litlar sem engar rannsóknir hafa farið fram til þessa. Í þessari rannsókn var sjósýnum umhverfis landið safnað til greiningar á þéttni örvera með örverugreini (flow cytometry) og á fjölbreytileika þeirra með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls var 504 sjósýnum safnað; 483 sýnum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar, 16 sýnum úr Breiðfirði og 5 sýnum var safnað norður af Vestfjörðum með sérútbúnum sýnatökubúnaði fyrir botnvörpu. Úr vorrallinu voru valin sýni rannsökuð frekar þau komu af Selvogsbanka, Siglunesi og Langanesi ásamt sitt hvoru sýninu vestan af Látrabjargi og af Hornbanka. Örveruþéttni var mest út af Selvogsbanka þar sem heildartalning var rétt um 1.6 milljón frumur/mL af sjó. Reiknað meðaltal allra sýna var hinsvegar 0.68 milljón frumur/mL. Tegundasamsetning örveruflórunnar var ákvörðuð með mögnun og raðgreiningu á 16S geni baktería. Alls voru 528 raðir raðgreindar sem sýndu 174 ólíkar 16S bakteríuraðir í sýnunum og reyndust 52% þeirra tilheyra áður óþekkum bakteríutegundum. Fjölbreytileiki örveruflórunnar var almennt mikill að undanskildu sýni úr hali togara. Átta fylkingar baktería greindust í sýnunum í mismiklum mæli. Cyanobacteria og Cyanobacteria‐líkar raðir voru ríkjandi í öllum sýnum fyrir utan sýni 353‐0m á Selvogsbanka þar sem hlutfall þeirra var einungis 4%. Þar voru Alpha og Gamma‐protebacteria ríkjandi. Af öðrum fylkingum greindust Flavobacteria reglulega ásamt öðrum hópum í minna hlutfalli.   Munur á örverusamsetningu sjósýna var metinn með höfuðþáttagreiningu á fingrafari örverusamfélaga sem var fengin með t‐RFLP tækni. Heilt yfir var meginmunur á sýnum úr hverri sýnalotu þ.e. úr vorralli, Breiðafirði og hali togara. Breytileikinn innan sýna úr vorrallinu hélst í hendur við sýnatökustað þar sem sýni af Selvogsbankanum sýndu meiri innbyrðis líkindi samanborið við sýnin norðan af Siglufirði og vestan af Íslandi sem voru ólíkari innbyrðis. Úr gögnum fingrafara örverusamfélaga í mismunandi sýnum mátti sjá fylgni á milli ákveðinna breyta í fingrafari samfélagana með umhverfisþáttum sem mældir voru við sýnaöflunina. Hitastig hafði þar mest að segja en einnig flúrljómun og selta. Skimað var fyrir Vibrio. Paramaemolyticus í sjósýnum úr hlýjum sjó sunnan af landinu þar sem yfirborðshit sjávar var milli 8‐10°C. Enginn V. parahaemolyticus greindist í þessum sýnum.   Niðurstöður þessara verkefnis má líta á sem mikilvægan grunn til frekari rannsókna á örverum á Íslandsmiðum. Áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði geta haft mikla þýðingu til lengri tíma litið til að meta áhrif fyrirsjáanlegra umhverfisbreytinga vegna hlýnunar jarðar á lífríki sjávar og nytjastofna á Íslandsmiðum. 

The diversity of microorganisms in the ocean around Iceland is largely unknown and little or no research has been conducted to date. In this study, seawater samples around the country were gathered for analysis concentration and diversity of microorganisms using flow‐cytometry and molecular methods. A total of 504 samples were collected. All samples were analysed with regards to microbial counts while samples from selected areas were investigated further, from Selvogsbanki, Siglunes and Langanes.   Microbial concentrations were highest at Selvogsbanki, where the total counts were around 1.6 million cells/ml. Arithmetic mean of all samples was o.68 million cells/ml. Species composition of microbial flora was determined by amplification and sequencing of the 16S bacterial gene. A total of 528 16S sequences were sequenced, and showed 174 different bacterial sequences. 52% of the sequences belonged to previously unknown bacterial species. Eight divisions of bacteria were detected in the samples. Cyanobacteria and cyanobacteria‐like sequences were predominant in all samples except sample 353‐0m in Selvogsbanki where the ratio was only 4% and alpha and gamma‐ proteobacteria were predominant. Of other ranks identified, Flavobacterium were regularly detected along with other less frequent groups.   The difference in microbial composition in the sea samples was assessed by principal component analysis of the microbial community fingerprint obtained by t‐RFLP technique. Variability within the samples was dependent upon sampling point, samples from Selvogsabanki showed more correlation with other samples from that area  ‐ than with samples from Siglunes or the west coast of Iceland that showed more intrinsic diversity. The community fingerprint and changes in the fingerprint shows correlation to changes in environmental factors measured at sampling. Temperature was the most important environmental factor, along with fluorescence and salinity. Samples from the warmer waters off the south coast were screened for Vibrio parahaemolyticus, but none was detected.   The results of this project can be seen as an important basis for further studies of microorganisms in Icelandic waters. Continued research in this area can be of great importance for the evaluation environmental change and the effects of global warming on the marine environment and exploitable marine species in Icelandic waters.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þéttleiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial density in Icealndic waters

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Þéttleiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial density in Icealndic waters

Fjölbreytileiki örvera í hafinu umhverfis Ísland er að mestu óþekktur en litlar sem engar rannsóknir hafa farið fram til þessa. Þessi skýrsla lýsir fyrstu samanburðarniðurstöðunum úr rannsókn á örverufjölbreytileika hafsins umhverfis landið. Sjósýnum umhverfis landið var safnað vorið 2010 og 2011. Þéttleiki örvera í þessum sýnum hefur nú verið skoðaður með örverugreini (flow cytometry) og samanburður gerður eftir dýpi, staðsetningu og milli ára. Niðurstöðurnar sýna að fjölbreytileikinn er breytilegur eftir svæðum. Hafið sunnan af landinu sýnir að jafnaði 40‐ 60% meiri örveruþéttleika en hafið fyrir norðan landið. Breytileiki sést einnig í tengslum við vöxt þörunga eða þörungablóma. Niðurstöðurnar eru grunnur fyrir frekari rannsóknir á örverusamsetningu og fjölbreytileika hafsins umhverfis landið – sem nú þegar eru í gangi innan verkefnisins.

The diversity of microorganisms in the ocean around Iceland is largely unknown and little or no research has been conducted to date. This report describes the first comparative results of microbial diversity in the sea around the country. Sea‐samples around the country were collected in the spring of 2010 and 2011. The density of microorganisms in these samples was studied by flow cytometry and comparisons made by the depth, location and year. The results show that diversity varies by region. The sea south of the country has approximately 40‐60% higher microbial density than the sea north of the country. Variation is also seen in relation to the growth of algae or algal blooms. These results are the basis for further research on the microbial composition and diversity of the sea around the country ‐ already underway within project. 

Report closed until 01.01.2014 / Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Hannes Magnússon, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Cecilia Garate

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Á undanförnum árum og áratugum hafa verðið gerðar ýmsar mælingar og rannsóknir á loðnuhrognum hér á landi hjá Matís ohf/Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér er fyrst og fremst um að ræða rannóknir á örverum, hrognafyllingu og vatnsinnihaldi. Í skýrslunni verður fjallað um örverurannsóknir sem gerðar voru á vertíðinni 1984, örverumælingar á tímabilinu 2000-2008 og mælingar á vatnsinnihaldi og hrognafyllingu 1984-2008.

In recent years and decades various studies and measurements have been carried out on capelin roes in Iceland at Matís ohf/Icelandic Fisheries Laboratories. They mainly include studies on microorganisms, roe-fill and water content. In this report, microbial studies on microorganisms from the capelin season 1984 are presented along with microbial measurements carried out during 2000-2008 and measurements of roe-fill and water content 1984- 2008.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Tilgangur þessarar tilraunar var að meta áhrif loftskiptra umbúða (MAP) og ofurkælingar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita af misfersku hráefni sem var unnið og pakkað eftir 2 og 7 daga frá veiði. Tilraunin var gerð í samvinnu við Samherja, Dalvík og Norðlenska, Akureyri í október og nóvember 2007. Fiskurinn var geymdur heill í ís fram að pökkun við -0.2 ± 0.1°C (2 dagar frá veiði) og -0.2 ± 0.2°C (7 dagar frá veiði). Hnakkastykki voru skorin í tvennt og þeim var síðan pakkað (350-550 g) í loftskiptar umbúðir. Samsetning gasblöndunnar var eftirfarandi: 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Pakkaðir þorskbitar voru geymdir í kæligeymslu við -0.6 ± 1.4°C og sýni tekin yfir 3ja vikna geymslutíma og metin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Aldur hráefnis við pökkun hafði greinileg áhrif á skynmat bitanna. Pökkun eftir 2 daga leiddi til lengingar á ferskleikaeinkennum framan af geymslu. Auk þess komu skemmdareinkenni mun síðar fram en í bitum sem pakkað var 7 daga frá veiði. Geymsluþol bita eftir pökkun á 7. degi má gróflega áætla 4-8 dagar en a.m.k. 19 dagar í bitum pökkuðum á 2. degi. Þetta stutta geymsluþol bita frá 7. degi má skýra með þróun örveruflórunnar og myndun rokgjarnra skemmdarefna ásamt hitastigsferli á heilum fiski fyrir pökkun. Áhrif mismunandi pökkununardags hafði veruleg áhrif á örveruflóruna. Þannig var heildarörverufjöldi mun minni í bitum sem pakkað var eftir 2 daga heldur en á 7. degi (log 3.7 vs 5.4/g). Þennan mun má að miklu leyti rekja til mismikils fjölda Photobacterium phosphoreum (Pp) í holdi rétt eftir pökkun, en hann greindist ekki við fyrri pökkun á 3. tilraunadegi (undir log 1.3/g) og á 8. degi var fjöldinn aðeins log 2.4/g. Á þeim degi var fjöldi Pp 1000x meiri í bitum pökkuðum á 7. degi og voru þeir ríkjandi út geymslutímann í þessum hópi. Á 8. degi var fjöldi annarra skemmdarörvera (H2S-myndandi gerla og pseudomonads) nokkru hærri (Δ log 0.6-0.7/g) í þessum hópi miðað við hópinn sem pakkað var á 2. degi. Þessar niðurstöður staðfesta að P. phosphoreum sé ein af aðalskemmdarörverum í gaspökkuðum þorskbitum en einnig í kældum, heilum þorski. Niðurstöður TVB-N and TMA mælinga voru í góðu samræmi við örverumælingar en þó sérstaklega Pp. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) tækni var notuð til að mæla “relaxation times” í sýnum yfir geymslutímann. Marktækt hærri “relaxation times” mældust í bitum sem pakkað var eftir 7 daga frá veiði en í bitum sem pakkað var 2 daga frá veiði. Það gefur til kynna meiri bindingu vatnssameinda við umhverfið í 7 daga bitunum. Þetta er í samræmi við almennt hærri vatnsheldni og vatnsinnihald í þeim sýnum yfir geymslutímann. Í heildina sýna niðurstöður mikilvægi þess að nota sem ferskast hráefni til MA-pökkunar og tryggja þannig meiri gæði og lengra geymsluþol sem ætti að skila sér í hærra verði vörunnar.

The aim of this study was to evaluate the effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life and quality changes of fresh loins prepared from Atlantic cod (Gadus morhua) of different freshness, i.e. processed 2 or 7 days post catch. The study was performed in cooperation with Samherji (Dalvík, Iceland) and Norðlenska (Akureyri) in October and November 2007. The average fish temperature during storage prior to processing on days 2 and 7 was -0.2 ± 0.1°C and -0.2 ± 0.2°C, respectively. Cod loins (350-550 g) were packed in trays under modified atmosphere (50% CO2/ 5% O2/ 45% N2), stored at -0.6 ± 1.4°C and sampled regularly over a three-week period for sensory, microbiological and chemical analyses. The results show that the raw material freshness clearly influenced the sensory characteristics of packed loins. Processing 2 days post catch resulted in more prominent freshness sensory characteristics the first days of storage. In addition, sensory indicators of spoilage became evident much later compared to MApacked fillets from raw material processed 5 days later. The expected shelf life of the MA-packed cod loins could be roughly calculated as 4-8 days when processed 7 days post catch, but at least 19 days when the cod was processed 2 days post catch. This reduced shelf life of MAP products processed at a later stage was also explained by the temperature profile of the whole fish prior to processing, microbial development and volatile amine production observed. In fact, the day of packaging had a major effect on the microflora development, with lower total viable counts (TVC) in loins processed earlier in relation to time from catch (log 3.7 vs 5.4/g). This difference could be linked to large variations in levels of Photobacterium phosphoreum (Pp) in the flesh at processing times, being below detection (log 1.3/g) 2 days post catch but found to increase to log 2.4/g in early processed loins 6 days later, in contrast to 1000-fold higher Pp levels in loins processed later. Pp was found to quickly dominate the microflora of loins processed 7 days post catch. Similarly, slightly higher levels (Δ log 0.6- 0.7/g) of other spoilage bacteria, H2S-producing bacteria and pseudomonads, were found 8 days post catch in loins processed later. These results confirm that P. phosphoreum is one of the main spoilage organisms in cod, unprocessed as MA-processed. TVB-N and TMA production corresponded well to the microbial development, especially counts of P. phosphoreum. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) was used to measure the relaxation times of the samples during storage. The samples packed 7 days after catch showed significantly higher relaxation times than samples packed 2 days after catch. This indicates stronger bindings of the water molecules to their environment in samples packed at a later stage. This is in agreement with the generally higher water holding capacity and water content in the samples during storage. Finally, the results demonstrated that delaying processing of raw material is undesirable if it is intended to be MA-packed and sold as more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Samþáttuð kælirannsókn fór fram um áhrif söltunar, próteinsprautunar og undirkælingar á gæði, efna- og eðliseiginleika salt- og próteinsprautaðs þorskvöðva. Rannsóknin sýnir að með sprautun salts og próteina í vöðva má bæta nýtingu, minnka drip og auka suðunýtingu vöðvans. Á móti kemur að sprautun salts og próteina í vöðva eykur örveruvöxt og myndun reikulla basa og styttir þannig geymsluþol afurðarinnar. Með því að lækka geymsluhitastig mátti þó hamla vöxt örvera og myndun reikulla basa. Oflækkun geymsluhitastigs leiddi hins vegar til frumuskemmda vegna ísmyndunar á yfirborði óháð saltstyrk í vöðvanum. Því þykir ekki æskilegt að geyma ferskan eða léttsaltaðan þorskvöðva við hitastig lægri en -2°C. Einnig voru áhrif þess að skola sýnin í pækilbaði eftir sprautun könnuð. Slík skolun hafði ekki marktæk áhrif á vatnsog saltinnihald eða nýtni sýnanna, en sýndi hins vegar minnkun á myndun reikulla basa. Því þykir æskilegt að flök séu skoluð í pækli að lokinni sprautun til að hamla skemmdarferla að fremsta megni. Skynmatsniðurstöður sýndu að eiginleikar vöðvans breyttust marktækt við sprautun salts og próteina í vöðvann, en sprautaðir hóparnir misstu ferskleikaeinkenni sín fyrr en ferski ómeðhöndlaði viðmiðunarhópurinn.

A combined cooling experiment was performed on the effect of salting, protein injection and superchilling on the quality and physicochemical properties of brine and protein injected cod muscle. The study showed that brine and protein injections lead to increased processing and cooking yield, as well as decreased drip. Injection of salt and proteins increase on the other hand microbiological growth and the formation of volatile nitrogen bases, which in turn leads to shorter shelf life. By lowering the storage temperature this growth of microorganisms and volatile nitrogen bases could be decreased. If the storage temperature is kept too low this on the other hand led to cell damages due to ice crystallization on the muscle surface, independent on the salt content of the muscle. It is therefore not recommended to store fresh and light salted cod at temperatures below -2°C. The study also viewed the effect of brining the muscle after brine and protein injection. This brining had no significant effect on the salt or water content of the muscle but decreased the amount of volatile bases. It is therefore recommended that cod muscle is always washed in brine after injection to keep damaging processes at a minimum. Sensory analysis showed a significant difference between the characteristics of brine and protein injected samples to unprocessed cod muscle. The injected groups also lost their freshness characteristics earlier than the unprocessed control group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Dried fish as health food

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS-rannsóknasjóður, (AVS-Fund)

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Dried fish as health food

Eitt meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Megin niðurstaða verkefnisins er að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Niðurstaðan er að harðfiskprótein eru af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski sem bæði heilsusamlegum mat og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það var mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) nema í selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to provide information of the quality in Icelandic dried fish to be of benefit for all producers in Iceland. The main results showed that dried fish was a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared to the amino acids in eggs. It was concluded that the proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. It is important to analyze better the salt content in dried fish and reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, which salt content is rather high. The trace elements in dried fish showed minimal content, except for selen where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Harðfiskur sem heilsufæði

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Harðfiskur sem heilsufæði

Meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Helsta niðurstaða verkefnisins er sú að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Harðfiskprótein reyndust vera af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski, bæði sem heilsusamlegum og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks, sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það reyndist mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) fyrir utan selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to establish information of the quality of Icelandic dried fish, which could benefit producers in Iceland. The main results showed that dried fish is a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared with amino acids in eggs. The conclusion was that proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. However, it is important to analyze better the salt content in dried fish and find ways to reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, where the salt content is rather high. The trace elements in dried fish were found to be minimal, except for selen, where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not, however, hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol / Storage trials on cod loins: Effect of superchilling, brining and modified atmosphere packaging (MAP) on quality changes and sensory shelf-life

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Hannes Magnússon, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurður Bogason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður (Rannís)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol / Storage trials on cod loins: Effect of superchilling, brining and modified atmosphere packaging (MAP) on quality changes and sensory shelf-life

Markmið þessara tilrauna var að meta áhrif ofurkælingar, lofskiptra umbúða (MAP) og pæklunar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita. Þá voru könnuð áhrif gaspökkunar og mismunandi geymsluhita á vöxt nokkurra sýkla og bendiörvera. Tilraunin var framkvæmd í október 2006 hjá Samherja á Dalvík. Eftir lageringu (0,6 og 2% salt) var fiskurinn snyrtur og hnakkastykkjum pakkað annars vegar í hefðbundnar 3 kg frauðplastpakkningar (loftpökkun) og hins vegar í loftskiptar umbúðir. Gasblandan var stillt á 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Þrír bitar (350- 550g) voru settir í hvern bakka með þerrimottu. Eftir pökkun var sýnunum komið fyrir í frystihermum Matís sem stilltir voru á 0°C, -2°C og -4°C. Sýnin voru rannsökuð yfir fjögurra vikna geymslutímabil. Skynmat, örverutalningar og efnamælingar voru notaðar til að meta gæðabreytingar og geymsluþol. Pæklaður (2% salt) fiskur geymdist skemur en ópæklaðir (0,6% salt). Samanburður á örverufjölda daginn eftir pökkun sýndi að pæklaði fiskurinn innihélt tífalt meira af kuldaþolnum örverum en ópæklaður. Samkvæmt skynmati var geymsluþol pæklaða fisksins við -2°C 12-15 dagar í bæði loft- og gaspökkuðum bitum. Í ópæklaða fiskinum voru áhrif gaspökkunar og ofurkælingar greinileg. Geymsluþol loftpakkaðra bita var um 11 dagar við 0°C en 14-15 dagar við -2°C. Geymsluþol gaspakkaðra bita var hins vegar um 15 dagar við 0°C en um 21 dagur við -2°C. Ofurkæling ferskra ópæklaðra fiskafurða í loftskiptum umbúðum getur því aukið geymsluþol verulega. Gaspökkun dró verulega úr vaxtarhraða sýkla og bendiörvera við lágt hitastig. Mest voru áhrifin á vöxt Salmonella, þá á Escherichia coli en minnst á Listeria monocytogenes. Við loftskilyrði óx L. monocytogenes við -2°C, en E. coli byrjaði að fjölga sér við 5°C og Salmonella við 10°C.

The aim of these experiments was to evaluate the effect of superchilling, modified atmosphere packaging (MAP) and brining on the quality changes and sensory shelf-life of cod loins. The effect of MAP and different storage temperatures on some pathogenic and indicator bacteria was also tested. These experiments were initiated in October 2006 at Samherji, Dalvík. After brining (0,6 og 2% salt) the fish fillets were trimmed, and loins packed on one hand in 3 kg styrofoam boxes (air) and on the other in MA. The gas mixture used was 50% CO2, 5% O2 and 45% N2. Three pieces (350-550 g) were placed in each tray with an absorbing mat. After packaging the samples were placed in 3 coolers at Matís which were adjusted to 0°C, -2°C and -4°C. Samples were examined over a four-week period. Sensory analysis, microbial counts and chemical measurements were used to determine the quality changes and shelf-life. Brined loins had a shorter shelf-life than unbrined (0,6% salt). Comparison on numbers of microorganisms the day after packaging revealed that the brined pieces contained ten times more microbes than the unbrined ones. According to sensory analysis the shelf-life of the brined loins at -2°C was 12-15 days for both air- and MA-packed fish. In the unbrined loins the effects of superchilling and MAP were obvious. The shelf-life of air-packed loins was about 11 days at 0°C and 14-15 days at -2°C. The shelf-life of MA-packed loins was about 15 days at 0°C but 21 days at -2°C. Superchilling of unbrined fish under MA can therefore increase the keeping quality considerably. MA-packaging clearly decreased the growth rate of pathogenic and indicator bacteria at low storage temperatures. Most effects were seen with Salmonella, then Escherichia coli but least with Listeria monocytogenes. In fact, L. monocytogenes could grow at -2°C under aerobic conditions, while proliferation of E. coli was first observed at 5°C but 10°C for Salmonella.

Skoða skýrslu
IS