Skýrslur

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Útgefið:

27/05/2016

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sæmundur Sveinsson, Sigríður Dalmannsdóttir, Peter Martin, Jens Ivan í Gerðinum, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Verkefni um kornrækt á norðurslóðum var unnið á tímabilinu 2013 til 2015. Verkefnið var styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA). Þátttakendur komu frá Íslandi, N-Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Tilgangurinn með verkefninu var að styðja við kornrækt á strjálbýlum norrænum svæðum með því að prófa mismunandi byggyrki og koma með leiðbeiningar fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Efnilegustu byggyrkin (Kría, Tiril, Saana, Bere, NL) voru prófuð hjá öllum þátttakendum og mælingar gerðar á uppskeru og gæðum. Magn bygguppskeru var breytilegt milli svæða og ára. Meðal sterkjuinnihald þurrkaðs korns var 58% en það er nægjanlegt fyrir bökunariðnað. Sveppaeiturefni (e. Mycotoxin) greindust ekki í þeim sýnum sem send voru til greiningar. Ályktað var að kornsáninng snemma væri mikilvægasti þátturinn til að stuðla að góðri kornuppskeru á NORA svæðinu. Einning er mikilvægt að skera kornið snemma til að koma í veg fyrir afföll vegna storma og fugla.

A project on the cultivation of cereals in the North Atlantic Region was carried out in the period 2013 to 2015. The project was supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Partners came from Iceland, NNorway, Faroe Islands, Greenland, Orkney and Newfoundland. The purpose of the project was to support cereal cultivation in rural northern regions by testing barley varieties and providing guidelines for farmers and industry. The most promising barley varieties (Kria, Tiril, Saana, Bere and NL) were tested in all partner regions for growth and quality characteristics. Grain yields were very variable across the region and differed between years. Average starch content of grain was about 58% which is sufficient for the baking industry. Mycotoxins, toxins formed by certain species of mould, were not detected in selected samples. Early sowing was concluded to be the most important factor for a successful cereal production in the North Atlantic region. Early harvest is recommended in order to secure the harvest before it becomes vulnerable to wind and bird damages, even though the grain will be slightly less mature.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Hlynur Ármannsson, Kristinn Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Breytileiki svifþörunganna er mikill en í sjó á norðurhveli jarðar eru kísilþörungar og svipuþörungar algengastir. Svifþörungar hafa verið ræktaðir í Japan frá því um 1960 og nýttir til að auðga næringarinnihald ýmiskonar fæðu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Hátt hlutfall omega 3 (ω3) og  ω6 fitusýra í kaldsjávarþörungum gera þá einnig að áhugaverðum kosti í ræktun. Megin markmið verkefnisins var að einangra þörunga úr hafinu við Ísland og rækta á rannsóknastofu við mismunandi aðstæður. Tekist hefur að einangra og viðhalda hreinræktum af 4 tegundum kaldsjávarþörunga, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. Fituinnihald og hlutfall ω3 fitusýra reyndist hæst í P. tricornutum en tegundirnar innihéldu allar tiltölulega hátt hlutfall ω3 fitusýra og voru auðveldar í ræktun þó svo að vöxtur þeirra væri mismunandi háð aðstæðum. Niðurstöður benda til þess að fituinnihald og hlutfall mismunandi fitusýra sé breytilegt eftir vaxtarstigum. Niðurstöður sýna ennfremur að hjóldýr éta Microcystis sp. og Chlorella sp. og því mögulega áhugavert að nýta þessar tegundir til auðgunar hjóldýra sem notuð eru sem lifandi fóðurdýr við eldi sjávarlirfa í fiskeldi. Verkefnið hefur leitt af sér ný verkefni þar sem unnið er áfram með þær tegundir þörunga sem tekist hefur að rækta í hreinræktum. Markmið þessara rannsókna er annars vegar að þróa áfram aðferðir við ræktun í því markmiði að auka hlutfall fitu og vinna fituefni úr þörungum og hins vegar tilraunir með ræktun tegundanna í affallsvatni frá fiskeldisstöð. Einnig er hafin tilraun í eldi þorskseiða með notkun þessara tegunda þörunga við auðgun fóðurdýra lirfa.

Phytoplankton is the autotrophic component of the plankton community. Phytoplankton has been cultured since 1960 in Japan for a variety of purposes, including foodstock for other aquacultured organisms and a nutritional supplement. The most abundant groups of microalgae around Iceland are the diatoms and dinoflagelleates. High omega 3 (ω 3) and ω6 fatty acid content in cold water marine algae make them interesting for culturing. The main goal of the project was to search expedient plankton suitable for culturing and investigate the effects of different culture conditions. Four species of cold‐water algae have been isolated in monocultures, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. P. tricornutum was found to contain the higest fatty acid and  ω3 content but all species were relatively high in  ω3 content and were easy to culture. The results indicate that the fatty acid composition differed with respect to growth stages. The results also indicate that rotifers grazed on Microcystis sp. and Chlorella sp., thereby making them interesting for enrichment of the live prey commonly used in marine aquaculture. The project has resulted in new projects with further studies on the isolated species and developing methods for increasing their fat content, processing methods for extraction of the fat content and culturing using waste water from aquaculture farms. Also, two of the algae species are presently being used for enrichment of the live prey of cod larvae in an ongoing project.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Ræktuð voru 4 yrki, Annabelle, Milva, Salome og Gullauga. Ræktunin fór fram á Korpu í dæmigerðu mólendi og voru Annabelle og Gullauga með betri uppskeru en hin yrkin, auk þess sem Gullauga var með hæsta þurrefnisinnihaldið.   Yrkin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum sem framkvæmdur var hjá Sölufélaginu. Nýting Salóme var langtum best, Gullauga hafði djúp augu sem dró nýtinguna niður, hluti Milvu var skemmdur og var flokkaður frá og lögun Önnubelle kom í veg fyrir góða nýtingu. Í neytendakönnun greindu þátttakendur minni mun á milli kartöfluafbrigða en þeir gerðu í síðustu könnun og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Gullauga kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni, munur milli afbrigða var þó einungis marktækur fyrir útlit. Afbrigðin virðast öll enn vera vinnsluhæf eftir geymslu við 5,7°C í hátt í 200 daga frá upptöku, þrátt fyrir að sum afbrigði hafi verið farin að spíra, þó mismikið. Vinnslulega komu Milva, Salome og Gullauga öll ágætlega út nýtingarlega séð en dómarahópurinn var hrifnastur af bragðgæðum Gullauga.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Salome had best yield, but the strain Gullauga was best liked by consumers, which is in contrast with previous results.   All four strains still qualified for processing after storage for almost 200 days at 5,7°C, although some strains had started sprouting. The strains Milva, Salome and Gullauga all had good yield, however, group of sensory panellist liked the flavour of Gullauga. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Útgefið:

01/02/2011

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Vilberg Tryggvason

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Ræktuð voru 4 yrki. Útsæði af Belana og Annabelle komu frá framleiðendum erlendis, útsæði af Premier og Gullauga var fengið frá Bergvini á Áshóli. Ræktunin fór fram á Korpu og var fyrst og fremst framleiðsla á hráefni fyrir vinnsluprófanir, en þó voru uppskerumælingar gerðar. Afbrigðin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum. Nýju afbrigðin Annabelle og Belana virðast henta nokkuð vel fyrir vinnslu á forsoðnum kartöflum, þó olli„nýrnalaga“ lögun Annabelle nokkrum vonbrigðum, en þessi lögun hefur ekki verið vandamál í fyrri tilraunum með þetta afbrigði. Í neytendakönnuninni greindu þátttakendur mikinn mun á milli kartöfluafbrigða og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Annabelle kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Annabelle was best liked by consumers, but the kidney like shape did cause problems during processing.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/01/2011

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri, Nýsköpunarsjóður Námsmanna

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvifssamfélag sjávar er mjög fjölbreytt og tegundaauðugt og í svifinu er að finna hátt hlutfall n‐3 fitusýra svo og prótein, litarefni, vax estera og kítín. Auk þess að vera náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska þá innihlalda svifdýr hátt hlutfall fitusýra sem hentugar eru til manneldis. Af þessum sökum er áhugavert að nýta þessa uppsprettu næringarefna með ræktun við stýrðar aðstæður á landi og aðgengi allt árið um kring.   Megin markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að viðhalda ræktum Acartia tonsa sem klakið var úr dvalareggjum og rækta Acartia longiremis úr svifi í sjó úr Eyjafirði svo og að rannsaka klakhlutfall eggja eftir geymslu. A. longiremis er mun viðkvæmari í allri meðhöndlun samanborið við A. tonsa og þarf lægra ræktunarhitastig. Komið hefur verið upp aðstöðu til ræktunar svifdýra og þörunga á rannsóknastofu Matís, HA og Hafró á Akureyri. Aðstæður á rannsóknastofunni reyndust fullnægja þörfum beggja tegunda til vaxtar og viðhalds en niðurstöður benda hins vegar til þess að þróa þurfi betri aðstæður við geymslu eggja A. longiremis til þess að auka klakhlutfall þeirra. Niðurstöður tilrauna þar sem lúðuseiði voru fóðruð með Acartia spp. gefa jafnframt vísbendingar um hraðari vöxt lúðulirfa og þótt vísbendingar væru um að myndbreytingu seinkaði nokkuð, þá virtist sem hún heppnaðist betur.

The community of zooplankton includes many species and contains high proportion of n‐3 fatty acids in addition to proteins, wax esters and chitin. Apart from being the natural food for marine larvae, zooplankton includes large quantities of high quality oil suitable for human consumption. It is therefore of importance to utilize this nutritional source by culturing zooplankton at controlled conditions throughout the year.   The main goal of the project was to develop methods for maintaining cultures of Acartia tonsa that were hatched from dormant eggs, and to maintain cultures of Acartia longiremis collected from the marine environment in Eyjafjördur. The hatching rate of eggs following storage was furthermore investigated. Facilities for culturing of both zooplankton species and algae at controlled conditions have been set up in the laboratory and A. longiremis proved to be more sensitive to handling and require lower culturing temperatures compared with A. tonsa. Culturing conditions proved to fulfil the needs of the Acartia species for normal development and egg production. The results, however, indicate that conditions during egg storage need to be developed further for improved hatching rate of A. longiremis eggs. Offering Acartia spp. to halibut larvae may have resulted in improved growth and metamorphosis of larvae, however with delayed metamorphosis.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir (nemandi HA), Friðbjörn Möller, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.   Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna.

Zooplankton is the food source of our fish stocks, with Calanus finmarchicus being the most abundant species in the marine ecosystem around Iceland in addition to Acartia that may be found in the zooplankton throughout the year. The overall goal of this project was to culture natural zooplankton species (Calanus finmarchicus and Acartia) for production of eggs that is the basis for commercial production of copepods. Facilities for culturing zooplanktonic species and live algae have been set up as a part of the project. Natural zooplankton has been collected using various approach and attempts have been made to culture copepods under various conditions. Eggs of Acartia tonsa have furthermore been hatched and cultured in two separate experiments. The main results indicate that zooplankton species are extremely sensitive to handling and temperature changes during collection and trasnport. Significant losses were observed during the first days following collection and the copepod cultures only survived through a few weeks. Previous studies show that nutrition profoundly affects reproduction, survival and productivity of zooplankton species. The present results indicate that the algae paste used did not fulfil the nutritional requirements of the copepods but improved results were achieved using live algae cultures. Hatching of dormant eggs proved successful and eggs have been collected from the experimental units. Further experiments are planned with the aim to study the effects of nutrition, food supply and copepod densities on the development, sex ratio and productivity of the cultures.

Skoða skýrslu
IS