Skýrslur

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

Útgefið:

01/06/2017

Höfundar:

Sigurður Örn Ragnarsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

The Norwegian Research Council (Project number 233709/E50)

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

There is a constant demand for quality raw materials that can be used for producing seafood products for high paying markets in Europe and elsewhere in the world. Suppliers of demersal fish species in the North Atlantic are now meeting this demand by freezing the mainstay of their catches, in order to be able to have available supplies all year around. This is partly done because of seasonal fluctuations in catches, which are harmful from a marking point of view. The fact that all these raw materials are now frozen demands that methods used for freezing and thawing can guarantee that quality of the raw material is maintained. There are a number of methods available to thaw fish. The most common ones involve delivering heat to the product through the surface, as with conduction or convection. These methods include water and air-based systems. More novel methods are constantly on the rise, all with the aim of making the process of thawing quicker and capable of delivering better products to the consumer. These procedures are however, often costly and involve specialized workforce to control the process. All in all, it depends greatly on what kind of conditions a company is operating under regarding which thawing methods should be chosen. This report identifies the most common methods available and provides information on their main pros and cons.

Stöðug eftirspurn er frá fiskvinnslum víða um heim eftir góðu hráefni úr Norður Atlantshafi til framleiðslu á afurðum fyrir kröfuharða markaði. Til að mæta þessari eftirspurn og með hliðsjón af miklum árstíðabundnum sveiflum í veiðum á vissum fisktegundum hafa fyrirtæki gripið til þeirra ráða að frysta hráefnið til notkunar síðar meir. Það kallar á góðar aðferðir til að frysta hráefnið, en ekki er síður mikilvægt að þíðing hráefnisins sé góð. Til eru margar aðferðir til að þíða fisk og aðrar sjávarafurðir. Algengast hefur verið að nota varmaflutning í gegnum yfirborð með varmaburði eða varmaleiðni. Þær aðferðir byggja að mestu á því að nota vatn eða loft sem miðil til þíðingar. Nýrri aðferðir eru til sem reyna að gera ferlið fljótvirkara og þannig skila betri afurð til neytenda. Þessar aðferðir eru þó oft kostnaðarmiklar og fela í sér mikla sérhæfingu starfsfólks. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir máli um hverslags rekstur er að ræða og hvernig aðstæður fyrirtæki búa við hverju sinni þegar þíðingaraðferðir og tæknilegar lausnir eru valdar. Í þessari skýrslu eru tilgreindar allar helstu þíðingaaðferðir og þær tæknilegu lausnir sem eru á markaðinum í dag, ásamt því sem helstu kostir og gallar þeirra verða tilteknir.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Útgefið:

31/10/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Markmið verkefnisins var að kanna aðferðir við þíðingu á þorskflökum í blokk og finna bestu og hugsanlegu aðferð til þíðingar fyrir markaði erlendis. Afrakstur verkefnisins á að leiða til aukinna gæða afurða sem unnar eru úr frosnu hráefni og hagræðingar í vinnslu sem leiðir til lægri framleiðslukostnaðar Helstu niðurstöður voru þær að besta þíðingaraðferðin, af þeim aðferðum sem prófaðar voru, var þíðing í vatni með loftblæstri. Einnig kom í ljós að aðferð með temprun (hálfþiðnun) var raunhæf, að því tilskyldu að stilla hitastig og tíma þíðingar.

The object of the project was to explore methods for thawing of seafrozen codfillets and find the potential methods for thawing. The culmination of the project is to lead to increased quality of products derived from frozen fillets and rationalization of processing, resulting in lower production costs. The main results showed that the best method, of the methods tested, was thawing in water with air circulation. It was also revealed that tempering was realistic, provided to adjust the temperature and time of thawing.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Útgefið:

27/05/2016

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sæmundur Sveinsson, Sigríður Dalmannsdóttir, Peter Martin, Jens Ivan í Gerðinum, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Verkefni um kornrækt á norðurslóðum var unnið á tímabilinu 2013 til 2015. Verkefnið var styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA). Þátttakendur komu frá Íslandi, N-Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Tilgangurinn með verkefninu var að styðja við kornrækt á strjálbýlum norrænum svæðum með því að prófa mismunandi byggyrki og koma með leiðbeiningar fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Efnilegustu byggyrkin (Kría, Tiril, Saana, Bere, NL) voru prófuð hjá öllum þátttakendum og mælingar gerðar á uppskeru og gæðum. Magn bygguppskeru var breytilegt milli svæða og ára. Meðal sterkjuinnihald þurrkaðs korns var 58% en það er nægjanlegt fyrir bökunariðnað. Sveppaeiturefni (e. Mycotoxin) greindust ekki í þeim sýnum sem send voru til greiningar. Ályktað var að kornsáninng snemma væri mikilvægasti þátturinn til að stuðla að góðri kornuppskeru á NORA svæðinu. Einning er mikilvægt að skera kornið snemma til að koma í veg fyrir afföll vegna storma og fugla.

A project on the cultivation of cereals in the North Atlantic Region was carried out in the period 2013 to 2015. The project was supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Partners came from Iceland, NNorway, Faroe Islands, Greenland, Orkney and Newfoundland. The purpose of the project was to support cereal cultivation in rural northern regions by testing barley varieties and providing guidelines for farmers and industry. The most promising barley varieties (Kria, Tiril, Saana, Bere and NL) were tested in all partner regions for growth and quality characteristics. Grain yields were very variable across the region and differed between years. Average starch content of grain was about 58% which is sufficient for the baking industry. Mycotoxins, toxins formed by certain species of mould, were not detected in selected samples. Early sowing was concluded to be the most important factor for a successful cereal production in the North Atlantic region. Early harvest is recommended in order to secure the harvest before it becomes vulnerable to wind and bird damages, even though the grain will be slightly less mature.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Björn Margeirsson, Gísli Kristjánsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir, Sæmundur Elíasson, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútveg (R 12 029-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Markmið tilraunarinnar var að bæta aðferðir við kælingu og geymslu á ferskum afurðum í því skyni að bæta gæði frystra makrílafurða. Samanburður var gerður á kælingu í hefðbundnum ískrapa og saltbættum ískrapa. Með því að bæta salti í ískrapann var vonast til að lækka mætti hitastig fersks makríls og viðhalda þannig gæðum hans lengur. Ferski makríllinn var geymdur í allt að sjö daga frá veiðum. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessu mismunandi kæling á ferskum makríl hefur áhrif á gæðarýrnun frystra makrílafurða. Niðurstöðurnar sýndu að hitastigdreifing í kerunum var í samhengi við saltstyrk þar sem lægra hitastig fékkst í keri með hærra saltinnihaldi (3,3%). Aftur á móti hafði frostgeymslan mun meiri á áhrif á gæðaþætti eins of ferskleika og los makrílafurðanna samanborið við áhrif forkælingar, þar sem áhrif mismunandi saltstyrks í ískrapanum var hverfandi m.t.t. þessara gæðaþátta.

The present experiment is part of the research project – Increased value of mackerel through systematic chilling. The aim of this study was to improve methods of chilling and storing of fresh products in order to obtain better quality of frozen mackerel products. This project was carried out to develop slurry ice mixture with addition of extra salt, with the intention of temperature decrease during chill storage up to seven days after catch. Secondary objective of this research was to investigate if different chilling condition of fresh fish has an effect on the quality assignment of long-term frozen mackerel products. The results showed that temperature distribution in the tubs was correlated to the salt concentration where lower temperature was obtained in the tub with higher salt content (3.3%). Furthermore, freshness, gaping and peritoneum deterioration have been affected by the storage process but not by different salt concentration in slurry ice during chilled storage. Due to high quality variation within the same group of the mackerel is needed to conduct more methods for quality evaluation such as oxidation analysis and sensory analysis.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Paulina E. Romotowska, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Magnús V. Gíslason, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Markmið verkefnisins „Hámörkun gæða frosinna makrílafurða“ er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna. Með því að skoða samspil þessara þátta er hægt að hámarka gæði og nýtingu makríls og því um leið verðmæti hans. Þetta er fyrsta skýrslan úr verkefninu og fjallar hún um áhrif hitastigsveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða. Matsþættir voru m.a. los, ensímvirkni og þránun. Hermdir voru gámaflutningar til Japans. Heilfryst hráefni sem veitt var í lok júlí og byrjun september var fryst og geymt við -25 °C í einn mánuð. Við „flutning“ var afurðin sett í geymslu við -18 °C ±5 °C í einn mánuð. Sýnin voru mæld fyrir frystingu, eftir „flutninginn“, og eftir það á 3ja mánaða fresti í geymslu við -25 °C. Til samanburðar voru sýni geymd við stöðugt hitastig (-25 °C). Þessu til viðbótar voru heilfrystar makrílafurðir geymdar í allt að 12 mánuði við -18 °C sem og -15 °C til þess að leggja mat á áhrif mismunandi geymsluaðstæðna. Greinilegur munur var á gæðum og stöðugleika frosinna makrílafurða sem voru geymdar við lágt og stöðugt hitastig samanborið við afurðir sem urðu fyrir hitaálagi t.d. vegna gámaflutnings. Niðurstöðurnar sýna að ekki ætti að geyma makríl við hærra hitastig en – 25 °C.

The aim of the project “Quality optimization of frozen mackerel products” is to study the quality and stability of mackerel products during frozen storage as affected by season, different pre-cooling methods, freezing techniques and storage conditions. This is the first report from the project and describes the effects of temperature fluctuations during storage and transportations on quality and stability of frozen mackerel products. The main attributes investigated were e.g. gaping, enzymatic activity and rancidity. Container shipment were simulated. Whole mackerel caught late July and early September was frozen and stored at -25 °C for one month. During “transportation”, the products was heat abused at -18 °C ±5 °C for one month. Samples were analysed after freezing, the transportation and with 3 months interval during subsequent storage at -25 °C. For comparison, samples were stored at stable temperature (-25 °C). Additionally, frozen mackerel products were stored for up to 12 months at -18 °C and – 15 °C to evaluate further the effects of storage temperature. A significant difference in quality and stability were detected between products stored at stable and low temperature and products that underwent heat abuse during e.g. transportation. The results demonstrates that frozen mackerel products should not be stored at higher temperature than -25 °C.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu

Skýrslur

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Útgefið:

01/04/2015

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS (contract R 13 099-13)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Þessi skýrsla er samantekt þriggja geymsluþolstilrauna þar sem sjávarfang var meðhöndlað með mismunandi kítósan-lausnum, annars vegar um borð veiðiskips (með rækju og þorski) eða eftir slátrun og forvinnslu eldislaxs. Þetta er framhald af skýrslu Matís 41-12 þar sem kítósan-lausnir voru þróaðar og prófaðar á mismunandi fiskafurðum á tilraunastigi hjá Matís. Tilgangur þessa verkefnis var að staðfesta notkunarmögugleika kítósan-meðhöndlunar á sjávarfangi í fiskiðnaðinum. Niðurstöður sýna að styrkleikur kítósan-lausna og geymsluhitastig sjávarfangs hafa áhrif á örverudrepandi virkni og gæðarýrnun fiskafurðanna. Lausnir A og B höfðu takmarkaða virkni í heilum rækjum (0-1°C), en hægari litabreytingar áttu sér stað þar sem skelin tók upp svartan lit. Meðhöndlun laxa (1.4°C) og þorska (-0.2°C) með lausnum C og D hægði verulega á vexti roðbaktería fyrstu 6 dagana sem leiddi til lengingar á fersleikafasanum. Geymsluhitastig þorskfiska hafði áhrif á virkni lausnanna. Þegar þorskur (2-3°C) var geymdur við verri aðstæður og flakaður 6 dögum eftir meðhöndlun, reyndist vera aðeins minna örveruálag á flökunum í upphafi geymslutímans sem skilaði sig lítillega í gæðum afurðanna. Betri geymsluskilyrði eru nauðsynleg til að kámarka virkni kítósan-meðferðar.

This report evaluates the efficiency of different chitosan treatments (A, B, C, D) when used by fishery companies, aiming to reduce seafood surface contamination and promote enhanced quality of fishery products: whole cod, shrimp and farmed salmon. The alkaline conditions establishing in chilled raw shrimp during storage (0-1°C) is the probable cause for no benefits of chitosan treatments A and B used shortly after catch, except for the slower blackening of head and shell observed compared to the control group. On the other hand, salmon treatments C and D were most effective in significantly reducing skin bacterial load up to 6 days post-treatment (1.4°C) which inevitably contributed to the extended freshness period (by 4 days) and shelf life observed. Similarly, freshness extension and delayed bacterial growth on skin was evidenced after 6 days of storage in whole cod (-0.2°C) treated with solution D. For cod stored at higher temperature (2-3°C) and processed into loins on days 3 and 6 posttreatment, a slower microbial deterioration was observed only during early storage of loins. The contribution of chitosan treatments to sensory quality enhancement was not clearly demonstrated in these products. Based on the findings, better chilling conditions should contribute to an enhanced effect of chitosan skin treatment towards quality maintenance.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Hólmfríður Sveinsdóttir

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Fimm rannsóknir voru gerðar af rannsóknarteymi (ofurkælingateymi) sumarið 2014 til að prófa áhrif ofurkælingar á vinnslu‐  og afurðargæði hvítfisks. Þetta verkefni var byggt á erlendum vísindarannsóknum á ofurkælingu, sem unnar voru í rannsóknarstofum, en rannsóknir ofurkælingateymis voru unnar við vinnsluaðstæður. Niðurstaða rannsóknarteymis benda til enn meiri virkni en þær grunnrannsóknir sem byggt var á.   Helstu niðurtöður voru að með ofurkælingu strax eftir blóðgun og slægingu er hægt að tefja dauðastirðnun umtalsvert, en engir skemmdaferlar hefjast fyrr en henni lýkur. Þekkt er að helstu ástæður fyrir losi er hröð dauðastirðnun þar sem holdið rifnar með snöggum samdrætti sem togast á við beinagarð fisksins. Fiskur er 800 sinnum viðkvæmari en kjöt og því þolir hann mjög illa allt hnjask við meðhöndlun. Niðurstöður rannsókna ofurkælingarteymis sýna að við ofurkælingu stífnar holdið án þess að frjósa og þolir mun betur alla meðhöndlun, t.d. flökun, roðflettingu og snyrtingu. Ekki er aðeins um útlitsmun að ræða á ofurkældum flökum miðað við hefðbundin heldur var hlutfall þeirra sem fóru í dýrustu pakkningar umtalsvert meiri. Tilraun var gerð hjá Íslandssögu á Suðureyri og niðurstaðan var að aukið verðmæti vegna ofurkælingar var um 900 þúsund krónur á dag. Við vinnslu á ofurkældum flökum í ferskfisk útflutning skiluðu þau sér í pakkningar við ‐0,8 °C meðan hefðbundin vinnsla var við +2 til +5°C. Frysting á hluta af vatni í flökum (5‐30%) byggir upp mikla kæliorku sem viðheldur lágu hitastigi í gegnum alla vinnslu (flökun, roðrif og snyrtingu).   Niðurstöður rannsóknarteymis eru að með ofurkælingu um borð í veiðiskipi niður í  ‐1°C strax eftir blóðgun og slægingu verður notkun á  ís óþörf við geymslu í lest og lager í landi. Lest og kæliklefar verða keyrðar á ‐1°C sem dugar til að viðhalda ofurkælingu í langan tíma. Prófað var að geyma þorsk við þessar aðstæður í átta daga og niðurstöður rannsókna sýndu gæði hans við vinnslu hjá Fisk Seafood voru mikil og betri en með hefðbundinni vinnslu.

Five studies were conducted by a research team (superchill‐team) in the summer of 2014 to test the effects of superchilling on production and quality of whitefish. This project was based on published studies on superchilling, conducted in laboratories, but the superchill‐team conducted their study at industrialized conditions.   Conclusion of the research team suggests greater functionality than the scientific researches it was based on.   The main conclusion are that super‐chilling right after bleeding and gutting can significantly delay rigor mortis, but no spoilage take place before that process. It is well known that the main reasons for gaping in fish fillets are the contraction and relics causing by rigor mortis. Fish is 800 times more sensitive than meat, so it is perishables against handling in processing lines, like filleting, skinning and trimming.  One finding in these research is that by super chilling the fish before the process, the flesh is more stiff without being frozen, and can withstand handling in processing much better. The super chilled product is not only looking better compared to the traditional product, but the proportion of more valuable products were significantly higher.   A research made in the freezing plant Icelandic Saga in Sudureyri, gave a result were increased value due to super cooling was about 900 thousand ISK per day. In the same trial a temperature for fresh packed fillets for the British market, the product temp for super chill were  ‐0,8°C, but the traditional product were packed at +2 to +5 ° C. Freezing part of the water content of the fish, around 5‐30%, builds up a massive cooling energy that keeps low temperatures throughout the processing (filleting, skinning and trimming).   Results of the research team were thatsuper‐cooling fish on board a fishing vessel, down to ‐1°C immediately after bleeding and gutting make the use of ice in fish hold redundant.  The fish hold need to be run at ‐1 ° C which is sufficient to maintain the super‐cooling for a long time. The research team kept whole cod without ice for eight daysin container and ‐1°C, with exigent result and extremely good quality of product, significant better than the traditional process.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Egill Þórir Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi (R 11 088‐11) og Tækniþróunarsjóður Ísl. (110667‐0611)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Meginmarkmið með verkefninu var að nýta jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota má til að framleiða hágæða saltfisk. Þróaður verður feril til að framleiða saltið með jarðhita á staðnum og til að geta stýrt efnasamsetningu þess þannig að verði hægt að tryggja rétta verkun saltfisks. Salt unnið úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Miðjarðarhafi við framleiðslu á söltuðum þorskflökum með pæklun sem forsöltunarstig og þurrsaltað í lokinn. Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnið úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að gæðum.

The aim of the project was to utilize raw material and energy from a geothermal brine to produce salt which can be used to increase the value in production of salted fish. Imported salt from Tunis was compared with the salt from geothermal brine, by producing salted cod from pickle salting followed by dry salting. The results showed that higher yield was observed in production of salted fish, by using salt produced from geothermal brine. Also   curing took less time where the penetration of salt in the cod muscle was faster compared with the imported salt. The salt produced from geothermal brine is comparable with the imported salt.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Patricia Yuca Hamaguchi, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS (contract R 11 074‐11)

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Í þessari rannsókn voru kannaðir bakteríudrepandi og andoxunar‐  eiginleikar tólf mismunandi kítósanefna frá Primex ehf. Áhrif seigju/mólþunga (150‐360 KDa) og “deacetylation” stigs (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) á virkni efnanna voru metin. Áhrif sýrustigs (6 og 6.5) og hitastigs (7 og 17°C) á bakteríudrepandi virkni voru einnig skoðuð. Andoxunarvirkni var metin með fjórum aðferðum: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. Breytileg andoxunarvirkni fannst hjá mismunandi kítósanefnum. A1 hafði mesta en í raun lítilsháttar afoxandi og bindandi eiginleika, á meðan B3 og B4 voru með hæstu ORAC gildin. Kítósanefni með 96‐100% “deacetylation” voru með mesta in vitro andoxunarvirkni, óháð þeirra mólþunga. Að sama skapi var bakteríudrepandi virkni kítósanefnanna breytileg meðal bakteríutegunda sem voru kannaðar, auk þess sem sýrustigs‐  og hitastigsáhrifin voru mismunandi. Samt sem áður fundust nokkur kítósanefni sem virkuðu vel á allar bakteríutegundir, t.d. A3‐B2‐B3‐C1.

This report evaluates twelve different types of chitosan products manufactured by Primex ehf and tested for their antibacterial and antioxidative properties in a suitable carrier solution. This study examined the effect of viscosity/molecular weight (150‐360 KDa) and degree of deacetylation (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) on the properties evaluated, as well as the influence of pH (6 and 6.5) and temperature (7 and 17°C) on the antibacterial activity of the chitosan products. The antioxidant activity was evaluated using four assays: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. The different chitosan products had different antioxidative properties. A1 had both some reducing and chelating ability, while B3 and B4 had some oxygen radical absorbance capacity. The radical scavenging ability of high DDA (96‐100%) chitosan products was emphasized. Similarly, the antibacterial activity of the different chitosan solutions differed among the bacterial species evaluated as well as pH and temperature conditions. Nevertheless, some products demonstrated antibacterial activity towards all strains tested: mainly A3‐B2‐B3‐C1.

Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Hannes Magnússon, Kristján G. Jóakimsson, Sveinn K. Guðjónsson

Styrkt af:

AVS (R 11 006‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna hvort biðtími (0, 2, 4 klst) frá slátrun að vinnslu hefði áhrif á þyngdarupptöku við sprautun og eiginleika frystra flaka. Auk þess var lagt mat á breytingar á þíddum flökum við geymslu í kæli. Fylgst var með breytingum á þyngd, efnainnihaldi, vatnsheldni, örveruvexti og magni niðurbrotsefna, auk þess sem flökin voru sett í skynmat. Til samanburðar voru notuð ómeðhöndluð flök. Þyngdaraukning var meiri eftir því sem biðtími var lengri. Söltun jók vatnsheldni flakanna og dró úr rýrnun við þíðingu og suðu samanborið við ómeðhöndluð flök. Sprautuðu flökin voru því einnig safaríkari. Hærri vatnsheldni sprautaðra flaka skýrst af því að hærra hlutfall vatns var innan vöðvafruma í sprautuðu flökunum meðan millifrumuvökvi var meiri í ómeðhöndluðum flökum og hlutfallslega meira vatn því laust bundið. Fjöldi örvera var meiri í sprautuðum flökum eins og við var búist þar sem sprautunin dreifir örverum um allan vöðvann í stað þess að þær séu eingöngu að finna á yfirborði vöðvans eftir flökun. Skemmdareinkenni urðu því meira áberandi í sprautuðum flökum eftir því sem leið á geymslu þíddra flaka yfir 2 vikna tímabil, þrátt fyrir að flökin væru ekki metin slakari í upphafi. Þránun var meiri í söltuðu flökunum samkvæmt TBA‐gildum en áhrif hennar voru ekki merkjanleg við skynmat. Hærra saltinnihald var talið auka dauðastirðnun í sprautuðu flökunum og skila gúmmíkenndari og stamari áferð samanborið við ómeðhöndluð flök. Útlit sprautaðra flaka var lakara, þau voru heldur dekkri og misleitari en ómeðhöndluð flök.

The aim of the experiment was to evaluate the effect of post‐slaughter time intervals on injection yield and characteristics of frozen cod fillets. In addition, to evaluate changes in thawed fillets during chilled storage. Weight gain by injection was higher as the waiting time was longer. Salting increased water retention during storage and cooking in comparison to untreated fillets. Therefore, the injected fillets were also juicier. The higher water retention of injected fillets was explained by a higher percentage of water within the muscle cells while the ration of intercellular fluid was higher in untreated fillets. Spoilage became more pronounced in injected fillets over 2 weeks of chilled storage of the fillets after thawing. Oxidation was higher in salted complex as expressed by higher TBARS‐values, but the effect was not observed in sensory analysis. Higher salt content seemed to increase rigor contraction in injected fillets and result in a more rubbery texture of the injected fillets, which were also slightly darker and more heterogeneous than untreated fillets.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu
IS