Skýrslur

Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti – Efnainnihald lambakjöts og hliðarafurða 

Útgefið:

15/12/2023

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Helgi Briem og Hafliði Halldórsson

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Í verkefninu var gerð úttekt á hlutfalli kjöts, fitu og beina í lambakjöti. Í úttektina voru valdir skrokkar úr kjötmatsflokkunum O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, og E-3, níu skrokkar úr hverjum matsflokki, alls 63 skrokkar. Skrokkar úr þessum flokkum ná yfir 92% framleiðslunnar miðað við skiptingu í kjötmatsflokka árið 2021. Skrokkar voru valdir á þremur mismunandi sláturdögum, í tveimur sláturhúsum, norðanlands og sunnan, með þeim hætti að fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvæla-stofnun, valdi alla skrokka og staðfesti að hver skrokkur væri hefðbundinn skrokkur í sínum matsflokki en ekki á mörkum flokksins. Daginn eftir slátrun var skrokkunum skipt í tvennt. Öðrum helmingi var skipt í læri, frampart, slag og hrygg samkvæmt hefðbundinni skiptingu, en hinum helmingunum var skipt í þrjá þyngdarflokka, léttir undir 14,5 kg, miðlungs 14,5 – 16,8 kg og þungir 16,9 – 19,0 kg. Helmingarnir voru síðan partaðir á mismunandi hátt, þar sem hlutar fóru í hinar ýmsu afurðir. Nákvæmisúrbeiningu var beitt fyrir báða helminga lamba-skrokkanna til að finna skiptingu hinna ýmsu stykkja og afurða í kjöt, fitu, bein og sinar. Rýrnun var einnig fundin vegna taps við úrbeiningu. 

Kjötnýting (kjöthlutfall) fyrir lambaskrokkana í heild var 59,0 (50,7-67,3)%, fituhlutfall var 16,2 (9,7-28,0)%, hlutfall beina var 17,7 (13,4-22,1)% og hlutfall sina var 6,3 (4,4-8,1)%. Rýrnun við nákvæmisúrbeiningu var 1,1 (0,0-2,5)%. Meðalkjötnýtingin var hæst í matsflokknum U-2 nema fyrir framparta þar sem nýtingin var heldur hærri í E-3. Innan holdfyllingarflokkanna U og R kom glöggt fram hvernig hlutfall fitu breytist í samræmi við skilgreiningar á fituflokkum. 

Hlutfall kjöts, fitu og beina í mismunandi gæðaflokkum staðfestir að kjötmatið er raunhæft og í samræmi við skilgreiningar sem liggja að baki matinu. 

Hlutföll kjöts, fitu, beina, sina og rýrnunar voru fundin fyrir 30 lambakjötsafurðir úr völdum þyngdarflokkum. Hátt kjöthlutfall fékkst fyrir læri án kjúku, mjaðmabeins og rófubeins úr þungum skrokkum (74%) og læri með skanka án mjaðmar bæði úr léttum og miðlungs skrokkum (69%). 

Mælingar voru gerðar á næringarefnum í lambakjötsstykkjum og lambakjöts-afurðum. Þungmálmamælingar voru gerðar á lambakjötsstykkjum. Þessar niðurstöður munu nýtast við merkingar umbúða og við upplýsingagjöf til neytenda og söluaðila. Lambakjötið var það ríkt af B12-vítamíni, fólat vítamíni, kalíum og sinki að leyfilegt er að merkja þessi efni sem hluta af næringargildismerkingu kjötsins á umbúðum. Þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín, blý og arsen voru ekki mælanlegir í kjötinu, þ.e. voru undir þeim mörkum sem mögulegt var að mæla með öryggi. Þessi mörk eru mjög lág og því er mögulegur styrkur þungmálmanna afar lágur.  

Sýnataka á lambainnmat og öðrum hliðarafurðum fór fram í þremur sláturhúsum, hjá SS á Selfossi,  KS á Sauðárkróki og Norðlenska á Húsavík. Sýna var aflað af lifrum, nýrum, hjörtum, lungum, eistum, vélinda, brisi, milta, og blóði. Efnamælingar voru gerðar á völdum næringarefnum og þungmálmum. Lambainnmaturinn og hliðarafurðirnar eru auðugar af járni og seleni en þessi efni eru mikilvæg næringarefni. Öll sýnin ná marktæku magni af seleni. Þegar um marktækt magn er að ræða er merking á umbúðum matvæla leyfileg samkvæmt merkingareglugerð. Flest sýnin náðu marktæku magni af járni. Þungmálmurinn kadmín var mælanlegur í lifur og nýrum en ekki öðrum sýnum. Kvikasilfur, blý og arsen voru ekki mælanleg í sýnunum, þó með þeirri undantekningu að kvikasilfur í nýrum var mælanlegt. 

Niðurstöður efnamælinga kalla á athygli og endurbætur á merkingum og upplýsingagjöf. 

Meat, fat, and bone ratios of Icelandic lamb – Chemical composition of lamb meat and side-products 

Meat, fat, and bone ratios of Icelandic lamb meat, were studied. Carcasses from the EUROP classes: O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, and E-3 were selected, nine carcasses from each class, a total of 63 carcasses. Carcasses from these classes represent 92% of the lamb meat production in Iceland as reported for 2021. Carcasses were selected during three slaughtering days, in two slaughterhouses in north and south Iceland. The EUROP classifications of carcasses were confirmed by a specialist from the Icelandic Food and Veterinary Authority.

The carcasses were divided into halves the day after slaughtering. One half was divided into traditional cuts: leg, forequarter, saddle, and flank. The other half was used for study of various cuts, where each product was made from one of three selected carcass weight ranges: light carcasses below 14.5 kg, medium carcasses 14.5-16.8 kg and heavy carcasses 16.9-19.0 kg. Deboning was carried out on all products and yields were reported (meat, fat, bones, tendons). Wastage due to cutting, and deboning was reported.

Tissue ratios for whole lamb carcasses were on average 59% meat, 16% fat, 18% bones, and 6% tendons. Wastage during cutting and deboning was 1,1%. The meat yields were highest for class U-2, except for forequarter which had a bit higher meat yield for class E-3. For conformation classes U and R, it was clear that fat yields were related to the definitions of fat thickness for fat classes 2, 3 and 3+.

Yields were reported for meat, fat, bones, and tendons in 30 meat products. Highest meat yields were for leg products (74% and 69%).

Selected nutrients were analysed in legs, forequarters, saddles, flanks, and several products. The results will be used for labelling and dissemination. Lamb meat was rich in vitamin B12, folate, potassium, and zinc. These nutrients can be used for nutrition declarations of the meat. The heavy metals mercury, cadmium, lead, and arsenic were below the quantification limits in lamb meat. The quantification limits were very low.

Sampling of lamb organ foods and side-products was carried out in three slaughterhouses. The following side-products were sampled: Liver, kidneys, heart, lungs, testicles, gullet, sweetbread, spleen, and blood. Selected nutrients and heavy metals were analysed. These products were generally rich in selenium and iron which can be used for nutrition declarations in most cases. The heavy metal cadmium was reported for liver, and kidneys, cadmium was however below the quantification limit in other products.

Skýrslur

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Útgefið:

23/03/2020

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Matfugl ehf, Reykjagarður hf, Ísfugl ehf

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Markmið verkefnisins var að bæta upplýsingar um nýtingu og næringargildi kjúklinga og kalkúna sem framleiddir eru á Íslandi og styrkja þannig stöðu búgreinarinnar í samkeppni við innflutning. Með nákvæmnisúrbeiningu voru fundin hlutföll einstakra kjúklinga- og kalkúnahluta. Efnamælingar voru gerðar á þeim þáttum sem þarf fyrir næringargildismerkingar. Að auki voru gerðar mælingar á steinefnum og vítamínum í völdum kjúklingahlutum. Í ljós kom að íslenskir kjúklingar eru nú fituminni, með minna af mettuðum fitusýrum og orkuminni en áður var samkvæmt samanburði við gömul gildi í ÍSGEM gagnagrunninum. Styrkur nokkurra steinefna og vítamína í kjúklingakjöti var það hár að hægt er að bæta þeim í næringargildismerkingu. Niðurstöður fyrir næringarefni nýtast við uppfærslu ÍSGEM gagnagrunnsins og upplýsingar um nýtingu verða hluti af Kjötbókinni og nýtast kjötiðnaði og kjötkaupendum.  

The purpose was to obtain new data for dissection yields and nutrient value of Icelandic chicken and turkey and by this strengthen the position of the poultry production in Iceland. Detailed dissection yields were determined for several chicken and turkey parts. Nutrients were analysed for nutrient declarations. Additionally, minerals and vitamins were analysed in selected products. Fat, saturated fat and energy in chicken meat were lower than reported earlier. The concentrations of some of the minerals and vitamins were high enough to allow nutrient declaration. The nutrient data are made available in the ISGEM database. The dissection yield data will be available in the Icelandic Meat Book and will be important for the meat industry and meat buyers. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Útgefið:

26/08/2019

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

Verkefnissjóður sjávarútvegsins, AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna magn næringarefna, steinefna og snefilefna í sölvum eftir árstíma til að meta hvenær best sé að uppskera þau m.t.t. næringarsjónarmiða. Tekin voru sýni á tveimur stöðum, Tjaldanesi við Saurbæ í Dalasýslu og Herdísarvík við Selvog á Reykjanesi á tímabilinu frá október 2011 til apríl 2013.

Árstíðarsveiflur greindust í innihaldi næringarefna í sölvum bæði í Herdísarvík og Tjaldanesi og fylgdu þær svo til sama ferli. Snemma vors náði magn trefja, próteina, fitu, ösku og vatns hámarki. Mælingar bentu einnig til árstíðarsveiflna í sumum þeirra steinefna og snefilefna sem mæld voru; kalíum, fosfór, joð, selen, kadmín og blý. Þungmálmar voru innan viðmiðunarmarka að undanskildu kadmín á veturna.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Svanhildur Hauksdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Annabelle Vrac, Helga Gunnlaugsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og  fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Gerðar voru mælingar á meginefnum (próteini, fitu, ösku og vatni), steinefnum (Na, K, P, Mg, Ca) og snefilefnum (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) í helstu tegundum sjávarafurða sem voru tilbúnar á markað. Um var að ræða fiskflök, hrogn, rækju, humar og ýmsar unnar afurðir. Mælingar voru gerðar á fitusýrum, joði og þremur vítamínum í völdum sýnum. Nokkrar afurðir voru efnagreindar bæði hráar og matreiddar. Markmið verkefnisins var að bæta úr skorti á gögnum um íslenskar sjávarafurðir og gera þær aðgengilegar fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla á vefsíðu Matís. Selen var almennt hátt í þeim sjávarafurðum sem voru rannsakaðar (33‐ 50 µg/100g) og ljóst er að sjávarafurðir geta gegnt lykilhlutverki við að fullnægja selenþörf fólks. Fitusýrusamsetning var breytileg eftir tegundum sjávarafurða og komu fram sérkenni sem hægt er að nýta sem vísbendingar um uppruna fitunnar. Meginhluti fjölómettaðra fitusýra í sjávarafurðum var langar ómega‐3 fitusýrur. Magn steinefna var mjög breytilegt í sjávarafurðum og koma fram breytingar á styrk þessara efna við vinnslu og matreiðslu. Lítið tap varð á snefilefnunum seleni, járni, kopar og sinki við matreiðslu. Mælingar voru gerðar bæði á seleni og kvikasilfri þar sem selen vinnur gegn eituráhrifum kvikasilfurs og kvikasilfur er meðal óæskilegra efna í sjávarafurðum. Kvikasilfur reyndist í öllum tilfellum vel undir hámarksgildum í reglugerð. Hrogn og hrognkelsaafurðir höfðu þá sérstöðu að innihalda mjög mikið selen en jafnframt mjög lítið kvikasilfur.

Proximates (protein, fat, ash and water), minerals (Na, K, P, Mg, Ca) and trace elements (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) were analyzed in the most important Icelandic seafoods ready to be sent to market. The samples were fish fillets, roe, shrimp, lobster, and several processed seafoods. Fatty acids, iodine, and three vitamins were analyzed in selected seafoods. A few seafoods were analyzed both raw and cooked. The aim of the study was to collect information on the nutrient composition of seafood products and make this information available for consumers, producers and seafood dealers. The information is available in the Icelandic Food Composition Database. Selenium levels were generally high in the seafoods studied (33‐50 µg/100g) and seafoods can be an important source of selenium in the diet. Fatty acid composition was variable depending on species and certain characteristics can be used to indicate the fat source. Polyunsaturated fatty acids were mainly long chain omega‐3 fatty acids. The concentration of minerals was variable, depending on processing and cooking. Small losses were found for selenium, iron, copper and zinc during boiling. Both selenium and mercury were analyzed since selenium protects against mercury toxicity and data are needed for mercury. Mercury in all samples was below the maximum limit set by regulation. Roe and lumpsucker products had the special status of high selenium levels and very low mercury levels.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal (ritstj./editor), Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Birgitta Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmundur Mar Magnússon.

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / The Agricultural Productivity fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Verkefnið „Aukin verðmæti úr íslensku byggi“ var unnið á árunum 2006 til 2008 í samstarfi Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands, byggframleiðenda og matvælafyrirtækja. Gerðar voru mælingar á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í bygginu. Sérstaka athygli vöktu hollustuefnin beta-glúkanar en þeir eru vatnsleysanleg trefjaefni. Öryggi byggsins var fullnægjandi samkvæmt mælingum á örverum og aðskotaefnum. Prófanir á bökun byggbrauða fóru fram í fyrirtækjum og var sýnt fram á að íslenskt bygg hentar vel í bökunarvörur. Skynmat og neytendakönnun fór fram á byggbrauðum og sambærilegum brauðum án byggs. Byggbrauðin höfðu sín sérkenni og fengu almennt góða dóma. Framleitt var byggmalt og síðan var það notað sem hráefni í bjórgerð. Það tókst að framleiða bjór af fullnægjandi gæðum en helsta vandamálið við maltframleiðsluna var lágt spírunarhlutfall byggsins. Tekin voru saman drög að gæðakröfum fyrir íslenskt bygg til framleiðslu á bökunarvörum og byggmalti.

The project “Increased value of Icelandic barley” was carried out during the years 2006 to 2008 in cooperation between Matis ohf, Agricultural University of Iceland, barley producers and food manufacturers. Nutrients, contaminants and microbes were measured in Icelandic barley. The water soluble dietary fiber, beta-glucan, was of special interest. The safety of Icelandic barley was sufficient according to measurements of contaminants and microbes. Barley was tested for bread baking and the result was that Icelandic barley can be used for bread making. Breads with and without barley were tested by sensory evaluation and consumer testing. Barley breads had special sensory properties and were well accepted. Malt was produced from Icelandic barley and used for production of beer. The beer was of good quality but the main problem with the malt production was low proportion of sprouting barley. Quality criteria were drafted for Icelandic barley for production of bakery products and malt.

Skoða skýrslu
IS