Skýrslur

Food industry communication with next generation consumers: knowledge, engagement, empowerment, food values

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fólk færist sífellt fjær frumframleiðslu matvæla og tenging við hráefni og vinnslu þess er oft óljós. Ungt fólk er neytendur framtíðarinnar. Viðhorf þeirra og traust til matvæla skiptir matvælaframleiðendur því miklu máli. Þarfir og gildi ungs fólks eru ekki endilega þau sömu og eldra fólks. Markmið verkefnisins WeValueFood var að leita leiða til að auka skilning og þekkingu ungs fólks þannig að það átti sig á gildum og verðmætum matvæla og verði meðvitaðri um mat í víðu samhengi.

Þrjár vinnustofur voru haldnar á vegum Matís, þar sem nemendur á háskólastigi og íslenskur matvælaiðnaður voru leiddir saman. Vinnustofurnar beindust að núverandi samskiptamynstri og upplýsingagjöf iðnaðarins til neytenda og var markmiðið að styðja við samskipti matvælaiðnaðarins við neytendur framtíðarinnar. Ýmis matvælafyrirtæki og hagmunaaðilar komu að vinnustofunum og  unnu með ungum neytendum við að skilgreina matvælagildi og eiga samtal um samskiptaleiðir. Áhersla var lögð á að auka áhuga og þekkingu á matvælum til að stuðla að því að næstu kynslóðir taki skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sínu. Vinnustofurnar þrjár fóru fram á netinu haustið 2020: 1) Með nemendum á háskólastigi – til að kanna matargildi þeirra og álit á núverandi samskiptaleiðum matvælaiðnaðar, 2) Með þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kanna hvernig þeir upplifa næstu kynslóð neytenda og hvernig matvælaiðnaður getur stutt við menntun/þekkingu og þátttöku í matartengdum málefnum og 3) Með nemendum á háskólastigi og þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kynna hugmyndir matvælaiðnaðar og samskiptaleiðir, og kanna viðbrögð nemenda.

Nemendur lögðu mikla áherslu á umhverfisáhrif, þar sem gegnsæi og heiðarleiki eru lykilatriði fyrir jákvæða ímynd og traust til matvælaframleiðenda. Ungt fólk vill vita meira um það hvernig matur er framleiddur og ekki síður hvað felst í framleiðsluferlinu. Þau vildu sjá meira um hvernig matvæli á Íslandi eru framleidd, hvort heldur sem er á samfélagsmiðlum, heimasíðum matvælafyrirtækja eða með merkingum matvæla. Það sem ungt fólk kallaði eftir voru meðal annars staðfestar upplýsingar um allt frá uppruna til matreiðslu og geymsluleiðbeininga. Áhersla var lögð á að upplýsingarnar þyrftu að vera staðfestar af hlutlausum aðilum eins og vísindafólki. Þátttakendur úr matvælaiðnaði voru almennt meðvitaðir um þarfir ungs fólks hvað varðar upplýsingar og samskiptaleiðir, en voru oft í erfiðleikum með að mæta þessum þörfum m.a. vegna kostnaðar og tíma. Matvælaiðnaðurinn kallaði eftir samstarfi við yfirvöld til að koma á móts við þarfir ungs fólks varðandi þekkingu og menntun til að tryggja að fullnægjandi og vísindalega sannreyndar upplýsingar verði aðgengilegar öllum. Ein þeirra lausna sem lögð var til af hálfu iðnaðarþátttakenda gæti hæglega svarað þörfum ungs fólks fyrir sértæka matvælaþekkingu, sem gæti á sama tíma stuðlað að auknum áhuga og þátttöku ungs fólks. Þessi lausn snéri að matarvísindavef, sem stýrt yrði af óháðum aðilum, svo sem háskólum, til að miðla vísindalega sannreyndum upplýsingum án hagsmunaárekstra. Með vinnustofunum skapaðist áhugavert samtal milli nemenda og matvælaframleiðanda, sem gaf mikilvæga innsýn bæði fyrir neytendur og matvælaiðnað. Mikilvægt er að fylgja vinnustofunum eftir og styrkja samtal og upplýsingaflæði milli neytenda og framleiðenda til að mæta þörfum neytenda framtíðarinnar.

WeValueFood var styrkt af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food. Auk Matís og  Háskóla Íslands, komu Universidad Autónoma de Madrid og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss að verkefninu. Verkefninu var í heild stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
_____
Food consumption trends have increased the gap between primary food production. The proximity to production of raw materials and food processing has become more unclear to many consumers. Young people are the consumers of the future. Their attitude towards food is therefore important to food producers. Their needs and values are not necessarily the same as those of older consumers. The aim of the WeValueFood project was to find ways to increase the understanding and strengthen young people’s knowledge and understanding so that they better appreciate the values of food and become more aware of food in a wider context.

Three online workshops on food values of next generation consumers (NGCs) were carried out in Iceland in the autumn of 2020, by Matis in collaboration with the University of Iceland. The communication between university students of diverse study categories and food industry was explored within the three workshops: 1) With students –  to assess their food values and opinions on the current food industry communication; 2) With industry participants – to understand how they perceive the NGCs and how they can help to educate and engage them with food; 3) With students and industry – to present industry´s ideas of communication and receive students feedback on industries communication strategies.

The students emphasised environmental impact of foods, transparency, and honesty in communication for a positive image of and trust in food producers. They wanted to know more about how food is made, either on social media or food industry websites, or with food labels. Emphasis was placed on information about everything from origin and environmental labels to cooking and storage guidelines. Not less important, the information needed to be verified by a responsible independent third party, such as scientists. The food industry participants were generally aware of NGC’s information needs and communication channels, but struggled to meet these needs, mainly due to cost and time. The food industry needed cooperation with authorities to educate the next generation on food related issues, to fulfil the NGC needs for knowledge, with scientifically valid and trustworthy information available for everyone. One of the idea pitches from the industry summarised the overall need for knowledge and communication, both for food industry and NGC that could improve food involvement and engagement. The pitch was about food science website, supervised by independent parties, such as universities, to provide fact based, scientifically correct information, without any conflicts of interest.

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food, was a two-year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Útgefið:

20/12/2017

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Markmið með verkefninu var að fylgja eftir og styðja frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio, formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016. Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í norræna lífhagkerfinu og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt. Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni. Reynslan af verkefnunum er að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi. Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að hvata nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað geti að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna.

The aim of the project was to follow up on and support further small-scale producers that participated in innovation projects as a part of the Nordbio programme, the Icelandic chairmanship programme in the Nordic council of ministers 2014-2016. The overall objective of the innovation projects was to have direct economic impact through innovation and value creation in the Nordic bioeconomy and thereby strengthen regional and economic growth. 17 innovation projects where carried brought forward. The projects have displayed that knowledge and training is essential for ideas to be realized and to enable manufacturers to meet all food safety requirements. The Nordbio innovation projects have manifested that using “innovative voucher” can be an effective way of encouraging innovation, knowledge transfer and technology to increase the value of biofuels. There is apparently need to offer small producers and entrepreneurs funding of this kind. Establishment of fund under the same format as Nordbio functioned with innovation vouchers can enable increased value creation trhough innovation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Útgefið:

21/11/2017

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Íris Mýrdal Kristinsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

Snæfellsnesbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Markmið verkefnisins er að styrkja þekkingargrundvöll vistvænnar þróunar og stuðla þar með að bættri nýtingu hráefna úr lífríkinu á og við Snæfellsnes með aukna sjálfbæra verðmætasköpun, einkum m.t.t. næringarefna og þarfar til fóðrunar fiska, að leiðarljósi. Verkefnið var unnið með stuðningi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar. Verkefnið var greint í fjóra verkþætti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að mikilvægustu forsendur fyrir nýtingu frumkvöðla á náttúrauðlindum komi til af þekkingu á umhverfinu, áhrifum af staðsetningu þeirra, þekkingu á ákveðnum svæðum og möguleikum þess, auk kunnáttu viðkomandi frumkvöðuls. Hvatinn er afleiðing utanaðkomandi þátta eins og verðmætasköpunar, vöruþróunar, ástríðu fyrir hreinni framleiðslu og minni sóun, ásamt áhuga á sjálfbærri, lífrænni framleiðslu. Reglugerðir reynast bæði vera hvati og hindrun fyrir frumkvöðla þar sem þær vel útfærðu og ströngu virka vel en aðrar sem ekki eru jafn vel ígrundaðar standa í vegi fyrir sjálfbærum aðgerðum. Sjóðir og styrkir spila ekki stór hlutverk í nýtingu tækifæra, hins vegar treysta frumkvöðlarnir á eigið fjármagn, þeir þróa vörur sínar hægt og nýta úrræði frá fyrri framleiðslu og þróun.

The aim of the project is to strengthen the knowledge base of ecological development and thereby support the improved utilization of raw materials in and around Snæfellsnes with increased sustainable value creation, especially regarding nutrients and feeding farmed fish as a guiding principle. The project was carried out with the support of the municipalities in Snæfellsnes, Snæfellsbær, Grundafjörður and Stykkishólmsbær. The project was described and separated into four work packages. The results of this research indicate, among other things, that the most important prerequisites for the use of natural resources by entrepreneurs are the knowledge of the environment, the effects of their location, the knowledge on specific areas and their possibilities, as well as the skills of the relevant entrepreneur. The motivation is the result of external factors such as value creation, product development, passion for cleaner production and less waste, along with an interest in sustainable organic production. Regulations are both incentives and obstacles to entrepreneurs, where the well-executed and strict regulations work well but others that are less well-founded stand in the way of sustainable operations. Funds and grants do not play a major role in the utilization of opportunities, on the other hand, the entrepreneurs trust on their own financial resources, they slowly develop their products and make use of resources from previous production and development.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Útgefið:

08/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Þóra Valsdóttir

Styrkt af:

NordBio

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið var haldin 25 júní á Hótel Selfossi. Meðan á formennsku íslenskra stjórnvalda í Norræna ráðherranefndinni 2014 hefur staðið hefur lífhagkerfið verið miðpunktur norrænnar samvinnu en Nordbio er stærst af þremur áhersluatriðunum á íslenska formennskuárinu. Meginmarkmið NordBio er að styrkja Norræna lífhagkerfið með því að hámarka nýtingu á lífrænum auðlindum, takmarka sóun og örva nýsköpun, styrkja þar með Norræna lífhagkerfið. Nordtic ráðstefnan var haldin í tengslum við árlegan fund norræna ráðherraráðsins í sjávarútvegi, landbúnaði, matvælum og skógi (MR-FJLS). Um 100 gestir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnugestum var boðið sérstakt bragð af nýsköpun norðursins er niðurstöður úr nýsköpunar og matvælaverkefnum, innan NordBio, voru kynntar og smakkaðar. Verkefnunum var stýrt af Matís.

Conference on Nordic Bioeconomy and Arctic Bioeconomy was held on June 25th at Hotel Selfoss in Iceland. During the Icelandic chairmanship in The Nordic Council of Ministers in 2014 bioeconomy has been at the center of Nordic cooperation, as NordBio is the largest of three programs under the Icelandic chairmanship. The main objective of NordBio is to strengthen the Nordic Bioeconomy by optimizing utilization of biological resources, minimizing waste and stimulating innovation thus bolstering the Nordic Bioeconomy. The “Nordtic” conference was held in connections with an annual meeting of the Nordic Council of Ministers for Fisheries and Aquaculture, Agriculture, Food and Forestry (MR-FJLS). Around 100 people from all the Nordic countries participated in the conference. The conference participants were offered a special taste of innovation from the high north as results from food production projects, innovation projects under NordBio led by Matis, were presented and tasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu
IS