Verðmætaaukning og nýsköpun í matvælaframleiðslu um land allt

Gæði – öryggi – sérstaða

Matís vinnur að verkefnum sem styrkja íslenska matvælaframleiðslu með mælingum á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í afurðum. Einnig með rannsóknum á áhrifum framleiðslukerfa á bragðgæði og viðhorf neytenda.

Næringarefni

Í íslenska gangnagrunninum um næringargildi matvæla eru m.a. upplýsingar um næringargildi afurða úr íslenskum landbúnaði.  Upplýsingum er viðhaldið í samvinnu við búgreinafélög og afurðastöðvar.   Upplýsingarnar nýtast m.a. við:

  • Gerð kynningarefnis
  • Útreikninga á næringargildi
  • Neyslukannanir við útreikninga á hlutfalli mismunandi fæðuflokka og afurða í neyslu næringarefna og orku neytenda á Íslandi

Dæmi um nýjustu verkefni:

Öryggi

Mælingar á sjúkdómsvaldandi örverum eru gerðar til að fá upplýsingar um hvort afurðir eru öruggar til neyslu eða til að rekja uppruna matarsýkinga til að geta komið í veg fyrir þær í framtíðinni. 

Dæmi:    https://matis.is/upplysingar-fyrir-nyja-matvaelaframleidendur/matvaelaoryggi-radgjof/

Hreint og ómengað umhverfi er oft tekið sem dæmi um sérstöðu íslenskra matvæla.  Slíkar fullyrðingar er hægt að staðfesta með mælingum á aðskotaefnum.

Dæmi: https://matis.is/skyrsla/serstada-matvaela-fra-islenskum-landbunadi-naeringarefni-og-adskotaefni/

Framleiðslukerfi og sérstakir eiginleikar íslenskra matvæla

Tækifæri eru til frekari rannsókna þegar kemur að áhrifum framleiðslukerfa á eiginleika og sérstöðu íslenskra matvæla auk þess sem markaðstækifæri felast í sérstöðunni.  Framleiðslukerfin felast m.a. í sérstökum búfjárstofnun, staðsetningu landsins, loftslaginu og beitarlandslaginu. 

Matís hefur áhuga á samstarfi við bændur, afurðastöðvar og fleiri aðila um rannsóknir á þessu sviði.

Dæmi um rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar:  

https://www.matis.is/media/utgafa/krokur/Fraedathing-2010-Bragd-og-beitarhagar.pdf

https://matis.is/wp-content/uploads/skyrslur/20-09_Hvannalomb.pdf

Viðhorf neytenda

Framtíð landbúnaðar á Íslandi felst í trausti neytenda til hans. Réttar og gagnsæjar upplýsingar frá hlutlausum aðilum skipta þar miklu máli.  Taka þarf á erfiðum málum varðandi velferð búfjár, umhverfismál og framleiðsluaðferðir en í því felast fjölmörg tækifæri til frekari rannsókna og miðlunar á niðurstöðum þeirra. Matís hefur m.a. í samstarfi við bændur og RML, LBHÍ og afurðastöðvar stundað rannsóknir á velferð grísa og sláturlamba en betur má ef duga skal.

Því er spáð að á næstu áratugum muni áherslan á dýraafurðir minnka og áhersla á plöntuafurðir aukast. Einnig munu nýjar leiðir og aðferðir verða notaðar til viðbótar við hefðbundnari landbúnað t.d. með smáþörungum, skordýrum og með ræktun á kjötlíki og Matís hefur leitt stórt evrópuverkefni sem snýr að því. Viðbrögð og viðhorf neytenda til þessara atriða má rannsaka frekar en Matís hefur tekið þátt í verkefni um viðhorf næstu kynslóðar neytenda til matvælaframleiðslu.

Ert þú með hugmyndir að frekari rannsóknum hvað þetta varðar? Hafðu samband.

Sóknarfæri fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla

Margir smáframleiðendur matvæla hafa notið fræðslu ráðgjafar og aðgangs að matarsmiðjum Matís þegar þeir voru að taka sín fyrstu skref. Ráðgjöfin er um gæðahandbækur og starfsleyfi, eiginleika hráefna vinnsluaðferðir, geymsluþol og öryggi og einnig lögboðnar næringargildismerkingar.

Námskeið – námsefni á netinu er að finna hér.

Handbækur

Upplýsingar um matarsmiðju Matís

Upplýsingar um efnamælingar, niðurstöður þeirra eru grundvöllur að næringargildisyfirlýsingu.

Upplýsingar um örverumælingar, niðurstöður þeirra segja til um heilnæmi matvæla, geymsluþol o.s.frv.

Þjálfun í nýsköpun

Niðurstöður rannsókna og annarra verkefna þarf að nýta til að efla íslenskan landbúnað.  Matís getur aðstoðað frumkvöðla með upplýsingum, ráðgjöf og þjálfun í nýsköpun.

Síðustu þrjú ár hefur Matís verið með í og stjórnað námskeiðum í Evrópu á vegum EIT Food um þjálfun frumkvöðla með áherslu t.d. á fiskeldi, framtíðarprótein og ofnæmisvalda í matvælum.

Dæmi: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

Starfsfólk Matís er einnig að ljúka við að gera alþjóðlegt vefnámskeið um nýtingu hliðarafurða matvæla og minni matarsóun.   

Við viljum nýta okkar reynslu og sambönd með svipuðum námskeiðum á Íslandi til hagsbóta fyrir íslenskan landbúnað og neytendur. 

Erfðagreiningar – Öflugt tól til upprunagreininga og kynbóta

Matís býður upp á erfðagreiningar í nautgripum, sauðfé og hrossum.

Erfðagreiningar – Öflugt tól til upprunagreininga og kynbóta

Matís býður upp á erfðagreiningar í nautgripum, sauðfé og hrossum. Erfðagreiningar eru að verða ómissandi tól í búfjárkynbótum en einnig má nýta þær til upprunagreininga matvæla. Matís býður upp á margvíslegar erfðagreiningar sem stutt geta við matvælaframleiðslu, kynbætur og ræktunarstarf.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að hafa samband.

Upptaka af fagfundi Matís um rannsóknir og nýsköpun í kjötframleiðslu og kjötvinnslu

Foreldragreiningar

Matís býður uppá foreldragreiningar í hrossum, nautgripum, sauðfé og hundum. Foreldragreiningar eru mikilvægt tól í kynbótum. Nýjasta aðferðin í verkfærakistu Matís eru foreldragreiningar í sauðfé, sjá:

Nánari upplýsingar veita Steinunn Magnúsdóttir (steinunn@matis.is) og Sæmundur Sveinsson (saemundurs@matis.is, Sími: 858-5130)

Uppruna- og tegundagreiningar í matvælum

Matís býður upp á tegundagreiningar í matvælum, s.s. kjöti, fiski og grænmeti. Árlega eru 50 – 100 sýni tegundagreind á rannsóknastofu Matís í erfðafræði. Flestar þessar greiningar er framkvæmdar að beiðni útflytjenda matvæla sem þurfa að staðfesta tegund gagnvart erlendum kaupendum. Þessar aðferðir virka vel í hreinum og lítið unnum matvælum, s.s. fersku – og frystu kjöti ásamt frosnum fiskflökum og saltfiski. Tengiliður: Steinunn Magnúsdóttir

Matís er að þróa aðferðafræði til að tegundagreina hráefni í unnum matvæli. Þetta á sérstaklega við um matvæli sem innihalda mörg hráefni, t.d. kjöt- og fiskibollur, kjöthakk og fiskmarning. Sjá:

Þessi aðferðafræði er í þróun en niðurstöður lofa góðu. Tengiliður: Sæmundur Sveinsson

Erfðagreiningar og kynbætur í íslensku búfé og eldistegundum

Matís býður uppá margvíslegar erfðagreiningar sem nýttar eru í kynbótastarfi búfés og eldistegunda. Mesta úrvalið og þróun aðferða er fyrir sauðfé. Matís býður upp á greiningar á riðugeni og þokugeni. Enn fremur er verið að þróa aðferðir til að greina lóugenið (frjósemisgen í sauðfé) og greiningar á erfðabreytileika sem veldur gulri fitu í sauðfé. Að lokum er rannsóknaverkefni í gangi við að finna genagallann sem veldur bógkreppu í lömbum. Þessi verkefni eru unnin í nánu samstarfi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Sveinsson.

Matís er öflugur samstarfsaðili í rannsókna- og  nýsköpunarverkefnum

Matís býr yfir víðtæku tengslaneti öflugra samstarfsaðila hér á landi og erlendis. Matís kemur að fjölda verkefna sem styrkt hafa verið af Matvælasjóði og nær öll eru unnin í samvinnu við innlenda hagaðila

IS